Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 3
Vísir Laugardagur 28. jlili 1973. 3 Meðmœli í skólastjóra- stöðurnar Fræðsluráð hefur mælt með mönnum i stöður skólastjóra i þremur skólum borgarinnar. Mælt er með Gunnari Guðröð- arsyni i stöðu skólastjóra Breiða- gerðisskóla, Jóni Frey Þórarins- syni i Laugarnesskóla og Gunnari Finnbogasyni i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Fer málið þá til menntamála- ráðuneytisins. _________________—HH Ekki svo mikil skuldaaukning Aukning eriendra langtima- skulda á reikningum bankanna frá áramótum til loka júni er um það bil 417 milljónir, en ekki 1179 milljónir eins og við sögðum frá i gær. Þá er búið að draga frá þá hækkun, sem orðið hefur vegna gengishækkana á erlendum gjaldeyri og eiga þá 417 milljón- irnar að vera raunveruleg aukn- ing erlendra langtimaskulda bankanna. Heildarlangtimaskuldir á reikningum bankanna var þá i lok júni 1179 milljónir. — ÓG. Framkvœmdum við Seðla- bankann ekki frestað Stjórnendur Seðlabankans og fulltrúar Framkvæmdastofnun- arinnar héldu fund i gær, þar sem fjallað var um áskorun Framkvæmdastofnunarinnar þess efnis, að frestað verði fyrirhugaöri byggingu Seðla- banka við Arnarhól. Lýstu stjórnendur bankans þvi yfir, að þeir teldu sér ekki fært aöfresta framkvæmdum við byggingu hússins, en hins vegar möguleika á að athuga breytingar á fyrirhugaðri áfangaröð. Guðmundur Vigfússon, sem á sæti i framkvæmdaráði Fram- kvæmdastofnunarinnar og sat fundinn i gær ásamt Tómasi Arnasyni fyrir hönd Framkvæmdastofnunarinnar, sagði blaðinu að nú myndi stjórn stofnunarinnar fá skýrslu um viðræðurnar og siðan erþað — Tilmœlum Fram kvœmdastofnunar hafnað hennar að taka ákvörðun i málinu. Kom skýrt fram að stjórnendur bankans telja úti- lokaö að fresta framkvæmdum, en hugsanlegt að gera breytingar á áföngum i framkvæmdunurh, sem á að ljúka 1976. Hefur rikisstjórnin fengið ályktun um máliö, en ekki afgreitt það endanlega. Er gert ráð fyrir, að rikisstjórnin taki afstöðu innan tiðar. Þeif sem sátu fundinn i gær af hálfu Seðlabankans voru bankastjór- arnir Jóhannes Norðdal, Davið ólafsson og Svanbjörn Frimannsson auk bankaráðs mannanna Ragnars Ólafssonar, Inga R. Helgasonar, Sveins Júliussonar Birgis Kjaran, Sigurjón Guðmundssonar og að- stoðarbankastjóra Björns Tryggvasonar. — ÞS BÍLLINN Mótorhjól og bíll lentu í árekstri á Kársnesbrautinni i Kópavogi i gærkvöldi. Billinn var að koma austur Kársnes- braut, og beygði I veg fyrir mótorhjólið, er ökumaöurinn ætlaði að fara inn á Sæbóls- Tveir ytra að kynna sér lokun gatna Lokun Austurstrætis til tilrauna fyrir bilaumferð hefur vcrið nokkuð til umræðu hjá borgaryf- irvöldum í sumar. Er nú allt útlit fyrir, að n.k. þriðjudag muni borgarráð gera endanlega út um, hvort gerð verður tilraun með lokun götunnar i sumar. Borgarverkfræðingur Þórður Þ. Þorbjarnarson sagði blaðinu i gær, að undanfarið hefðu Kaup- mannasamtökin I samvinnu við skrifstofu borgarverkfræðings safnað gögnum og upplýsingum erlendis að um lokun gatna i mið- borgum. Fóru tveir menn utan fyrir skömmu til þess að kynna sér þetta enn frekar, og hafa þeir m.a. verið i Sviþjóð að undan- förnu. Þeir eru Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur frá borgar- verkfræöingi og Leó Jónsson hag- ræðingarráðunautur frá Kaup- mannasamtökunum. Eru þeir væntanlegur heim nú um helgina og strax á þriðjudag verður vænt- anlega skoriö úr um, hvort gerð verður tilraun meö lokun götunn- ari sumar. Var upphaflega fyrir- hugað að loka götunni 1. ágúst en taliö er sennilegt, verði af lokun- inni, að það verði siðar i mánuð- inum. — ÞS. FÓR VER EN HJÓLIÐ veg. Farartækin skullu saman með framendana. Blllinn virtst hafa skemmzt mun meira en mótorhjólið. ökumaður mótorhjólsins skall upp á bilinn, en slasaöist ekki mikiö. Hann mun hafa marizt á fæti. Ef einhver heldur að pollarnir, sem liggja við bilinn séu blóð, þá skjátlazt þeim, þvi vatnskassi bflsins sprakk við áreksturinn, og lögurinn rann af honum. Ljósm: Björgvin. —ÚH Líður vel Þórami Friðjónssyni, sem fékk botnlangakast um borð í Goðafossi og var fluttur með þyrlu til ORÐIN TIL FYRIR- MYNDAR Gatnamót Laugavegs og Nótatúns hafa veriö nokkrum sinnum á dagskrá hér i VIsi og höfum við nefnt annmarka, sem hafa veriö á þvi að umferö gengi þar nógu greitt i gegn. En þess ber að geta sem vel er gert og núna virðast merkingar, ljós og annað vera orðið til mikillar fyrirmyndar, eins og sjá má á myndinni. —ÓG Reykjavíkur leið vel í gærkvöldi. Uppskurður- inn á Landakotsspítala heppnaðist með ágætum. „Skólafólki sagt upp til að rýma fyrir Eyjabúum — Framhaldsskólanemendur stofna húsnœðismiðlun - stefna að heimavist „Strax I fyrravetur, eftir aö ibúar Vestmannaeyja urðu aö flytja upp á meginlandið fór þess að gæta, aö skólafólki væri sagt upp húsnæði sfnu til að rýma fyrir Vestmannaeyingum. Augljóst er, að f haust verður mjög erfitt að fá húsnæði fyrir skólafólk, þar sem nær allt fbúðarhæft húsnæði er nýtt”. Þetta sögðu þeir i húsnæðis- miðlun framhaldsskólanema, sem hljóp af stokkunum i gær með blaðamannafundi og opnar skrifstofu á mánudaginn. Þeir benda á, að á hverju hausti hafi gætt talsverða erfiðleika, þegar nemendur framhaldsskólanna, sem búsettir eru úti á landi, hafa leitaö eftir húsnæði i Reykjavik til vetrardvalar. Þetta vandamál hafi vaxið og nemendur oft neyðzt til aö greiða mjög háa húsaleigu og búa i óibúðarhæfu húsnæði, allt frá háalofti, þar sem ekki sé hægt að rétta úr sér, til þvotta- húss með niðurfalli á miðju gólfi, segja þeir. Stefnt er að þvi að fá byggð heimavistarhús i borginni fyrir framhaldsskólanemendur. Stúdentagarðarnir geta ekki tekið við nema broti af þessu fólki. Heimavist sé viö mennta- skóla úti á landi en engin i Reykjavik. Þeir minna á, að i málefna- samningi rikisstjórnarinnar hafi verið gefið fyrirheit um aö bæta úr húsnæöisvandræðum dreifbýlisnemenda og tillögur hafi komið fram á Alþingi um þetta. Forráðamenn húsnæðis- miðlunarinnar segjast samt gera sér góðar vonir um lausn, i samvinnu við ríkisstjórn og al- þingismenn. Að miöluninni standa iðnnemar, menntaskólanemar, stúdentar, kennaranemar og nemendur Verzlunarskólans. Skrifstofan verður i stúdenta- heimilinu við Hringbraut. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.