Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 2
2 Visir Láugardagur 28. júli 1973. vimsm: Fylgizt þér meö erlendum frétt- um aö staöaldri? Rútur Eggertsson, verkstjóri: — Nei, ég hef engan áhuga. Það eru aðeins stærstu og helztu erlendu fréttirnar, sem ég fylgist aðeins með. Aftur á móti fylgist ég mun betur með inniendum fréttum. Þorgeir Pétursson: — Já, og einnig erlendum fréttaskýring- um. Ég held að Islendingar hafi almennt áhuga fyrir erlendum fréttum. Helga Guömundsdóttir, húsmóö- ir: —Yfirleitt geri ég það. Ég hef áhuga fyrir eriendum fréttum, og finnst sjálfsagt og nauðsynlegt að fylgjast með. Þótt maður hafi ekki of mikinn tima, þá hef ég reynt að fylgjast með öllu þvi helzta, sem hefur verið á dag- skrá. Ragnar Jónasson, liffræöinemi: — Eins mikið og ég get, og þá helzt i útvarpinu. Ég sé blöðin nefnilega ekki nema stöku sinn- um. Það, sem ég hef mestan á- huga á i erlendum fréttum, er, hver sé orsök atburða, og þær þjóðfélagslegu aðstæður, sem liggja að baki öllu þvi sem gerist. Hildur Bjarnadóttir, ritari: — Það fer mikið eftir þvi, hvort ég hef tima til þess. Það er helzt ef útvarpið er opið, sem ég get fylgst með. Svo ræðir maður erlend málefni lika við vini sina og kunn- ingja, og þvi er bráðnauðsynlegt að fyígjast með. Eirikur Eiriksson, framkvæmda- stjóri á Laugarvatni: —Nei það geri ég ekki, þvi það er mikið að gera hjá mér. En ég held það sé nauðsynlegt að fylgjast með er- lendum málefnum, til að geta lát- iðálit sitt i ljós. Ég held nefnilega að fslendingar ræði erlend mál- efni mikið sin á milli. ketti í hérlendis ge sinn Þær iris og Svava voru ánægðar með heilsuframfarirnar hjá Perlu. Perla virðist ekki hafa veriö lengi að jafna sig eftir kcisaraskuröinn. „Perla” þessi er af kyni siams- katta, mjallahvit með eitt blátt auga og annað brúnt. Hefur hún átt marga gullfallega kettlinga, eftir þvi sem Svava Gunnars- dóttir, eigandi hennar sagði okkur. Ekki var vitað hversvegna þetta gekk svona til i þetta sinn, en kettlingarnir voru allir dauðir, þegar loksins náðist i þá. „Við timdum ekki að missa Perlu lika”. sögðu Iris og Helena, ung- lingsstúlkur sem báðar voru við- staddar aðgerðina. Kisa er nú hin brattasta og spókar sig með fjólubláan maga og heilmikinn skurð og virðist hafa náð sér að fullu. Þess má geta, að Svava, eigandi kisu var á sjúkrahúsi eftir keisaraskurð, þegar kisa veiktist og gat hún sér þess helzt til „að kisa hefði bara viljað herma ettir mér”, eins og Svava sagði. —ÞS Það gerist æ algengara að dýr séu skorin keisara- skurði til þessað bjarga lífi þeirra og afkvæmum þeirra, en ekki er vitað til að köttur hafi gengizt undir slíka aðgerð hér á landi fyrr en nú í þessari viku. Það var ,,Perla" nokkur, til heimilis upp í Mosfellssveit, sem var skorin keisaraskurði s.l. mánudag af ungum dýra- lækni, Rögnvaldi Ingólfs- syni, er Ijóst var, að hún myndi ekki geta fætt kettl- ingana. SUÐURNESJAMENN HRÆDDIR UM ENDINGU VEGARINS Unnið er nú að þvi vegum Vegagerðar rikisins að leggja oliu- möl á veginn á milli Keflavikur og Sand- gerðis. Er vegurinn sem þar liggur á milli notaður óhreyfður sem undirlag, en sléttaður ofan til. Suðurnesjamenn gera sig ekki fyllilega ánægða með starfshætti, og hefur komið upp á sá kvittur meðal þeirra, að vegurinn þyldi ekki álag aðneinumarki, og væri þvl gagnslaust að leggja oliumöl á hann. TeljaSuðurnesjamenn, að vegurinn standist ekki þær kröfur, sem Vegagerðin hefur sett upp, en það eru ákveðnar þungakröfur. Eru þeir smeykir umaðvegurinn endist ekki nema um stuttan tima. Við höfðum samband við Sigfús örn Sigfússon hjá Vegagerðinni, og spurðum hann út i þetta. Sagði hann að vegurinn hefði að visu verið lélegur, en að þær sögur, sem hefðu gengið ættu ef til vill ekki við full rök að styðjast. Sagði hann Suðurnesjamenn geta verið óhrædda um að vegur þeirra entist. EA/EMM LESENDUR MHAFA (m ORÐIÐ Var safnað fyrir húsa- braskara? Sigurjón hringdi: „Við vorum hér i Reykjavik einn starfshópur (af mörgum), sem söfnuðum fé fyrir efnalitla Vestmannaeyinga, er misst höfðu sitt i hamförunum i Eyjum. Við héldum, að við hefðum verið að safna handa „efnalitlu” fólki — en ekki fyrir húsa- braskara. —Þessi bæjarstjórnar- maður, sem á tvö stór hús i Vest- mannaeyjum og ibúð vestur á Melum. og fékk úthlutað Viðlaga sjóðshúsi... er hann dæmi um efnalitið fólk i Vestmanna- eyjum?” Þvílíkt útsýni eða þá___________! Logi Helgason hringdi: „Maður sá i Visi að þið höfðuð rætt við skipuleggjendur Breið- holts, en i þvi viðtali hrósuðu þeir sér af þvi að hafa miðað skipu- lagið við útsýnið. Þeir virtust hróðugir af þvi, hvernig þeim hafði tekizt að leyfa útsýninu að njóta sin uppi i Breiðholti III. Sér er nú hvað Ef enginn verður til þess, ögn að andmæla þessari vitleysu, gæti það orðið til þess að fólk tryði þvi, að þetta hefði skipuleggjendunum tekizt. En fari menn út á Vestur- bergið, þá blasir við, hvernig húsum hefur verið raðað (2-ja hæða háum) á holtsbrúnina, þannig að skyggir á útsýnið hjá ibúum i fjölbýlishúsum allt upp á fjóðru hæð. Það var nú meira skipulagið”. Klukkunafngift „Tillaga min er, að klukku Útvegsbankans verði gefið nafnið: Sam- rœmi # i aldurs- tak- mörk Tvær átján ára skrifa: „Hvernig stendur á þvi að krakkar frá átján ára til tuttugu ára þurfa að falsa passa til að skemmta sér, og brjóta með þvi þannig lögin? 'Eða þá að þau þurfa að mæta á dögum, þegar þarf að fara i vinnu eða skóla daginn eftir. Og einnig að greiða meira i aðgangseyrir. Nú er þvi einu sinni þannig háttað, að þetta fólk fer meira út að skemmta sér, heldur en fólk, sem komið er yfir tvitugt. Hversvegna er ekki hægt að lækka aldurstakmarkið niður i átján ára, og vinveitingar um leið? Ef þetta fólk hefur nógu míkla ábyrgðartiifinningu til að geta séð um heimili og barn, af hverju hefur það þá ekki lika nógu mikla ábyrgðartilfinningu til að skemmta sér?” HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.