Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir Laugardagur 28. júll 1973. Hin umdeildo Seðlobankabygging: Hér sjáum vift svo Seðlabankabygginguna eins og hiin kemur til meö að Hta út séð frá Sölvhólsgötu. I baksýn er Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Neðst sjáum við efri kjallarann, en þar verða meðal annars bilastæði. Raufirnar i kjallaranum eru gluggar. Neöri kjallarinn er alveg niðurgrafinn. Húsið verður byggt grýti og stendur á 3000 fermetra lóð úr íslenzku um það bil — Á teikningu arkitektonna er gert ráð fyrir hvíldarherbergi, sjúkraherbergi og sauna. Ákveðið hefur venð að halda áfram fram- kvæmdum við bygg- ingu Seðlabankans við Arnarhól. Verður það eflaust sárt fyrir suma, sem dyggilega hefðu viljað berjast gegn þeirri byggingu. En þrátt fyrir skoðana mis- mun manna, þá er bygging þessi óneitanlega nokkuð glæsileg I sjón, að minnsta kosti eftir teikningum og likönum aö dæma. Vfsismenn fengu að lfta á teikningar af húsinu og viröa fyrir sér það sem i blgerö er að hafa þar innan dyra, en þaö eru þeir Guömundur Kr. Guðmunds- son og Ólafur Sigurðsson arkitektar, sem teiknað hafa húsið. Byggingin er fjórar hæðir og siðan tveir kjallarar. Er annan kjallaranna niður- grafinn. Húsið er ekki ýkja hátt, aö minnsta kosti er það þó nokkuð lægra en Alþýðu- húsið við Hverfisgötuna, svo að miðað sé við eitthvað. Hins vegar má gera ráð fyrir þvi, að minnsta kosti eftir framtiðarskipulagi Reykjavfkurborgar. að Ingólfur blessaður og Arnar- hóllinn hans veri ekki jafn tignarlegur og áður Arnarhóllinn verður næstum þvi kvos eða aðeins þúst, þegar fullbyggð hefur verið vörugeymsla sú, sem liggur við Kalkofnsveg gegnt fyrir- hugaðri Seðlabankabyggingu, hvort og hvenær, sem það veröur gert... En það gamla veröur vist að vfkja fyrir hinu nýja, en nóg um þaö. Viö skulum reyna aö draga upp mynd af Seölabank anum eins og hann kemur til meö aö lita út. Aö öllum likindum veröur reynt aö nota' Islenzkt grýti I byggingu húss- ins. Er þaö þá einna helzt um blágrýti aö ræöa, en húsiö veröur þvi hvorki málaö né pússaö aö utan. Viö súlur inni i húsinu verður lfklega einnig reynt aö losna viö málningu sem mest, en reynt aö nota grýtiö. Aö ööru leyti ætti innrétting aö veröa i flestu svipuð og venjulegt skrifstofuhúsnæöi. þ.e. teppi á gólfum léttir veggir og annaö slikt. Byggingin mun standa á um það bil 3000 fermetra lóð. Þar af veröa þó nærri tveir þriðju hlutar bflastæöi. Neðri kjall- arinn, þar er aö segja sá niðurgrafni, er 2,940 fer- metrar aö stærð. Þar eru bilastæði meðal annars, og er ekið inn i þau úr efri kjallaranum. I kjöll- urunum eru svo neyðarút- gangar, sem um leið verka sem loftræsting, enda veitir sizt af þvi á bflastæðunum. I þessum neðri kjallara er annars gert ráð fyrir, aö verði fjárhirzlur, pökkun, brennsla, talning, lyfta, rafmagn, kaffi- herbergi, götun og fleira. í byggingunni er gert ráð fyrir, að Reikningsstofnun allra bankanna verði til húsa og verður einhver tæknibúnaður i neöri kjallaranum. Er gert ráö fyrir að bankarnir sameini að einhverju leyti reikninga sina, og verður tækni- búnaöurinn á um þaö bil 300 fermetra svæöi. .. ' ’ M f ,'nái'v . ’h K » • ' í>. • ; ; * "'í " t' i „Arnarhóll veröur næstum eins og kvos eöa litill hóll, ef fyrirhuguö vöruskemma rfs upp....” — Guö- mundur Kr. Guömundsson arkitekt sem teiknaöi Seölabankann ásamt Ólafi Sigurössyni arkitekt. A teikningu þeirra Guð- mundar og Ólafs er gert ráö fyrir sauna, hvildarherbergi, sjúkraherbergi og dágóöu baöi. Guömundur tók það þó skýrt fram að hér væri ein- göngu um að ræöa hugmyndir þeirra, þar sem þessu svæði væri aö nokkru óráöstafað. 1 báöum kjöllurunum sam- tals er gert ráö fyrir 150 bila- stæðum, en 20 stæðum i port- inu, sem er fyrir framan fyrstu hæðina. En vikjum aö efri kjallaranum. Efri kjall- arinn er 2756 fermetrar að stærö. (I kjallarnum eru meöal annars sk jalageymslur, öryggisgaröur og varzla, taln ing, teljarar, kaffistofa, setu- stofa skrifstofufólks, fundar- herbergi, matstofa og fleira ásamt bilastæðum. Gluggar þessa kjallara eru all nokkuð öðru visi en við eigum aö venjast. Þeir eru aðeins mjóar háar ræmur, rétt eins og rennilásar. Ekið er inn i bilastæðin i efri kjall- aranum frá Sölvhólsgötu á tveimur stööum. Er önnur innkeyrslan ætluö starfsfólki eingöngu. Fysta hæð hússins er 527 fermetrar. Þegar gengið er inn, Ingólfsstrætis megin, er komiö inn i stóran sal. Gengt inngöngudyrunum eru tvær lyftur, en siðan tveir stigar i sitt hvoru horninu. A fyrstu hæðinni eru erlend viðskipti, afgreiðsla fundarsalur, aðal féhirðir, lán og verðbréf, ávisanaviðskipti og forsalur. önnur hæð byggingarinnar er 631 fermetrar. Á annarri hæð er endurskoðun, bókhald, rikisábyrgðarsjóður, gjald- eyriseftirlit, og svo fyrrnefnd Reikningsstofnun, sem aö öllum likindum mun fá að- stöðu á þessari hæð. A þriðju hæðinni, sem er 740 fermetrar, eru fundarher- bergi, hagfræðingar, lög- fræðingar, bankaeftirlit, iön- þróunarsjóður og fleira. A fjórðu hæðinni er svo stjórn bankans, en fjórða hæöin er 901 fermetri. Þar kemur til meö aö veröa mynt- safn og bókasafn. Einnig verða þar bankastjórn, bankaráö, ritarar, aðstoöar- bankastjóri, biðstofa, aðal- skrifstofa og formaður banka- ráðs. Dagsljósiö nær að skina alveg niöur á fyrstu hæöina I byggingunni I gegnum miöju hússins. Þar verður opiö á milli 1.-2. hæðar. ekki má svo gleyma salernum, sem verða á hverri hæb. Athyglisvert er þaö, að þrátt fyrir þessa byggingu við Arnarhólstúnið, á litil sem engin aukning sér stað á starfssemi bankans. Starfs- fólki fjölgar til aö mynda ekki, en starfsfólk bætist þó við i sambandi við Reiknings- stofnunina. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.