Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 12
12 Vlsir Laugardagur 28. júli 1973. Eftirtalin lög koma ný á vinsældalista útvarpsþáttarins Top Tiu: 1. Skweeze me, pleeze me. Slade. 2. I believe in you (you believe in me). JohnnieTaylor. 3. Gypsy Man. War. 4. Here I am. (come and take me). A1 Green. 5. Welcome Home. Peters and Lee. Þoð bezta, sem hefur verið gefið út hér! Þvi hefur oft verið lialdið fram, að við islendingar ættum sizt verri tónlistarmenn en bezt gerist i heiminum. Satt er það, hér hafa starfað margar góðar hljómsveitir. En einhvern veg- inn hefur þessum hljómsveitum ekki tekizt að koma til skila á plötu þvi, sem þær hafa gert bezt á böllum. Astæðan fyrir þessu er senniiega sú, að þegar islenzkar hljómsveitir hafa far- ið utan til upptöku, hafa þær tekið stúdió á leigu I 1-3 vikur og á þeim tima lokið við LP-plötu. Þrjár vikur fyrir menn, sem llt- ið scm ekkert þekkja mögu- leika stúdiósins er enginn timi. Jóhann G. Jóhannsson, fór utan I mai-byrjun til upptöku á sex lögum, sem hann átti i fór- um sínum. Það tók hann 7 vikur aö ná þvi fram, sem hann vildi fá fram. Hvað vildi hann fá fram? Sýnishorn af þvi getið þið lesendur góðir fengið að heyra á nýútkominni plötu með honum, en þar er að finna tvö þessara sex laga, „Don’t Try to Fool Me” og ,,5th Floor”. Það er einfaldast að segja það beint út. Þetta er það bezta sem komið hefur út i islenzkri pop- tónlist. Þetta er i fyrsta skipti, sem Islendingi tekst að ná fram þeirri fágun, sem einkennir að- eins það bezta, sem út kemur i pop-heiminum. „Don’t Try to Foll Me”er það lag, sem örugglega á eftir að verða vinsælt, bæði hér og úti i heimi, ef þeir, sem þar búa fá tækifæri til að heyra lagið „Don’t Try to Fool Me” er eitt af þessum undurfallegu lögum, sem lætur mann ekki i friði, eft- ir að maður hefur einu sinni heyrt það. Lagið gripur mann svo, að það er ómögulegt að losna við það úr kollinum. Sama hvað reynt er, maður veit ekki fyrr en maður stendur sjálfan sig að verki, raulandi lagið. ,,5th Floor”er einnig gott lag, hraðara en hið fyrrnefnda, en ekki eins gripandi, og á varla eftir að ná þeim vinsældum, sem ég spái „Don’t Try to Fool Me”, en það er samt alls ekki óhugsandi, þvi lagið venst mjög vel. Eins og áður er getið, tók það Jóhann sjö vikur að fullvinna þessi tvö lög ásamt fjórum öðr- um, sem koma út seinna. Það er öruggt, að þessi langi timi borg- aði sig músiklega, og á vonandi eftir að borga sig peningalega, þvi það er ódýrt að leigja stúdió til langs tima. Frægastur aðstoðarmanna Jóhanns, er án efa trommu- leikarinn Mick Waller, en hann var áður með Jeff Beck og hef- ur verið með Rod Stewart á sóló plötum hans. En það er greini- legt, að hinir aðstoðarmenn hans hafa ekki verið af verra taginu, þó ekki kunni ég á þeim nein deili. Þvi allur hljóðfæra- leikur og öll vinna við lögin er eins og bezt verður á kosið. Sér- staklega er ég hrifinn af notkun hörpunnar i „Don’t Try to Fool Me”, en það er mjög óvenjulegt aö heyra hörpu notaða i pop- músik. Annað áberandi atriði er söngur Jóhanns, en hann er mjög sérstæður og skemmtileg- ur. Eins og þið sjáið lesendur góðir, þá er ég mjög hress yfir þessu framlagi Jóhanns, og þið munuð skilja af hverju, þegar þið hafið heyrt lögin, sem ég var að enda við að tala um. Það er öruggt að Jóhann veit hvað hann syngur, þegar hann segir, „Listen to just what I’m trying to say/Everything is comming my way”. Hún er góð Beggars Oþers: Get Your Dog of Me. Þetta er þriðja plata Beggars en hinar tvær fyrri plötur þeirra hafa ekki gert mikið fyrir hljómsveitina. Aðeins skipað þeim I þann stóra hóp hljóm- sveita, sem vinna botninn úr buxunum til að verða frægir. Flestar þessara hljómsveita þola ekki álagið, sem þessu fylgir, og aðeins broti af þeim hljómsveitum, sem tekst að halda þetta út, fellur frægð i skaut. Og nú litur út fyrir að Beggars Opera verði ein þeirra. „Get Your Dof og Me” er góð rokkplata. 011 lög plötunnar risa hátt yfir meðalmennskuna, sem var of mikið ráðandi á fyrri plötum þeirra. Og tvö þeirra, titillaga plötunnar og hið gamla góða „Classical Gas” eru „súper” og yrðu örugglega vinsæl ef þau væru gefin út á litlum plötum. Það er alltaf gaman að fylgj- ast með þegar hljómsveitir eins og Beggars Opera, sem hafa þrælað og púlað i langan tima, hljóta loks náð fyrir augum fólks. Ég veit ekki, hvernig mót- J tökur þessi plata þeirra hefur I fengið i Englandi, en þær hljóta i aö vera góðar, ef ekki þá má hundur heita i hausinn á mér. Cat Stevens: Foreigner Foreigner, siðasta plata Cat Stevens er talsverð breyting frá þvi sem hann hefur áður gert. Breyting til hins betra og breyt- ing til hins verra. Með þessari piötu er Cat Stevens að reyna að fara út fyrir hina frekar ein- skorðuðu linu sem hann hefur haldið sig á. Notar hann kven- bakraddir og blásturshljóðfæri, til þess að fá meiri tilfinningu á tónlistina auk þess sem hann syngur með meiri tilþrifum en áður. Einnig er mjög áberandi, hvað pianóið er meira notað en áöur og gitarinn minna, en það mun vera vegna þess að nú nýt- ur hann ekki lengur aðstoðar gitarleikarans Alun Davis. Breytingin til hins verra finnst mér vera, að á þessari plötu er ekki ein einsta róleg, Sœtabrauðs- drengirnir að koma til falleg melódia, en svoleiðis lög hafa átt mestan þátt i þvi að gera Cat Stevens að þvi, sem hann er. En kannske er það af vilja gert, þvi eins og ég sagði, þa ér Cat Stevens að reyna að breyta þeirri tónlist, sem gert hefur hann frægan. Hlið 1. hefur aö geyma eitt verk sem nefnist Foreigner Suite. Flutningur þess tekur rúmlega 18 min og er það sizt of langt vegna þess, að verkið er i átta köflum. A hinni hliðinni er að finna 4 lög, öll þeirra ágæt nema lagið „Later”, en auk þess að það sé ekki nógu gott, þá eru kaflar úr þvi fengnir að láni frá hinum bandarisku Temptation, og svoleiðis er alltaf leiðinlegt að heyra. Þegar á heildina er litið, er varla hægt annað en að vera ánægður með „Foreigner”. Þó ekkert lag sé eins ogtt og það bezta, sem Cat Stevens hefur látið frá sér fara, þá er platan i heild sterk, sérstaklega hið 18 min. Foreigner Suit. Cat Stev- ens stendur á timamótum og ég CAT STEVENS tel, að annað hvort sé þessi plata upphaf af breyttri og betri músikstefnu hjá honum, eða þá að platan sé upphaf hnignunar i tónlist hans. Þvi þegar á toppinn er komið fer aftur að halla undan fæti. Osmonds: The Plan. Osmonds. Enginn sem vit þykisthafa á góðri músik mundi viðurkenna að honum þætti gaman að Osmonds. Af hverju? Af þvi að þau tilþrif, sem Osmonds hafa sýnt hingað til, hafa verið spor afturábak i pop- tónlistinni. Þess vegna er furðu- legt, hvernig þeim hefur tekizt aðalfa sér þeirra vinsælda, sem þeir njóta nú um allan heim. Nú búast vist allir við, að ég ætli að fara að hafa einhver ljót orð um siðustu plötu þeirra „The Plan”, en þvi er fjær. „The Plan” er alls ekki léleg plata, og meira að segja er ’grarnm"raasnnEiaM—a margt á plötunni mjög vel gert. Sætabrauðsdrengirnir Osmonds eru að koma til, en öll lögin á plötunni eru eftir þá sjálfa. Loksins hafa þeir tekið á sig rögg og sýnt, að i þeim býr tón- list sem gæti verið fyllilega sambærileg við það bezta, sem . er i pop-músikinni. Ég hef leyft nokkrum kunningjum minum að heyra „The Plan” og eftir að þeir hafa hlustað á plötuna og ég segi þeim að þetta séu Osmonds, segja þeir. „Nú, þetta er nú bara ekkert svo lélegt”. Það þarf kjark til að gjör- breyta svona um stefnu eins og Osmonds gera á „The Plan”. Þeir geta ekki búist við þvi aö veröa skyndilega teknir i tölu múslkanta eftir að hafa haft sætabrauðsstimpilinn á sér i langan tima. Og það, sem verra er, þeir geta vel átt það á hættu að aðdáendur þeirra snúi við þeim baki. Þess vegna get ég ekki annað en vottað Osmonds virðingu mina. Þó „The Plan” sé ekkert ofsaleg plata þá er hún „ekki svo léleg” og þar er margt, sem sýnir að Osmonds geta ýmislegt. Nú er bara að biða eftir næstu plötu þeirra bærðra, sem ég vona að þeir séu menn til að fylgja eftir, þvi jákvæða sem þeir gera á „The Plan”. ■^■■■■■■■HaHBHi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.