Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 6
6 Vlsir Laugardagur 28. júli 1973. VÍSIR Otgefandi:-Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltnli: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sf&umúla 14. Slmi 86611 (7,llnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kri 18.00 einfakib. Blaöaprent hf. Nú gilda bara 200 mílur Fimmtiu milna fiskveiðilögsaga er þegar orðin úrelt. Ekkert riki heimsins virðist hafa áhuga á að gera slika lögsögu að alþjóðlegri reglu. Það er mun viðtækari landhelgi, sem nú er deilt um á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 1 grófum dráttum skiptast riki heimsins i tvo flokka. Annars vegar eru siglingarikin, sem vilja frjálsar siglingar inn að tólf milum og um öll þröng sund. Hins vegar eru þróunarrikin, sem vilja 200 milna efnahagslögsögu, er felur i sér bæði fiskveiðilögsögu og námuvinnslulögsögu. Svo virðist sem hægt sé að samræma þessi tvö sjónarmið með þvi að ákveða annars vegar þrönga siglingalögsögu og hins vegar viða efna- hagslögsögu. Ef það tekst, er mikill meirihluti rikja heims fylgjandi 200 milna fiskveiðilögsögu. Það eru sem sagt góðar horfur á, að sú lögsaga geti náð 2/3 meirihluta á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og þar með orðið að al- þjóðalögum. Við erum svo heppnir að hafa góða málsvara á þessum vettvangi, bæði þá, er starfa að undir- búningi, hafréttarráðstefnunnar, og fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú riður okkur á að efla þetta starf sem mest. Við þurfum að vinna að þvi að samræma hinar mörgu tillögur, sem fram hafa komið um 200 milna efnahagslögsögu og þar með talda fiskveiðilögsögu. Við þurfum að stuðla að viðtæku samstarfi 200 milna rikjanna um að vinna þeirri stefnu frekara fylgi. í ljósi þessa merkilega máls er þjarkið við Breta og Vestur-Þjóðverja um 50 milna fiskveiði- lögsögu ekki sérlega mikils virði. Við getum að visu haldið áfram hinu árangurslausa samninga- þófi enn um sinn. Við getum haldið áfram að tala um kvóta, veiðisvæði, skipastærðir og fleira þess háttar, en það er ekki mergurinn málsins. Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa bitið sig fast i söguleg réttindi, sem upphaflega var aflað i krafti hins sterka gegn máttlitlu Danaveldi. Við þurfum ekki að gera mikið úr þessum réttindum og gætum alveg eins gert kröfu til skaðabóta fyrir aldagamla rányrkju erlendra rikja á íslands- miðum. Og samkomulagið, sem hugsanlega yrði gert við Breta og Vestur-Þjóðverja, mundi hvort sem er ekki gilda nema i eitt eða tvö ár, unz hafréttarráðstefnan hefur gefið nýja linu i land- helgismálum. Við verðum að sætta okkur við, að Bretum tekst i skjóli ofbeldis að ná verulegum afla milli tólf og fimmtiu milna, þrátt fyrir útfærsluna i fyrra. En það er Bretum dýr og skammvinn gleði, þvi að klukkan tifar stöðugt og færir hafréttarráð- stefuna nær. Senn kemur að þvi, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar vakni upp við þann vonda draum, að baráttan gegn 50 milunum hefur verið til einskis, þvi að þeir verði að beygja sig fyrir 200 milna alþjóðareglu. Fimmtiu milna útfærslan er að hverfa i skuggann af umræðunum um 200 milurnar. Liklega verður i framtiðinni litið á þá útfærslu sem tiltölulega litilvægt millispil i landhelgis- málum heimsins. Við skulum þvi ekki ganga að neinum afarkostum i viðræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja, heldur láta timann halda áfram að vinna með okkur. Við skulum segja þeim, að við höfum endanlega skipað okkur á bekk með 200 milna rikjunum og litum á 50 milna málið sem tiltölulega léttvægan biðleik i stöðunni. —JK Kempner lagöi til aö Hitler yröi sóttur til saka íyrir landráö, og nazistaflokkurinn bannaöur. Göring (t.h.) rak siöan Kempner úr starfi, en þeir áttu eftir aö hittast. Vitnisburður Hitlers sjálfs Robert Kempner heitir maöur, sem hefur mikinn hug á þvi aö hrinda af staö „smávegis anti- Hitlerhreyfingu” og ljúka á pappírnum, þvi sem honum tókst ekki i verki, þegar hann var sækj- andi viö Niirnberg-strlösglæpa- réttarhöldin. Þessi 73 ára alþjóðlegi lögvitr- ingur ætlar sér að draga Foringj- ann dauðan fyrir imyndaðan dómstól, sem hann setur á svið innan spjalda bókar, er Kempner vinnur að þvi að skrifa. Yfirstandandi flóð Hitler-kvik- mynda, Hitlerbóka hvatti Kempner til þess að dusta rykið af hugmynd, sem hann vék frá sér fyrir mörgum árum. En hann ætlar sér ekki að falla i sömu gröfina og hinir höfundarnir með allan „þeirra visindaþvætting og gervivisindaþvætting”, sem hann segist finna I flóðinu. „Vist eru nokkrar bækur um Hitler, sem taka má alvarlega”, sagöi hann nýlega i fréttaviðtali á málflutningsskrifstofu sinni i Frankfurt. „Þær eru brúklegar sem fræðslubækur. En á hinn bóginn er um að ræða sölubragö af einskærri gróðahyggju.” Hitler, nazistar og striðsglæpir hafa verið hluti af starfi Kempn- ers i meir en 40 ár, eða allt frá þvi aö hann varö lögfræðilegur ráðu- nautur hins prússneska rikis i innanrikismálum, áður en nazist- ar komust til valda. Hann ráð- lagði yfirboðurum sinum að banna nazistaflokkinn og sækja Hitler til saka fyrir landráð. Til- lögum hans var hafnað af nazistasinnuðum yfirmanni. Þegar nazistarnir komust til valda 1933, rak væntanlegur rikismarskálkur, Hermann Göring, Kempner frá starfi, en Kempner var af gyðingaættum. Tólf árum 'siöar stóð Kempner frammi fyrir fanganum Göring i yfirheyrsluklefa i Núrnberg og gerði Göring gáttaðan með þvi að þakka honum fyrir brott- reksturinn. Það hafði gefið Kempner ærna ástæðu til þess að flýja Þýzkaland og þar með foröast útrýmingaraðgerðir nazista. Kempner komst til Bandarikj- anna með viðkomu i Frakklandi og á ttaliu. Það var 1939. Striðs- árin var hann ráðunautur i dóms- málaráðuneyti Bandarikjanna, en árið 1943 hófst hann handa við að safna sakarefnum, sem að lok- um voru lýzt á hendur Göring og öðrum nazistaforingjum viö Ntírnberg 1945. „Viö Niirnberg, þar sem ég starfaði sem sækjandi af hálfu Bandarikjanna I meira en fjögur ár, var Hitler einungis hálfgerður huldusakborningur,” sagði Kempner. „Fyrst' hann var dauður var öðrum sakborningum leikur einn að reyna að koma allri sök þeirra yfir á hann. Auðvitað var hann aðalþrjóturinn.” 1 viðtalinu við Otto Cölling fréttamann brá sækjandinn fyrr- verandi sér i gervi dómarans, þegar þarna var komið. „En á hinn bóginn, jafnvel þótt ég ætli að sakfella hann dauðann, þá held ég að það sé góð hygmynd að hugleiða ögn, hvað hann gæti fært sér til varnar sem ákærður á t útrýmingarbúðum nazista — en Kempner hefur flutt mál fyrir marga eftirlifandi ættingja slikra fórnardýra. Umsjón: Guðmundur Pétursson sakabekknum. Hann gæti sagt með nokkrum rétti, að hann hefði verið upphafsmaður þessarar misgjörðar eða hinnar. Hann gæti sagt, að hann hafi farið að ráðum sökunauta sinna.” Til þess að skýra merkingu oröa sinna betur, rifjaði Kempner upp reynslu sina frá Nurnberg- réttarhaldinu. „Ég ræddi t.d. við einn af ráðherrum Hitlers, Hans Hein- rich Lammers, sem hafði gefið fyrirmæli og eignað þau Hitler. Það stóð i sambandi við atburði i Rússlandi svo að ég sagði við Lammers: Þessu trúi ég ekki, þvi að Hitler var ekki I Berlfn á þessum tíma. Svo að þessi Lammers ráðherra, sem var formaður rikisráös Hitlers, varð að orði: Ö, það henti oft að háttsettir emb- ættismenn komu á minn fund og spurðu hvort þeir ættu að gera þetta eða hitt. Þá fór ég inn i næsta herbergi, sem átti að heita starfsherbergi Hitlers, og kom siðan fram aö fimm minútum liönum og sagöi, að Foringinn hefði mælt svo og svo fyrir. — Þetta var tilbúningur minn. Hitler var ekki i herberginu — kannske einhvers staðar með Evu Braun. En hvað tilskipanir snerti, þá var ég Hitler i annarri persónu.” Kempner telur, aö Hitler — ef hann hefði ekki framið sjálfsmorð og verið þá dreginn fyrir rétt — „hefði tekið á sig mesta sökina....en hann hefði getað létt hulunni af hlutverki hinna þrjót- anna fyrir dómarana. Afleiðing þess hefði orðið sú, að sumir hefðu verið fundnir meira sekir og aðrir minna sekir.” 1 bók Kempners, sem hann ætlar aö gefa út fyrst I Þýzkalandi á næsta ári, ætlar hann að leggja fram vitnisburð Adolfs Hitlers sjálfs — unninn upp úr skjölum. Kennir þar magra nýrra grasa, sem ekki hafa birzt áður. „Ég vil ekki auka þar i einu oröi, „sagði lögmaðurinn. Hann sagði fréttamanninum, að eitt sinn hefði hann reynt þess aðferö með imynduðum rétta- höldum, og það var fyrir alvöru striðsglæparétti i Bamberg fyrir nokkrum árum. Kempner eins og svo oft flutti málið fyrir annan sóknaraðilann, en það var gegn fyrrverandi nazistiskum fulltrúa úr utanrikisráðuneytinu. „Akærði laug auðvitað og varpaöi allri sökinni á Hitler. Svo að ég hóf sóknarræðu mina á þvi að segja réttinum smásögu. Ég sagði, að mig hefði dreymt draum, þar sem hvithærður maður mætti fyrir réttinum og sagöist vilja bera vitni. Dómarinn sagði við manninn: Hver ert þú? Þú hefur ekki verið kvaddur hingað. — Og hinn sagði: Ég er herra Hitler, og hingað kominn til að segja sannleikann. Ég skammast min fyrir ákærða, sem reynir að kenna mér um það, sem hann gerði sjálfur. Þetta hafði áhrif á dóminn,” sagði Kempner, ,,og maðurinn var sakfelldur.” Kempner deilir tima sinum milli Frankurts., en margir skjól- stæðinga hans þar eru gyðinga- ekkjur, sem misstu menn sina i útrýmingarbúðum nazista — og svo heimili, sin i Bandarikjun- um. Hann var spurður, hvort hann þreyttist aldrei á striðsglæparétt- arhöldum? „Nei, nei,” svaraði hann. „Ég skal segja ykkur, að foreldrar mínir unnu bæði að læknarann- sóknum. Guðfaðir minn var Robert Koch, sem uppgötvaði berklabakteriuna. Ég heiti i höfuðið á honum, þvi að faðir minn og móðir voru bæði meðal aðstoöarmanna hans um tima. Og þetta fólk eins og foreldrar minir höfðu alltaf áhuga á berklum. Þau töluðu um það við morgun- verðinn, kvöldverðinn. Kvölds og morgna var um það talað. — Og ég man, þegar sá timi rann upp, að berklar voru ekki lengur mesta plága manneskjunnar. Þá varð þetta fólk vansælt. Berklarnir hurfu og svei mér þá, ef ekki hvarf um leið hluti af lifi okkar. — Þetta er auðvitað ýkt hjá mér. En veiztu bara hvað? Þetta var á vissan hátt driffjöður i okkur...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.