Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Miðvikudagur 13. júni 1979 PP Tlllögur um auKnar tramkvæmðlr I orkumálum: Bráðnauðsynleg- ar og Mððhags- lega hagkvæmar” - segir Niörleifur Guttormsson íðnaöarráðherra „Ég vona að ákvörðun verði tekin um það í ríkis- en hann hefur lagt til að veitt verði 2,5 milljörðum stjórninni innan mjög skamms tíma," sagði Hjörleif- króna til framkvæmda í orkumálum umfram láns- ur Guttormsson, iðnaðarráðherra, við Vísi í morgun, f járáætlun. Hjörleifur taldi að breyttar að- stæður vegna oliuverðshækkana yllu þvi, að fara yrði fram úr þvi marki, sem rikisstjórnin hefði sett sér, að fjárfesting á árinu yrði ekki meir en fjórðungur þjóðarframleiðslu. Meðal þeirra framkvæmda sem þessir 2,5 milljarðar verða væntanlega lagðir i eru linulagnir til Dalvik- ur og Ólafsfjarðar, lina frá Lagarfossi að Vopnarfirði, við- bótarfjármagn til 9 hitaveitna og undirbúningur fyrir svokall- aða Suðausturlinu. — KS 3 Guðmundur Sigurjónsson Guðmundur tapaði Svæðamótinu I Luzern er nú lokið og fóru leikar svo i siðustu umferðinni að Guðmundur Sigur- jónsson tapaði fyrir Grúnfeld og komst þvi ekki áfram á milli- svæðamót. Hubner varð efstur með 6 vinn- inga. Grunfeld fékk 5 og Kagan 4. Fengu þeir þar með rétt til þátt- töku á millisvæðamóti. Wedberg fékk 3,5 og Guðmundur 3,en þeir Helgi ólafsson og Helmers fengu 2,5 og Karlson 1,5. — SG Þessi mynd var tekin við undirritunina i gær. Visismynd JA, ÍSLENSKUR SKIP- STJÓRITIL KENI'A 1 gær var undirritaður samn- ingur milli íslands og Kenia um þróunaraðstoð Islands við Keni a og sviði fiskveiða. Benedikt Gröndal utanrikisráðherra og Joel Wanyoike, sendiherra Kenia á Islandi undirrituðu samninginn. Samkvæmt honum mun is- lenskur skipstjóri, Baldvin Gisla- son,fara til Kenia ogleiðbeina, og kenna og stýra tilraunaveiði. Samningurinn er til 12 mánaða en heimilt er að framlengja hann. Þá munu Islendingar leggja til veiðarfæri, sem notuð verða. Annar Islenskur skipstjóri, Guðjón Illugason, fór á árinu 1977 til Kenia i undirbúningsleiðangur vegna þróunaraðstoðarinnar. - IJ. Samband veitinga- og gislihusaeigenda ferbamAlasjobur SKAMMABUR FYRIR SÓLU FLÓKALUNUAR Stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda hefur skrifað Ferðamálasjóði opið.harðort bréf vegna sölu sjóðsins á Flókalundi til verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýösfélög af Vestfjörðum, frá Akureyri og úr Reykjavik festu sem kunnugt er kaup á Flókalundi og hyggjast reka þar áfram hótel og greiðasölu. í bi- gerð er stofnun sameignarfélags um hótelið og eigendur þess yrðu öll verkalýðsfélög sem eiga eða koma til með að eignast aðild að orlofssvæði verkalýðsfélaganna I Vatnsfirði. „Veitinga- og gistirekstur um íslensku landsbyggðina á I vök að verjast vegna uppbyggingar alls kyns orlofs-, dvalar- og félags- heimila”, segir i bréfi stjórnar- innar. „Þau njóta skattfriðinda og eru niðurgreidd og kostuð af ýmsum hagsmunahópum. Við bætist, að Ferðaskrifstofu rikis- ins er með lögum gert að opna á annan tug sumarhótela, sem fleyta rjómann af ferðamanna- straumnum, en loka dyrum sin- um um leið og dregur úr umferð. Þau, ásamt orlofsbyggðunum. hirða tekjur, sem árshótelunum eru nauðsynlegur til þess að standa undir taprekstri vetrar- mánaöanna, en bera engar þjón- ustuskyldur við þá, sem erindi eiga um landið utan sumartima”. Segir i bréfinu, að sé það vilji forustumanna feröamála og annarra ráðamanna, að á Islandi sé enginn veitinga- og gisti- rekstur utan félagsheimila og Eddu-hótela, tiu vikur sumars, sé stefnan rétt mörkuð. í bréfinu segir ennfremur að það hljóti að vera andstætt mark- miðum og hagsmunum kaupenda Flókalundar að „almennur hótel- rekstur skuli þar um alla fram- tlö” og er þessu lýst sem mark- leysu. —Gsal "HANN ER Aðalatriði veiðisportsins eru rétt og góð veiðarfæri. Dvfnandi áhugi byrjandans og óhðppin við löndun þeirra stóru er oftast röngum áhötdum að kenna. Gæði SHAKESPEARE sportveiðarfæranna eru óumdeilanleg hvort sem um hjól, stengur, Ifnur eða annað er að ræða. Hvort sem þú ert 10 eða 60 ára byrjandi eða þaulreynd aflakló, færðu SHAKESPEARE við þitt hæfi. SHAKESPEARE fæst f næstu sportvöruverslun. — Fullkomin varahiuta- og viðgerðaþjónusta. með SHAKESPEARE í veiðitúrnum. fyrir stóriaxana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.