Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 6
vtsm Miðvikudagur 13. júnl 1979 6 er helr sigruöu Akurnesínga 2:1 á Hvaleyrlnni Haukar komu sér sjálfum á ðvart kæmi frá þeim, og þá kæmi ég til aö skrifa undir. Þangað til er máliö í höndum lögfræðings mins hér i Glasgow. Það er almenn regla að hafa þann hátt á meöal atvinnumanna hjá stærri félögunum, þegar um nýja samninga er að ræða. Þaö er ómögulegt fyrir leikmann aö standa sjálfan i þrasi um peninga og annað við þá, sem ráða fé- laginu. Þaö er nóg samt þegar út i leiki og mót er komið”. Jóhannes sagði okkur að hann væri tilbdinn að vera áfram hjá Celtic, ef hann fengi gott tilboð þaðan, og það vissu forráöamenn Celtic nú þegar. Um hvað hann myndi gera, ef Celtic kæmi ekki með tilboð, sem hann sætti sig við, sagðist Jóhannes ekkert vera farinn að hugleiöa. „Þaö á ýmis- legteftir að gerastf þessu máli og öðrum nú á næstu vikum, og ég hef engar áhyggjur af þvl að ég fái þá ekki eitthvað að gera hér einhvers staðar i Evrópu”, sagöi hann að lokum... —klp— Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu, hélt aftur utan til Glasgow í Skotlandi daginn eftir landsleik islandsog Sviss á Laugardalsvellinum. Þurfti hann að vera mættur á fund með helstu forráðamönnum Celtic á mánudagsmorguninn, en þeir höfðu boðað hann þá til viðtals í höfuðstöðvum Celtio til að ræða endur- nýjun á samningi hans við félagið. „Þeir komu með tilboð á þess- um fundi og ég hafnaði þvi”, sagði Jóhannes, er við slógum á þráöinn til hans i Glasgow i gær- kvöldi og spurðum hann hvort, hann væri búinn að endurnýja samning sinn viö Celtic, en hann rann út nú fyrir nokkrum dögum. „Skotar hafa löngum verið sagðir nlskir á peninga, og mér þótti þetta tilboð þeirra bera keim af þvi, svo að ég afþakkaði það”, bætti Jóhannes við. „Þeir voru ekkert ánægðir með það og báðu um frest til að ræða málin nánar sfn á milli. Veit ég, að sá fundur þeirra var nú i kvöld, en hvað þar geröist hef ég ekki hugmynd um. Ég lét þá vita af þvl að ég mætti ekki á fundi meö þeim um þetta mál, fyrr en viðunandi tilboð Jóhannes Eðvaldsson er tilbúinn að klæöast Ceitic-búningnum áfram, ef hann fær gott tilboð frá félaginu, sem hann hefur nú leikið með i þrjú ár. „Ég spáði þvi að þessi leikur endaði með jafntefli, en þaö hafn- ar enginn vinningi, svo aö ég er haröánægður þótt spádómurinn hafi ekki alveg ræst hjá mér I þetta sinn”, sagði Eggert Jó- nannesson, þjálfari Hauka, eftir hinn óvænta sigur Hauka yfir Akurnesingum i 1. deildinni I knattspyrnu i gærkvöldi. „Sumarið verður áfram erfitt hjá okkur þrátt fyrir þennan sig- ur. En svo sannarlega var hann kærkominn, þvl hann gefur öllum leikmönnunum trú á að þeir geti sigrað hvaöa liö sem er 11. deild- inni”, bætti Eggert við. Haukarnir gerðu meira en að koma sjálfum sér og áhorfendum á óvart I þessum leik. Þeir slógu Skagamenn alveg út af laginu og var hinn geðugi þjálfari þeirra, Þjóðverjinn Hilbert, varla búinn aö átta sig á þvi, að hans menn höfðu tapaö leiknum, er við náð- um tali af honum. „Við gerðum öll þrjú mörkin i leiknum sjálfir”, sagði hann. „Annars er ómögulegt að leika góöa knattspyrnu á malarvelli eins og þessum, en það er samt engin afsökun fyrir lélegri frammistöðu okkar I þessum leik”. Völlurinn á Hvaleyrarholtinu spilaði stórt hlutverk i leiknum i gærkvöldi. Menn áttu erfitt með að ráða við knöttinn, en það kom ekki siður niður á leikmönnum Hauka en Akraness — þótt svo aö Haukarnir kynnu bersýnilega SKÚLI A OPNA BRESKA MÖTIÐ bestu kraftlyftingamönnum Evrópu, og þáði hann það, eftir að Volvo-umboöið á Islandi hafði greitt ferðina fram og til baka á mótið fyrir hann. Kom sú greiðsla I staöinn fyrir boðið á krýningarhátiö lþrótta- manns Norðurlanda — Björns Borg frá Sviþjóð — sem Skúli átti aö taka þátt I sem Iþróttamaður ársins á íslandi. Af þeirri krýn- ingu varð ekki af ótta við morð- hótanir, sem Björn Borg hafði fengiö frá einhverjum skæruliöa- hópi og fór þvl athöfnin fram I kyrrþey. Skúli átti eftir sem áður farseðilinn inni, og bauð Volvo honum aö nota hann til að komast til Birmingham. Þar mun hann keppa I 75 kg flokki — einum flokki neðar en hann keppti I á Is- landsmótinu um siðustu helgi. Skúli er óhemju sterkur um þessar mundir og meiðsli sem hafa angrað hann af og til I vetur, hrjá hann ekki þessa stundina. Verður þvl fróðlegt að vita hvernig hann kemur frá þessu móti i Birmingham, en þar mun hann fá verðuga keppni I slnum flokki, og þá er aldrei að vita hvað Skúli gerir.... —klp— Lyftingamaðurinn okkar góð- kunni, Skúli Óskarsson, mun taka þátt I opna breska meistaramót- inu I kraftlyftingum, sem haldiö verður i Birmingham á Englandi um næstu helgi. Skúla var boöiö að taka þátt i þessu móti ásamt mörgum af Skúli Óskarsson — hvaðgerði hann ábreska opna meistaramótinu f kraftlyftingum um helgina? Jðhannes sagöi nel vio timoöi ceitic I BIRMINGHAM betur við sig þarna en Skaga- menn. Leikurinn var nokkurra min- útna gamall, þegar fyrsta markið kom. Arni Sveinsson sá um að gera það fyrir Skagamenn og reiknuðu þá allir með að þeir myndu kafsigla Haukana I þess- um leik. En annað kom I ljós er á leið leikinn. Haukarnir vörðust vel og gáfu ekkert eftir og fljót- lega fóru menn aö sjá til þeirra ýmsar góðar sendingar og skemmtileg upphlaup, sem sköp- uðu mikla hættu. Ekkert þeirra bar þó árangur fyrr en á 34. minútu, að Stein- grlmur Hálfdánarson lék upp völlinn og gaf vel fyrir markið, þar sem Láus Jónsson stökk upp og skallaöi knöttinn 1 netið. Við þetta jöfnunarmark færðist mikiö fjör I Haukana og áður en varði voru þeir komnir yfir 2:1. Til þess fengu þeir ágæta aðstoð frá Sigurði Lárussyni, bakverði Akraness, er hann sendi knöttinn á Guðmund Sigmarsson, sem stóð óvaldaður fyrir utan vitateig. Jón Þorbjörnsson, sem nú lék aftur i marki ÍA, var þá vlðsfjarri, og átti Guðmundur þvi greiðan aö- gang að markinu. 1 slðari hálfleik settu Skaga- menn allt á fulla ferð og voru staðráönir I að jafna. En Hauk- arnir gáfu ekki tommu eftir og tókst Skagamönnum sárasjaldan að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Þeir sóttu án afláts, en Haukarnir komu með hraöaupp- hlaup á móti og sköpuðu hættu með þvi. Minúturnar tifuöu á- fram — mjög hægt fyrir stuðn- ingsmenn Hauka á vellinum, en loks gall flauta Rafns Hjaltalin við og var þá svo sannarlega stig- inn strlösdans á Hvaleyrinni. Allir leikmenn Hauka börðust vel I þessum leik og var enginn eftirbátur annars hvað þá hliöina snertir. Sem fyrr bar mest á þeim Guðmundi Sigmarssyni og Ólafi Jóhannessyni, en einnig kom Steingrlmur vel frá þessum leik — sérstaklega þó i fyrri hálfleik. í Skagaliðinu voru þeir bestir Arni Sveinsson, sem þó beitti sér ekki áð fullu fyrr en undir lokin, og Kristján Olgeirsson. Er það yfirvegaður leikmaður, og sómir sér vel I hinu skemmtilega liöi Skagamanna, sem þarna fékk sinn fyrsta veruleea skell I deild- inni. Þór I prlðju umferð Einn leikur fór fram I annarri umferö i bikarkeppninni I knatt- spyrnu I gærkvöldi. Mættust þá á Akureyri Þór og Héraðssamband Þingeyinga og lauk leiknum með sigri Þórs 4:2. I kvöld verða einir ellefu leikir á dagskrá i bikarkeppninni viða um land. Þegar úrslit i þeim liggja fyrir, verður dregið I þriðju umferö keppninnar, en sigurveg- ararnir úr þeirri umferö komast allir I 16 liða úrslitin ásamt 1. deildarliðunum. Hefst sú keppni þann 4. júli. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.