Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 16
vtsm Miðvikudagur 13. júni 1979 Um sjón: Sigurveig Jóns'Jóttir Djass í Norræna húsinu Ný hllðmsvelt sklpuð gamalreyndum hliððlæraieikurum Hljómsveitin Musica Quatro heldur hljómleika i Norræna htis- inu I kvöid kiukkan 20.30. Þó hljómsveitin sé ný eru hér engir nýgræðingar á ferð, þvi hljómsveitina skipa gamal- reyndir djassleikarar. Það eru þeir Gunnar Ormslev á tenór- og altósaxófón, Reynir Sigurðsson, á tvibrafón, Helgi Kristjánsson á bassa, og Alfreð Alfreðsson á trommur. Hljómsveitin hefur æft af kappi undanfarið og mun leika ný verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson: Dexter, en það verk samdi Gunnar eftir tónleika Dexters Gordon i október, og Llfiö er stutt, listin löng.en það er samið i minningu Andrésar Ingólfssonar, saxófónleikara. Þá mun hljómsveitin einnig leika verk eftir ýmsa ameriska djassmeistara, svo sem Mingus, Chick Corea og Steve Swallow. A morgun mun Musica Quatro leggja land undir fót og halda til Færeyja, þar sem hljómsveitin leikur á tvennum hljómleikum. Þeir félagar hafa fullan hug á að halda samleiknum áfram og leika á skemmtunum úti á landi I sumar. I haust munu þeir aftur á móti leika á djasskvöldum og i skólum. —ATA Musica Quatro — Gunnar Ormslev, Helgi Kristjánsson, Alfreð Alfreðsson og Reynir Sigurðsson. Auður dansar í norræmi kepnni Þessa dagana er haldin dans- og t&nlistarhátiö i borginni Kuopio i Finnlandi. Margir helstu dansflokkar i álfunni sýna þar verk sln, s.s. finnski óperuballett- inn, rúmenski óperuballettinn, Tane-Forum frá Köln en þar er Sveinbjörg Alexanders einn helsti dansarinn og Raatikko flokkurinn sem sýnir nýjan ballett eftir Mario Kuusola, þann sem nýverið samdi ballettinn Tófuskinnið fyrir Islenska dansflokkinn. 1 tilefni af tiu ára afmæli þessara hátiðarhalda I Kuopio er efnt til keppni milli norrænna dansara á aldrinum 16-22 ára og mun Auður Bjarnadóttir keppa þar fyrir íslands hönd. Hún hefur starfað við óperuballettinn i Munchen upp á slðkastið sem sólóisti og dansað I fjölda verka. Mótleikari hennar I keppninni veröur dansari frá þýska ballett- inum. —Gsal Auður keppir fyrir tslands hönd. TÓNLEIKAR í VEST- MANNAEYJUM John Speight barintónsöngvari syngur I Félagsheimilinu viö Heiöarveg I Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldiö, 14. júnl, kl. 20.30. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir leikur undir á planó. A þessum tónleikum verða flutt Islensk þjóölög I útsetningu Þor- kels Sigurbjörnssonar, lög eftir Fauré og Ravel og hinn þekkti ljóöaflokkur Schumanns, „Dichterliebe”. SEMIIR FLEST LÖGIN SJÁLF Bandarísk söngkona I Þópscalé HUn semur sjálf flest laganna sem hún syngur. Viola Wills heit- ir hún, þeldökk, banda- risk söngkona, sem um þessar mundir syngur i Þórscafé. Viola er búsett i Los Angeles, en kom beint til Reykjavikur frá Paris, þar sem hún hefur verið að vinna aö plötu. Viola hefur komið fram I sjónvarpi I Englandi og unnið með þekktum mönnum, eins og t.d. Smokey Robinson, Joyny Nash,, George Benson og Joe Cooker. Viola kemur tvlvegis fram fyrir gesti á kvöldi, I fyrra skiptið að- eins fyrir matargesti. Þá hefúr veriö verið skipt um hljómsveit i Þórscafé. Lúdó og Stefán hafa kvatt staðinn, en i staðinn eru komnir Galdrakallar. —EA Roger Moore er þriðji leikarinn sem bregður sér I gervi njósnarans 007. Hér er hann i hvild frá kvikmyndatökunni. IIEKNI OG ÍBURBUR Tónabió: Njósnarinn, sem elskaði mig / The spy who ioved me. Bresk, árgerð 1977. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Handrit: Christopher Wood og Richard Maibaum. Tónlist: Marvin Hamlish. Leikendur: Roger Moore, Barbra Bach, Curd Jurgens og fleiri. James Bond er að veröa kunningimargrahér. Kynnin eru nú orðin nokkuð löng, þessi mynd á sér nokkra forvera og svo eru það bækur Ian Flemings, sem mér skilst að seljist alltaf. Nú flykkist fólkið til að hitta vininn, uppselt dag eftir dag. Fólki virð- ist lika vel kunningsskapurinn. I þetta sinn er óvinur Bonds (Bretlands) svo stór og voldugur, að þeir verða að semja við Rússana um samvinnu til aö vinna á honum. Hann er náungi, sem lætur sig ekki muna um að ræna þremur kjarnorku- kafbátum á rúmsjó og taka þá innbyrðis i milljón tonna tankskip sem siglir um úthöfin. Verkefni Bond og rússneska leyniþjónustu- starfsmannsins, sem I þessu til- felli er hugguleg kvinna, er aö leita uppi kafbáta þá, sem rikis- stjórnir þeirra hafa misst. Gengur á ýmsu, farið er vitt og breitt um lönd heimsins, óllk- legustu tæknibrellum er beitt og aöskiljanleg fúlmenni láta lifið á litskrúöugan hátt, áhorfendum til óblandinnar ánægju. Svona myndir hafa nú verið I gangi um langan tima. Á timum Bogart var mest lagt upp úr góð- um leik og flóknum fléttum, sem enginn sá út eða gat óraö iýrir, nema aöalgæjann sjálfan. Nú er öldin önnur. Bond nútimans nær sér á flug með hnyttum tilsvör- um, huggulegt kvenfólk er á hverju strái mátulega (litið) klætt. Hjálpartæki Bond eru draumkennd og heyra framtiö- inni til. Iburður I leikmynder lika óskaplegur og svo er allt sprengt upp i lokin svo maður fer að mikla,fýrir sér fjáraustur til litils eða einskis. Um útkomuna má deila. Sumum miöaldra finnst allar þessar myndir nútlmans falla I skugga Humphrey Bogarts og Bond sé bara vesælt afbrigði Marlowefyrirbærisins. En yngri kynslóðin þekkir hann ekki nema af örfáum skiptum úr sjónvarp- inu, hjá þeim er Bond aðalgæinn. Þessi mynd er stórvel gerð frá tæknilegu sjónarmiði. Brellurnar eru stórgóðar og útkoman er skemmtíleg ef maður hvllir að- eins skynsemina og gefur imyndaraflinu lausan tauminn. Tæknin er stórgóð og sjaldan sér maður I gegnum brelluna, sem þar af leiöandi virkar nokkuð sannfærandi. Tónlistin fellur vel kvUcmyndir Pjetur Þ. Maack skrifar. aö efninu, skipt er snögglega frá léttri nútfmatónlist og yfir I há- klasslk og kemur vel út. Leikurinn er svona la-la. Persónulega finnst mér Moore alltaf leiöinlegur og þar við situr. Persónusköpun er hvorki Itarleg né mögnuð I þessari mynd og ég held að ekki sé til þess ætlast að maður vaöi inn I efnið meö spurn- ingarmerki að vopni. Eins og ég dagði i’ slðasta pistli, þá er ég haldinn blladellu og ætla ég að leyfa mér aö lýsa aödáun minni á fegurð hvita Lotus-bils- ins, mér fannst hann hafa bestu llnurnar. Myndin er góð afþrey- ing og maður heyrir aö þetta sé besta Bond myndin til þessa. Ekki get ég dæmt um það, hef ekki séð þær allar. En mér virðist á þeim, sem ég hef séð, aö I þess- um myndum sé viss stigandi i tæknigerð reynt er af fremsta megni að gera enn stórkostlegra i dag heldur en gertvarí gær. Næst verða þeir liklega að sprengja upp hálfan hnöttinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.