Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. júni 1979 1 a i i i 3 I f I 1 3 3 1 1 1 I I i 1 3 3 3 3 I a i i i i i i i § i i i VIÐHORF BREYTAST Þarna liggja þau islenzku kaupskipin, bundin við bryggjur, dag eftir dag i nær 7 vikur. 1 Sundahöfn i Reykjavlk I Reykjavikurhöfn (gömlu), Hafnarfjarðarhöfn. Hvað er á seyði? Hefur erlent rlki lostið landið i hafnbann svo vér megum ei sigla? ónei. Ástand þetta heigast af þvi að hér eru Islendingar sjálfstæð þjöð og frjáls að stjórna sjálfum sér I riki slnu. Meðai hinna bundnu skipa ber mest á hinum fögru skipum Eimskipafélagsins með hvitu og bláu reykháfana. Stofnun þessa skipafélags var bundin vonum þjóðarinnar til eflingar sjálfstæðis hennar. Við tókum siglingarnar I eigin hendur til þess að vera öðrum óháðir, svo ekki væri hægt að þrengja að okk- ur með þvi að útlendingar réðu yfir siglingum til okkar iands og frá þvi. En nú? Hvernig er staðan I dag? Siglingarnar eru löngu komnar I eigin hendur en nú notfæra innlendir aðilar sér þá staðreynd til þess að þröngva samlöndum sinum tii hlýðni með þvi að banna allar bjargir. Svo rækilega hefur dæmið snúist við að nú lltur þjóðin helzta von tii erlendra leiguskipa til bjargar brýnustu hagsmunum. Engum þykir neitt athugavert við þetta ástand. Verkföli eru talin svo sjálfsagður hlutur. Hvaö myndum við íslending- ar segja við þvl ef erlent vald beitti okkur slikum þvingunum, hafnbannitilþessað koma fram vilja sínum? Þjóöin myndi sam- einast sem einn maður gegn framandi ógnun. En nú er engin utanaðkomandi ógnun við is- lenzka lýðveldið sem gæti sam- einaðokkur. Við erum einir Uti I reginhafi og svo langt sem augað eygir og lengra, langt handan við sjóndeildarhringinn er engin ógnun við Islenzka þjóð. Þess vegna getum við ekkert gert annað en deila innbyrðis. Stjórnvitur höfðingi hefði fyrr á öldum i ástandi llku þvi sem við nú sitjum í reynt að skapa árekstra utanlands við út- lendinga til þess að beina at- hygli þegna sinna frá ástandinu innanlands og fá þá til þess að sameinast gegn ógnuninni. En þessiráöeruokkur bönnuð. Við erum ein i heiminum. Sam- lyndið er okkar eina von. Báðir aðilar leiksoppar ástandsins Þessar llnur eru eidti meintar sem gagnrýni á farmenn sér- staklega. Þeir hafa enga sér- stöðu I sinu verkfalli fremur en aðrir þrýstihópar þótt stöðvun skipastólsins geri ástandiö I þessum efnum augljósara og sýni á táknrænan hátt þá hættu sem sjálfstæð þjóð er i ef hún lærir ekki að leysa mál sfn I samlyndi. Sjaldan veldur annar þá tveir deila er sagt. Ég held að hvorugum sé um að kenna, heldur séu báðir aðilar deilunn- ar leiksoj^iar ástandsins I þjóð- málum og valdabaráttu innan- lands. Lausn þessa vanda hefur lengi látið á sér standa. Varla getursakaðþóttég setji niður á blað nokkrar hugleiðingar i neðanmáls Jóhann J. ólafeson skrifar þeirri von að þær geti orðið lítiö framlag til enn betri hugmynda þeirra, sem betur eru til þess færir að leysa þessi mál ef þeir skyldu þá lesa þessar linur mi'n- ar. Þjóðin þarf að setja sér markmið Islendingar sem þjóö þyrftu aö setja sér ákveðiö þjóöar- markmið t.d. aö auka þjóðar- tekjur um 7-9% á ári. ASl og VSl ættu siöan að koma á fót sameiginlegum gerðardómi sem leysti vinnu- deilur I ljósi þessa markmiðs. sllkur dómstóll gæti tekið meira tillit til þess framlags sem stétt- ir eða starfshópar legðu fram til aukningar þjóöarteknanna i staö þess aö verölauna ávallt þá hópa sem gert geta mestan skaða með verkstöðvun sinni. Núverandi kerfi er allt of nei- kvætt. En kjarabaráttan ein skapar ekki allan vandann. Inn I öll þjóðmál blandast valdabarátt- Stefnuna i byggðamál- um þarf að endurskoða Breyta þarf um stefnu I byggðamálum þannig aö fram- lag byggðanna til aukningar þjóðartekna sé sú visbending sem farið sé eftir en ekki væntanleg úrslit næstu Al- þingiskosninga. Breyttar aö- stæður í orkumálum koma hér sterklega inn I myndina. Endurskoða þarf afstööuna til atvinnuveganna og hætta þessu tali um undirstöðuatvinnuvegi sem stundum eru einn, tveir eða II “SfeSfc' an. Þetta leiðir hugann að valdauppbyggingunni i þjóð- félaginu. Kjördæmaskipuninni, þingræðinu, byggðastefnunni mikilvægi atvinnuveganna o.s.frv. Allt er þetta breytingum undirorpið. Menn ættu að koma ófeimnir fram með nýjar hug- myndir um þessi atriði og stuðla < að breytingum og þróun til betri vegar. Brýnt að jafna at- kvæðisréttinn Jöfnun atkvæðaréttar er brýnt úrlausnarefni. Er nauðsynlegt að skipta tslandi I mörg kjördæmi? Því ekki að gera ísland að einu kjördæmi Hér býr ein þjóð með eina trú, eina tungu og eitt sjónvarp o.s.frv. Sveitarfélög leysi staðbundin mál. Er nauðsynlegt að halda uppi þingræði á sama hátt og áður? Hér mætti breyta til t.d. mætti kjósa forsætisráöherra sérstak- lega eins ogforseta tslands. Það mætti einnig láta Alþingi kjósa forsætisráðherra til fjögurra ára en hann myndi siöan til- nefna ráðherra sem ekki væru þingmenn en hefðu sérþekkingu á þvi sviði, sem þeir eiga að fjalla um. Alþingi gæti ekki vik- ið forsætisráðherra frá. A þenn- an háttyrðu rikisstjórnir fastari i sessi og málefnalegri I störf- um. Ljóst er að mismunandi at- kvæðisréttur og stefnan i byggðarmálum, skapar mis- ræmi sem veldur óróa á vinnu- markaöinum á suðvesturhorni landsins. Stöðugur tilflutningur fjár frá þéttbýlissvæðinu rýrir kaupmáttinn án þess að laun- þegar skiiji orsakasambandið og veldur aukinni verkfallsþörf. Við tókum siglingarnar i eigin hendur til þess að vera öðrum óháðir, svo ekki væri hægt að þrengja að okkur með þvi að útlendingar réðu yfir siglingum tii Iands okkar og frá þvi. þrir eftir þvl hver talar. öll atvinna er undirstaða og ómissandi framlag tii þess góða llfs sem við lifum hér. í frjálsu og opnu þjóðfélagi finna menn nauðsynlegt jafn- vægi sem gæta þarf til þess að ná ákveðnum markmiðum t.d. ákveðna aukningu þjóðartekna. Hér sem annars staðar fer fram barátta samyggju (sodalisma) og sérhyggju eða einstaklingshyggju (frjáls- lyndis). Þeir fyrr nefndu hafa lagt megin áherzlu á að verja tekjum þjóðfélagsins til nauðsynlegra grundvallarþarfa svo sem húsaskjóls lágmarks- tekna, menntunar og heilbrigöis en hinir siðamefndu hafa lagt meiri áherzlu á að afla tekna. Þetta gæti verið ágætur grund- völlur máiamiðlunar þessara flokka þvi hvoru tveggja er óhjákvæmilegt. Það veröur að auðvelda mönnum að taka áhættu án þess að glata grund- vallargæðum þeim sem ég nefndi og án þess að gera það á kostnað þjóðfélagsins sem heildar. Hrópandi ósamræmi Það er mikiö ósamræmi i þvi að þeir sem vil ja leggja eigið fé i hættu mega eiga von á þvi að tapa öllum eignum sinum nema rúmfötum og bókum. Aftur á móti þeir sem leggja annarra fé i hættu (frá Krisuvlk að Kröflu) leggja ekkertl sölurnar. Hér má eitthvað á milli vera. Þaö veröur alltaf aö taka áhættu í is- lenzku þjóöfélagi. Þótt margir haldi þvi fram að tfmar hag- vaxtarins séu liönir, er langt frá því að svo sé hér á landi með alla þessa ónýttu orku og mögu- leika. Margir mannsaldrar munu liða áður en hagvöxtur hættir að vera mögulegur. Efni er orka. Orka er efni. Hvenær sem er geta nýir möguleikar opnast. • Mér er ljóst að ofangreindar hugleiðingar eru um margt ófullkomnar en aðalatriöiö er að benda á nauðsyn þess að bleyta upp forhertan hugsunarhátt og gefa Imyndunaraflinu lausan tauminn. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er Imyndunaraflið einutakmörk mannlegra mögu- leika. Dönsku blaðamennirnir sitja hér hádegisverð aðHótel Börg Iboöi Ferðamálaráðs. Vísismynd GVA Dansklr blaða- menn í heimsókn Hópur danskra blaðamanna var ný- lega á ferð hér á landi i boði Ferðamálaráðs Islands til að kynnast íslandi almennt menn- ingu þess, útflutnings- vörum o.þ.h. Aö sögn Lúðviks Hjálmtýs- sonar formanns Ferðamálaráðs voru þetta 19 blaðamenn frá ýmsum stærstu blöðum Dan- merkur. Þeir komu hingað til lands 8. júní og fóru m.a. I ferð austur fyrir fjall og svo til Akur- eyrar þar sem skoðaðar voru verksmiðjur SIS o.fl. Héðan fóru svo blaöamennirnir að morgni 12. júnl. Lúövík sagöi hér hafa veriö bæði um ritstjóra og sérhæföa blaðamenn aö ræða og að ýmsir þeirra hefbu sinnt Islandi vel f blöðum slnum á liönum árum. —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.