Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1979, Blaðsíða 8
| £ lÉ ggok If ® g ■ ÉSI llW ísTm Kl ''•íiýí' Su- ^vSiihM Lí*~ ■ ■BÍMWBili Eittaf meginmarkmiðum, sem núverandi ríkisstjórn setti sér við upphaf starfsferils síns, var að draga úr verðbólgu. Jafnframt var það ein af grundvallarkenni- setningum stjórnarsinna, að auk- inn launakostnaður fyrirtækja og stofnana væri ekki orsök verð- bólgunnar. Þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir rikisstjórnarinnar til að draga úr verðbólgunni hafa þær ekki skil- að þeim árangri, sem að var stefnt. Verðbólgan er þó sem stendur á bilinu 40 til 50% og ekk- ert lát virðist vera á verðbólgu- vextinum. Það er því von, að menn spyrji: Hvað hefur leitt okkur á þessa braut? Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra svaraðí þessari spurningu í ræðu á sjó- mannadaginn með tveim orðum. Það væri frekjan og feluleikur- inn. „Það er kröfugerðarfrekjan fyrir hönd eigin hóps á kostnað annarra og án tillits til heildar- innar, sem knýr þessa skrúfu áfram", sagði sjávarútvegsráð- herra. „Það er feluleikurinn með rauntekjur, rauntaxta og raun- verulegt verðlag, sem er megin- orsök hins flókna launakerfis". Jafnframt benti ráðherrann á það, að atvinnurekendur hefðu hingað til skákað í því skjóli, er Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráöherra segir, aö verkalýöshreyfingin standi frammi fyrir þvi brýna verkefni aö endurskoöa vinnubrögö sfn og starfshætti. þeir samþykktu kaupkröfur launþega, að þeir gætu annað hvort hækkað verðlag á vörum og þjónustu innanlands eða treyst á gengisbreytingar til að fá hærra verð fyrir útflutningsvörur sín- ar. Hér er komið að kjarna vand- ans í íslensku efnahagslífi. Það má vera öllum Ijóst, að allar kauphækkanir, sem verða um- fram auknar þjóðartekjur, leiða til aukinnar verðbólgu. Ríkisstjórnin setti sér einnig það markmið að hafa gott sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins. f upphafi var þó eingöngu haft samráð við launþega, en nú er svo komið að ríkisstjórnin og vinnuveitendur eru gengnir í eina sæng í launamálum hvað varðar afstöðutil grunnkaupshækkana á þessu ári. Hins vegar hafa farmenn sett fram kröfur um stórfellda hækk- un á grunnlaunum, og f ullvíst er, að aðrir hópar launþega muni fylgja í kjölfarið, fái farmenn einhverjar launahækkanir. Það eru grátbrosleg umskipti, að atvinnurekendur og ríkis- stjórn, sem hefur kennt sig við launþega, snúi þannig bökum saman í viðnámi gegn launakröf- um. Jafnframt hlýtur það að teljast til tíðinda, að ráðherra í ríkis- stjórninni skuli á hátíðisdegi sjó- manna lýsa því yfir, að verka- lýðshreyf ingin standi frammi fyrir því brýna verkefni að endurskoða vinnubrögð sín og starfshætti. Takist hún ekki á við það verkefni sé hún að svíkja sjálfa sig. Atvinnurekendur hafa marg- ítrekað það í yfirstandandi kjaradeilu, að þeir ætli ekki að samþykkja kaupkröf ur, sem leiði aðeins til aukinnar verðbólgu, hækkaðs verðlags innanlands og aukins gengissigs eða gengisfell- ingar. Að því leyti hafa þeir lagst á sveif til að snúa við þeirri verð- bólguþróun, sem sjávarútvegs- ráðherra lýsti réttilega í ræðu sinni. En eftir stendur sú spurning, hvort launþegar taki brýningu ráðherrans til greina og kröfun- um og feluleiknum linni og far- mannadeilan — prófmálið um almennt kaupgjald í landinu — verði farsællega til lykta leidd. POSTFREYJAN FOfl I BREfTN Nýlega var kveðinn upp i Sakadómi Reykjavikur dómur gegn opinberum starfemanni þ.e. póstfreyju, sem geröist sek um aö hafa skotiö undan og hnýst i bréf og skjöl og fyrir aö ásækja fóik með þrálátum sim- hringingum. Hér var um aö ræöa brot á þrem greinum hegningarlaganna, þ.e. I fyrsta lagi brot á 137. gr. þar sem seg- ir, m.a. aö ef opinber starfsmaður, sem hafi póst eöa málalok Svala Thorlacius h®l». skrifar simamálefni á hendi rífi heimikiarlaust upp, ónýti eöa skjóti undan bréfum eöa send- ingum, sem afhent eru til flutnings meö pósti eöa ónýti, aflagi eöa skjóti undan skeyt- um, sem veitt hefur veriö viö- taka til fyrirgreiöslu, þá varöi þaö varöhaldi eöa fangelsi allt aö 3 árum. t ööru lagi var um aö ræöa brot gegn friðhelgi einka- llfs, en i 228. grein hegningar- laganna segir, aö ef maöur hnýsist I bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slfk gögn, sem hafa aö geyma upplýsingar um einkamál annars manns, og hann hefur komist yfir gögnin meö brögöum, opnaö bréf fariö I læsta hirslu eöa beitt annarri áþekkri aöferð, þá varöi þaö sektum, varöhaldi eöa fangelsi allt aö 1 ári. Þá var um aö ræöa brot á 232. grein, þar sem segir, aö ef maö- ur þrátt fyrir áminningu lög- reglunnar raski friöi annars manns meö þvi aö ásækja hann, ofsækja hann meö bréfum eöa ónáöa hann á svipaðan hátt, þá varöi þaö sektum eöa varöhaldi allt að 6 mánuöum. Akærða gefur sig fram Samkvæmt skýrslu Þóris Oddssonar, deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, dags. 28. mars 1978 hringdi ákæröa Ó. til hans þann dag og skyröi honum frá þvl, aö hiin heföi undir höndum bréf til E. i Fossvogshverfi I Reykjavlk. sem hún heföi ekki komiö til skila, en hún væri póstfreyja aö atvinnu. Skýröi hún ennfremur frá þvi, að hún heföi rifiö upp bréf til E. Siöan þennan sama dag afhenti hún nokkur bréf.öll stiluö til þessa sama manns frá ýmsum aöilum innanlands og utan. I framhaldi af þessu hófst rannsókn á ætlaöri töku ákæröu ábréfum, sem henni höfuö veriö afhent til útburöar i borginni og var m.a. gerö leit á heimili hennar I þessu sambandi. Fundust 13 bréf og timarit, stil- uð til ýmissa aöila. Þá viöurkenndi ó. fyrir dómi, aöhafahinn 11. ágúst 1978 tekiö tvö bréf til E. úr skáp i pósthús inu I Reyk javik, rifiö þau upp og skoöaö. Ákæröa var þá hætt störfum hjá pöstinum, og til- kynnti hún Rannsóknarlögregl- unni sjálf um verknaö þennan hinn 15. sept. s.l. Pósfreyjan geröist sek um aö hafa skotið undan og hnýst I bréf og skjöl. Hringingar ákærðu Fyrir dómi kannaöist Ó. viö aö hafa þrásinnis hringt i tvo karlmenn og f jölskyldur þeirra, og hafðihún þegar I febrúar 1978 verið áminnt af Rannsóknarlög- reglu fyrir ónæöi gagnvart framangreindú fólki. Aö beiöni Rannsóknarlögregl- unnar var reynt aö framkvæma geörannsókn á ákæröu af hálfu Karls Strand, læknis og átti hann tvö viötöl við hana. Var samvinna þeirra góö I fyrra viö- talinu, en í siöara viötalinu neit- aöi hún allri samvinnu. Þá geröi Kristinn Björnsson, sálfræöing- ur athuganir á Ó. og komust þeir aö þeirri niöurstööu aö hún væri ekki haldin geösjúkdómi i þess orös venjulegri merkingu og yröi þvi aö teljast sakhæf. Með hliðsjón af sakavottoröi hennar, hreinskilnislegri játningu og vilja til aö upplýsa máliö þótti rétt aö fresta ákvöröun um refsingu og láta hana niöur falla aö 2 árum liön- um frá uppkvaöningu dómsins, haldi Ó. almennt skilorö hegningarlaganna. Akæröa sætti 10 daga gæsluvaröhaldi vegna rannsóknarmálsins, sem draga hefði átt frá refsingu hennar, ef ákveðin heföi veriö. Þá var ákæröa dæmt til þess aö greiöa allan málskostnaö. Dóminn kvað upp Haraldur Henrysson, sakadómari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.