Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 4
Sovétmenn Overbpjóta reglur vlð Svalbarða Um sjötiu sovésk fiskiskip stunda nú veiöar innan lög- sögu Norömanna viö Sval- baröa. Samkvæmt sérstökum samningum eiga skip sem veiöa þarna aö tilkynna sig þegar þau fara inn d svæöiö og út af þvl aftur. Þessa regluhafa sovétmenn þverbrotiö og láta þaö vera aö tilkynna sig. Reglur voru settar um svæöiö áriö 1977 og eftir aö þær komust á hafa sovétmenn mótmælt þeim m.a. meö því aö brjóta þær á þennan hátt. Sovétmenn hafa látiö vera aö tilkynna sig og einnig, eins ogsegir fyrir um i reglunum, aö tilkynna um sérstæöar fisktegundir sem þeir kunna aö fá i veiöarfæri sin. Máliö hefur veriö marg tek- iö fyrir samkvæmt beiöni norskra stjórnvalda, en allt kemur fyrir ekki. Jens Even- sen hefur fariö margar feröir til Moskvu en þar er honum lofaö bót og betrun, en ekkert veröur úr loforöunum. Enn einu sinni á aö taka máliö upp þegar Vladimir Kamentsev kemur til Osló I sumar, en hvort árangurinn veröur sá sami og hingaö til veröur aö koma i ljós. France hefur legiö i höfn I mörg ár, en hver veit nema þaö sigli nú á ný um heimshöfin undir norskum fána. France á llol á ný - Norðmenn hafa hug á að Kauoa siærsla farhegaskip (heimi Á timum hraða og streitu hefur það sifellt færst i vöxt að fólk taki sér far með skemmti- ferðarskipum. Norsk skipafélög sem hafa slik skip á sinum snærum Konur í fiug- sljðrasæti Eftir nokkur ár setjast konur i flugstjórasæti hjá SAS flugfé- laginu. Vegna skorts á flug- mönnum hefur veriö ákveöiö aö setja á stofn sérstakan flugskóla sem útskrifar atvinnuflugmenn i Danmörku. Taliö er Uklegt aö skólinn veröi oröinn aö veru- leika eftir tvö ár. Hingað til hefur það veriö mjög erfitt fyrir kvenfólk að komast aö sem atvinnuflug- menn. Þaö er m.a. vegna þess aö flestir flugmennirnir hjá SAS hafa fengiö sina menntun hjá flughernum. Konur sem hafa viljaö leggja flugib fyrir sig hafa oröið aö kosta nám sitt sjálfar og þaö er ekki á færi nema þeirra sem hafa úr nógu aö spila, þar sem flugnámiö er svo dýrt. Þaö er ljóst aö eftir þrjú ár getur herinn ekki lengur séö SAS fyrir flugmönnum, en hing- aö til hafa um fimmtiu manns úr flughernum hafiö störf hjá SAS á Norðurlöndunum á ári hverju. Ljóst er nú aö áriö 1985 mun SAS vanta um 200 flug- menn ef ekki verður breyting á menntun þeirra. Þaö veröur þvl aö setja á stofn sérstakan flugskóla, þar sem nemendur veröa frá Danmörku, Noregi, og Sviþjóð. Skólinn mun þá taka nemendur af báöum kynjum, svo brátt verða þaö ekki einungis karlar sem sitja I stjórnklefa flugkosts SAS. gera það gott þessa dag- ana og sífellt bætist við flotann. Kloster skipafélagiö I Noregi hefur nú hug á þvi aö bæta viö skipastól sinn hinu fræga skemmtiferðarskipi France, sem hefur legið ónotaö í fleiri ár. Skip- ið er 66 þúsund lestir, smiöaö áriö 1961. Þaöer hin mesta lúxusfleyta og um borö er allt þaö sem hugs- ast getur til aö farþegar megi hafa þaö sem best. France er reyndar stærsta farþegaskip i heimi. Milljóna tap á skipinu Frá þvi France var sjósett árið 1961 var þaö mikill höfuöverkur hjá eigendum þess, en það var rekiö af rikinu. France er með 160 þúsund hest- afla vél og eyðir þvi óhemju miklu eldsneyti. Einnig var launakostnaöurinn gifurlegur, þar sem 12 hundruö manna áhöfn var á skipinu. Útgeröarfyrirtækið tapaði þvi miklum fjármunum á skipinu sem skiptu milljónum á hverjum mánuöi. Svo fór aö útgeröin gafst upp á aö reka skipið og siöustu árin hef- ur þaö legiö i höfn i Le Havre. Siglir um Kyrrahafið Kloster skipafélagiö á þegar mörg skip sem sigla meö farþega um Karabiskahafiö. Reksturinn á þessari leið hefur gengið mjög vel og þvi hefur félagiö hugsað sér aö færa út kviarnar. Ef af kaupum France veröur þá er hugsanlegt aö þaö sigli um Kyrrahafiö, þvi það er of stórt til aö hægt sé að nota það I feröir um Karabiskahafiö. Það biöa eflaust margir spennt- ir eftir aö sjá France fara á flot aftur, en hver veit nema svo yeröi, og þá undir norskum fána. Talandl penlngakassi Peningakassi sem „talar” er nýjasta uppfinningin sem kem- ur sér vel fyrir blinda. Þessi ákveðni peningakassi er i hljóö- færaverslun i Mölndal, fyrir sunnan Gautaborg. Hana rekur blindur. maöur, Klas Wester- dahl. Kassinn er þannig gerður aö þegar stimplaö er inn i hann gefúr hann frá sér ákveöin hljóðmerki, þannig aö hægt er aö fylgjast meö þvi hvort rétt er slegið á tölurnar. Þegar gefið er til baka segir kassinn einnig til um þá upp- hæð. Ef viðskiptavinur ætlar að snuða Westerdahl, þá gefur kassinn það til kynna, meö þvi að gefa frá sér hljóömerki. Þaö var góður viöskiptavinur Westerdahl Elvin Edvinsson sem fann þennan góða peninga- kassa upp. Hann er tölvu- fræðingur og vann við það í fri- stundum sinum aö útbúa pen- ingakassann fyrir Westerdahl sem hafði kvartaö yfir óhag- kvæmni þess aö ekki væru til sérstakir kassar fyrir blinda. Klas Westerdahl með peninga- kassann i verslun sinni. Þessar „mini" bowling brautir eru til sölu< lengd 10 metrar og breidd 80 cm hver. Tilvald- ar í félagsheimili/ tómstundaherbergi á vinnustaönum og víöar. Einnig getum viö nú iboðið nokkur notuö sjálfsölu-leiktæki, sem hafa má í veitingastöðum, söluskálum, sjopp- um og víöar. Mjög góö greiðslukjör. JÓKER Upplýsingor í símo 22680

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.