Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. júni 1979 9 Erhægt að spara 1705,1 milljén kr. á að úrbeina kjöt til útflutnings. Morgunblaðið birtir 12. þ.m. frétt, frá Upplýsingaþjónustu bænda, um að á fjórum fyrstu mánuðum yfirstandandi árs hafi verið fluttar á erlendan markaö 2466 lestir af kindakjöti, og að fram til 1. september sé áætlað aö við bætist 1700 lestir, eða samtals 4166 lestir. Samkvæmt reynslu kjöt- gerðarmanna eru um það bil 30% af hverjum dilkaskrokk bein og sinar, það veröa þvl um 1250 lestir samtals af neihdu út- flutningsmagni. Eins og málin standa i' dag þá er kjöt að mestu flutt út I frosnum skrokkum, en það þýðir að i hverjum rúm- metra i kælirými komast um það bil 280 kg., en væri kjötið flutt út úrbeinað, væri án efa hægt að koma fyrir f sama rými 750 kg. Þetta atriði sem ber að athugast nánar, og þar eiga bændur sjálfir aö vera f forystu en ekki einhverjir milliliðir, neðanmŒls sem sjaldan, bera hag þe.irra fyrir brjósti. tsienska kjötið feitara Annað atriði i sambandi við útflutning á islensku dilkakjöti, þurfum viö að hafa f huga, og þaöeraðflestar þjóðir, sem búa sunnar á jarðkúlunni en við, eru litið hrifnar af dýrafitu, og allra sistaf lagskiptri fitu eins og hún er mest áberandi i okkar kjöti. Þetta verða markaðsleitarar að hafa i huga, er þeir láta útbúa kjöt til útflutnings, og opinberir aðilar verða að stuðla að þvi að erföafræðingar okkargeti unnið að uppbyggingu sauðfjárkynja er hæfa þeim mörkuöum er við höfum i' hyggju að hasla okkur völl á. Það er mjög sennilegt að i okkar dilkakjöti sé um 12% meirifita en margur Evrópubú- in'n telur æskilegt, og á þeim forsendum er óhyggilegt að reyna að selja þeim kjöt okkar ómeðhöndlað, það verður að snyrta það þannig að það hæfi viðkomandi markaði. Nú skul- um við lita nánar á dæmið, án þess að brjóta það til mergjar: Heildarmagntilútflutnings 4166 lestir -r bein og sinar 1250 lestir fita 350lestir =. 1600lestir Nettóútflutningur verður þá2566 lestír Væri ofangreint magn flutt út til Noregs, mundi sparnaður verða um það bil 119,5 milljónir kr., ef kjötiö væri flutt út úr- beinað, og ætla má aö rikiskass- inn sparaðist um 1585,6 milljón- ir, eða samtals yrði sparnaður- inn 1705,1 millj. kr. Auövitað kemur þar á móti innlendur kostnaður við úrbeinun, snyrt- ingu og umbúðakostnaður, en sá kostnaður kæmi að mestu leytí innlendum atvinnumarkaði til góða, eða sem samsvarar 40,92 kr. á hvert kiló. Af beinum, sinum og fitu má framleiða kjötkraft, og af bein- um má fá beinmjöl, sem einmitt inniheldur þau snefilefni er við sækjumst eftir til að geta alið upp heilbrigðan kvikfjárstofn. Óskir neytenda verða að ráða Mér er ekki alveg ljóst hvaö Gauksmýrarbóndinn átti við er hann sagði aö bændaforystan hefði brugðist bændum, en þó hygg ég að aðalorsökin liggi i þvi, aö bændur hafa ekki haft manndóm i sér til að annast um- breytingu framleiðslu sinnar á sama máta og þeir hafa gert i mjólkuriðnaðinum. Okkur erkunnug sústaðreynd að fiskiðjuver fóru ekki að fá gott markaðsverö fyrir sina vöru, fyrr en þau réttu sig eftir óskum kaupenda og neytenda, þ.e.a.s. senda vöruna beinlausa og hringormssnyrta i þeim um- búðum er kaupandi óskaöi eftir. Og nú er svo komið aö aörar fiskveiöiþjóöir sækjast eftir aö selja sina framleiöslu undir is- lensku merki. Þeir aðilar er leita markaða fyrir islenskt kjöt ættu að taka þau mál fastaritökum, og réttar ályktanir af reynslu annarra. Sérkenni islenska fóðursins Staðreyndin um islenska dilkakjötið er aö það er bragö- best einmitt vegna þess að dilk- arnir eru uppaldir við fóður á svæði nærri heimskautsbaug. Vitaskuld verðum við að varast að ofbeita afrétti okkar, en fái búnaðarsérfræðingar okkar nægt fé til tilrauna, er enginn vafi á aö þeim tekst að mynda afgirt heimalönd með réttum gróðri til beitar. Arferöi skiptir búnað hér á landi miklu,en eilltið er hægt að byggja sig upp gegn áhrifum erfiðra ára, t.d. meö þvi aö geyma hey frá góöærum, en ekki selja þaö úr landi, aö óþörfu. Við athugun á rannsóknum þeirra Lauge Kochs og Hlyns Sigtryggssonar á hafis kringum Island, á timabilinu 1878—1971, kemur i' ljós að is er landfastur hér við land i 134 mánuði, eða i 15,1% af nefndu tlmabili, og I 54 mánuði á athafnatimabili bænda, (mai —september), eða i 10,9% af þvi timabili. Það eru til ýmsir aðrir örðug- leikar sem bændur hafa við að striða, jarðskjálftar, eldsum- brot og vatnavextir, en samt hafa þeir skilað þessari þjóð heilli Ihöfntalandi sitt uppruna- lega mál, þvi það voru þeir sem varðveittu málið. Ótaldar pestir hafa herjað land okkar, en pestin sem langskólagengnir „doktorssynir” á mölinni o.fl. stunda nú til dags gegn bændum er ein hin allra versta og óbil- gjarnasta, þvi hanaerekki hægt að lækna með lyfjum. ALLTAF SINNA PENINGA VIHBI Albert Engström setti á sin- um tima fram þá kenningu, að sama væri, hversu brenniviniö væri dýrt, — það yrði alltaf sinna peninga virði. Hér á landi hefur þessi sænska kenning orð- ið til þess, að f jármálaráðherr- ar telja sérfærtaðhækka áfengi ótakmarkað og langt umfram það, sem verstu eiturlyfjasalar selja sin lyf. Afengishækkanir hafa undan- fariðverið svo miklar, að dregið hefur úr vinsölu en þess i stað hafa menn snúiö sér að bruggi og segir það sitt um okrið, að menn vilja frekar vont vin og vondan bjór úr bruggkútunum. Þá er þess enn að geta, að unglingar, sem ekki hafa aldur til áfengiskaupa og búa við áróöur hassista um skaðleysi þess, gera sér það hreinlega I sparnaöarskyni að reykja hass, þviaðskammturinnþarermun ódýrari en áfengið. Frumvarp um einka- sölu á sykri 1 vetur flutti fjármálaráöherra frumvarp á Alþingi um að hann fengi einkasöluleyfi á öllum bruggefnum: og mætti hér eftir ekki kaupa sykur og ger nema i áfengisbúðum. Frumvarpið var sagt Qutt tíl þess aö sporna við bruggun i landinu, og var þvi haldiðfram, að rikissjóöur hefði tapaö ómældum fjárhæðum vegna heimabruggs. Ekki var þó þessi fullyrðing ráðherrans studdneinum gögnum, — t.a.m. lögregluskýrslum og ekki er vit- að til þess að þess hafi verið krafist að löggæslu væri beint sérstaklega að bruggurum, eins neöanmáls Haraldur og gert var i' eina tið. Þingmenn voru hins vegar allir sammála um að fólkið I landinu bruggaði ómælt til þess að spara sér fé. Fyrir atfylgi góðra manna tókst að koma þessu frumvarpi fyrir kattarnef. Forleikur að áfengis- hækkun Meginástæöan til þess að þing- menn treystust ekki til þess að banna sölu á sykri og geri á frjálsum markaði var sú, að þeir óttuöust reiði fólksins I landinu, ef ofurselja ættí það duttlungum fjármálaráðherr- ans um áfengisverð I landinu. Og nú er komiö fram, að frum- varpsflutningur ráðherrans var fyrst og fremst til þess gerður að losa rikissjóð viö óþægilegan keppinaut og skyldi nú Gutti setja ofan 1 orösins fyllstu merkingu. Fjármálaráðherra hefur nú hækkað áfengi rétt fyrir 17. júni tíl þess að ná til sln aukakrón- um, og þaö er athyglisvert, að hann hækkar ekki verðið á létt- um vinum, þ.e. þeim vinum, sem léttast er að brugga. Hátt áfengisverð eykur verðbólgu Þeir, sem vinna sér inn meira en til hnlfs og skeiðar, vilja gjarna gera sér dagamun. Þeir vilja bjóða heim til sin kunn- ingjum og gefa þeim I staupinu, fara út aö borða endrum og eins, og fram eftir þeim götunum. Og hvort sem mönnum llkar það betur eða verr, þá skiptir áfengisverð miklu máli i þessu sambandi. Islendingar telja þaö einna mestan kost viö suður- lönd, aö þar sé áfengi ódýrt og þar sé ódýrt að fara á matsölu- staði og skemmta sér. Hiö háa áfengisverð veldur þvi, að menn gera meiri kaup- kröfur en ella, þ.e.a.s. menn hugsa sem svo: Þetta eru sultarkjör sem ég bý við, — ef ég býð nokkrum kunningjum heim er ég I marga mánuði aö jafna mig fjárhagslega. Það segir sitt um okrið að fólk vill heldur drekka vont vin og bjór úr bruggkútum. Rétt eins og bilar Og það má raunar taka önnur dæmi af öðrum hlutum en áfengi til þess að sýna, að það þarf ekki endilega að vera verð á fiski og mjólk sem knýr á um kauphækkanir. BIll er t.a.m. eitt hið fyrsta, sem miðstéttarfjöl- skylda i Bandarikjunum kaupir sér, — þar er bfll hluti af per- sónufrelsinu. Hér á landi eru bilar taldir til munaðar og i stað þessaöhaga tollun meðhliðsjón af hagkvæmni bilsins t.d. spar- neytni eða styrkleika, þá er hugsað um það eitt að ná sem flestum krónum af kaupandan- um. A Islandi er bilaeign mjög mikil og almenningur vill eiga bfl. Af þvi' leiðir, að hann litur til þess, hvort kaupið hans dugi til að kaupa bil, þegar settar eru fram kaupkröfur. Kjaramál á tslandi snúast nefnilega ekki um nauðþurftír heldur lifsþægindi. Einn hópur manna sleppur Kunningi minn einn benti mér á þaö,að einn hópur manna slyppi alltaf við skattpiningu fjár- málaráðherrans, — það væru bindindismennirnir. Þessi kunningi minn sá enga ástæðu til þess að láta templara sleppa viö að gjalda sitt. Vildi hann láta fjármálaráðherrann gefa út áfengisbók á hvern mann I landinu og væri þar sagt fyrir, hversu margar flöskur af áfengi hver yrði aö kaupa. Siðan yröi fylgst með þessu vandlega og gerð lögtök hjá þeim, sem ekki keyptusér áfengi i samræmi við fyrirmælin. Kunningi minn taldi þetta lýðræöislega leið, að allir yrðu saman látnir bera áfengis- byrðarnar, rikissjóður væri öruggur meö tekjur sinar og áfengi yrði kannski eitthvaö skaplegra I verði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.