Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Miðvikudagur 20. júni 1979 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson deildarinnar. Það var engu likara en að stór- leikur væri að hefjast i Laugar- dalnum i gærkvöldi er áhorfendur mættuþar. Norskskólalúörasveit lék fyrir leikinn á meðan leik- menn liðanna hituöu sig upp, og segja má að allar aöstæður aðrar hafi veriðágætar til að leika góða knattspyrnu i gærkvöldi. En hafi menn vonast eftir góð- um leik, þá urðu þær vonir aö engu. Haukarnir komu greinilega með þvi hugarfari til leiksins að berjast og berjast, en engu var llkara en að Framararnir héldu að þeir þyrftu ekkert aö berjast fyrir sigri. En þrátt fyrir baráttu sína úti á vellinum tókst Haukunum aldrei i leiknum aö skapa sér hættulegt marktækifæri, þar vantaöi ávallt endahnútinn á. En Framarar fengu fimm góð marktækifæri i leiknum, og þeim tókst aö nýta þrjú þeirra. Marteinn Geirsson var á ferð- inni á 20. mlnUtu meö þrumuskot af stuttu færi sem Gunnlaugur markvörður Hauka varði. Stuttu siðar átti Guðmundur Torfason þrumuskot rétt yfir, en á 33. mlnútu tók Fram forustuna. bá geröu Framararnir harða hrið að marki Hauka inn i teign- um, og var bjargaö á li'nu skotum frá þeim Guðmundi Torfasyni og Guðmundi Steinssyni áður en Pétur Ormslev komst i boltann og skoraði. Staðan i leikhlé 1:0. A 74. minútu leiksins gerði Gunnar Andrésson bakvörður Haukanna mikil mistök. Hann var að leika sér með boltann aftasti maöur Haukavarnar- innar, og skipti engum togum að Jón Jensson hirti hann af honum. Jón lék upp að endamörkum og gaf fyrir markiö og þar skoraöi Asgeir Eliasson með skoti af stuttu færieftir aö bjargað haföi veriö á linu frá Guðmundi Steinssyni. Siðasta mark leiksins kom á 83. minútu, og var þaö fallegasta markleiksins. Pétur Ormslevátti sendingu Ut á kantinn til Asgeirs EÍIssonar sem gaf fyrir markið á Gunnar Bjarnason sem skallaöi I markið af stuttu færi. Gunnar lék áöur með FH, og skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir Fram. Bestu menn Fram i gær voru Marteinn Geirsson og Asgeir Elisson, og Trausti Haraldsson átti ágæta spretti. Hjá Haukunum var Guðmundur Sigmarsson langbestur, en Ólafur Sveinsson vakti athygli fyrir sina miklu baráttu. Dómarióli Ólsen ogdæmdi vel. gk-- STAÐAN Staðan i 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: Fram-Haukar 3:0 Keflavik ....... 5 23 09:1 7 Fram ........... 5 2 3 0 9:4 7 KR ............. 5 3 1 1 6:4 7 Akranes .........4 2 1 1 7:5 5 IBV ............ 52 1 24:3 5 Valur............4 1 2 1 5:4 4 Vlkingur........ 5 2 0 3 7:9 4 KA ............. 5 2 0 3 6:10 4 Þróttur ........ 5 1 1 3 4:9 3 Haukar ......... 5 1 0 4 3:11 2 Markhæstu leikmenn: Sveinbjörn Hákonarson AKR. .5 Pétur Ormslev Fram ..........4 Si'ðasti leikur 5. umferðar fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld og leika þá Valur og Akra- nes. Hallvar Thoresen — hann veröur áfram Norömaður. Klaus Allofs frá Fortuna Dusseldorf varð markhæsti leik- maðurinn i vestur-þýsku 1. deild- inni i knattspyrnu I ár eftir harða keppni við Klaus Fischer frá Schalke 04. Klaus frá Fortuna skoraöi 22 mörk á keppnistímabilinu, þar af eitt I siðasta leiknum I deildinni á dögunum. Klaus frá Schalke skoraði aftur á móti ekki neitt i sinum siðasta leik en hann var með 21 mark i vetur — eöa einu marki minna en nafni hans hjá Fortuna... — klp — Framarar I kröppum dansi. Eitthvað sýnist okkur nU aö varnarveggurinn hafi riðlast vinstra megin, en þaö kom ekki aösök og hættunni var afstýrt. Vfsismynd Friöþjófur Gunnar Bjarnason fyrrum leik- maöur FH skoraöi sitt fyrsta mark fyrir Fram f gærkveidi. Ef mennvilja kalia 1. deildarliö Hauka i knattspyrnu firmaliö, þá veröur aö segjast eins og er að i gærkvöldi er Haukar heimsóttu Fram I Laugardalinn mátti ekki á milli sjá hvort liöiö var firmaiiö og hvort liðið var eitt þeirra sem margir spá miklum frama I Islandsmótinu I sumar. Langtim- um saman rikti jafnræði með liö- unum Uti á vellinum, þar var fátt til fegurðarauka. En þaö sem geröi útslagiö i leiknum fyrir Fram og tryggöi þeim 3:0 sigur i gær var einungis þaö aö sóknar- lotur Framara voru beittari og betur skipulagðar, og Fram skaust upp aö hlið Keflavikur og KR á stigatöflunni á meðan Haukarnir verma enn botnsæti 1. henni standa þar i sjöunda himni yfir þvi. Af öörum leikjum i bandarisku deildinni fyrir helgina má nefna sigur Tampa Bay Rowdies yfir San José Eartquakers 3:2 þar sem Hollendingurinn Jan Van der Veen og Englendingarnir Tom Armstrong og Rodney Marsh skoruöu fyrir Tampa Bay. Þá sigraði Fort Lauderdale Strikers i' leiknum gegn Houston 4:0 og sáu þeir Clive Walker (Chelsea), Teofilio Cubillas (Peru) og Gerd Muller (Bayern Munchen) um að skora mörkin — þar af Gerd Muller tvö þeirra. Fyrrum Derby-leikmaðurinn Jeff Bourne var einnig á skot- skónum þegar Atlanta Chiefs sigraði Minnesota Kicks 5:2, en i þeim leik skoraði hann þrjú af mörkum Atlanta... — klp — Hallvar hafði þá nýlega skrifaö Klaus kannað skoral FIRMALIDKT STÖÐ FRAMARA - En Framarar nýllu marklækliærl sln vel 09 slgruðu með 3:0 New York Cosmos í efsta sætinu Stjörnuliðið New York Cosmos tók forustu I bandarisku meistarakeppninni i knattspyrnu með 3:2 sigri yfir Tulsa Rough- necks fyrir helgina. Tulsa skoraði fyrsta markið, en Cosmos jafiiaðiogkomstyfir með tveim mörkum Girogio China- glia, en Dennis Tueart jafnaði aftur fyrir Cosmos. Sigurmarkið komsvoþegarein minúta vareft- ir af leiknum og sá Antonio Car- bognai um það. Var þaö hans fyrsta mark með New York Cos- mos. Vel yfir 30 þúsund manns komu tii aðhorfa á leikinn á heimavelli Tulsa og var þetta metaðsókn þar, en hvert metiö af öðru hefur verið slegið i bandarisku knatt- spyrnunni nú i sumar hvað að- sókn varöar, og eru þeir sem að Heiinn varð að gefa honum frl Norskir knattspyrnuáhuga- menn önduðu léttar nú i vikunni, þegar yfirmenn norska hersins tilkynntu að þeir hefðu oröið viö fjölmörgum óskum um að kalla ekki þekktasta knattspyrnumann Noregs um þessar mundir til her- þjónustu. Var það Hallvar Thoresen, sem er atvinnumaður með hollenska 1. deildarliðinu Twentee En- schede, en honum hafði verið skipað að koma heim til að gegna herþjónustu eins og aörir ungir Norðmenn. undir nýjan 2 ára samning við Twentee, og sagöist ekki rifta honum til að fara I herinn. Hafði hann á orði að afsala sér rikis- borgararétti I Noregi og sækja um hollenskan rikisborgararétt I staðinn ef honum yrði skipað að mæta til herþjónustu. Var það þungt á vogaskálunum hjá hernum er málið var tekið fyrir, þvi þar með heföu Norö- menn misst sinn besta landsliös- mann I knattspyrnu og þvi var honum gefin herþjónustan eftir... -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.