Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 16
16 Flutningur Halldóru Bjarnadóttur féll i góðan jarðveg hjá áhorfendum. Þaö voru ekki aliir háir I loftinu á vfsnakvöldinu, eins og sjá má á þeim stutta sem situr hér hjá pabba sinum. Að skemmta sér við vísnasðng íslendingar eru þekkt- ir fyrir margt annað en framfærni, en þó brá svo við á Hótel Borg á mánudagskvöldið að fjöldi fólks bauðst til að syngja og spila fyrir áhorfendur. Viisnavinir efndu þá til visnakvölds, þar sem skemmtiatriðin voru lit- ið sem ekkert undirbúin, heldur treyst á framtak gestanna. Það traust var vel grundað, þvi allt kvöldið var nægilegt framboð efnis og komust færri að en vildu, þótt haldið væri áfram allt til miðnættis. Meðal þeirra sem skemmtu voru bæði þekktir og óþekktir söngvarar og hljóðfæra- leikarar. Margir fluttu frumsamið efni, en einn- ig voru flutt gömul ís- lensk og erlend þjóðlög. Rikti mikil stemmning i salnum og fólk jafnvel raulaði svolitið með. „Visan lifir” Mesta athygli vakti gömul kona, Halldóra Bjarnadóttir, sem fór með nokkrar visur eftir sjálfa sig og aðra. Hún var eini fulltrúi elstu kynslóðarinnar, sem þarna kom fram, en meðal viðstaddra voru margir komnir vel yfir miðj- an aldur. Það var reyndar at- hyglisvert, að svo virtist sem þarna væru komnar tvær kyn- slóðir, ungt fólk og gamalt, en hins vegar svo til enginn á miðj- um aldri, 35-55 ára. Visir ræddi stutta stund við Halldóru og spurði hana þá hvernig henni likaði samkoman. ,,Æ, ég veit það ekki,” sagði hún. „Hér er of mikið reykt og of mikill hávaði. En það er gott að það kemur i ljós að visan lifir.” Halldóra sagðist hafa kunnað fjöldann allan af visum um ævina og enn kynni hún nokkrar. Hún hefur sjálf fengist viö að setja saman visur, en ekki vildi hún þó gera mikið úr þvi. Opið öllum Þetta er annað visnakvöldið sem Visnavinir halda á stuttum tima, en félagið var fyrst stofnað haustið 1976. Gísli Helgason for- maður félagsins sagði við Visi að siðan hefði starfað harður kjarni félagsmanna, Hins vegar væri nú verið að reyna að auka starfsemi félagsins til muna. 50-60 manns eru nú félagar i Visnavinum og þurfa þeir ekki endilega að geta sungið og spil- að. „Tilgangur félagsins er að efla flutning alþýðutónlistar og gefa sem flestum tækifæri til að koma á framfæri sinu eigin efni,” sagði Aðalsteinn Sigurðsson, einn stjórnarmanna Visnavina. „En félagið er opið öllum sem hafa hauga á visnasöng. Við viljum ýta undir þjóðlagatónlistina, aðallega þá islensku. Þetta er eina félagið sem rekur áróður fyrir henni.” Næsta visnakvöld verður senni- lega 24. júli en næsta vetur er ætlunin að hafa þau hálfs- mánaðarlega ef þetta gengur eins vel áfram og hingað til. Næsta sumar verður hér norrænt visna- mót og mun þá visan verða hafin til vegs og virðingar I 10 daga samfleytt. _ sj Gisli Helgason, formaöur Visnavina, ásamt félaga sinum úr M'Usica Nostra, Helga Kristjánssyni. A þessari mynd má þekkja Magnús Sigmundsson, en hann var meðal þeirra sem komu fram. Visismyndir: GVA Hjalti Einarsson, ieigubilstjóri: — Ég hef verið atvinnubil- stjóri i mörg herrans ár, og þeg- ar éggeng hérum innan um alla þessa gömlu bfla minnir þaö mig á æskudagana, þegar mað- ur var að byrja i þessum bransa. Fyrsti billinn sem ég átti var Ford ’36 en slðan átti ég lengi 40-módeliö af Dodge sem var mjög góður bfll. Núna á ég 79-módelið af Concord. Það skemmtilegasta við þessa sýningu er að rifja upp gamlar minningarogég verð nú að segja þaö að mér fannst bil- arnir hér áður fyrr fallegri en þeir nýju, sagöi Hjalti og leit dreymandi augum á gömlu kunningjana. „BARA DELLIMENN SEM ERIII ÞESSU FORN BILASTÚSSI Hvað finnst fólki um gamla bila? Vekja þeir ánægjulegar endurminningar? Voru bilarnir hér áður fyrr fallegri en nú gerist? Með siikar spurningar á lofti ræddi biaðamaður Visis við nokkra gesti á fornbilasýningu, sem nú stend- ur yfir I Reykjavik. Valtýr Guðjónsson: — Ég kem nú bara hingað til þess að llta á þessa gömlu gripi. en mér finnst þeir nýju nú samt vera fallegri. 1 þeim er hyggi- legri útbúnaður og lagið á þeim gerir að þeir smjúga betur i gegnum „atmosferuna”. Renault ”46, eða „hagamús” eins og hann var kaílaður, var fyrsti bilinn sem ég eignaðist, en seinna átti ég tvo Packard-bila og ég er nú eigin- lega að vonast eftir að sjá ein- hvern sllkan hér, sagði Valtýr og rölti áfram I leit aö Packardnum. Gunnar Eriendsson: — Ég hef lengi verið blleig- andi. Fyrsta bilinn keypti ég 1949 og var þaö Hillman '36. Hann var i rusli þegar ég keypti hann, en eftir að ég hafði gert hann upp varð hann mjög góöur og ég átti hann alveg til 1960. Mér fannst bilarnir hafa verið stilmeiri í gamla daga og það var óskaplega mikið lagt i þessa stóru bila. Gallinn við þá var bara hvað þeir voru óþægilegir ámargan háttog eins var slæmt útsýni úr þeim. Ég myndi ekki vilja skipta á gömlum bil og nýjum, ja nema þá að maður fengi einhvern af þessum allra flottustu i staðinn fyrir nýja bilinn, sagði Gunnar og bendir á glæsivagn sem var I eigu Ludvig Storr. Kristin Bögeskov og Maria Bj örnsdóttir: — Ég hef nú engan sérstakan áhuga á gömlum bilum, en hún dóttir min hérna vildi endilega fá mig á þessa sýningu. Fyrsti billinn sem ég átti var Bradford ”56, en seinna átti ég „blööruskóda” eins og þann sem er hér. Núna eigum viðFiat 125. Ég hef það alitaf á tilfinning- unni að þessir gömlu bilar séu að hrynja, svo að ég vildi alls ekki skipta á þannig bil og nýj- um. Enda held ég að það séu bara dellumenn sem eru i þessu fornbilastússi, sagði Kristin. Þeir gömlu eru nú samt fall- egri, bætti Maria við. p M Myndir: GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.