Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 15
Greenpeacemenn hafa margskonar biinað á skipi sinu Rainbow Warrior til þess að hindra hvalveiðar. HVALVEIÐIMENNIRNIR EIGA RÉTT Á VERND AA skrifar: „Ég var á leið til vinnu minn- ar einndaginn. Rétt sem ég var að búa mig undir dagleg störf vikur sér að mér maður sem mælti á erlenda tungu og tók að hindra mig við vinnuna. Leiö svo fram eftir degi að ég kom ekki nokkru í verk fyrir manninum. Er mér var farið að leiöast þófið leitaði ég til lög- reglunnar og bað um vernd við lögleg störf min. Þá bregður svo viö að mér er sagt að ekkert sé hægt að gera en þeir sem eigi að sjá um að lögum og rétti sé framfylgt i þjdðfélaginu muni biða átekta og sjá hverju fram yndi. Að visu gerðist þetta aldrei i raunveruleikanum en mér var hugsað til þessa er ég las um að- gerðir Greenpeace manna gegn hvalveiðibátunum. Hvalveiðimenn eru við lögleg störf si'n og veiða samkvæmt al- þjóðlegum reglum. Hver sem hindrar þá við þá iðju er að brjóta á þeim lög. Og það hlýtur að vera skylda Landhelgisgæsl- unnar og dómsmálaráðuneytis- ins að veita þeim vernd. Það er þvi furðulegt að ekkert skuli vera að gert i þessum efn- um. Þaö er loks fyrirtækiðsjálft sem gengst fyrir hvalveiðunum sem þarf aðfarafram á lögbann til þess að kyrrsetja skip Green- peacemanna i höfn. Það getur hver og einn Htið i eigin barm ef hanner hindraður i starfi sínu með þessum hætti án þess að löggæslumenn hreyfi legg né lið.” Þrír strákar (Ghana vilja skrllast á vlð íslendinga Vi'si heftir borist bréf frá þremur 18 ára piltum i Ghana. Þeir stunda nám i verslunar- skóla og óska eftir pennavinum á Islandi. Tómstundagaman þeirra er að skiptast á gjöfum. Og strákarnir i Ghana heita: Mr. Joseph Sam Chritian, P.O. Box 824, Cape Coast, Ghana W/A, —Mr.JamesW.K. Annan, Cape Coast Teach Institute, Cape Coast. Ghana W/A, — og Mr. Joseph Baidoo, P.O. Box 824, Cape Coast, Ghana W/A. Þrlr strákarf Ghana sem hafa áhuga á þvi aðskiptastá gjöfum vilja skrifast á við tslendinga. 15 Úrval af bílaáklæðum (coverum) Sendum WS í póstkröfu. Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 Húseigendur — Húsfélðg Standsetjum lóðir/ gerum tilboð yður að kostn- aðarlausu. Vönduð vinna — vanir menn Uppl. í síma 7-18-76 Itá rg reiðslustof a HELGU JÓAKIMS Reynimel 34, simi 21 732

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.