Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 8
VÍSIR Miðvikudagur 20. júni 1079 / '' utgelandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- 'lendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Siguróur Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. J000 á mánuði Auglysingar og skrifstofur: innanlands. Verð I Slðumúla 8. Slmar 84611 og 82260. lausasölu kr. 1S0 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. jfrentun Blaöaprent h/f Bráðabirgöalög m nauösyn Það hefði einhvern tima þótt tíðindum sæta, að vinstri stjórn á fslandi setti bráðabirgðalög, til þess að banna launamönnum verkföll og láta kjaradóm ákveða kaup þeirra og kjör. En þetta er sú staðreynd, sem nú blasir við. Hin sundurþykka rikisstjórn Olafs Jóhannessonar, vinkona verkamanna, hefur bundið enda á farmannaverk- fallið með bráðabirgðalögum og svipt farmenn rétti sínum, til þess að semja um laun sin sjálf ir á þessu ári. Engu að síður er ekki við því að búast, að launamenn almennt kippi sér upp við þessi tíðindi og liklegt er að farmenn kyngi þessum lögum, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Undir venjulegum kringum- stæðum væri slík lagasetning á- mælisverð, en hér á landi rikir ekkert venjulegt ástand. Við- skiptakjör þjóðarinnar hafa rýrnað svo nemur tugum þús- unda á hvert mannsbarn í land- inu, og útlit er fyrir, að þjóðar- tekjur vaxi lítið sem ekkert á milli ára. Áhrif farmannaverkfallsins voru orðin uggvænleg. Stór iðn- f yrirtæki höfðu stöðvast eða voru Brá&abirgBalögin um kjaradóm og stöövun farmannaverkfallslns eru skynsamieg miöaö viö efnahagsástandiö og þaö þrátefli sem komið var f farmannadeilunni. I þann mund að stöðvast vegna hráefnisskorts. Birgðir hlóðust upp hjá útflutningsatvinnuveg- unum þannig að erlendir mark- aðir voru í hættu. Farmannaverkfallið bitnaði einnig á neytendum. Farið var að bera á vöruskorti og ýmsar nauð- synjavörur, sem flytja þurfti með flugvélum til landsins, urðu allt að helmingi dýrari fyrir bragðið. En lögin ná einnig til verk- banns vinnuveitenda og fyrir- hugaðs samúðarverkbanns sem átti að koma til framkvæmda 25. júní næstkomandi. Verkbannið hefði lamaðflestar framleiðslu- greinar í landinu og verið sem olía á það ófremdarástand sem þegar ríkti. Verkfallið hafði staðið í 8 vikur og allar sáttaumíeitanir um kaupliði samninga reynst árang- urslausar. Og loks skilaði sátta- nefnd, sem ríkisstjórnin hafði skipað í deiluna, skýrslu um, að hún teldi vonlaust að náð yrði samkomuiagi. I Ijósi þessara staðreynda verður aðtelja að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að stöðva verk- fall farmanna og verkbann vinnuveitenda hafi verið skyn- samleg. Sú ákvörðun var ill- skárri en að einhver sáttatillaga sáttanefndar í deilunni hefði ver- ið lögbundin. Allt fram á síðustu stundu lá það í loftinu, að jafnframt yrðu sett bráðabirgðalög um 3% grunnkaupshækkun til allra laun- þega sem ekki höfðu þegar feng- ið þá hækkun fyrr á árinu. Frá því var horfið, enda mikill ágreiningur um það meðal stjórnarþingmanna. Slík laga- setning hefði verið fljótræði af hálfu ríkisstjórnarinnar og vand- séð á hvaða rökum hún yrði reist. Jafnvel þó að ríkisstjórnin telji það sanngjarnt að aðrir launa- hópar fái þessa þrjú prósent hækkun til jafns við opinhera starfsmenn getur hún ekki haft frumkvæði að kauphækkunum launþega með því að lögbinda þær. Slíkt væru óeðlileg afskipti af samningsrétti aðila vinnu- markaðarins. Bráðabirgðalögin um stöðvun farmannaverkfallsins og verk- bannsaðgerða og skipan kjara- dóms, eru ill nauðsyn. Afskipti ríkisvaldsins eru réttlætanleg á þeim forsendum, að vinnudeilan skaði hag þjóðarheildarinnar á erfiðum tímum og engar horfur séu á lausn deilunnar með frjáls- um samningum. Lög um grunn- kaupshækkanir eiga sér engar sambærilegar röksemdir. „Ætla að hafa pað gott í sumar” - SEGIR SIGURÐUR OJÖRNSSON, OÓNDII SKÓGUM í ÖXARFIRÐI, EN JÖRD HANS HEFUR EYÐILAGST AF VATNSGANGI Bærinn Skógar I Oxarfirði en vatnsgangur hefur eyðilagt þar túnin þannig, að bóndinn hefur þurft að bregða búi. Myndir Ómar Ragnarsson. Þessi mynd var tekin I hlöðunni I Skógum i janúar 1976 skömmu eftir að jaröhræringar hófust-, en á henni má sjá hvar vatnið hefur flætt inn i geil I heyinu. „Hér er orðið óbúandi fyrir vatnsgangi”, sagöi Sigurður Björnsson bóndi i Skógum i öx- arfirði i samtali við VIsi, en hann hefur nú ákveðiö aö hætta búskap á jöröinni. A Skógum er tvibýli en I jarö- hræringunum i desember árið 1975 seig jarðarhluti Siguröar þannig, að vatn hefur legið i túnsverðinum siðan. „Þetta er að verða kvik- syndi”, sagði Sigurður. „Vatnið hefur legið upp i jarðveginum i nærfellt 4 ár og hann smáfúnar og grotnar niður I siki sem er engum fært”. Vatnið hefur einnig komist I útihús og hlöður. „Ég hef bæði haft minni heyfeng og orðið fyrir heyskaöa. Þrátt fyrir að ég hafi hvað eftir annað hækkað i hlöðunni hefur alltaf komist vatn i hana”. Sigurður sagði, að talið væri að jörðin hafi sigið um 1,20 metra en sumir segöu allt að þrjá metra þar sem útihúsin standa. Ekki heföi gengið svo langt, að hann hefði þurft að vaða elginn inn I Ibúðarhús en það stendur þar sem hæst ber. Ibúöarhúsiö er þó ekki meir en 2,20 metrum fyrir ofan sjávarmál á ftáflóði. „Ég hef þegar selt allar vélar og áhöld en á eftir að selja bú- fénað um 400 kindur”. Sigurður sagöi, aö jöröin hefði ekki verið mæld út I hekturum, en fyrir nokkrum áratugum hefði hún verið talin einhver al- besta jörðin á landinu til sauð- fjárbúskapar. — Veröur þér bættur skað- inn? „Þvi hef ég ekki spurt eftir”, sagði Sigurður. „Ég held, að það hafi aldrei verið tyllt svo- leiðis undir bændur. Þeir hafa verið taldir óþurftarkvikindi i þjóðfélaginu af öllum ráða- mönnum og þeirra fylgifiskum. Og það er svoleiöis enn og hefur ekkert batnaö. Mér finnst ótrúlegt að þaö verði farið að rétta þeim fjármuni upp i hend- urnar og ég mun ekki leita eftir þvi”. — Hvað ætlaröu aö taka þér fyrir hendur? „Ég ætla að hafa þaö gott I sumar og siöan fara til sólar- landa i vetur. Og svo ætla ég aö taka einhverja stefnu og sjá hvort þaö verði ekki komnir ein- hverjir menn með viti til að stjórna þessu landi”. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.