Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 20.06.1979, Blaðsíða 11
Fyrsta skóflustunga nýs húss fyrir Slysavarnarfélag tslands og björgunarsveit þess var tekin á föstudaginn, eins og Visir hefur þegar skýrt frá. Myndin hér aö ofan var tekin þegar jarövinnslan hófst. VIsis- mynd: Bæring Cecilsson, Grundarfiröi. Grunnskðlamál (ölestrl Þrátt fyrir ósérhlífiö starf kennara vantar mikiö á aö grunn- skólinn sé fær um aö skila þvi hlutverki sem honum er ætlaö. Skólarnir eru tvi- og þrisetnir, kennsluskylda kennara óhóflega mikil og nemendahópar of stórir, þvi mótmælir Kennarafélag Æfingaskólans ákvöröun Mennta- málaráöuneytisins um sparnaö i rekstri grunnskóla, segir i frétta- tilkynningu frá félaginu. F.I. Enn um skölameisl- arann á Egllsstööum A fulltrúaþingi HIK sem hald- iö var nýlega, var samþykkt ályktun þar sem Menntamála- ráöuneytiö er harölega átaliö fyrir aö hafa ekki á þessu vori auglýst lausa stööu skólameist- ara viö Menntaskólann á Egils- stööum, svo sem stjórn félags- ins og landsþing Félags menntaskólakennara 1978, höföu gert kröfu um. I ályktuninni lýsir þingiö þeirri skoöun sinni aö þess sé naumast aö vænta aö hæfir réttindamenn sæki um sam- bærilegar stööur annars staöar ef bilast má viö svipaöri máls- meöferö og raun varö á i sam- bandi viö veitingu embættis skólameistara á Egilsstööum i fyrra. P.M. Sérfræölngar mðtmæla reglugeröarbreytíngu Stjórn Sérfræöingafélags lækna, sem stofnaö var 17. mars s.l. I þeim tilgangi m.a. aö efla skipulag sérfræöingaþjónustu þannig aö hún komi aö sem best- um notum fyrir sjúklinga, sendi nýveriö frá sér ályktun um reglu- geröarbreytingu varöandi sjúkratryggingar. „Fundur haldinn i Sérfræöinga- félagi lækna 15.05.79 telur meö öllu óeölilegt aö hækkaöur greiösluhluti sjúklinga úr 600 kr. i 2000 kr. fyrir sérfræöilæknishjálp og rannsóknir utan spltala, sé lát- inn taka til örorkubótaþega, elli- lifeyrisþega og yfirleitt til fólks meö mjög langvarandi sjúkdóma og skerta starfsorku af þeim sök- um”. Bendir fundurinn á aö þetta geti leitt til óbærilegrar greiöslubyröi fyrir fólk sem hefur skerta starfs- getu, og hvetur til þess aö þetta veröi leiörétt hvaö þessa hópa varöar. P.M. Eigenflun sumardvalar- svæða samræma stðrf sín Fyrir rúmum tveimur árum var stofnaö Félag eigenda sum- ardvalarsvæöa og hefur mark- miö félagsins veriö aö vinna aö bættri og samræmdri þjónustu á sumardvalarsvæöum i samráöi viö opinberar stofnanir og aö stuöla aö auknum möguleikum til útivistar. A skrá á landinu eru 25—30 sumardvalarsvæöi og eru sum þeirra nokkuö vel skipulögö og búnaöur er þar góöur, en aörir eru I uppbyggingu. Stefnt er aö þvi aö öll þessi svæöi uppfylli lág- markskröfur. Nokkur svæöanna bjóöa upp á nokkuö fullkomna hreinlætisaöstööu, svo sem til snyrtingar, baöa og sundlaugar, möguleika til þvotta, sölu á feröa- mannavarningi o.fl. Sem dæmi um þessi svæöi má nefna Reykja- vik, Húsafell, Isafjörö, Varma- hliö, Akureyri, Reykjahliö, Skútustaöi, Hallormsstaö, Höfn, Skaftafell, Hrifunes, Laugarvatn, Þingvelli o.fl. Félag eigenda sumardvalar- svæöa hefur samband viö flesta á aöila sem tengjast feröamálum á einhvern hátt. Félagiö hefur reynt eftir megni aö uppfylla reglugerö um tjald- og hjólhýsa- svæöi frá árinu 1974. Einnig hefur þaö leitaö eftir staöfestingu á dvalargjöldum til viökomandi stofnana. Þess má geta aö dval- argjöld hér á landi eru um helm- ingi lægri hér en gerist á öörum löndum, þótt aöbúnaöur sé likur. Félag eigenda sumardvalar- svæöa hefur ákveöiö dvalargjald á svæöum sinum i sumar. Þar sem aðbúnaöur er góöur, verður gjaldiö 300 kr., fyrir manninn og kr. 300 fyrir tjald, hjólhýsi eöa tjaldvagn yfir nóttina. A svæöum meö lágmarks búnaö veröur gjaldiö 300 fyrir tjald eöa hjólhýsi og 150 kr., fyrir manninn. Börn yngri en 12 ára eru gjaldfri. — SS — „gressUega góar reisur til Föroya fyri \lsiskrakka” Allir blaðburða- og sölukrakkar Vísis geta tekið þátt í leiknum með því að vinna sér inn lukkumiða. Lukkumiða! HVERNIG ÞÁ? TIL ÞESS ERU ÞRJÁR LEIÐIR. Leið 1: SALA Sérhver Vísiskrakki sem selur blaðið í lausasölu fær EINN LUKKUMIÐA fyrir hver 20 blöð sem hann selur. Leið 2: DREIFING Vísiskrakki sem ber út blaðið fær 6 LUKKUMIÐA á viku fyrir kvartanalausan útburð. Leið 3: BÓNUS Sá sem hefur hreinan skjöld eftir eins mánaðar útburð á Vísi fær 6 LUKKUMIÐA í bónus. Og sá sem hefiir selt 500 BLÖÐ eða meira í lausasölu yfir mánuðinn fær 6 LUKKUMIÐA í bónus. Þeir sem eiga flesta lukkumiða þegar 3ia daea ævintýraferðin til Færeyja verður dregin út 15. ÁGUST eiga því meiri möguleika á vinningi. Því er um að gera að standa sig í stykkinu og safna lukkumiðum. Lundaeyjan græna bíður þín! Skilurðu? i|«| . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.