Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hollvinasamtök Háskóla Íslands Málþing og minningarkort Hollvinasamtök Há-skóla Íslands eruað láta til sín taka um þessar mundir, stofnun styrktarsjóðs og útgáfa minningarkorta er að hefj- ast og á morgun, 5. desem- ber, efna samtökin til mál- þings í Norræna húsinu þar sem krufinn verður máttur sannfæringarinn- ar. Ragnhildur Hjaltadótt- ir er formaður Hollvina- samtaka Háskóla Íslands. – Hvað eru Hollvina- samtök Háskóla Íslands? „Hollvinasamtök Há- skóla Íslands voru stofnuð 1. desember 1995. Mark- mið þeirra er annars vegar að auka tengsl Háskólans við fyrrverandi nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti og hins vegar að styrkja og efla Háskóla Íslands eftir fremsta megni, fjár- hagslega eða á annan hátt. Góð menntun og öflugar rannsóknir við Háskóla Íslands eru forsenda öflugs atvinnulífs og menningar á Íslandi. Kjarninn í starfsemi Hollvina- samtakanna eru hollvinafélög ein- stakra deilda, skora, námsbrauta og stofnana Háskólans. Mörg þeirra hafa átt frumkvæði að merkum atburðum eins og fyrir- lestraröðum fyrir almenning sem hafa vakið mikla athygli. Hollvina- samtökin og einstök hollvinafélög hafa staðið fyrir söfnunum og styrkt deildir og einstaklinga á ýmsan hátt. Framlög Hollvinasamtakanna á þessu ári til Háskólans hafa eink- um verið á vettvangi einstakra hollvinafélaga, rannsóknarviður- kenninga, bóka- og tölvugjafir og fleira. Auk þess hafa samtökin tekið virkan þátt í hátíðarhöldum vegna 90 ára afmælis skólans og lagt sitt af mörkum þar. Hollvinasamtökin eiga gott samstarf við Stúdentaráð um þjóðarátak í þágu Háskóla Íslands á 90 ára afmæli skólans á þessu ári. Á næstunni verður efnt til hringborðsumræðna í samstarfi við Samtök atvinnulífsins um sam- skipti atvinnulífs og Háskólans sem hefur verið eitt af sérstökum áhugamálum Hollvinasamtak- anna og tengist stöðu Háskólans í samfélaginu og gildi hennar. Hornsteinar Hollvinasamtak- anna leggja ásamt Háskólanum sjálfum grunn að starfsemi sam- takanna. Landsbanki Íslands, Op- in kerfi, og Flugfélag Íslands hafa verið hornsteinar samtakanna undanfarin tvö ár.“ – Hver er uppruni samtakanna? „Hugmyndin að Hollvinasam- tökunum er upphaflega sótt til annarra landa, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada, en há- skólar í þeim löndum reka flestir umfangsmikla félagsstarfsemi meðal fyrri nemenda sinna. Grunnhugmyndin, sem samtökin byggja á, er að hagsmunir skólans og fyrrverandi nem- enda fari saman. Þann- ig veita félagsmenn Háskólanum stuðning en fá í staðinn fjölþætta þjónustu og tengsl við sínar gömlu deildir, kennara og rannsóknarstarfsemi. Það er allra hagur. Aðild að Hollvinasamtökum Háskóla Íslands er hins vegar ekki takmörkuð við fyrrverandi nemendur skólans og ýmsir holl- vinir hafa ekki numið þar. Fyrir- tæki hafa í auknum mæli sýnt áhuga á því að rækta tengsl við Háskólann.“ – Nú verða gefin út minningar- kort. „Um árabil hefur verið mikill áhugi á því innan Hollvinafélags heimspekideildar HÍ og Hollvina- samtaka Háskóla Íslands að gefa út tækifæris- og minningarkort. Við höfum orðið vör við að margir velunnarar Háskólans vilja gefa minningargjafir í minningar- og styrktarsjóð. Á liðnu ári var ákveðið að hefja undirbúning að útgáfu korta og stofnun Styrktar- og minningarsjóðs Háskóla Ís- lands. Listamaðurinn Eiríkur Smith hefur af örlæti sínu afhent Hollvinafélagi heimspekideildar birtingarrétt að tveimur verka sinna, Úr landslagi og Náttúruöfl- um frá 1997, og er það framlag grundvöllur útgáfu og sjóðsstofn- unar. Markmið sjóðsins er að efla starfsemi Háskóla Íslands með því að úthluta styrkjum til verk- efna sem unnið er að við Háskól- ann og að styrkja afburðanemend- ur til framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Árlega verður veitt úr sjóðnum til mikilvægra rannsókn- arverkefna samkvæmt mati sjóðs- stjórnar. Minningarkortin má nálgast með því að hafa samband við skrifstofu Hollvinasamtaka Háskólans eða á aðalskrifstofu Háskólans. Jafnframt má fara beint á heimasíðu samtakanna eða Háskólans.“ – Segðu okkur aðeins frá mál- þinginu. „Á morgun, miðvikudaginn 5. desember, klukkan 16 bjóða Hollvinasamtök- in til málþings í Nor- ræna húsinu um „Mátt sannfæringarinnar“. Þar munu séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Árni Björns- son læknir, Stefán Pálsson sagn- fræðingur og Þórunn Valdimars- dóttir sagnfræðingur og rithöf- undur hafa framsögu. Að því búnu verða umræður undir stjórn Sig- urðar G. Tómassonar blaða- manns. Máttur sannfæringarinn- ar er umræðuefni sem gefur tilefni til margháttaðra efnistaka og skoðanaskipta.“ Ragnhildur Hjaltadóttir  Ragnhildur Hjaltadóttir fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1953. Útskrifaðist stúdent frá MR 1973 og lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1979. Lauk síðan framhaldsnámi í þjóðarrétti í Institut Universitaire de Hautes Éstudes í Genf í Sviss árið 1981. Hefur síðan starfað í dómsmála- og viðskiptaráðuneytunum og er nú skrifstofustjóri þess síðar- nefnda. Hún er og formaður Hollvinasamtaka Háskóla Ís- lands. Ragnhildur á tvær dætur, Sigríði Theodóru og Jóhönnu Vigdísi Pétursdætur. Árlega verður veitt úr sjóðnum Hann „var“ sjómaður dáðadrengur. PRESTAR og djáknar Landspítala – háskólasjúkrahúss sinntu um 6.900 beiðnum um þjónustu mánuðina jan- úar til október á þessu ári. Flestar snerust beiðnirnar um sálgæslusam- töl eða yfir 64%. Þetta kemur fram í samantekt um stjórnunarupplýsing- ar spítalans fyrstu 10 mánuði ársins. Önnur þjónusta sem prestar og djáknar sinna eru guðsþjónustur og helgihald, fjölskyldufundir, helgi- stund við dánarbeð og útköll. Sjúkrahústengd heimaþjónusta fór á þessum tíma í um 3.900 vitjanir til 518 sjúklinga. Er þeim veitt þjónusta heima vegna sýklalyfjagjafar, stuðn- ingur vegna krabbameinsmeðferðar, blóðþynningarmeðferð og fleira. Þá sinntu næringarráðgjafar spít- alans 1.500 beiðnum um ráðgjöf og um 7.700 sjúklingar nutu sjúkraþjálf- unar í 70 þúsund skipti. Um 6.900 nutu þjón- ustu presta og djákna SEX piltar á aldrinum 17-19 ára voru í gær dæmdir fyrir innbrot í 12 bíla á bifreiðastæði við flugstöðina í Reykjavík þann 14. og 16. apríl sl. Nokkrir þeirra hlutu einnig dóm fyr- ir innbrot og þjófnað úr öðrum bílum sem þeir frömdu sl. vetur og fyrir að framvísa stolnu greiðslukorti. Reyndar voru sjö piltar ákærðir en einn þeirra er í Danmörku og hef- ur ekki tekist að birta honum ákæru. Í dómnum kemur fram að piltarnir sex hafa allir játað brot sín sem að langmestu leyti voru framin í stuttri brotahrinu. Þýfið komst að auki að langmestu leyti til skila og þeir við- urkenndu allir bótaskyldu við eig- endur vegna tjóna sem þeir ollu. Þar sem bótakröfur voru gerðar á alla piltana sjö var þeim vísað frá dómi. Piltarnir voru dæmdir í 1-4 mán- aða fangelsi sem var skilorðsbundið til þriggja mánaða. Hjalti Pálmason sótti málið fyrir hönd lögreglustjór- ans í Reykjavík. Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. Sex piltar dæmdir fyrir innbrot í bíla ♦ ♦ ♦ EUROPOL hefur upplýsingar um meira en áttatíu austur-evrópsk glæpasamtök með yfir átta hundruð meðlimi sem eru að störfum í löndum Evrópusam- bandsins. Talið er að glæpasam- stök frá Austur-Evrópu séu með starfsemi í nánast öllum löndum heims. Efla þarf lögreglu- samvinnu Á ráðstefnu sérfræðinga í skipulagðri glæpastarfsemi sem haldin var í Haag kom fram að lögregluyfirvöld hafa sérstakar áhyggjur af þeirri starfsemi sam- takanna sem lýtur að fjársvikum, peningaþvætti og fjárfestingum fyrir illa fengið fé. Fram kom að lítið benti til þess að glæpastarfsemi þeirra í Evr- ópusambandinu lyti stjórn frá Rússlandi heldur er talið að starf- semin byggist á hugvitssamlegu kerfi glæpamanna frá Rússlandi, fyrrverandi sovétlýðveldum og Austur-Evrópu. Þá séu glæpa- samtök frá Albaníu, Kosovo, Níg- eríu, Kólumbíu og Tyrklandi að ná betri fótfestu í löndum Evrópu- sambandsins. Á ráðstefnunni kom fram að til þess bæta árangurinn í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi yrði að efla lögreglusamvinnu. Upplýsingar Europol um austur-evrópsk glæpasamtök Ná til flestra landa heims
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.