Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 12

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR var leigusamn- ingur á milli Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar og Þekkingar- hússins ehf sl. laugardag um leigu á um 80 ha lands í Urriðaholti í Garða- bæ. Oddfellow-reglan er landeigandi og Þekkingarhúsið ehf. leigutaki, en fyrirhugað er að reisa hátæknigarð á landinu. Fyrir hönd Oddfell- ow-reglunnar skrifuðu undir samn- inginn stórsír Geir Zoëga og Ingvi Guðjónsson formaður stjórnar Styrktar- og líknarsjóðsins. Fyrir hönd Þekkingarhússins ehf. skrifuðu Ingvar Kristinsson og Jón Pálmi Guðmundsson undir. Samninginn vottuðu Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Ásdís Halla Braga- dóttir bæjarstjóri Garðabæjar. „Samningurinn er til 80 ára þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á 35 árum og leigugjaldi sem er fjór- þætt,“ sagði Ingvar Kristinsson. „Þar er um að ræða fasta grunn- leigu, afkomutengda leigu og gjald í vísindasjóð og umhverfissjóð.“ Úthlutað verður úr vísindasjóðn- um til verkefna hjá fyrirtækjum eða stofnunum í hátæknigarðinum og umhverfissjóðurinn verður nýttur til að viðhalda og varðveita náttúru svæðisins. „Uppbygging á hátæknigarði í Urriðaholti er langtímaverkefni og þessi samningur Þekkingarhússins og Oddfellow-reglunar endurspeglar það. Saman og í samvinnu við bæj- aryfirvöld í Garðabæ mun þetta verkefni verða að veruleika,“ sagði Ingvar. Leigusamningur um Urriðaholts- land undirritaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá undirskrift leigusamningsins um helgina en hann er til 80 ára. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um aðgerðir í ríkis- fjármálunum, sem fela í sér rúm- lega þriggja milljarða kr. niður- skurð auk viðbótartekjuöflunar með gjaldahækkun, frá því sem gert hefur verið ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi næsta árs. Samtals er um að ræða aðgerðir sem fela í sér nálægt 3,5 milljarða kr. sparn- að og auknar tekjur með það að markmiði að fjárlög verði afgreidd með um þriggja milljarða kr. tekjuafgangi, að frátöldum tekjum af sölu eigna á næsta ári. Frestun framkvæmda og nýrra verkefna á næsta ári Gerðar eru tillögur um niður- skurð ýmissa rekstrarliða og fjár- festingarliða, þar sem fram- kvæmdum og nokkrum nýjum verkefnum verður frestað, skv. upplýsingum Geirs H. Haarde fjármálaráðherra og Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra. ,,Við höfum reynt að hlífa við- kvæmum þáttum í velferðar- kerfinu, eftir því sem við höfum getað,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Ráðherrarnir vildu lítið tjá sig um einstakar sparnaðartillögur en sögðu að ákveðið hefði verið að hrófla ekkert við útgjöldum úr Fæðingarorlofssjóði skv. nýjum lögum um fæðingarorlof, en eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu voru uppi hugmyndir um að fresta gildistöku fæðingarorlofs að því er varðar aukin réttindi feðra. Tillögurnar lagðar fram í frumvarpsformi síðar í vikunni Ráðherranefnd um ríkisfjármál fjallaði um tillögurnar á undan- förnum dögum. Voru meginniður- stöðurnar síðan kynntar í þing- flokkum ríkisstjórnarflokkanna í gær en einstökum niðurskurðartil- lögum var þó ekki dreift á þing- flokksfundunum. Veittu þingflokk- arnir ráðherrunum umboð til að ganga endanlega frá tillögunum og leggja þær fyrir fjárlaganefnd. Verða þær væntanlega lagðar fram í fjárlaganefnd á morgun og í framhaldi af því verða þær lagðar fyrir þingið annars vegar í svo- nefndu bandormsfrumvarpi, þar sem lagðar eru til nokkrar laga- breytingar og hins vegar í breyt- ingartillögum við sjálft fjárlaga- frumvarpið, í síðasta lagi á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að þriðja umræða um fjárlagafrum- varpið fari svo fram í þinginu á föstudag. Vildu taka tillit til viðkvæmrar stöðu á vinnumarkaði ,,Fæðingarorlofsmálið er ekki inni í þessum pakka. Menn leysa þetta verkefni án þess að taka neitt til baka af því sem er að finna í þeim lögum, sem góð sátt virðist vera um í þjóðfélaginu. En það var bara ein hugmynd af mjög mörg- um á lista yfir það sem hugsanlegt væri að fara í og breyta. Ég tel þó að hugmyndir sem fram hafa kom- ið um að slíkt væri stjórnarskrár- brot standist alls ekki. En þetta er engu að síður niðurstaðan og ég held að það séu allir þokkalega ánægðir með það,“ sagði Geir H. Haarde. Halldór Ásgrímsson sagði rétt að rætt hefði verið um að fresta fæðingarorlofinu en niðurstaðan orðið sú að hreyfa ekki við því. ,,Þar er um mikilvægt réttindamál launafólks að ræða og alveg ljóst að slík aðgerð skapaði ekki rétt andrúmsloft í þeirri viðkvæmu stöðu sem nú er á vinnumarkaðin- um. Við höfum tekið fullt tillit til þess, auk þess sem stjórnarflokk- arnir hafa lagt mikla áherslu á þetta mál á kjörtímabilinu,“ sagði Halldór. Hækkun gjalda með hliðsjón af verðlagsþróun Að sögn fjármálaráðherra er í niðurskurðartillögunum bæði gert ráð fyrir frestun framkvæmda og frestun á nýjum verkefnum sem áður var búið að ákveða. En auk þess væru gerðar tillögur um ákveðnar hækkanir á gjöldum. Halldór sagði að þar væri um lít- ilsháttar tekjuöflun að ræða vegna gjaldtöku sem yrði breytt með hliðsjón af verðlagsþróun. 900–1.000 millj. kr. minni tekjur Fjármálaráðherra benti á að fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 3,1 milljarðs kr. tekjuafgangi, þegar frá hafa verið dregnar tekjur af sölu eigna. Aðstæður hefðu hins vegar breyst og út- gjöldin aukist um 2,1 milljarð við aðra umræðu um frumvarpið auk þess sem gera mætti ráð fyrir ein- hverjum útgjaldaauka við þriðju umræðu. Þessu til viðbótar lægi fyrir að tekjur ríkissjóðs minnkuðu um 900–1.000 milljónir frá því sem áð- ur var áætlað. Með þessum sparn- aðartillögum væri hins vegar reynt að tryggja að upphaflegt markmið um tekjuafgang myndi nást. ,,Það er alveg ljóst að þarna er um stórt verkefni að ræða ef menn vilja halda sig við um það bil þriggja milljarða króna tekjuaf- gang, sem er það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Geir. Verulegar útgjalda- hækkanir hafa orðið vegna kjarasamninga Halldór sagði að auk þess sem tekjur ríkissjóðs drægjust saman hefði þurft að bregðast við hækkun útgjalda ríkisins. ,,Það sem hefur mest áhrif á út- gjöldin er launakostnaðurinn. Kjarasamningar hafa leitt af sér verulegar útgjaldahækkanir fyrir ríkissjóð og það er það atriði sem skiptir langmestu máli og það er afskaplega erfitt að grípa til sparn- aðaraðgerða nema með því að koma að einhverju leyti við þann lið, en við virðum að sjálfsögðu alla þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Það er alveg ljóst að öll út- gjöld, hvort sem það eru launaút- gjöld eða önnur, þá hafa þau áhrif á svigrúm ríkisins,“ sagði Halldór. Fresta framkvæmdum og nýjum verkefnum Niðurskurðartillögurnar voru kynntar og samþykktar eftir umræður á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu tillögur um niðurskurð í ríkis- fjármálum á þingflokksfundi eftir hádegi í gær. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rúmlega þriggja milljarða niðurskurð og gjaldahækkun REKSTRARAFGANGUR bæjar- sjóðs Kópavogs er áætlaður 1.900 milljónir króna eftir vaxtagreiðslur á næsta ári. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá bænum en fjárhags- áætlun fyrir árið 2002 var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi í síðustu viku. „Heildarskuldir bæjarins lækka á næsta ári um 100 milljónir króna. Munu heildarskuldir í árslok 2002 verða 233 þúsund krónur á hvern íbúa en voru 253 þúsund krónur á hvern íbúa árið 1999. Samþykkt var að halda útsvars- álagningu óbreyttri milli ára eða 12,7%, en að lækka álagningu fast- eignarskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,375% í 0,345%. Heildarvelta bæjarsjóðs er áætluð rúmlega 8 milljarðar króna, þar af eru skatttekjur 5.900 milljónir króna. Rekstrargjöld að frádregnum tekjum málaflokka eru áætluð 3.760 milljónir króna,“ segir í fréttatil- kynningunni. Mestu fé verður varið til fræðslu- og menningarmála, 1.950 milljónum króna, og félags- og leikskólamála, 1.027 milljónum króna. „Til fram- kvæmda er áætlað að verja um 2,4 milljörðum króna. Stærstu verkefn- in eru ný sundlaug og íþróttamiðstöð í Salahverfi, íþrótta- og sýningarhöll í Kópavogsdal, bygging menningar- miðstöðvar á Borgarholti og nýr leikskóli við Rjúpnasali. Þá verða verulegir fjármunir lagðir í umferð- armannvirki og haldið áfram fram- kvæmdum við Salaskóla, Kársnes- skóla og Snælandsskóla.“ Heildar- skuldir lækka Fjárhagsáætlun Kópavogs ♦ ♦ ♦ FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2002 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar í síðustu viku. Í fréttatilkynningu segir að í fyrsta sinn um langt árabil muni tekjur bæjarsjóðs verða umfram gjöld eða sem nemur 4,2% af heildartekjum. „Skatttekjur bæjarsjóðs árið 2002 nema 4.981 m.kr. og hækka um 622 m.kr. frá árinu 2001, eða 14,3%. Heildarútgjöld bæjarsjóðs nema 4.770 m.kr. og hækka um 270 m.kr. milli ára eða 6%. Tekjuafgangurinn sem mun fara vaxandi á næstu árum verður nýttur til að styrkja fjárhags- stöðu bæjarsjóðs og greiða niður skuldir,“ segir í tilkynningunni. Kostnaður við rekstur málaflokka er áætlaður um 3.977 m.kr. eða um 79,8% af skatttekjum bæjarsjóðs, samanborið við 82,1% á árinu 2001. Af rekstrargjöldum bæjarsjóðs fara tæplega 60% til æskulýðs- og íþróttamála fara 8,6% og til félags- mála fara 7,8%. Heimild til hækk- unar útsvars um 0,33% verður nýtt, enda í samræmi við samkomulag rík- is og sveitarfélaga um að bæta sveit- arfélögum kostnaðarauka og tekju- tap vegna setningar ýmissa laga og reglugerða á síðustu árum. Fasteignaskattur á íbúðarhús- næði mun lækka úr 0,38% af fast- eignamati niður í 0,32% og lóðarleiga af íbúðarlóðum lækka úr 1,0% af lóð- armati niður í 0,5% og er það gert til að milda áhrif endurmats á fasteign- um og lóðum sem Fasteignamat rík- isins framkvæmdi á árinu. Þá munu tekjumörk ellilífeyrisþega til að fá niðurfelldan fasteignaskatt og hol- ræsagjald hækka um 8%. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Tekjur um- fram gjöld í fyrsta sinn í langan tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.