Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 16

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skiptir staðsetning fjölmiðla máli? Uppbygging fjölmiðla á landsbyggðinni Byggðarannsóknastofnun Íslands boðar til málþings um fjölmiðla og landsbyggð á Akureyri föstudaginn 7. desember. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð, í stofu L 201, og stendur frá klukkan 13:00-18:00. Dagskrá: 13:00 Setning Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. 13:15 Ímynd landsbyggðar í fjölmiðlum Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri. 14:00 Ríkisútvarpið, markmið þess og landsbyggðin í sögulegu ljósi Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðingur. 14:45 Fréttaflutningur af landsbyggðinni. Sjónarhorn ritstjóra. Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðstoðarritstjóri DV. 15:15 Kaffi 15:45 Staðsetning fréttamanna skiptir máli! Jóhann Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi. 16:15 Fjölmiðlun á 21. öldinni. Mun staðsetning skipta máli? Ásgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Íslandsnets. 16:45 Pallborð og umræður Stjórnandi: María Björk Ingvadóttir, fréttaritari Ríkissjónvarpsins á Sauðárkróki. 17:45 Málþinginu slitið Grétar Þór Eyþórsson, verkefnisstjóri Byggðarannsóknastofnunar Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en fimmtudaginn 6. desember til skrifstofu Byggðarannsóknastofnunar í síma 463 0929, á faxi 463 0997 eða á tölvupóstfang tberg@unak.is. TAKMARKAÐUR áhugi er fyrir byggingalóðum á Akureyri sem aug- lýstar voru lausar til umsóknar nú í haust. Um er að ræða 55 íbúðahúsa- lóðir í 4. áfanga Giljahverfis, fyrir ein- býlis-, par- og raðhús og eldri lóðir víðs vegar um bæinn. Þá er nánast enginn áhugi fyrir iðnaðar- og þjón- ustulóðum sem einnig voru auglýstar lausar til umsóknar. Leifur Þorsteinsson hjá umhverf- isdeild Akureyrarbæjar sagði að mestur áhugi hefði verið á lóðum und- ir einbýlishús á einni hæð en mun minni áhugi fyrir öðrum lóðum. Hann sagði að fólk héldi að sér höndum og eins geti verið að að fólk sé að bíða eftir úthlutun í Naustahverfi en fyrstu lóðunum þar verður úthlutað næsta vor.“ Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Akureyrarbæjar eru nú um 25 einbýlishúsalóðir lausar til umsóknar í Giljahverfi og sex einbýlishúsalóðir annars staðar í bænum. Þá eru 7 lóðir lausar undir raðhús í Giljahverfi, þar sem gert er ráð fyrir um 30 íbúðum. Í nýja hverfinu í Krossaneshaga eru 14 iðnaðar- og þjónustulóðir lausar og 6 slíkar til viðbótar annars staðar í bænum. Í deiliskipulagi fyrsta áfanga Naustahverfis er gert ráð fyrir bland- aðri byggð með einbýlis-, rað- og fjöl- býlishúsum og að fyrstu lóðirnar verði byggingarhæfar næsta sumar. Lítill áhugi fyrir lóðum JÓNA Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri hafði samband við Morgunblaðið og vildi gera athugasemd vegna fréttar um jólaaðstoð til þeirra sem minna mega sín í síðasta sunnudagsblaði. Þar var haft eftir henni að kaup- menn hefðu jafnan verið rausnarleg- ir en hún sagði að það væru fyrst og fremst fyrirtæki og einstaklingar sem hefðu veitt nefndinni stuðning til þess að hjálpa fólki. Athugasemd ÖLLU starfsfólki Office 1 á Akur- eyri hefur verið sagt upp störfum, alls átta manns í verslun og þjón- ustudeild. Office 1 er í eigu AcoTæknivals og eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag er ætlunin að kanna möguleika á sölu einstakra verslana- eininga fyrirtækisins eða allra versl- ana og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á að koma að rekstrinum. Að sögn Karels Rafnssonar rekstrarstjóra Office 1 tengjast þessar uppsagnir á Akureyri fyrir- huguðum breytingum. Hann sagði málið í vinnslu en að starfsfólkið væri með uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Starfsfólki Off- ice 1 sagt upp REGLUR fyrir uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári hafa verið samþykktar. Fram mun fara skoðanakönnun meðal félagsmanna um skipan efstu sæta og verða póstgögn send fé- lagsmönnum um næstu áramót. Skiladagur verður um miðjan jan- úar næstkomandi. Rétt til þátttöku hafa allir flokksbundnir Samfylking- armenn á Akureyri, svo og fé- lagsmenn í Stólpa, félagi ungra jafn- aðarmanna á Akureyri. Uppstill- ingarnefnd hefur þegar auglýst eftir frambjóðendum, en formaður nefndarinnar er Þorgerður Þorgils- dóttir. Raða á fimm nöfnum í sæti og hefur nefndin niðurstöður til hliðsjónar við uppröðun. Tillaga uppstillingarnefndar á að liggja fyr- ir fyrri hluta febrúarmánaðar og verður þá borin undir félagsfund til samþykktar. Samfylkingin á Akureyri Skoðana- könnun um skipan listans ÍSLANDSKLUKKUNNI var hringt í fyrsta sinn við athöfn á laugardag, 1. desember. Ís- landsklukkan er nýtt útilistaverk við Háskól- ann á Akureyri, en um er að ræða sögulegt minnismerki eftir Kristin E. Hrafnsson mynd- listarmann. Kristinn sigraði í samkeppni um útilista- verk, sem efnt var til á Akureyri í tilefni ný- liðinna aldamóta. Í texta sem ritaður er á vegg við klukkuna stendur: „Þessi klukka var sett upp til minn- ingar um 1000 ára kristnitökuafmæli, landa- fundi í Ameríku og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu. Á hverju ári verða slegin saman saga þjóðarinnar og hljómur samtímans, stór- brotnar furður og raunsannir atburðir.“ Við athöfnina voru fluttu ávörp, Kór Há- skólans söng og einnig sungu börn úr leik- og grunnskólum bæjarins. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri afhenti Hermanni Óskarssyni varaformanni Háskólaráðs sérstakan kaðal sem í framtíðinni verður notaður til að hringja klukkunni. Ætlunin er að hringja klukkunni 1. desember ár hvert, eitt högg nú í ár, tvö á næsta ári og svo koll af kolli. Fram kom í máli Hermanns að fram hafa komið hugmyndir um að fá leyfi höfundar til að hringja klukkunni þegar skólaár hefst ár hvert. Eftir að Íslandsklukkunni hafði verið hringt hófst athöfn á Ráðhústorgi en ljós voru tendr- uð á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Þar voru fluttu ávörp, tónlist flutt og jólalögin sungin. Jólasveinar komu í heimsókn af þessu tilefni og kættu fjölda barna sem saman var kominn á Ráðhústorgi. Íslandsklukku hringt og ljós kveikt á jólatré Morgunblaðið/Kristján Kristjana Milla Snorradóttir, formaður Fé- lags stúdenta í HA, hringir klukkunni. Leik- og grunnskólabörn tóku lagið með Kór Háskólans þegar Íslandsklukkunni var hringt. Unga fólkið var áberandi í kringum jólatréð frá Randers. UNNIÐ hefur verið að því nú í haust að koma fyrir öryggisbeltum í allar hópferðabifreiðar SBA-Norð- urleiðar. Fyrirtækið sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi hefur yfir að ráða 43 bifreiðum. SBA-Norðurleið opnaði nú nýlega nýja heimasíðu þar sem þetta kem- ur fram. Þar segir framkvæmda- stjórinn Gunnari M. Guðmundsson að bílbelti hafi enn ekki verið lög- leidd í hópferðarbílum, þannig að notkun þeirra sé undir farþegunum komin. Mikil umræða verði í þjóð- félaginu þegar upp hafa komið óhöpp og með því að setja belti í bíl- ana sé fyrirtækið fyrst og fremst að mæta óskum viðskiptavina sinna. Áætlanir miðast við að bílbelti verði komin í alla hópferðabíla SBA-Norðurleiðar um næstu ára- mót. Fyrirtækið annast áætlunar- akstur, skólaakstur og hópferða- þjónustu. SBA-Norðurleið Öryggisbelti í alla hópferða- bíla um áramót ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.