Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 25
                                 ! "                  ! "   $"%&  &                     '     (                   ) &  ) & *     & &  +  &  $ "& &  $ "& &                   #    !"   #$% #% &'( )*+   ,- $.  %& VERÐ á þjónustu hársnyrtistofa hefur hækkað að meðaltali um 9% á einu ári, samkvæmt niðurstöðu könnunar Samkeppnisstofnunar hjá 211 hársnyrtistofum á höfuðborgar- svæðinu. Könnunin náði til 15 liða þjónustunnar, þar á meðal herra-, dömu- og barnaklipping, hárþvottur, lagning, litun, permanent og strípur. Birt er yfirlit yfir hæsta og lægsta verð á hverjum þjónustuþætti ásamt hlutfallslegum verðmun, þá er einn- ig birt meðalverð þjónustuþátta í þessari könnun og jafnframt borið saman við meðalverð frá síðasta ári. 1–10% hækkun hjá 102 stofum Meðaltalshækkun þjónustuþátta frá síðasta ári er 9%, sem fyrr grein- ir, en meðalverðbreyting hjá ein- staka stofum mjög mismunandi, segir Samkeppnisstofnun. „Hjá 22 stofum var verð óbreytt frá fyrra ári, hjá 102 stof- um hafði verð hækkað um 1– 10%. Verð hjá 60 stofum hækkaði frá 11–20% en hjá 13 hársnyrti- stofum var um meira en 20% hækkun að ræða.“ Samkeppnis- stofnun segir enn- fremur að sam- kvæmt reglum eigi verðskrár yfir algengustu þjón- ustu hársnyrti- stofa að vera við inngöngudyr, auk þess sem verðskrá eigi að liggja frammi við afgreiðslukassa. „Í þess- ari könnun kom í ljós að 44% hár- snyrtistofa voru með verðskrá við inngöngudyr og 81% við afgreiðslu- kassa.“ Loks er neytendum bent á að í uppgefnu verði á þjónustu í verðskrá skuli öll efni sem notuð eru vera inni- falin. Einnig sé vert að minna neyt- endur á að kynna sér verð á þjón- ustu áður en hún er veitt til þess að koma í veg fyrir misskilning. Verð á þjónustu flestra hársnyrtistofa hefur hækkað. Morgunblaðið/Ásdís 9% meðaltalshækkun hjá hárgreiðslustofum NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 25 TT390 tveggja sneiða brauðrist - electronic 4.990.- kr TT990 fjögurra sneiða brauðrist - electronic 6.490.- kr BL306 blandari 1 liter - 300 wött 4.990.- kr SK950 þráðlaus hraðsuðuketill 7.990.- kr FP676 matvinnsluvél 17.900.- kr KM400 Classic hrærivél - 750 wött 38.900.- kr R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090 Þar er ítarleg útlistun á því hvaða kostnaður skuli jafnskiptur og hvaða kostnaður hlutfallsskiptur, auk þess sem fjallað er um skiptingu kostn- aðar vegna lagna utanhúss. Einnig segir að taka verði ákvörðun um sameiginlegar framkvæmdir á sam- eiginlegum húsfundi íbúðareigenda í öllu húsinu jafnvel þótt aðeins sé verið að taka ákvörðun um hluta hússins, svo sem einn stigagang. Neytendasíðum hefur borist fyrir- spurn frá húseig- anda um skiptingu kostnaðar milli eig- enda í fjölbýli, sér- staklega hvað varð- ar viðgerðir og viðhald og þá eink- um utanhússvið- gerðir og viðgerðir vegna lagna utan- húss. Rekstrarþjón- usta húseigenda, Eignaumsjón, hef- ur svarað fyrir- spurninni og þar kemur fram að kostnaður sem gjaldfærður er vegna fjöleignahúsa geti bæði verið jafn- skiptur á milli eigenda eða hlutfalls- skiptur eftir hlutfallstölu eigenda. „Sannarlega er það réttlátt að sá sem á stóra íbúð greiði meira fyrir til dæmis það að hita hana, en þurfi ekki að greiða meira fyrir almennan rekstur á sameignarhlutum ... enda er alls óvíst að sá sem á stærri íbúð noti sameign meira en sá sem minni íbúð á,“ segir í svari Eignaumsjónar. SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Skipting kostnaðar milli eigenda í fjölbýli vegna viðgerðar og viðhalds á að vera sem réttlátust. ■ Skipting kostnaðar/12C Kostnaður í fjöleignar- húsum er ýmist hlutfalls- skiptur eða jafnskiptur Morgunblaðið/Golli NÝ verslun, Frí- kaup.is hefur ver- ið opnuð á Net- inu, samkvæmt tilkynningu frá Baugi. Verslunin er samstarfsverk- efni hagkaup.is og Fríkorts ehf og í henni gefst viðskiptavinum kostur á að kaupa ýmsar afþreyingarvörur og greiða fyrir þær með frípunktum sínum. Sem dæmi um vöruflokka í versluninni má nefna bækur, tónlist, myndbönd og spil. Frípunktaversl- un á Netinu MEDICO ehf. flytur inn nýja gerð varalitar frá Max Factor sem nefndur er Lipfin- ity. Varaliturinn er óvenjulegur á litinn og hvað varðar endingu, segir í tilkynningu, og mun haldast lengi á vörunum. Umræddur varalitur er sagður standa af sér kossa, þurrkun á vörum eftir málsverð, matarolíu, sápuvatn og sund og skilur auk þess ekki eftir merki á kaffibolla eða vatnsglasi. Varalitur með langan ending- artíma SÆNSKI skó- framleiðandinn Arbesko hefur sett á markað öryggisskó með áður óþekkta eigin- leika, segir í tilkynningu frá Dynjandi. Nýtt efni sem fundið var upp á rannsóknarstofu Arbesko, A- TEX2, hrindir vatni af skónum og greiðir fyrir útöndun. Tvö lög af um- ræddu efni munu vera í skónum og sem og í vatteringu í hælkappa og segir að hönnunin virki sem loft- ræsting sem hleypi raka út. Einnig er í skónum efni, Outlast , sem jafn- ar hitann svo fóthiti sé ávallt eðlileg- ur og óháður ytri aðstæðum, segir ennfremur í tilkynningu. Skór sem anda og hrinda frá sér vatni NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.