Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 27
Dagblaðið Al-Qabas í Kúveit sagði í gær, að Sulaiman Abu Ghaith, tals- maður al-Qaeda, hefði særst alvar- lega í Kandahar og væri hugsanlega látinn. Hafði blaðið þetta eftir kúv- eiskum liðsmönnum al-Qaeda, sem flúið hafa Afganistan og eru nú í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Eru þessir menn eftirlýstir í Kúveit, mega koma þangað aftur en verður hugsanlega refsað fyrir aðild sína að al-Qaeda. Óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið við Tora Bora Yfirvöld í Nangarhar-héraði suð- austur af borginni Jalalabad sögðu í gær, að allt að 100 óbreyttir borg- arar hefðu látið lífið er sprengjur frá bandarískum flugvélum lentu á tveimur þorpum skammt frá Tora Bora, hellakerfinu, sem hugsanlega er aðsetur Osama bin Ladens. Tals- menn Bandaríkjahers vildu þó ekki kannast við það og sögðu, að engar sprengjur hefðu misst marks og all- ar sprungið í hella- og gangakerfinu í Tora Bora. ’ Síðasta hrinangetur orðið blóðug. Ef þeir gefast ekki upp, þá verða þeir drepnir. ‘ Vestrænar ríkisstjórnir og al- þjóðastofnanir hafa á síðustu árum í vaxandi mæli þrýst á stjórnvöld í þróunarríkjum að stemma stigu við fíkniefnaframleiðslu innan landamæra sinna. Af dæminu um Nangarhar má ráða að til að þetta megi takast verði að bjóða fátæk- um íbúum þessara ríkja raunveru- legan valkost – og standa við fyr- irheitin. Abdul Shakoor hefur ræktað ópíumvalmúa í tvo áratugi. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 27 ið hann. Ég veit, að hann var mjög einmana í Pakistan enda þekkti hann þar engan,“ sagði móðir Walkers, Marilyn Walker. Stríðsmaður bin Ladens Fréttamaður CNN náði tali af Walker á sjúkrahúsi í Shibarghan en þangað var hann fluttur eftir að hann gafst upp. Segir fréttamað- urinn, að Walker hafi verið félagi í Ansar eða „hjálparmönnunum“, arabískum stríðsmönnum á vegum Osama bin Ladens. „Ég lagði stund á íslömsk fræði í Pakistan og kynntist þar mönnum, sem voru tengdir talibönum. Ég las mér til um hreyfinguna og varð mjög hrifinn af henni,“ sagði Walk- er. Fékk hann herþjálfun í búðum bin Ladens og var sendur til að berjast í Kasmír og síðar í Norður- Afganistan. Var hann meðal þeirra 3.000 talibana, sem gáfust upp í Kunduz. Margir þeirra, aðallega erlendu stríðsmennnirnir, voru fluttir í Qala-e-Jangi-virkið. ÁTJÁN manns fórust þegar rússnesk flutningaflugvél sprakk í loft upp á flugi á sunnudaginn, eftir að eldur varð laus um borð, að því er embætt- ismenn í Moskvu greindu frá. Vélin var á vegum rússnesku landamæralögreglunnar og á leið með birgðir og varahluti frá Moskvu til borgarinnar Anadyr við Beringshaf. Enginn komst lífs af. Rannsóknarfulltrúar segja að það muni taka nokkurn tíma að komast að því hvað hafi valdið því að eldur kviknaði um borð. Flugritar vélarinnar voru fundnir. Tilkynnt var um eldinn þegar vélin var í tæplega 32 þúsund feta hæð, og átti að reyna nauðlendingu. Vélin var fjögurra hreyfla þota af gerðinni Iljúsín-76, en vélar þessarar gerðar eru mikið notaðar af rússneska hernum og hafa þótt áreiðanlegar. Þær voru fyrst teknar í notkun 1973. Fyrir um mánuði létust 27 manns er 40 ára gömul Iljús- ín-18 þota fórst af völdum vél- arbilunar í Rússlandi, og í byrj- un október sprakk Tupolev-154 vél, sem einnig er rússnesk, á flugi á leið frá Tel Aviv til Nov- osibirisk, og hrapaði í Svarta- haf. 78 manns fórust með henni. Flugslys í Rússlandi 18 fórust er vél- in sprakk á flugi Moskvu. AFP. SVISSNESKIR kjósendur höfnuðu á sunnudag tillögu um að hervarnir í Sviss yrðu lagðar niður en þá fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Jafnt ríkisstjórn sem meiri- hluti þings hafði lagst gegn hug- myndinni en sams konar tillaga um herinn var felld 1989. Um 78% kjósenda voru hug- myndinni andsnúnir en það voru samtökin Herlaust Sviss sem báru tillöguna upp nú eins og fyrir tólf árum. Sögðu talsmenn tillögunnar í rökstuðningi sínum að aldrei hefði verið betra færi á að afnema her- varnir landsins en þær kosta skatt- borgara um níu milljarða sviss- neskra franka, nær 600 milljarða króna, á ári. Þeir kváðust hins vegar hafa átt von á þessari niðurstöðu, þó að hún ylli þeim vonbrigðum, enda væru veður válynd í alþjóðamálum nú um stundir, og það hefði haft áhrif á af- stöðu manna. Ríkisstjórn Sviss hafði sagt fyrir helgi að ef íbúar Sviss vildu búa við „frið, frelsi og sjálfstæði“ yrðu þeir að geta svarað hernaðarárás. Við- urkennt væri að hætturnar séu ekki þær sömu og áður og aðstæður ger- breyttar. En ef herinn hyrfi úr sögunni myndi þjóðin í neyðartilfelli verða að reiða sig algerlega á hjálp ann- arra ríkja eða bandalaga og brjóta þannig forna hlutleysishefð. Sviss á ekki aðild að neinum varnarbanda- lögum og heldur ekki Sameinuðu þjóðunum. Kosið í Sviss Vilja ekki leggja niður herinn Bern, Genf. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.