Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 29 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Heilsunnar vegna „Við meðhöndlun hálsvandamála er einn mikilvægasti þátturinn að gefa réttan stuðning við hálssvæðið þegar legið er í hvíldarstellingum, til að ná náttúrulegri stöðu hryggjarsúlunnar. Hið erfiða í þessari meðhöndlun er að ná þrýstingslétti á hálssvæðið og ná um leið fram slökun í hinum margvíslegu svefnstellingum. TEMPUR heilsukoddinn er eini koddinn að mínu viti sem uppfyllir allar þessar kröfur.“ Röng höfuðlega er erfið fyrir háls, herðar og bak og leiðir til meiðsla og verkja. Góður koddi veitir stuðning og þægindi þannig að þú getur sofnað án allrar spennu. James H. Wheeler, M.D. Dr. Wheeler er stjórnar- formaður félags bæklunar- skurðlækna í USA, og aðili að Amerísku Bæklunar- læknaakademíunni Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Yfir 32.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!! I i lí i !!! Ísraelskir fjölmiðlar sögðu að pólitísk örlög Arafats myndu ráðast á næstu dögum. „Tími er kominn til að setja Arafat úrslitakosti,“ sagði dagblaðið Haaretz. Ágreiningur er innan samsteypu- stjórnar Ísraels um hvernig bregð- ast eigi við tilræðunum. Dan Mer- idor, ráðherra án ráðuneytis, sagði að Ísraelar ættu að „beita nýjum og harðari aðgerðum“ í baráttunni við hryðjuverkamenn. Benjamin Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra, skrifaði í dagblaðið Maariv að Ísraelar yrðu að „tortíma“ heimastjórn Arafats ef hann léti ekki til skarar skríða strax gegn hryðjuverkahreyfingun- um. Nokkrir valdamiklir ráðherrar Likud, flokks Sharons, tóku undir þetta. Ephraim Sneh, samgönguráð- herra Ísraels, sagði hins vegar að ekki kæmi til greina að steypa pal- estínsku heimastjórninni því hún væri eina palestínska stofnunin sem Ísraelar gætu samið við um frið. Embættismenn heimastjórnar- innar hafa sagt að ekki sé hægt að ætlast til þess að hún grípi til harðra aðgerða gegn palestínskum hreyfingum meðan Ísraelar drepi tugi Palestínumanna af ásettu ráði og haldi palestínskum bæjum í herkví. Palestínskir embættismenn sögðu hins vegar í gær að sprengjutilræðin mörkuðu „vendi- punkt“ í deilunni við Ísraela. „Þess- ar árásir hafa sett okkur út í horn,“ sagði Nabil Shaath, ráðherra í heimastjórninni. „Við lifum í heimi sem er upptek- inn af stríðinu gegn hryðjuverkum og við verðum að reyna áfram að vera hluti af alþjóðasamfélaginu og forðast einangrun.“ Reuters Mæðgin á bæn í miðborg Jerúsalem þar sem tíu ísraelskir ríkisborgarar létu lífið í sprengjutilræði á laugardagskvöld. BANDARÍSKA orkufyrirtækið Enron hefur farið fram á greiðslustöðvun og höfðað mál á hendur fyrirtækinu Dynegy, sem hafði gert samning um yfirtöku á Enron, en hætti við í síðustu viku. Búist er við að gjaldþrot sé fram- undan hjá Enron, og að um verði að ræða eitt umfangs- mesta gjaldþrota- mál í bandarískri kaupsýslu- sögu. Í frétta- tilkynningu frá Enron, sem gefin var út í Houston sl. sunnudag, segir að fyrirtækið og dótturfélög þess hafi farið fram á vernd fyrir lánardrottnum sínum samkvæmt 11. kafla bandarískra laga um gjaldþrot, á meðan fjármál fyr- irtækisins séu endurskipulögð. Beiðni fyrirtækisins kemur ekki á óvart, eftir að lánshæfismat þess hrundi í kjölfar brotthvarfs Dyn- egy. Samkvæmt beiðninni nema eignir Enron 24,7 milljörðum doll- ara – eða rúmlega 38 milljörðum minna en þær námu fyrir tveim mánuðum – og skuldir þess nema 13,1 milljarði. Kenneth Lay, forstjóri og aðal- framkvæmdastjóri Enron, sagði að allri starfsemi þess yrði haldið áfram með eðlilegum hætti. Í málshöfðuninni gegn Dynegy seg- ir að það fyrirtæki hafi rofið sam- komulag með því að hætta við samrunann, sem samið var um ní- unda nóvember sl. Chuck Watson, forstjóri og að- alframkvæmdastjóri Dynegy, sagði málið höfðað af óheilindum. Væri það dæmi um hvernig stjórnendur Enron neituðu að horfast í augu við fall fyrirtæk- isins. „Sannleikurinn er sá, að Enron bauð Dynegy til samruna- viðræðna. Dynegy mætti til þeirra viðræðna af heilindum og lagði fram 1,5 milljarða dollara í reiðufé til Enron. Þrátt fyrir full- yrðingar um að greiðslugeta Enron væri komin í jafnvægi voru peningarnir horfnir eftir innan við þrjár vikur, og Enron hefur átt í erfiðleikum með að útskýra hvað um þá varð,“ sagði Watson. Enron beiðist greiðslu- stöðvunar Houston. AFP, AP. Höfuðstöðvar Dynegy í Houston. DOMINGO Cavallo, efnahagsráð- herra Argentínu, tilkynnti um sl. helgi að sett hefðu verið ný, ströng takmörk á fjármagnsstreymi, þ. á m. hversu mikið væri hægt að taka út af bankareikningum. Markmiðið væri að stemma stigu við fjármagnsflótta. „Við munum einungis leyfa þær greiðslur er tengjast erlendum við- skiptum og eru framkvæmdar af kaupsýslumönnum sem geta sannað áreiðanleika sinn,“ sagði Cavallo. Fólk sem er á leið til útlanda fær ekki heimild til að taka með sér meira en sem svarar eitt þúsund Banda- ríkjadollurum, eða um 110 þúsund krónum. Þá verður Argentínumönn- um einungis leyft að taka út 250 pes- óa í reiðufé á viku af bankareikning- um sínum, en engin takmörk verða sett við upphæð greiðslna er fara fram með ávísunum eða krítarkort- um. Það sem af er árinu hafa innistæð- ur á bankareikningum í Argentínu lækkað um alls 13 milljarða dollara, samkvæmt opinberum tölum. Fjár- magnsflóttinn nam 400 milljónum dollara bara sl. föstudag, þegar Arg- entínumenn tóku út peninga ýmist í dollurum eða pesóum og fluttu í öruggar hafnir eins og t.d. í ná- grannaríkinu Úrúguay, eða fóru með heim og stungu undir koddann. Cavallo sagði aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar til að verjast atlögum spákaupmanna sem hann sagði vera að reyna að þvinga fram lækkun á gengi pesóans og gjaldfellingu á skuldum Argentínu, sem nema alls um 132 milljörðum dollara (rúmum 14.500 milljörðum króna). Gengi pesóans hefur verið bundið við gengi dollarans síðan 1991, en fyr- irkomulagið er byggt á því að pesóar í umferð séu jafn margir dollarar í varasjóði. Sé mikið tekið út af doll- urum kemst ójafnvægi á gjaldmiðils- bindinguna og gengi pesóans er ógn- að. Takmarkanirnar á úttektum af bankareikningum verða í gildi í þrjá mánuði, á meðan stjórnvöld reyna að ná samningum við erlenda lánar- drottna um nýtt greiðslufyrirkomu- lag. Á föstudag tilkynnti stjórnin að lokið væri samningum um skipti á 50 milljóna dollara skuldabréfum, með háum vöxtum, og nýjum bréfum sem ekki væru með hærri en 7% vöxtum, og endurgreiddust að fullu innan þriggja ára. Segja stjórnvöld að þessi skiptaáætlun muni spara 3,5 millj- arða í vaxtagreiðslur á næsta ári. Gripið til ráðstafana í Argentínu Setja takmörk á bankaúttektir Buenos Aires. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.