Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 31 Loksins fáanleg á ný Fyrirgefningin heimsins fremsti heilari „Að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska“ Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi. „Það er gaman að gefa út góðar bækur. Sumar bækur bera þó af og það gerir þessi bók. Fyrirgefningin er einstök bók og á erindi til hvers einasta manns, ekki síst núna á þessum átakatímum.“ Útgefendur. Höfundurinn, geðlæknirinn Gerald G. Jampolsky, segir: „Ég er sannfærður um óviðjafnanlegan heilunarmátt fyrirgefningarinnar.“ Símar 435 6810/891 6811 www.hellnar.is Fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins PÁLL Ólafsson (1827-1905) var lítið fyrir að kalla sig skáld og það- an af síður ætlaði hann ljóðum sín- um og vísum að koma út á prenti. Samt varð hann eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Þökk sé tveimur ljóðabókum með verkum Páls sem Jón Ólafsson, bróðir Páls, gaf út ár- in 1899 og 1905. Árið 1970 fannst svo handrit af miklu safni ástarljóða Páls til eig- inkonu hans, Ragnhildar Björns- dóttur. En að sjálfsögðu nægir út- gáfa ljóðabóka ekki ein, efnið þarf að höfða til lesenda. Skemmst er frá því að segja að ljóð Páls hafa hitt þjóðina beint í hjartastað. Alþýðleg efnistök, sér- staklega lipurt ljóðmál, hnyttni og tilgerðarlausar lýsingar á hvers- dagslegum aðstæðum gera ljóðin hans og vísur ómótstæðilegar. Og fyrir okkur sem nú lifum fyrstu ár 21. aldarinnar gefur efni ljóðanna mikilvæga innsýn í aldarhátt löngu liðins tíma. Á þessari nýju geislaplötu, Söng- ur riddarans, eru öll söngljóðin eftir Pál Ólafsson. Lögin eru flest frum- samin en um þriðjungur eru þjóð- lög. Útsetningar eru eftir flytjend- ur tónlistarinnar. Af frumsömdu lögunum eru flest eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Þessi lög eru auðþekkjanleg enda stíll Hróðmars persónulegur og sanna þau enn á ný hversu létt hon- um veitist að gera góðar laglínur, frumlegar en þó alþýðlegar. Sem er jú í anda kveðskapar Páls Ólafs- sonar. En aðrir eiga einnig minnisstæð lög á plötunni. Þar má m.a. nefna ágætt lag Árna Hjartarsonar, Augnfró, sem er sannkallaður eyrnaormur. Sofðu blessað barnið mitt eftir Heimi Sindrason er gull- falleg vögguvísa og sérstaklega innilega sungin af Ragnheiði Ólafs- dóttur. Ragnheiður á sjálf fjögur lög á diskinum og af þeim finnst mér bera hæst hið örstutta en ein- falda Mig langar svo að lifa og vaka, sem Ragnheiður syngur án undir- leiks. Lag Eiríks Bóassonar, Meðan döggin af munni þínum, er einnig prýðilegt og skemmtilega útsett. Og talandi um útsetningar þá má nefna sérstaklega útsetningu hópsins á þjóðlaginu Ellinni, lokalaginu á plötunni. Þar kveður við kröftugan tón, þjóðlegan en þó nútímalegri en á hinum þjóðlögunum. Ef eitthvað má setja út á útsetn- ingarnar almennt þá hefði verið skemmtilegt að búa ljóðum Páls ör- lítið nútímalegri búning en hér er gert. En þetta er auðvitað bara smekksatriði. Tónlistarflutninginn einkennir vandvirkni og alúð við viðfangsefnið og á það bæði við um söng og hljóð- færaslátt. Bæklingur er vandaður og ítar- legur og öðrum til fyrirmyndar. Og sérstakt hrós eiga þau Ragn- heiður og Þórarinn skilið fyrir framúrskarandi textaframburð sem gerir birtingu texta í bæklingi næstum óþarfan! Þessi geislaplata er kærkomin út- gáfa fyrir alla unnendur vísnasöngs og kveðskapar Páls Ólafssonar. Páll Ólafsson í tónum TÓNLIST Geislaplötur Sungin ljóð Páls Ólafssonar: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson: Þögul nóttin, Hjart- ans sálar sóley mín, Veistu ekki það er baldursbrá, Litli fossinn, Morgunbænin. Ragnheiður Ólafsdóttir: Komdu langan veg, Sem hjörturinn þráir, Mig langar svo að lifa og vaka, Sæll var ég þá. Eiríkur Bóasson: Hjarta mitt, Á ferð, Meðan döggin af munni þínum. Ingi T. Lárusson: Sólskríkjan, Hríslan og lækurinn (úts. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson). Heimir Sindrason: Þegar þú sefur, Sofðu blessað barnið mitt. Hörður Torfason: Án þín. Árni Hjartarson: Augnfró. Þjóðlög o.fl.: Grána, Brúnn, Eftirköstin, Litla Löpp, Á ást- arkodda, Ég hef selt hann Yngra-Rauð, Bleikur, Ellin. Söngur: Ragnheiður Ólafs- dóttir og Þórarinn Hjartarson. Hljóðfæra- leikur: Birgir Bragason (kontrabassi), Hjörleifur Valsson (fiðla), KK- Kristján Kristjánsson (gítar), Reynir Jónasson (harmonika). Upptökustjóri: Eyþór Gunn- arsson. Heildarlengd: 51:22. Dreifing: Edda – miðlun og útgáfa, 2001. SÖNGUR RIDDARANS Valdemar Pálsson VALDIMAR Hilm- arsson, söngnemi við óperudeildina í Guild- hall School of Music and Drama í Lund- únum, varð þess heið- urs aðnjótandi fyrir skömmu að semja sér- stakt lag tileinkað El- ísabetu II Bretadrottn- ingu sem flutt var við vígslu stúdenta- samfélags sem drottn- ingin er verndari fyrir. Stjórnaði Valdimar kórflutningi lagsins og afhenti drottningu lag- ið í skrautrituðu skjali að því búnu. Um er að ræða stuttan fagn- aðarsöng, „Goodenough Vivat“, sem fluttur var við hátíðlega vígsluat- höfn stúdentagarðanna London Goodenough College. Garðarnir eru reknir á vegum breska ríkisins og er ætlað að skapa efnilegum meist- ara- og doktorsnemum af ýmsu þjóðerni er leggja stund á nám í Lundúnum aðstöðu til náms og upp- lýsandi samskipta sín á milli. Valdimar hefur haft aðsetur í stúdentagörðunum frá því í sumar, og segir hann forstöðumann stofn- unarinnar, Tim Toyne Sewell, fyrr- verandi hershöfðingja, hafa komið að máli við sig um að semja lag fyrir hina formlegu vígsluathöfn garð- anna er fram fór 14. nóvember síðastliðinn. „Ég hafði áður sungið við hátíðleg tækifæri, m.a. að beiðni for- stöðumannsins hér, en það kom mér mjög á óvart þegar hann leit- aði til mín um að semja kórlag til flutnings við inngöngu drottning- arinnar á vígsluhátíð- ina. Ég hef nokkra reynslu af kórstjórn, en þetta lag var fyrsta verkefni mitt á sviði tónsmíða. Eftir nokkr- ar andvökunætur tókst mér að koma saman lagi sem ég var nokkuð ánægur með, en þó gætti ég þess að bera lagið undir fólk sem ég treysti vel, m.a. yfirmann tónsmíðadeildarinnar í skólanum mínum, auk þess sem tónskáld sem ég þekki hér á garð- inum var mér innan handar við lokaútsetningu,“ segir Valdimar. Sjálf athöfnin var að sögn Valdi- mars einkar hátíðleg, og tókst flutn- ingur verksins vel. Hafði Valdimar safnað saman í 25 manna kór úr röð- um nemenda er dvelja á görðunum, auk tveggja söngkvenna úr Íslend- ingakórnum í Lundúnum. „Fjöldi manns var viðstaddur athöfnina og var þar margt tiginna gesta. Þegar drottningin gekk inn á svæðið söng kórinn lagið, sem tekur um mínútu í flutningi, til drottningarinnar og bauð hana með því velkomna. Síðar afhenti ég henni lagið og hlaut þakkir fyrir. Hún spurði mig m.a. um tilurð lagsins og virtist hin hressasta með þetta,“ segir Valdi- mar, og bætir því við að eftir á að hyggja hafi umræddur dagur verið mjög óvenjulegur og skemmtilegur. Stúdentagarðurinn London Goodenough College hefur vaxið mjög frá því að hann var settur á fót í mun smærri mynd fyrir rúmum sjötíu árum, og var þá eingöngu ætl- aður erlendum stúdentum. Síðan hefur stofnunin þróast og hafa þar nú aðsetur bæði breskir nemendur og erlendir námsmenn í Lundúnum í um 500 íbúðum garðanna. Við vígsluna var stofnuninni breytt úr London Goodenough Trust for Overseas Graduates í London Good- enough College. Drottningin hefur verið verndari samfélagsins um fimmtíu ára skeið og hefur að sögn Valdimars fylgst náið með þróun þess á þeim tíma. Valdimar Hilmarsson heilsar hér Bretadrottningu og fleiri gestum á vígsluhátíð London Goodenough College. Samdi lag fyrir Elísabetu Bretadrottningu Valdimar Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.