Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 32

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bankastræti 3,  551 3635 Póstkröfusendum mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur aðventutónleika sína í kirkj- unni í kvöld og á fimmtudag kl. 20 og á laugardag kl. 17. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór, en einnig leika Daði Kolbeinsson á óbó og Kári Þormar á orgel. Hörður Áskelsson er stjórnandi Mótettukórsins og segir hann efnis- skrána að nokkru sniðna kringum tenórsöngvarann og hans óskalög. „Það eru þó þrjú meginþemu í verk- efnavalinu, það fyrsta er aðventan, og inn í það fléttast arían Pieta Sign- ore eftur Stradella. Þetta er mis- kunnarbæn, einn af útgangspunkt- um aðventunnar, þar sem birtist þráin eftir ljósi í myrkrinu, Kórinn syngur líka sálmana gömlu Kom þú, kom vor Immanúel og Nú kemur heimsins hjálparráð, og verk eftir Otto Olsson sem heitir Aðventa. Annað þema er um Maríu, og tengt textanum vinsæla Ave María. Jó- hann Friðgeir syngur tvö lög með þessu nafni, annað er lagið sem þekkt er sem Intermezzo úr óper- unni Cavalleria rusticana með Ave Mariu texta, hitt er Ave Maria eftir Caccini. Í þessum hluta syngur kórin Magnificat, gríðarfallaga mótettu eftir Johann Eccard við textann María fer um fjallaveg, og Ave maris stella eftir Trond Kverno. Síðasta þemað er um jólin; lög um guðs son, fæðingu frelsarans og jólasálmar. Þar syngur Jóhann Friðgeir, Dormi, dormi, – eða Mille cherubini in coro, eftir Schubert og Agnus Dei eftir Bizet, og með kórnum Nóttin var sú ágæt ein og Ó, helga nótt. Hljóð- færaleikararnir leika í þessum hluta gríðarlega fallegt Larghetto úr óbó- konsert eftir Bach; þetta er stað- gengill hjarðljóðsins, Pastorale sem oft er flutt á aðventunni, það er mikil jólastemmning í þessu verki, og það er einmitt fallegt á undan vögguljóð- unum Dormi dormi, og Nóttin var sú ágæt ein, – eins og andakt við jöt- una.“ Kirkjan skreytt og sérstök lýsing sett upp Hörður Áskelsson segir mikinn undirbúning og vinnu liggja að baki aðventutónleikanna. Auk þess er mikið haft við í ytri ramma tón- leikanna. Kirkjan er skreytt og sér- stök lýsing sett upp, allt til að laða fram rétta stemmningu. Álagið á kórfélaga er mikið, því þessi dagskrá er sungin alls fimm sinnum, bæði á lokuðum tónleikum fyrir styrktarað- ila kórsins, og fyrir almenning, þriðjudag, fimmtudag og laugardag í þessari viku. Að auki mun Mótettu- kór Hallgrímskirkju frumflytja Jóla- óratoríu eftir John Speight á jóla- tónleikum 30. desember. Annir kórsins eru því miklar í desember. Hörður segist sjá mikinn mun í að- sókn á tónleika á aðventu. „Framboð á tónleikum hefur aukist gríðarlega, en aðsóknin hefur líka aukist að sama skapi. Þegar Mótettukórinn var að byrja fyrir tæpum tuttugu ár- um var lítið um að vera. Mótettukór- inn byrjaði strax að helga sér annan sunnudag í aðventu fyrir aðventu- tónleika, en það voru þá nánast einu aðventutónleikarnir af þessu tagi, fyrir utan aðventukvöld í kirkjum fyrsta sunnudag í aðventu. Þar með þetta var búið. Einstöku sinnum voru þó stóru kórarnir Pólýfónkór- inn og Söngsveitin Fílharmónía með stóra tónleika um jól, en í kirkjunum var ekkert um að vera. Þetta hefur gjörbreyst. “ Aðventutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju haldnir í þessari viku Aðventan, María og jólin Mótettukór Hallgrímskirkju með stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni. BARNAÓPERAN Skuggaleik- hús Ófelíu er byggð á samnefndri sögu eftir Michael Ende en sviðs- gerð hennar og texti, bundinn og óbundinn, er eftir Messíönu Tóm- asdóttur og tónlistin er eftir Lárus H. Grímsson. Þetta er um það bil 45 mínútna ópera. Ófelía hefur alla sína ævi starfað sem hvíslari í leik- húsi og safnað að sér skuggum, eins konar skuggamyndum úr þeim ævintýraheimi sem hún hefur sjálf skapað og upplifað í leikhúsinu. Skuggarnir segja söguna en sjálf Ófelía er brúða. Þegar leikhúsinu sem hún starfar við er lokað er hún ein með skuggunum sínum og sam- an stofna þau skuggaleikhús, er leggst af þá skuggi dauðans færir Ófelíu til himna. Á himnum hafa skuggarnir breyst í ljóssins verur. Þetta er á margan hátt fallegt verk og segir sögu þeirra sem þrá en ekki er gefið að geta uppfyllt óskir sínar nema sem draumsýn. Verkið er merlað mildum sársauka og eft- irsjá, án ásökunar eða reiði, og því fagurlýst af einlægri von er nær út yfir líf og dauða mannsins. Tónlist Lárusar H. Grímssonar fellur vel að þessum barnalega heimi og var hún flutt á sannfærandi máta. Brúðan Ófelía og búningar leik- enda voru fallega gerðir af Mess- íönu, sem einnig gerði texta óp- erunnar, bæði talaðan og sunginn, texta sem er einfaldur og barna- legur, jafnvel á köflum eins og gerður af börnum, einlægur og elskulegur, fjarri harðneskjulegum veruleika þeirra, sem ekki kunna að láta sig dreyma. Marta G. Halldórsdóttir og Sverrir Guðjónsson sungu og sögðu söguna mjög fallega og var fyrsta lagið sem Marta söng ein besta tónlína óperunnar, þótt mið- hluti laglínunnar færði sig á hærra tónsvið, svolítið um of frá upphafs- hugmyndinni. Í söngnum þyrftu söngvararnir að leggja meiri áherslu á framburð textans, með skarpari framsetningu samhljóð- anna, og þá auðvitað á kostnað söngtónsins. Þá var píanóið og sér- staklega tromman á köflum of hljómfrek gagnvart söngvurunum þótt hljóðfæraleikurinn væri að öðru leyti góður. Leikstjórn, dans- andi leiktúlkunin og ljósaumgerð var fallega mótuð af Auði, Jóhanni Bjarna og Messíönu. Þessi fallega sýning er sérlega barnslega einlæg og snertir að því leyti til mjög við þeim fullorðnu er enn muna eftir og varðveitt hafa bernsku sína. Eins og ávallt í leikhúsinu veit eng- inn hversu unga fólkið, börnin, tek- ur þessu verki, sem er í hróplegri andstöðu við það firrta barnaefni sem fjölmiðlar hamra á og í raun troða upp á varnarlaus börnin. Vonin er að ungu börnin eigi enn til barnslega einlægni sína, til að mega njóta barnslegrar fegurðar þessa sérstæða listaverks. Barnsleg fegurð TÓNLIST Íslenska óperan eftir Messíönu Tómasdóttur og Lárus H. Grímsson. Einsöngvarar: Marta G. Hall- dórsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Hljóð- færaleikarar: Lárus H. Grímsson, Kjartan Valdemarsson og Matthías Hemstock. Leikstjórar: Auður Bjarnadóttir og Mess- íana Tómasdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Dansar: Auður Bjarnadóttir. Sunnudaginn 2. desember. BARNAÓPERAN SKUGGALEIKHÚS ÓFELÍU Jón Ásgeirsson Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 leikur kvartett skipaður Magneu Árnadóttur flautuleikara, Herdísi Jónsdóttur víóluleikara, Ás- dísi Arnardóttur sellóleikara og Brynhildi Ásgeirsdóttur sembal- leikara. Á efnisskránni eru þrjú verk eftir frönsku 18. aldar tón- skáldin Michel Blavet, Jean-Marie Leclair og Jacques Morel. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírtein- is. Tónlistarkonurnar sem leika á Háskólatónleikunum, frá vinstri: Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Brynhildur Ásgeirsdóttir semballeikari, Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Magnea Árnadóttir flautuleikari. Frönsk hirðtónlist á Háskólatónleikum ÞESSI tvö leikrit Strindbergs eru skrifuð áður en hann sneri aftur til Svíþjóðar 1889, Faðirinn kom út á prenti 1887 og Kröfuhafarnir 1888. Það er greinilegur munur á þessum tveimur verkum og Dauðadansin- um, sem skrifaður er tveimur skiln- uðum, taugaáfalli og trúarvakningu síðar, og gefinn út 1901. Síðast talda leikritið er ekki eins rígbundið rit- unartímanum og hin tvö fyrri, er mun dramatískara og sígildara. Það ber að þakka þetta framtak Strindberg-hópsins í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur að láta leik- lesa þessi verk á Litla sviðinu. Sér- staklega þar sem þessi verk eru mjög athyglisverð, án þess að eiga brýnt erindi fullæfð og leikin í ís- lensk nútímaleikhús. Hefðbundin uppsetning þessara verka yrði alltof þunglamaleg og gamaldags til að hún höfðaði til leikhúsgesta dagsins í dag. Við þetta er því að bæta að hvorugt þessara verka er líklegur efniviður fyrir framsækinn leik- stjóra, eins og Fröken Júlía hefur orðið uppspretta nýstárlegra sýn- inga um árabil. Þó að Strindberg hefði verið framsæknasti höfundur síns tíma sýna þessi tvö verk að hann var enn að mörgu leyti enn fastur í spennitreyju hefðanna, líkt og faðirinn í lok samnefnds leikrits bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Að þessu sögðu er eiginlega ótrú- legt hvað þessir leiklestrar skiluðu miklu – leikritin voru lesin í bún- ingum, í leikmyndinni sem sett var upp fyrir Dauðadansinn, stöður voru lipurlega unnar og flutningur- inn gekk snurðulaust. Það vantaði í raun aðeins herslumuninn á að leik- ararnir slepptu handritinu og hefðu sig til flugs. Það er greinilegt að Gunnar Gunnsteinsson hefur lagt alúð við leikstjórnina. Það væri gaman að sjá fullunnið verk hans innan stofnanaleikhúsanna. Svo var auðvitað gaman að heyra hinar vönduðu þýðingar Einars Braga sem hittir á rétta jafnvægið á milli upphafins bókmáls og flatneskju hversdagstalandans. Eftirminnilegustu leikararnir eru Gunnar Hansson sem Adólf í Kröfu- höfunum og Sigurður Karlsson sem höfuðsmaðurinn í Föðurnum. Sam- leikur Þorsteins Gunnarssonar og Valgerðar Dan í hlutverkum lækn- isins og Láru var líka verulega vel unninn. Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson áttu góða spretti sem Tekla og Gústaf. Það er alltaf gaman að hafa tæki- færi til að fá nasasjón af sígildum verkum þó að ekki sé ástæða til að setja upp fullgildar sýningar. Dæmi um slíkt er flutningur á ýmsum þýð- ingum Helga Hálfdanarsonar um árið og þessi flutningur verka Strindbergs. Þarna er Leikfélag Reykjavíkur að sinna þörfu menn- ingarhlutverki, að leiklesa íslenskar þýðingar á klassískum verkum sem annars myndu sennilega aldrei sjást á sviði. Það mætti gera meira af slíku. Í spennitreyju hefðanna LEIKLIST Strindberg-hópurinn og L.R. Höfundur: August Strindberg. Þýðandi: Einar Bragi. Leikstjóri: Gunnar Gunn- steinsson. Leikarar: Árni Pétur Guð- jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson. Laug- ardag 3. nóvember og laugardag 10. nóv- ember. Kröfuhafarnir og Faðirinn Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.