Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 37 rósir og silfurlitað og gyllt efni eru notuð til að skapa sannkallað prins- essuteppi. Handavinnan við gerð þessa barnatepp- is er grófari en vinnan sem einkennir flest hinna en sköpunargleðin og ímyndunaraflið lætur ekki á sér standa. Þó þykkt flauel sé gjarnan notað í verkum Þórunnar, s.s. í Ljósbroti þar sem hlýir bleikir og rauðleitir litatónar breyt- ast í takt við mismunandi birtuskilyrði einskorðast efnisval listakonunnar ekki við flauelið. Til að mynda verða karlmanns- jakkaföt fyrir valinu í verkinu Herrateppi, enda hefur viðfangsefnið mikil áhrif á efnisval hverju sinni. Herrateppið, sem er eins konar ástarjátn- ing af hálfu listakonunnar til eiginmannsins, er skemmtilegt tilbrigði við þetta listform sem búta- saumurinn er. Jarð- bundnir grænir, brúnir og bláleitir litir gera það óneitanlega, ásamt efn- inu, karlmannlegra á að líta en hefðbundin búta- saumsteppi og yfir því verður bæði stílhreinn og nútímaleg- ur blær. Krosssaumsfuglarnir á hornum teppisins, sem tákna börn þeirra hjóna, gefa því persónulegt yfirbragð og merkingar fatnaðarins, HEIMANMUNDUR Þórunnar E. Sveinsdóttur, sem menningar- miðstöðin Gerðuberg geymir um þessar mundir, samanstendur af teppum og koddaverum en uppi- staða sýningarinnar er heiman- mundur barna listakonunnar. Verk- in eru vel flest bútasaumsverk og fylgir gjarnan stutt skýring á tilvist verksins ásamt ljósmynd af eigand- anum. Teppi Þórunnar eru nefnilega flest hver unnin með eigandann í huga og persónuleiki hans á ekki minni þátt í vinnunni en sköpunar- gleði listakonunnar. Rúmteppið Guð geymi okkur, sem unnið eru úr hvítum hveitipokum og skreytt hekluðum blúndum er þann- ig gjörólíkt verkinu Drottinn blessi heimilið – rúmteppi Jonna elsta son- ar Þórunnar – þar sem fjörleg lita- samsetning er notuð til að draga fram sambland af litavalinu á heim- ilum drengsins jafnt í fortíð sem nú- tíð og myndar eins konar brú þar á milli. Teppi listakonunnar eru í ýmsum stærðum, gerðum og litum, enda eru þau gjarnan notuð til að segja sögu, líkt og í síðastnefnda verkinu. Í Punktar úti um allt og strik á milli er glysgjörnu auga dótturinnar á barnsárum síðan gerð skil. Blúndur, sem teppið áður var, ýja að sögunum sem jakkafötin búa yfir. Á efri hæð Gerðubergs eru verk listakonunnar á ólíkum vinnslustig- um. Verkin Frjósemi og altari jarðar og Viktorian punk eru þann- ig fullbúin og í yfirstærð á meðan verkin Fjör og Stjarna eru enn í vinnslu og jafnvel tölum, blúndum og borðum er stillt upp í verk- inu Dótakassi sem hefur ver- ið í mótun allt frá því 1952. Þá hefur faðirvorið orðið Þórunni að viðfangsefni í verkinu Barnstrúin, þar sem bænatextinn er prentaður með gotnesku letri á blúnd- um prýdda svæfla. Verk Þórunnar, sem heill- aðist á Englandsárum sínum af gömlum velskum teppum, búa óneitanlega yfir tölu- verðum innileik og hlýju. Sögurnar sem þeim fylgja einkennast af vissri kímni sem auðvelt er fyrir sýning- argesti að meta er listakon- an kynnir líf sitt og fjöl- skyldu sinnar fyrir þeim á opinskáan máta sem frá- sagnagleði hennar skilar vel. Ferðagleði yngsta sonarins, ásamt sögunni af gerð tepp- isins stendur áhorfendum þannig ljóslifandi fyrir sjón- um þegar verkið Stöðugt ferðalag og fjör er skoðað, sem og dóttirin sem er mið- punkturinn í lífi foreldra sinna í verkinu Vindar jarð- ar. Verk Þórunnar verða þar af leiðandi skemmtilegt, íslenskt til- brigði við bútasauminn og vel heim- sóknarinnar virði. Heimanmundur listakonu MYNDLIST Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýning á verkum Þórunnar E. Sveins- dóttur. Sýningin er opin virka daga frá kl. 11-19 og frá kl.13-16.30 um helgar. Henni lýkur 16. desember nk. HEIMANMUNDUR – VINSAMLEGA SNERTIÐ ... Anna Sigríður Einarsdóttir Herrateppi eftir Þórunni E. Sveinsdóttur. Morgunblaðið/Ásdís MOLLOY er eftir Nóbelsverðlauna- hafann Samuel Beckett í þýðingu Trausta Steins- sonar. Eftirmála skrifar Sigurður A. Magnússon. Í Molloy segir af manni sem ferðast um á hjóli með stífan fót og hækjur í leit að móður sinni meðan staurfóturinn styttist og betri fóturinn stífnar. Sagan er draumkennd leiðsla gegnum tíma og rúm þar sem fram- vindan hverfist um bið, leit, minningar og minnisleysi – fánýti tilverunnar. Bókin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlut- anum segir Molloy sögu sína. Hann er tannlaus og illa til fara. Hann sefur á daginn og hugarstarfsemin virðist fyrst fara í gang þegar náttar. Í seinni hlutanum kemur Moran til sögunnar, sendur út af örkinni til að leita að Molloy. Í Borgarleikhúsnu standa nú yfir sýningar á verki Becketts, Beðið eftir Godot. Útgefandi er Ormstunga. Bókin er þriðja bókin í flokki Prýðisbóka. Bókin er 208 bls., prentuð í prentsmiðjunni Viðey og bókband annaðist Félags- bókbandið Bókfell. Verð: 2.600 kr. Skáldsaga GUÐRÚN Jóhanna Jónsdóttir tilheyrir yngstu kynslóð íslenskra söngvara. Hún lauk framhaldsnámi í söng í Englandi og hefur starfað þar í landi í nokkur ár. Guðrún Jó- hanna hefur ekki oft komið fram hér heima og því forvitnilegra er að heyra söng hennar á nýútkomn- um geisladiski, Svartálfadansi, þar sem hún syngur lög eftir Jón Ás- geirsson. Ekki er það síður tíma- bært að eiga þess kost að heyra átján sönglög eftir Jón á einum stað, því Jón á að baki langan og mikinn tónskáldsferil og hefur samið fjölda góðra sönglaga. Átta stök sönglög við ljóð ýmissa skálda gefa góða mynd af sönglagasmiðn- um Jóni Ásgeirssyni; sum þessara laga eru vel þekkt og mikið sungin, eins og Glerbrot við ljóð Frey- steins Gunnarssonar og Regn í maí við ljóð Einars Braga og gaman að heyra þau við hlið minna þekktra laga. Guðrún Jóhanna syngur einn- ig lagaflokkinn Svartálfadans sem diskurinn dregur nafn sitt af, en ljóðin eru eftir Stefán Hörð Grímsson. Guðrún Jó- hanna söng þennan ágæta lagaflokk eftir- minnilega á tónleikum fyrir um þremur árum í Hafnarborg með sama píanóleikara og leikur með henni hér, Bretanum William Hancox. Hér bætir Guðrún Jóhanna enn um betur og skilar glimrandi góðum flutningi; syngur mús- íkalskt og túlkar afar fallega þessar indælu stemmningar. Skammdegisvísa og Nú er garðstígurinn þögull eru til- komumikil í flutningi Guðrúnar Jó- hönnu, en hægferðugri lög, eins og Kvöldvísur um sumarmál, syngur hún af innlifum og miklu næmi fyr- ir texta. William Hancox er firna- góður píanóleikari og leggur sitt af mörkum til að draga fram falleg blæbrigði í lögum Jóns. Það má kalla djarft að hefja diskinn á hægu rólegu lagi, Fyrir utan glugga vinar míns, með löngum pí- anóinngangi; en fallegur leikur Williams er svo lifandi og tær að hann kallar á að lagt sé við hlustir. Lagið Tileinkun við ljóð Þor- geirs Þorgeirsonar er eitt besta lag Jóns og sérstaklega áhrifa- mikið í flutningi Guð- rúnar Jóhönnu. Það má finna að því, að ártöl laganna skuli ekki gefin upp í annars ágætum pésa. Það hefði líka mátt fylgja lögunum úr hlaði með svolitlum texta um uppruna þeirra og tilurð og nokkrum orðum um ljóðin og höfunda þeirra; – Jón hefði gert það listavel sjálfur. Lögin standa einhvern veg- inn munaðarlausari fyrir vikið. Þó má vera að það sé einmitt ætlun tónskáldsins, að leyfa þeim að lifa eigin lífi og gefa hlustandanum svigrúm til að heyra þau án tengsla við nokkuð annað. Eftir stendur að hér er að finna góðan grip með úr- vali sönglaga eftir eitt okkar mestu tónskálda, flutt af miklu næmi og listfengi af William Hancox og Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur. Falleg túlkun á lögum Jóns Ásgeirssonar Bergþóra Jónsdóttir Guðrún Jóhanna Jónsdóttir TÓNLIST Geislaplata Sönglög eftir Jón Ásgeirsson. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran og William Hancox píanóleikari. SVARTÁLFADANS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.