Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 53 FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA Farðu inn á mbl.is, veldu úr fjölda skemmtilegra mynda, kveðjum á ýmsum tungumálum og skrifaðu eigin kveðju. Með því að senda jólakveðju á mbl.is áttu möguleika á að vera með í skemmtilegum lukkupotti. Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamenn hvar í heimi sem er! Jólakveðjur til vina og ættingja! Dregnir verða út glæsilegir vinningar frá Hans Petersen á nýju ári. 1. verðlaun: Stafræn myndavél - Kodak DX 3600 Easy Share að verðmæti 54.900 kr. 2.-10 verðlaun: Netframköllun, 24 myndir í stærð 10x15 sm að verðmæti 1.650 kr. H Ö N N U N KÆRU VI‹SKIPTAVINIR er komin aftur til starfa O L G A M Á S D Ó T T I R skólavör›ustíg s 5513130 H N RU VIÐSKIPTAVINI in aftur t l starfa I R skólavörðust í s 5513130 FYRIR tæpum tveimur árum nefndi ég í grein í Morgun- blaðinu að verðbólgan væri komin á kreik og myndi fara vaxandi þar sem stjórnvöld hefðu sett í gang hvata fyrir henni með því að heim- ila framsal og veðsetn- ingu kvóta sem trygg- ingu í bönkum og er þetta nú komið fram. Nú eru sumir að hætta í útgerð og selja kvótann eða aflaheim- ildir sem þeir höfðu. Þessar sölur á afla- heimildum valda miklu peningaflæði inn í hið litla hagkerfi okkar og einnig þegar fólk af lands- byggðinni hrekst til höfuðborgar- svæðisins vegna minnkandi afla- heimilda sem hurfu þaðan að stórum hluta. Flótti fólks af landsbyggðinni jók mikið á íbúðarbyggingarfram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta tvennt setti verðbólguna á fulla ferð og er hún nú um 8-10%. Stöðugleikinn er fokinn út í veður og vind í sjoppunni og vextir eru tvisvar til þrisvar sinnum hærri en í nálæg- um löndum og seðlabankastjórarnir steinrunnir á vöxtunum. Það vakti athygli mína við hálfs- árshlutareikning bankanna sem birt- ar voru í Morgunblaðinu fyrir nokkru að Íslandsbanki virtist vera með um hálfan milljarð í hagnað í gjaldeyrisviðskiptum. Skyldi hann ekki eiga stóran þátt í gengisfalli krónunnar? Ekki kæmi það á óvart því stjórn- arformaður þar á bæ er Kristján Ragnarsson sem einnig er formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Hann vill laga slæma stöðu útvegsins í hinu heimsfræga kvótakerfi okkar. Útgerðin skuld- ar yfir 180 milljarða og nú á enn einu sinni að láta almenning í land- inu borga brúsann, all- flestar skuldir heimil- anna vísitölutryggðar. Já, það eru mikil völd sem Kristján Ragnars- son hefur. Hann valtar yfir stjórn- völd eins og ekkert sé, hann er orð- inn konungurinn í sjoppunni. Það er ansi snúið að hafa umhverfi fyrir gjaldmiðil í svona smáríki eins og Ís- land er, þannig að fyrirtæki í þjóð- félaginu geti leikið sér með hann að vild og almenningur er múlbundinn með flest vísitölutryggt. Ef stjórn- völd tengja ekki gjaldmiðil sinn við annað hvort evru eða dollara þá spái ég því að fólk muni flúýja land í stórum stíl. Það mun ekki una þeim leikreglum sem gilda hér í sjopp- unni. Besta lausnin yrði að ganga í Evrópusambandið því þá geta stjórnvöld hér ekki valtað yfir mann- réttindi almennings að vild. Já, kvótakerfið er heimsfrægt fyr- ir hagræðingu! Það er mikil hagræð- ing í því að þurfa ekki að veiða nema rúman helming af því sem við veidd- um áður en kerfinu var komið á og nú þarf ekki að stjórna veiðunum, bara takmarka magnið sem má veiða, enda árangurinn af kerfinu slíkur að lektorar og fiskihagfræð- ingur Háskóla Íslands hafa flutt lof- ræður víða um heim um kerfið, þótt á síðustu mánuðum hafi heldur dregið úr ferðalögum og lofræðum, að ég held. Svo er það lagasetning á sjómenn! Þjóðhagsstofnun tók saman verð- mun á afla fyrirtækja sem lönduðu hjá sjálfum sér yfir 5 ára tímabil á fjórum fiskitegundum, þorski, ýsu, ufsa og karfa, og svo á því verði sem hefði fengist miðað við verð á fiski- mörkuðum umrætt tímabil. Þetta voru bara smáaurar, tæpur 21 millj- arður, sem þýðir að sjómenn urðu af um 7-8 milljörðum í hlut og ríkið um 3 milljarða í skatt af sjómönnum. Í samningum stendur að skipta- verð sé hæsta fáanlegt verð, en þar er annar annmarki, samkeppnislög- in. Þeir sem verka fisk af eigin skip- um og þeir sem kaupa fisk á mörk- uðum sitja ekki við sama borð. Hvar eru samkeppnislögin þá? En þetta er eins og annað hjá stjórnvöldum, ein- okun og einkaleyfi skal þar gilda, eintómt plat. Árið 1976 var undirritaður stadd- ur í Halifax í Kanada til að skoða nýj- ungar í veiðarfærum. Þá var kvótinn kominn á veiðarnar þar. Árin 1990– 1991 hrundi þorskstofninn við Kan- ada. Fyrir um tveimur mánuðum var í kvöldfréttum útvarpsins sagt frá því að Kanadamenn hefðu sett hóp vísindamanna til að rannsaka orsök- ina fyrir hruni þorskstofnsins. Þessi hópur vísindamanna taldi aðalorsök- ina hafa verið sambandsleysi fiski- fræðinga við strandveiðiflotann og kaupin á nýju skuttogurunum. Þetta virtist fara fram hjá öðrum fjölmiðl- um þótt stórfrétt væri. Kannski hef- ur LÍÚ sett fréttabann á þessa frétt. Árin 1986-1987 voru fjölmiðlar með mikla umræðu um stórfellt smá- fiskadráp á togurunum, miklu magni af smáfiski væri hent í sjóinn. Þetta höfðu fjölmiðlar eftir sjómönnum. Þá ruddust fram í fjölmiðla Kristján Ragnarsson, stjórnarformaður LÍÚ, þáverandi sjávarútvegsráðherra og fiskifræðingar og kváðu þetta algera firru eða ýkjur. Nú hefur verið skráð meðalvigt á öllum lönduðum þorski frá miðjum sjöunda áratugnum eða frá 1966 og er hægt að fletta upp í Útvegi með- alþyngd hjá togurunum 1986-1987 og nær meðalvigtin ekki 2 kg hvor- ugt árið, eða 1,9 kg. Eftir 18 ára reynslu okkar af kvótakerfinu er um helmingssam- dráttur í mörgum tegundum, miklu dýrari fiskiveiðifloti, helmingi meiri olíueyðsla og gríðarleg skuldasöfnun hjá útgerðinni, yfir 180 milljarðar, og þá er það deginum ljósara að þetta kerfi stuðlar ekki að öryggi almenn- ings eða hag hans, kerfi sem leyfir þau mannréttindabrot sem felast í kvótalögunum og ætla mætti að hæstaréttardómurum vaxi skilning- ur á þeirri vitleysu sem kvótakerfið er og hafi hugrekki til þess að dæma eftir samvisku sinni en vitni ekki bara í Alþingi í dómsorðum sínum til að firra sig ábyrgð. Verðbólga í sjoppunni Halldór Halldórsson Kvótinn Eftir 18 ára reynslu okkar af kvótakerfinu, segir Halldór Halldórsson, er um helmingssamdráttur í mörgum tegundum. Höfundur er fv. skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.