Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 61
UMRÆÐUFUNDUR verður á þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu á vegum Siðfræðistofnunar Háskólans í dag, þriðjudaginn 4. desember, kl. 20. Bryndís Valsdóttir, MA í heim- speki, heldur fyrirlestur um spurn- inguna hvort réttlætanlegt sé að ein- rækta (klóna) menn. Fyrirlesturinn byggir hún á meistaraprófsritgerð sinni. Að fyrirlestrinum loknum mun Vilhjálmur Árnason prófessor bregðast við erindinu. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Er réttlætan- legt að ein- rækta menn? Morgunblaðið/Jim Smart Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, til vinstri, og Jakúp Purkhus, annar eigandi Rúmfatalagersins, með ávísunina. RÚMFATALAGERINN afhenti á laugardag Íþróttasambandi fatl- aðra þrjár milljónir króna til und- irbúnings og þátttöku fatlaðra íþróttamanna á Ólympíumóti fatl- aðra íþróttamanna í Aþenu í Grikk- landi 2004. Greiðslan er í samræmi við sam- starfssamning Rúmfatalagersins og Íþróttasambands fatlaðra en á næsta ári taka keppnismenn á veg- um Íþróttasambands fatlaðra þátt í heimsmeistaramótum fatlaðra í frjálsíþróttum í Frakklandi, í borð- tennis í Taívan og í sundi í Argent- ínu, en þátttakan er m.a. fjár- mögnuð með stuðningi Rúmfatalagersins. Þess má geta að íslenskt fatlað íþróttafólk hefur átt mikill vel- gengni að fagna á undanförnum ár- um og er skemmst að minnast Evr- ópumeistaratitla Kristínar Rósar Hákonardóttur og Bjarka Birg- issonar í sundi og góðrar frammi- stöðu Jóhanns R. Kristjánssonar í borðtennis, en hann er nú í 16. til 17. sæti á styrkleikalista Borðtenn- issambands fatlaðra í sínum flokki, sem tryggir honum þátttökurétt á HM. Í tengslum við styrkveitinguna lék hljómsveitin Buttercup lag sitt Desember, sem er frumsamið jóla- lag og er á nýútkomnum jólageisla- diski sambandsins, Jólin koma. Þar er að finna gömul og sígild jólalög í bland við nýrri auk þess sem á disknum eru tvö ný frumsamin jóla- lög frá hljómsveitunum Buttercup og Í svörtum fötum, en sveitirnar gáfu Íþróttasambandi fatlaðra lög- in og vinnu sína. Þrjár milljónir frá Rúmfatalagernum til ÍF FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 61 OPNUÐ hefur verið heimasíða Al- næmissamtakanna. Var það gert í tilefni af Alþjóða alnæmisdeg- inum, 1. desember síðastliðinn. Þá hafa framkvæmdastjórar sjö stærstu æskulýðssamtaka heims, kristilegra samtaka, skáta, Rauða krossins og fleiri, skrifað undir yf- irlýsingu til stuðnings ungu fólki í baráttunni við alnæmi og HIV- veiruna. Þar kemur m.a. fram að samtökin stuðli að því að ungt fólk lifi ábyrgu lífi og læri að taka rétt- ar ákvarðanir. Áætlað er að um 11,8 milljónir manna á aldrinum 18–24 ára séu sýktar af HIV-veirunni eða al- næmi. Helmingur nýrra tilfella, tæplega 7 þúsund, kom upp meðal ungs fólks. Á heimasíðu Alnæmissamtak- anna eru upplýsingar um sam- tökin, um útbreiðslu hérlendis, smitleiðir og forvarnir. Boðið er upp á að menn sendi spurningar til samtakanna og vísað er með tenglum á aðrar vefsíður. Slóð heimasíðunnar er aids.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Haraldur Briem sóttvarnalæknir (lengst til vinstri) opnaði heimasíðu Alnæmissamtakanna. Með honum eru Birna Þórðardóttir, formaður Alnæmissamtakanna, og Ingi Rafn Hauksson, ritari samtakanna. Alnæmissamtökin opna heimasíðu ARNE Torp kennari í norrænum málum við Háskólann í Osló, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda, miðvikudaginn 5. desem- ber kl. 15.15. Fyrirlesturinn nefnist: Norsk – et „vestnordisk“ språk? Í fyrirlestrinum verður fjallað um flokkun og aðgrein- ingu norrænu málanna. Arne Torp telur að hin hefðbundna skipting málanna í austurnorræna og vesturnorræna tungu lýsi ekki nor- rænu málunum eins og þau eru nú, til dæmis dugar hún ekki til að útskýra af hverju Norðmenn skilja sænsku mun betur en íslensku. Hann mun einnig athuga hvort hugtök eins og mállýskusamfella („dialektkontinu- um“), „avstandsspråk“ og „utbygg- ingsspråk“ séu nothæf um skandinav- ísku málin, segir í fréttatilkynningu. Háskólafyrir- lestur um nor- ræn tungumál FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi heldur jólafund sinn þriðjudagskvöldið 4. dessember kl. 20.30 í salnum á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Gestur fundarins verður Skúli Lórenzson, lesin verður jólasaga og boðið verður upp á kaffi og konfekt. Minnt er á jólakortin til styrktar félaginu. Allir velkomnir. Alzheimersjúk- lingar á Norður- landi funda MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands efnir til opinnar málstofu um mannréttindi kvenna og minnihluta- hópa í Kosovo svo og nýafstaðnar kosningar þar, miðvikudaginn 5. desember kl. 17, í fundarsal Mann- hæðarinnar, Laugavegi 7, 3. hæð, þar sem Mannréttindaskrifstofan er til húsa ásamt fleiri félagasamtök- um. Framsögumenn verða Davíð Logi Sigurðsson, Kristín Ástgeirs- dóttir og Ögmundur Jónasson. Þau munu svara fyrirspurnum að erind- unum loknum. Mannréttindi kvenna og minnihlutahópa í Kosovo EINS og undanfarin ár hef- ur Umsjónarfélag ein- hverfra gefið út tvö ný jóla- kort, sem eru skreytt með myndum eftir einhverfa einstaklinga. Annað kortið er með mynd eftir Baldvin Stein Torfason, 10 ára nemanda við sérdeild fyrir einhverfa við Síðuskóla á Akureyri, og er þetta í fyrsta sinn sem lista- maður úr þeirri deild á verk á jóla- korti félagsins. Hitt kortið er með mynd eftir Lindu Rós Lúðvíksdótt- ur, 25 ára íbúa á sambýli fyrir ein- hverfa við Sæbraut á Seltjarnarnesi. Sala jólakorta til félagsmanna og velunnara þess er ein helsta tekju- lind Umsjónarfélagsins. Jólakort Umsjónarfélagsins eru til sölu í versluninni Vaxandi á Laugavegi 35 og versluninni Dýrinu á Laugavegi 47, en einnig er hægt að nálgast kortin í gegnum skrifstofu félagsins í Hátúni 10 B. Jólakort Umsjónarfélags einhverfra komin út Opið hús hjá AFS Í TILEFNI af alþjóðadegi sjálf- boðaliða miðvikudaginn 5. desem- ber verður opið hús hjá AFS á Ís- landi í Ingólfsstræti 3 kl. 16–19. Allir eru velkomnir. Veitingar eru í boði og erlendir skiptinemar sjá um tónlistaratriði. AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök, sem hafa það að markmiði að auka kynni og skilning milli þjóða heims. Til að ná markmiðum sínum standa sam- tökin fyrir nemendaskiptum á milli landa. Samtökin heita á íslensku Al- þjóðleg fræðsla og samskipti, segir í fréttatilkynningu. Málþing um mátt sannfæringarinnar HOLLVINASAMTÖK Háskóla Ís- lands gangast fyrir málþingi um mátt sannfæringarinnar miðviku- daginn 5. desember í Norræna hús- inu, kl. 16. Kaffiveitingar. Málþingið er öllum opið. Frummælendur: Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Árni Björnsson, Stefán Pálsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Að loknum framsögum verða um- ræður undir stjórn Sigurðar G. Tóm- assonar. Máttur sannfæringarinnar er umræðuefni sem gefur tilefni til margháttaðra efnistaka og skoðana- skipta, segir í fréttatilkynningu. Sólarfilma 40 ára SÓLARFILMA, póstkorta- og minjagripafyrirtæki, varð á þessu ári 40 ára. „Sólarfilma hefir tekið í notkun endurbættan vef, sem fyrir- tækið opnaði fyrr á þessu ári. Á vefn- um er að finna allar vörur Sólarfilmu og myndir af þeim með upplýsingum um stærð og verð. Vef-búð Sólar- filmu: www.sunfilm.is Auk upplýsinga um Sólarfilmu og vörur fyrirtækisins eru upplýsingar á vefnum almenns eðlis um land og þjóð. Íslensku jólasveinarnir Brian Pilkington hefir hannað nýj- ar jólasveinastyttur fyrir Sólarfilmu. Átta fyrstu jólasveinar Brians eru til sölu víða um land. Framhald verður á framleiðslu þessari á næsta ári,“ segir í frétt frá Sólarfilmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.