Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 66

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1996 gaf meistari Megas út plötuna Til hamingju með fallið, sem var afbragðsgóð og síðar sögð fyrsta platan í ákveðnum þríleik. Von- brigðin voru allnokkur er önnur platan í hinum meinta þríleik, Fláa veröld, leit dagsins ljós. Sú var held- ur flá, en stórleikur Megasar á plötu frá því í fyrra, Svana- söngur á leiði, gladdi aðdáendur meistarans á ný og gaf fögur fyrirheit. Svanasöngurinn var þó ekki lokahnykkurinn í téðum þríleik, heldur mun nýjustu afurð meistarans, Far ... þinn veg, vera ætlað það hlutverk. Á plötunni eru 13 lög og textar, sem Megas flytur og útsetur með hjálparkokkum sínum sem ekki eru af verri endanum. Hilmar Örn Hilm- arsson er titlaður verkstjóri plöt- unnar, en hann stýrði m.a. upptök- um á Þremur blóðdropum sem Megas gerði árið 1992. Það kemur því ekki á óvart að Far ... þinn veg er um margt áþekk þeirri ágætu plötu. Aftur á móti þykja mér tengslin óljós á milli hinnar nýju plötu og þeirra sem fyrir voru í meintum þrí- leik, önnur en hin augljósu höfund- areinkenni sem prýða jú allar plötur meistarans. Ég kýs því að hlýða á Far ... þinn veg sem sjálfstætt verk. „Kóralhellana herm þú mér“, heitir fyrsta lag plötunnar og er af- bragð. Útsetningin er eilítið þjóð- lagakennd og minnir á ljúf lög Meg- asar frá sjöunda áratugnum. Það kveður við öllu nútímalegri tón í næsta lagi, „Best og banvænst“. Ágætis popp en nokkuð einsleitt. Vers og viðlög eru samhangandi og ekkert er gert til að brjóta upp út- setninguna. Þá er upptökugalli á söng til vansa. „Portlíf“ er þriðja lag plötunnar en lítt spennandi. Bassaleikur Gunn- ars Hrafnssonar er þó fyrirtak og minnir undirritaðan á hinn danska Mads Winding. Þá er textinn ekki af verri endanum: tja og þó ég þyldi máski skortinn ef að kynni ég á kortin jú og kemíuna er byggir iður jarðar en sem ég laumast eftir stokkum steyti ég fót á skrokkum sem stiknað hafa er gamla víti var þar Fjórða lagið heitir „Rétt eins og sáir“ og gæti eins verið frá dögum fyrstu Megasarplötunnar. Hér kem- ur Steingrímur Thorsteinsson við sögu og „þembist hann bjór himnum á“. Þetta er þrælgóður söngur með afar grípandi viðlagi sem minnir ei- lítið á sönginn um Jón Sívertsen og sjálfstæðisbarning ísfirskra. „Klörukviða“ kallast lag númer fimm, sem jafnframt er fjórða lagið í röð sem leikið er í d-dúr. Þjóðlaga- rómantíkur í stað er komin urrandi Sex Pistols stemmning. Birgir Bald- ursson trommar sem í Fræbblum sé og Sara Guðmundsdóttir er frábær sem hóflega svöl Hagen, í söngdúett við Megas. Pönkrokk af bestu gerð. Í „Þín er vænst“ hefur d-dúr vikið fyrir germönskum g-dúr. Stemmn- ingin er Rammstein hittir Kraft- werk. Hér svífur þýskur andi sumsé yfir vötnum í afbragðslagi. Bráð- skemmtilegt. D-dúrinn er aftur við völd í sjö- unda lagi plötunnar, „Volga -Volga/ Stenka Rasin“. Gullfalleg ballaða, byggð á fornum vísna- og tónlistar- arfi. Útsetningin er einkar smekk- leg, með afar fallegum gítarleik og bakröddum. Þá syngur Megas þetta fallega lag, frábærlega. „Sortnar Sentrúm“ er næsta lag og enn leika menn í d, þótt nú sé það moll. Það er og vel við hæfi þar sem hér er um myrka miðbæjarstemmu að ræða. Frábært lag og útsetning. „Birta Birta #2“? „Leðriða“, nefnist níunda lagið og inniheldur afar grípandi krók. Sá er textalaus laglína viðlags, sérdeilis fallega sungin af Söru Guðmunds- dóttur. Þetta er hin gjörvilegasta poppsmíð og listavel leikin, einkum af Gunnari Hrafnssyni. Næsta lag er „Marta Marta“ og að mínu viti, það besta á „Far ... þinn veg“. Marta þessi á sér allmargar frænkur af ferli Megasar, en mér þykir hún af þeim bera. Laglínan er fögur og útsetningin gengur full- komlega upp. Unun er að hlýða á heitan trommuleik Birgis og ljóð- rænan gítarleik Kristins Árnasonar. Snilld. „Aðferðafræðileg úttekt á inn- kaupum til helgarinnar“, er ellefti söngurinn og inniheldur grípandi viðlag þar sem í frábærum texta segir: þú segir ekki ha í hagkaup halar bara upp budduna og réttir fram kortið eða miða því þú hefur bæði hlaup og kannski smádagkaup þarna í höllu alþýðunnar bústað blessunar verðlagsins og svo veslinganna villugriða „Fæ mér aðra“, telst svo vera tólfta lagið og hefði betur verið sleppt, þrátt fyrir prýðilegan texta. Far ... þinn veg lýkur svo á ynd- islegu lagi, „Rósa ég kyssi“. Einföld smíð af gamla skólanum sem gæti þess vegna hafa verið samið á fimmta áratugnum. Textinn er líka einlægur og fallegur; notalegt eftir allmiklar romsur af meinfyndni og slettum. Hann er þó fyrst og síðast afar vel ortur: fjöll þverhnípt – frumskóga kvika furðum – þokunum hjúpaða óra- djúpa dali dý gleymskunnar gleyp kviksyndin fá að geyma þig í örmum sínum til eilífðar Í heildina þá er Far ... þinn veg fyrirtaks plata. Textarnir koma ekki á óvart og eru flestir stórgóðir. Í þeim takast á fegurðin og svo hinn öllu atkvæðameiri ljótleiki, þar sem „dántánið er myglað enda með slíkt í huga hannað“(„Fæ mér aðra“). Lögin eru og flest hver vel heppn- uð, en platan hefði ugglaust orðið mun sterkari að nokkrum þeirra slepptum. Því er reyndar farið þann- ig með fleiri plötur frá Megasi. Allir flytjendur plötunnar eru að gera fína hluti. Einkum þykir mér hrynparið Birgir Baldursson og Gunnar Hrafnsson fara á kostum. Þá er vert að geta hófsamrar en smekklegrar notkunar á blásturs- hljóðfærum, sem Kjartan Hákonar- son leikur listavel á. Hilmar Örn og Valgeir Sigurðsson hafa stýrt þessu verki farsællega til framreiðslu og hljóðmynd er yfirleitt hin ágætasta. Tónlist Megas Far ... þinn veg Ómi Far ... þinn veg, ný geislaplata Megasar. Á plötunni leika með Megasi þeir Birgir Baldursson trymbill, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Kristinn Árnason og Guð- laugur Óttarsson á gítara, Valgeir Sig- urðsson á hljómborð og Kjartan Há- konarson á blásturshljóðfæri ýmiskonar. Þá syngur Sara Guðmundsdóttir í nokkr- um laganna. Um verkstjórn sá Hilmar Örn Hilmarsson og Valgeir Sigurðsson stýrði upptökunum. Ómi gefur út. Sögur af tíma og „sentrúmi“ Orri Harðarson Morgunblaðið/Einar Falur Far ... þinn veg er lokahnykkur þríleiksins sem ennfremur samanstend- ur af Til hamingju með fallið og Fláa veröld. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner Lau. 8/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt kl. 16:00 uppselt, sun. 9/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 29/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus og kl.15:00, sun. 30/12 kl. 14:00 og 15:00. VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Mið 5/12 uppselt, aukasýning fös. 28/12. Stóra sviðið kl 20.00 - Comden/Green/Brown og Freed SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI Fös. 7/12 uppselt, fös. 28/12, lau. 29/12. - Edward Albee HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? Litla sviðið kl 20.00 Lau. 8/12 uppselt, sun. 9/12 uppselt, lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt. ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! – gleðileg jólagjöf! GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SPENNANDI GJÖF! Söngsveitin Fílharmonía Aðventutónleikar í Langholtskirkju miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30, fimmtudaginn 6. desember kl. 20.30 og sunnudaginn 9. desember kl. 20.30 Kammersveit Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Miðasala í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og við innganginn. www.filharmonia.mi.is FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 9. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Lau 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma, all- ur ágóði rennur til Jólasöfnunar Rauða kross- ins og Hjálparstarfs kirkjunnar Su 9. des kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 8. des kl. 20 - LAUS SÆTI ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ EINRÆKTA MENN Umræðukvöld á vegum Siðfræðistofnunar í kvöld kl. 20. Fyrirlestur Bryndísar Valsdóttur. Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI Verdi Á glæsilegri efnisskrá eru m.a. hlutar úr Don Carlo, La Traviata, Nabucco, Il Trovatore, Macbeth, Forza del Destino og Requiem. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Hátíðartónleikar föstudaginn 7. desember kl. 19:30 í Háskólabíói AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Föstudaginn 7. desember verður hátíðar- stemmning í Háskólabíói þegar minnst verður hundruðustu ártíðar Giuseppes Verdis. Auk hljómsveitarinnar koma fram Íslenski óperukórinn, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jón Rúnar Arason tenór.       4  8 + 4  # +                     !" #    $%&' %(( )))   ;  4       3  4 =  . $1*+,- >  ) $1$.         4  4  (* $$.       .        /0 $ 1 %'((

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.