Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 67
Time Bandits ber hugmynda- flugi Terrys Gilliams gott vitni. ALLIR eiga sinn vitjunartíma. Við vorum minnt hastarlega á það í síð- ustu vikur er dánarfregn George Harrison, hljómlistarmannsins góða, laust jafnnöpur og óvænt og hryss- ingsleg vetrarkoman, niður í skamm- degisgrámann. Ekki síst var hann harmdauði okkur sem erum á svip- uðu reki og „þögli bítillinn“, sem Harrison var allajafna kallaður, til aðgreiningar frá félögum sínum í The Beatles. Tónlistin búin að fylgja okkur frá táningsárum, svo órjúfan- lega tengd mörgum, dýrmætustu minningunum frá því æviskeiði sem telur áhyggjulausustu gleðistundirn- ar í lífi okkar flestra. Sár, líkt og ást- vinamissir. Ekkert annað að gera en lúta höfði og þakka fyrir sig. Dáði Monty Python Ódauðlegur tónlistarferill gítar- snillingsins Harrison, hefur verið rakin tilhlýðilega í blaðinu, hinu gera sér sjálfsagt færri grein fyrir að hann var sá Bítlanna sem mest var viðriðinn kvikmyndagerð, og það á margvíslegan hátt. Lagasmiður, tón- skáld, leikari, þó fyrst og síðast, drif- fjöður; var á löngu tímabili áberandi og farsæll kvikmyndaframleiðandi. Stofnandi og var burðarás Hand- Made Films, sem í upphafi var sett á laggirnar til að standa að gerð ekki ómerkari myndar en Life of Brian (’79). Þessi óborganlega gamanmynd Monty Python-gengisins sló heldur betur í gegn og vatt uppá sig á þriðja tug mynda í þau tólf ár sem Harrison var „primus motor“ fyrirtækisins. Harrison var athyglisverður fram- leiðandi, studdi ósmeykur áhættu- söm, ögrandi verkefni. Valdi til liðs við sig forvitnilega listamenn, margir þeirra reyndust vera broddurinn í upprisu breskra kvikmyndagerðar- manna á níunda áratugnum. Hann bar hag kvikmyndaiðnaðarins í Eng- landi fyrir brjósti, einkum myndir hábreskar að innihaldi og gaman- myndir hafa greinilega átt í honum sterkustu ítökin. Harrison dáði Monty Python gengið sérstaklega, þann afkáralega húmor sem þar sveif yfir vötnunum. Liðsmenn þessa sögufræga gamanleikhóps koma mikið við sögu HandMade Films. Framleiðandi handunn- inna kvikmynda Frumraun George Harrison sem framleiðandi var heimildarkvik- myndin The Concert for Bangladesh (’71). Þá var hljómsveitin liðin undir lok og Harrison, sem jafnan var ör- látur á vinnu og fé til góðgerðarmála, var frumkvöðull hljómleikahalds til hjálpar nauðstöddum, þeir fyrstu haldnir í Madison Square Garden í New York, 1. ágúst 1971, og var kvik- myndin gerð um þá. Fjölmargir, heimsþekktir hljómlistarmenn lögðu Harrison lið. Þ. á m. Eric Clapton, Ringo Starr, Billy Preston, Leon Rusell, Klaus Voormann, Ravi Shankar, Keith Richard og Mick Jagger. Áhugi Bítilsins fyrrverandi á kvik- myndagerð var vakinn og næst fjár- magnaði hann Little Malcolm (’74). Myndin er óvægin og snjöll árás leik- ritaskáldsins Davids Halliwell, á inn- antómt mótmælabrölt námsmanna á sjöunda áratugnum. John Hurt og David Warner fara með aðalhlut- verkin. Þá var röðin komin að fyrr- greindri Life of Brian, sem Harrison fylgdi eftir með Black and Blue (’80), annarri hljómleikamynd. Að þessu sinni með þungarokkgrúppunum Black Sabbath og Blue Oyster Cult. Um þetta leyti var verið að berjast við gerð glæpamyndarinnar The Long Good Friday. Dagar hennar hefðu að líkindum verið taldir ef Harrison hefði ekki tekið af skarið og útvegað þær ófáanlegu milljónir sem uppá vantaði. Útkoman besti glæpa- tryllir Breta á síðari hluta 20. aldar, með Bob Hoskins í ógleymanlegum ham. Í kjölfarið sigldi Time Bandits (’81), ein besta mynd HandMade Films. The Missionary (’82), er enn eitt samstarfsverkefni hans með meðlimum Monty Python. Michael Palin leikur trúboða, nýkominn frá svörtustu Afríku. Sem er ekki fyrr komin aftur en hann er settur í að koma skikki á líf fallinna kvenna í Lundúnum á Játvarðartímanum. Bráðfyndin satíra, sem m.a. státar af stórleik Magg- ie Smith. Bullshot Crummond (’84), er tilraun til að end- urvekja svart/ hvítu kvik- myndahetjuna Bulldog Drum- mond. Michael Caine er stjarna tvo atvinnulausa leikara á sjöunda áratugnum í London. Annar þeirra á frænda úti á landsbyggðinni, þangað leita þeir er hungrið sverfur að. Frændinn reynist maður óhefðbund- inn í kynferðismálum og upphefst dæmalaust fyndin atburðarás. Frumraun handritshöfundarins Bruce Robinson (The Killing Fields), sem leikstjóri. Maggie Smith og Bob Hoskins fara með aðalhlutverkin í The Lonely Passion of Judith Hearne (’87), sem segir af athyglis- verðu ástarævintýri piparmeyjar í Dyflinni. Track 29 (’88), er ein af síðri verkum Nicolasar Roegs og ein af fyrstu myndum leikarans Garys Old- man. Powwow Highway (’89), er vont nafn á orðlagðri, afar fáséðri mynd um vandamál frumbyggja Norður- Ameríku í dag. Nuns on the Run er á hinn bóginn smellin gamanmynd um lánlitla ræningja (Eric Idle og Robbie Coltrane), á flótta í nunnu- klæðum. Síðasta mynd HandMade Films undir forsjá Harrisons, var ástralska gamanmyndin Cold Dog Soup (’80), frumraun Randys Quaids í leik- stjórastólnum. Auk hefðbundnu Bítlamyndanna (A Hard Days Night, Help, Let it Be, Yellow Submarine, The Magical Mistery Tour), samdi Harrison lög eða tónlist við Wonderwall (’69), I Wanna Hold Your Hand (’78). Time Bandits (’81), Shanghai Surprise (’86) og Everest (’98). GEORGE HARRISON Fyrstu kynni Harrisons af kvik- myndaheiminum áttu sér stað þegar hann lék ásamt félögum sínum í A Hard Day’s Night frá árinu 1964. Mikið var leitað að arftökum Bítlanna og vakti það athygli þegar Harri- son lýsti yfir að hinir einu sönnu arftakar væri Monty Python-hópurinn. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Harrison var aðalframleiðandi hinnar sígildu Life of Brian. Fyrirtæki Harrisons fram- leiddi Shanghai Surprise með hjónakornunum Madonnu og Sean Penn, mynd sem al- mennt var talin mislukkuð. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 67 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ Drúídarnir (The Druids) Ævintýramynd Frakkland/Kanada 2001. Góðar stundir VHS. Bönnuð innan 12 ára. (120 mín.) Leikstjórn Jacques Dorfmann. Aðal- hlutverk Christopher Lambert, Klaus Maria Brandauer, Max Von Sydow. ÞAÐ ER fátt pínlegra í heimi kvikmyndanna en þegar sjálfir feður kvikmyndarinnar Frakkar fara að apa upp eftir þeim í Holly- wood og reyna að sanna fyrir sjálf- um sér en þó aðallega öðrum að þeir geti sko alveg gert risavaxnar metaðsóknar- myndir líka ef þeir eru í þannig skapi. Hin spánnýja Drúídarnir, sem ku vera sam- starfsverkefni frændanna Frakka og Kanadamanna, er full- komið dæmi. Þessi, að virðist, metnaðarfulla og kostnaðarsama sögulega ævintýramynd er svo augljóst svar Frakka við Brave- heart og Gladiator að átakanlega erfitt er á að horfa. Skýrasta vís- bending um það að Fransmenn, eða að minnsta kosti aðstandendur þessarar myndar, eru glórulausir um hvernig gera á slíka mynd er að þeir völdu, af öllum karlleik- urum í heiminum sem geta bjarg- að sér bæði á frönsku og ensku, hinn vita hæfileika- og karakter- lausa Christophers Lambert (með fyndnasta hetjuútlit kvikmynda- sögunnar) í hlutverk þjóðsagnar- hetjunnar sem sameinaði Galla í baráttunnni gegn Sesari! Segir eiginlega allt sem segja þarf um þessa sorglegu mynd. Lambert er og verður aldrei neinn Gibson, hvað þá Crowe – sama hversu sannfærandi hetjuræður hann æp- ir máttlausri röddu sinni. Hvað hinir mætu Brandauer og Von Sydow voru að pæla þegar þeir samþykktu að láta bendla sig við þessa hlægilegu mynd fær maður seint skilið. Ætli þeir hljóti ekki bara að vera orðnir blankir. 0 Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Minni- máttar- kennd Frakka Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. LIFE OF BRIAN (1979) ½ Ein fyndnasta og skemmtilegasta mynd Monty Python-hópsins gerist í Júdeu og segir af Brian nokkrum sem tek- inn er fyrir Messíasinn eina og sanna. Mörg frábærlega hlægi- leg atriði, sem flest eru út- úrsnúningur á guðspjöllunum en ættu engan að særa. John Cleese á auðvelt með að stela senunni sem forkólfur fávitalegustu skæruliðahreyfingar verald- arsögunnar en allar persónurnar eru reyndar óborganlega fyndn- ar. Fyrir unnendur grínhópsins er þessi snjalla mynd ómissandi. Blessaðir séu ostagerðarmenn- irnir. Með Graham Chapman, Michael Palin, Eric Idle, Terry Gilliam og Terry Jones, sem jafn- framt leikstýrir. TIME BANDITS (1981) ½ Eitt uppáhalds- atriðanna í gamanmynd er að finna í þessari kolrugluðu en ómótstæðilegu HandMade mynd Terrys Gilliam, er sex dvergar róla sér á hvítum kössum í óút- skýranlegu, niðdimmu tómarúmi austan við sól og vestan við mána. Einn framkvæmir mestar hundakúnstirnar í þessu út- geimsróleríi og kallar til hinna „Sjáið mig núna!“ Sjón er sögu ríkari, fáránleika af þessari stærðargráðu er ekki hægt að lýsa með orðum. Og samhengið stórbilað á undan og eftir. Þetta atriði sannar að fátt er fyndnara í henni veröld en hamslaus fárán- leiki snillinga á borð við Gilliam. Öfgar, geggjun, óskorað hug- myndaflug, allt eru þetta grund- vallaratriði í verkum meistara skopmyndanna. Einsog nafnið bendir til, fjallar myndin um ferðalag um rúm og tíma. Kevin litli (Craig Wornock), sonur ein- staklega hvimleiðra foreldra, er numinn á brott af sex, kenjóttum dvergum sem fara með hann í mikla ævintýraferð í gegnum söguna. Á hælum þeirra er úrillt Almættið (Sir Ralph Richardson). Hafa dvergarnir stolið frá hon- um götóttu korti af alheimnum og gegnum þessi „göt“ endasend- ast þeir á milli hinna ólíklegustu staða, hitta hinar ólíklegustu persónur á ólíklegustu tímum. Þeir sem verða á vegi þeirra eru m.a. Hrói höttur (John Cleese), Napóleon (Ian Holm) og Agam- emnon konungur (Sean Conn- ery). Eins koma við sögu David Warner, Michael Palin, Shelley Duvall og Peter Vaughan. Ef menn hafa gaman af óbeisluðum fáránleika er þetta myndin. MONA LISA (1986) ½ Margslungin mynd, fyrst og fremst lánlaus ástarsaga af hornrekum í Lundúnaborg. Einfeldningur og smákrimmi (Bob Hoskins), er nýsloppinn úr fangelsi – þar sem hann sat inni fyrir húsbónda sinn (Michael Caine). Þessi barnalegi náungi, sem haldinn er furðulegri rétt- lætiskennd, fær vinnu við að aka lúxusmellu (Cathy Tyson) milli kúnna. Með þeim þróast visst ná- ið samband sem leiðir til þess að ekilinn fellir hug til hórunnar. Það er dæmt til að mislukkast. Texti, efni, leikur og leikstjórn Neils Jordan, gera Mona Lisa að einni af eftirminnilegri myndum Breta á níunda áratugnum. Water (’85), gjörsamlega mislukk- aðrar gamanmyndar um vatnsfund á eyju í Karíbahafinu. John Cleese kemur við sögu í Privates on Parade (’85), léttgeggjaðrar myndar um skemmtikrafta breska landhersins í Austur- Asíu á tímum seinni heims- styrjaldarinnar. Fáheyrðar perlur – og svín A Private Function (’85), er allt of lítið þekktur farsi um matarskortinn á Bretlandseyjum í seinni heims- styrjöldinni og vafasamar tilraunir hjóna (Michael Palin og Maggie Smith), við að draga björg í bú. Stór og stæðileg gylta kemur mikið við sögu. Mona Lisa (’86), er enn ein af breskum kvikmyndaperlum Hand- Made Films á þeim níunda. Shanghai Surprise (’86), er kunnust fyrir að leiða þau saman, illu heilli, Madonnu og Sean Penn, í ófyndinni dellumynd um ópíumsmygl í Kína á fjórða ára- tugnum. Harrison bregður fyrir og semur tónlistina. Five Corners (’87) gerist í samnefndu hverfi í Bronx. Fáséð mynd með gæðaleikurunum Jodie Foster og John Turturro. Withnail and I (’87), er víðfræg, kolsvört gamanmynd og smellur, um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.