Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 70

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÞAÐ þarf ekki að koma á óvart að hasarmyndin The Mummy Returns nái að hnekkja sigurgöngu Bridget Jones á vinsældalista íslenskra leigu- myndbanda. Líkt og fyrri toppmynd- in átti Múmían og félagar hennar góðu gengi að fagna í kvikmyndahús- um enda þykir hún að mati fróðra af- ar vel heppnuð ævintýramynd. Um er að ræða framhaldsmynd hinnar vinsælu The Mummy frá 1999 en þá sem nú er aðalhlutverkið í höndum hins fjölhæfa Brendans Frasers. Jones tekur sér sæti á þriðja bekk í staðinn á meðan hinn dýrslegi Rob Schneider situr sem fastast í öðru sæti. Auk Múmíunnar kíkja tveir nýir gestir í heimsókn. Fyrsta ber að nefna gamanmyndina Dr. Doolittle 2 en þar fer grínistinn Eddie Murphy með hlutverk læknis sem býr yfir þeim kynngimagnaða hæfileika að geta skrafað við dýr um lífsins gagn og nauðsynjar. Annar nýliði er mynd- in Sweet November og krækir hún í seytjánda sætið. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd af gamla skólanum; sagan fjallar um vinnu- sjúkan starfsmann auglýsingastofu sem lendir í vandræðum er hann hyggst taka bílpróf. Þar kemst hann í kynni við Söru og á fundur þeirra eft- ir að hafa óvæntar afleiðingar fyrir líf þeirra beggja. Með aðalhutverk fara þau Keanu Reeves og Charlize Ther- on. Fleira var ekki í myndbandafrétt- um að sinni. Góðar stundir.                                                         !"  #    !" $  $    !"   !"   !" $   #  % $   !" $  &'( )   !" $    !"   !"   !"   !" * &   &   * &   * * &   * +  +  &   * * * &   +  * * &                                   !  " #  $%  &  %  % ''(  )   * +   %  $" + ,- . -%            Múmían ryður Bridget Jones Múmían snýr á Jones Reuters Brendan Fraser og Rachel Weisz í hlutverkum sínum í The Mummy Returns. arnart@mbl.is af toppi myndbandalistans EITTHVAÐ virðist Harry Potter- æðið vera í rénun vestanhafs, í það minnsta ef taka má mið af bíóaðsókn helgarinnar. Tekjurnar af myndinni lækkuðu um heil 58% sem er nokkru meira en búist hafði verið við. Engar einhlítar skýringar hafa verið settar fram á því hvers vegna aðsóknin að myndinni virðist vera að minnka hraðar en leit út fyrir í fyrstu. Ein skýring sem komið hefur fram er þó sú að myndin hafi verið sýnd í svo mörgum sölum fyrstu tvær vikurnar að þeir sem ætluðu sér yfirhöfuð að sjá hana væru búnir að því, m.ö.o. þá fækkar hinum áhugasömu mun hraðar þegar fleiri sæti eru í boði. Einföld hagfræði það. Þessi snöggt minnkandi aðsókn þýddi að eitt aðsóknarmetanna slapp óáreitt undan atgangi Harrys og félaga. Stjörnustríðsmyndin The Phantom Menace er enn sú mynd sem fór hraðast yfir 200 milljóna dollara markið, á 13 dögum, en það tók Harry 15 daga að ná því. Það hefur ekki kunnað góðri lukku að stýra að frumsýna myndir um þessa ákveðnu helgi, helgina eft- ir þakkargjörðarhátíðina. 20th Century Fox ákvað þó að hætta á það og frumsýna stríðsmyndina Behind Enemy Lines með Gene Hackman í aðalhlutverki, sem byggð er á sönnum viðburðum um hetjudáðir bandarískra hermanna í Bosníustríðinu. Upphaflega stóð til að myndin yrði ekki frumsýnd fyrr en eftir þrjá mánuði en tvær ástæð- ur eru til þess að henni var skyndi- lega flýtt og skellt á þessa lítt eftir- sóttu helgi. Í ljósi hryðjuverkanna 11. september og stríðsbrölts banda- ríska hersins í Afganistan þótti framleiðendum liggja ljóst fyrir að nú væri nákvæmlega rétti tíminn til þess að frumsýna mynd sem vekti ættjarðarást í brjóstum áhorfenda. Auk þess ætlar Sony að frumsýna aðra samskonar stríðsmynd, Black Hawk Down, í janúar og ekki vildu menn verða á eftir henni. Klárlega snjallræði hjá þeim 20th Century Fox-mönnum því myndin skilaði nær 20 milljónum dollara í sinni fyrstu viku, þrátt fyrir að hafa fallið í grýttan jarðveg hjá gagnrýn- endum og skartar engum eigin- legum aðdráttaröflum, hvorki fyrir framan né aftan tökuvélarnar. Um næstu helgi má búast við því að dragi til tíðinda því þá verður frumsýndur sannkallaður stór- stjörnupakki, Ocean’s 11. Þar fer endurgerð Óskarsverðlaunaleik- stjórans Stevens Soderberghs á „Rottugengis“-myndinni gömlu sem skartar George Clooney, Brad Pitt, Juliu Roberts, Matt Damon, Andy Garcia, Elliott Gould og Don Cheadle í helstu hlut- verkum. Þrátt fyrir þennan stjörnufans er ekkert öruggt í heimi kvikmynd- anna og alveg ljóst að þessi getur gjör- samlega kolfallið ef hún fellur ekki kramið. Bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum                                           !  !  !  !  !  !  !  !  !  !                      !"# $ %&' &() * !+  ,- . / &/  -0&      Harry hægir á sér Nú velta menn fyrir sér hversu lífseigur Harry kemur til með að vera í bíóhúsum Bridget Jones’s Diary  Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu. One Night at McCall’s  Skrautlegasta gamanmynd um flónin sem flækjast inn í ráða- brugg hinnar kynþokkafullu Liv Tyler. Michael Douglas er eft- irtektarverður. Síðasta kappræðan/The Last Debate  Fín kvikmynd þar sem velt er upp áleitnum spurningum um hlutverk fjölmiðla í nútímasamfélagi og af- stöðu þeirra til pólitískra mála. Nýi stíllinn keisarans/Emper- or’s New Groove  Það kveður við nýjan tón í þessari teiknimynd um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna. Rien Sur Robert  Undarlegir vegir ástarinnar reyn- ast án enda í dálítið sjarmerandi, vel leikinni og óvenjulegri tilfinn- ingamynd. Gæðagelt/Best in Show Skínandi gamanmynd frá gam- ansmiðnum snjalla Christopher Guest, sem lýsir vonum og vænt- ingum stoltra hundaeigenda á leið á hundasýningu. Ómissandi gam- anupplifun. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Hildur Loftsdóttir/ Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson/  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.