Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 71

Morgunblaðið - 04.12.2001, Síða 71
Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir vörðu titil sinn frá í fyrra í flokki ungmenna. Kristján Kristjánsson og Anný Hermannsdóttir frá Íslandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 71 MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Endalaust fyndin mynd frá framleið- endum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! l t f i fr fr l i - i i i r illi ri i ( t t ) r r-l i ! Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5, 8 og 10. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is SV MBL Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Nicole Kidman strik.is  MBL Sýnd kl. 10. Vit 296  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Sýnd kl. 5, 8 og 11. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  Hausverk.is  RadioX Kl. 8. Vit 283 Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. strik.is  MBL Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingaleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2 Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. Stórskemmtileg gamanmynd sem svíkur engann þar sem Charlie Sheen (Hot Shots) og Jon Lovitz (Rat Race) fara á kostum. Charlie Sheen Jon Lovitz Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10. Ath textuð EIGINKONA Georges Harrisons er komin til Indlands þar sem hún hyggst dreifa ösku þessa fyrrverandi bítils í heilögu ána Ganges, að sögn talsmanns Hare Krishna-hreyfing- arinnar. Harrison lést eftir langa baráttu við krabbamein, 58 ára gamall, á fimmtudaginn var. Gamlir kunningjar hans úr Hare Krishna-hreyfingunni, sem hann komst í kynni við á sjöunda áratug 20. aldar, voru hjá honum þegar hann lést og sungu og báðu fyr- ir honum. Harrisons var minnst í messu í musteri hreyfingarinnar í Los Angeles á sunnudaginn en Harrison tók þátt í starfi hennar í meira en 30 ár. Breiðskífa í smíðum Harrison er sagður hafa unnið að gerð breiðskífu á laun síðustu mánuði ævi sinnar. Dagblaðið Sunday Times greinir frá því að hann hafi spilað nokkur lög af geisladiski fyrir vini og fjölskyldu á einkastofu á sjúkrahúsinu í síðustu viku, fjórum dögum áður en hann lést. Vinnutitill breiðskífunnar var Portrait of a Legend. Nokkur laganna þar eru frá níunda ára- tugnum, en önnur eru sögð lýsa atvikum í lífi Harrisons, meðal annars þegar hann varð fyr- ir árás á heimili sínu 1999. Blaðið segir að Harrison hafi lagt til að Olivia, eiginkona hans, og Dhani, sonur þeirra hjóna, gæfu diskinn út í virðingarskyni við baráttu hans við krabbamein. Sagt er að þar myndi fjöl- skylda Harrison feta í fótspor Yoko Ono, sem gaf út breiðskífuna Double Fantasy, sem seldist í milljónum eintaka í kjölfar þess að John Lennon féll fyrir hendi morðingja í New York 1980. Trommuleikarinn Jim Keltner, sem stafaði lengi með Harrison og áður með John Lenn- on, tók þátt í þessum upptökum. „Það var stórkostlegt að vera í hljóðverinu með honum á ný,“ sagði Keltner í samtali við Sunday Times. „Sum af nýju lögunum eru mjög áhrifarík í ljósi lífsreynslu hans síðustu árin. Það er augljóst, þegar maður heyrir þau, um hvað þau eru,“ sagði Keltner sem bætti við að platan væri nánast fullgerð. Keltner sagðist hafa séð Harrison viku áð- ur en hann lést. „Hann leit vel út, var eins og prins. Hann leit ekki út eins og maður sem þjáist af krabbameini. Bjarmi stafaði af hon- um og hann var brosandi.“ Fjölskylda Georges Harrisons bað aðdá- endur bítilsins fyrrverandi að sameinast með sér í mínútu íhugun í gærkvöldi. „Við erum djúpt snortin yfir þeirri ást og samúð sem við höfum orðið vitni að frá fólki um allan heim,“ segir í yfirlýsingu frá Oliviu, eiginkonu Harrisons, og Dhani, syni þeirra. „Það kom okkur ekki á óvart hve það augnablik, þegar George skildi við, var fagurt – þegar hann vaknaði af draumnum – því við vissum hve hann þráði að vera hjá Guði. Hann var óþreytandi í þeirri leit,“ segir í yfirlýsing- unni sem Gavin de Becker, fjölskylduvinur Harrisonhjónanna, sendi út í gærkvöldi. Þar kemur einnig fram að Olivia og Dhani biðja aðdáendur Harrisons um að hugleiða í eina mínútu klukkan 21.30 á mánudagskvöldið. Harrisons var enn fremur minnst á verð- launahátíð sjónvarpsstöðvarinnar VH1 sem fram fór í Shrine Auditorium í Los Angeles á sunnudagskvöld. Söngvarinn Jon Bon Jovi og gítarleikarinn Richie Sambora hófu hátíðina með því að flytja lagið „Here Comes the Sun“ til heiðurs fyrrverandi bítlinum Harrison, sem lést á fimmtudag. „Við eigum eftir að sakna þín,“ sagði Bon Jovi. George Harrison 1943–2001 Ösku Harrisons dreift í Ganges-fljót Reuters New Jersey-búinn Allison Harrison syrgir nafna sinn George Harrison á Imagine- torginu, sem staðsett er á Strawberry Fields-svæðinu í Central Park, New York. Á LAUGARDAGINN var fór fram Norðurlanda- meistaramót í samkvæmisdansi í Laugardalshöll. Það voru fjörutíu pör frá Norðurlöndum sem kepptu en um var að ræða fjóra flokka: Unglinga I og II, ungmenni og flokk fullorðinna. Íslendingar hrepptu tvo meist- aratitla í þetta skiptið; í flokki ung- linga I, 12-13 ára, sigruðu þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir og vörðu þar með titilinn frá í fyrra og í flokki ungmenna sigruðu Ísak N. Hall- dórsson og Helga Dögg Helga- dóttir og vörðu sömuleiðis titil sinn frá því í fyrra. Samdægurs var haldin opin alþjóðleg keppni áhugamanna og tóku þar þátt 20 pör, víðs veg- ar frá Evrópu. Daginn eftir, sunnudag, var síðan keppni í aldurshópunum börnum I og II, unglingum I og II og einnig í hópi fullorðinna ásamt seinni hluta alþjóðlegu opnu keppninnar, nú í suður- amerísku dönsunum. Norðurlandameistaramót í samkvæmisdansi Dansinn dunar Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tobias Karlson og Vickie Jo Ringgaard frá Danmörku voru á meðal kepp- enda í rómönsku dönsunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.