Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 14

Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili NÝJAR hugmyndir um mis- læg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar voru kynntar á síðasta fundi skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur. Gera þær ráð fyrir að umferð flæði frítt um Kringlumýrarbraut- ina en umferðarljós verði sett á Miklubraut. Að sögn Stefáns Finnsson- ar, verkfræðings hjá borgar- verkfræðingi, hafa ýmsar lausnir á mislægum gatna- mótum á þessum stað verið skoðaðar í gegn um tíðina. „Allar hafa þær gengið út á að Miklabrautin yrði aðalgatan þannig að hún myndi renna frítt. Hins vegar er í aðal- skipulagi, sem nú er í kynn- ingu, gert ráð fyrir að þessu verði snúið við og að Kringlu- mýrarbrautin verði ráðandi. Hins vegar hefur aldrei verið útfærð nánar lausn í þessa veru fyrr en núna með þess- ari úttekt sem við vorum að gera.“ Aðspurður hvort umferðar- magn á götunum ráði því að Kringlumýrarbrautin er sett í forgang í stað Miklubrautar- innar segir Stefán að í raun sé meiri umferð á Miklubraut en Kringlumýrarbraut. Hins vegar sé ýmislegt sem mæli með því að snúa þessu við. „Það er erfiðara að taka við aukinni umferð á Miklubraut- inni til vesturs því þar eru þrengsli strax við Lönguhlíð. Þessi útfærsla gefur meiri sveigjanleika á að leysa um- ferðarmálin í Hlíðunum með stokk eða göngum en í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir stuttum stokki sem næði frá Eskihlíð að Reykjahlíð.“ Hann segir hugmyndir um að gera stokkinn lengri og jafn- vel hafa hann sundurslitinn þannig að það yrðu tveir stokkar. „Það er að vísu ekki komið í skipulag en maður sér ákveðna kosti við það og það yrði þægilegra að leysa þetta ef Miklubrautin er á ljósum við Kringlumýrarbrautina.“ Aðgengi að Hamrahlíð versnar Annar ókostur við að láta Miklubrautina vera á er að sögn Stefáns að gert er ráð fyrir að hún yrði grafin niður. „Göngin sem eru að Kringl- unni austanvið takmarka hins vegar hversu mikið er hægt að grafa niður og ef þessu er snúið á þann veginn er líklegt að það yrði að lyfta Miklu- brautinni í gatnamótunum um einn til tvo metra sem menn telja ókost umhverfis- ins vegna. Hins vegar ef Kringlumýrarbrautin er tek- in niður er hægt að halda Miklubrautinni nokkurnvegin í óbreyttri hæð.“ Hann segir þó ókostinn við að grafa Kringlumýrarbraut- ina niður þann að fyrirsjáan- legt er að aðgengi að Hamra- hlíðinni versni. Vinstribeygja frá Kringlumýrarbraut inn Hamrahlíð myndi þannig að öllum líkindum lokast. Verði þessi leið farin séu hugmynd- ir um að gera mislæg gatna- mót við Listabraut í fram- haldinu. Það kallaði á það að grafa Kringlumýrarbrautina enn lengra niður sem aftur ylli því að aðgengið að Hamrahlíðinni versnaði enn. Stefán telur þó mikilvægt af umhverfissjónarmiðum að Kringlumýrarbrautin verði grafin undir Miklubrautina í stað þess að hún komi á brú. „Ef þessu verður lyft mikið upp hefur það meiri áhrif bæði hvað varðar hið sjón- ræna, hávaða og mengun sem ég held að yrði ekki gott fyrir íbúðarbyggðina sem er þarna þétt við.“ Þriggja milljarða framkvæmd Að sögn Stefáns er lagt til að gatnamótin fari inn á vega- áætlun næstu fimm ára sem nú er í vinnslu. Kostnaðar- áætlun fyrir þessa lausn gatnamótanna er 1,4 milljarð- ar króna. Til samanburðar er endurreiknaður kostnaður við hugmyndir sem miða að því að Miklabrautin væri í fríu flæði og eitthvað í kring um 1,2 milljarðar. Mislæg gatnamót við Listabraut myndu síðan kosta um 1,5 milljarða til viðbótar þannig að alls er verið að tala um framkvæmdir upp á tæpa þrjá milljarða. „Það að gera þarna mislæg gatnamót kall- ar á að það verði gerð önnur mislæg gatnamót austar eða sunnar, eftir því hvor brautin verður í fríu flæði,“ segir Stefán. „Ef Kringlumýrar- brautin verður í fríu flæði þá kallar það á að gera eitthvað við Listabrautina en ef Mikla- brautin verður í fríu flæði þá kallar það á aðgerðir austur- úr, við Háaleitisbraut og Grensásveg.“ Ný útfærsla á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar kynnt                       %  &  #  ' (  #   Kringlumýr- arbraut verði í fríu flæði Kringla FJARAN sefur aldrei og þar er líf árið um kring. Smáar lífverur er að finna undir steinum og í fjöruborð- inu sem forvitnilegt er að rann- saka, sérstaklega þegar maður er ekki hár í loftinu. Fjaran í Graf- arvogi er full af lífi og þegar vorar verður það enn fjölskrúðugra og meira spennandi. Fjöru þessa heimsækja líka selir annað veifið og baða sig í vorsólinni á sléttum fjörusteinunum. Börn og fullorðnir eru heldur ekki sjaldséðir gestir á þessum slóðum enda ýmislegt skemmtilegt sem sjórinn ber á land, svo sem skeljar og slípaðir steinar. Svo er aldrei að vita nema að flöskuskeyti reki á fjörur manns. En fjaran er ekki hættulaus og sleipir steinarnir eru varasamir. Þá er varhugavert að standa á steini eða klettum utarlega í fjör- unni þegar flæðir að, því enginn vill vera á flæðiskeri staddur. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Fjölskrúð- ugt líf í fjörunni Grafarvogur JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir rangt að búið hafi verið að ákveða að ráða umsækj- anda um stöðu skólastjóra í bænum og síðar hætt við. Hið rétta sé að endanleg ákvörðun um ráðningu hans hafi verið í höndum bæjar- stjórnar og hún hafi aldrei verið tek- in. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að umsækjandi um starfið hafi stefnt bænum og krafist 60 millj- óna króna skaðabóta vegna þeirrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að falla frá því að ráða hann til starfans. Jó- þess að annar einstaklingur, sem hafði sótt um en dró umsókn sína til baka, vildi koma inn aftur. Það kom ekki til staðfestingar á ráðningu hins umsækjandans í bæjarstjórn heldur var samþykkt í bæjarstjórn að fram- lengja umsóknarfrestinn. Í framhald- inu voru þær umsóknir sem fyrir lágu metnar á grundvelli hæfni, reynslu og sýnar á skólastarf og hæf- asti einstaklingurinn ráðinn.“ Jóhann segir þetta meðal þess sem fram kemur í lögfræðiáliti, sem bær- inn aflaði sér í kjölfar þess að hann var krafinn um skaðabætur vegna málsins, og ákvörðun um að hafna kröfunum byggist á því áliti. hann segir hið rétta í málinu að end- anleg ákvörðun um ráðningu manns- ins hafi ekki legið fyrir. „Það má segja að bæjarráð sé eins konar um- sagnaraðili í málinu fyrir bæjarstjórn sem tekur síðan endanlega ákvörðun í þessu máli og hún var aldrei tekin.“ „Hæfasti einstaklingurinn ráðinn“ Bæjarráð ákvað á fundi sínum 1. mars í fyrra að ráða manninn en féll frá ákvörðun sinni viku síðar. „Þessi meðmæli komu aldrei til staðfesting- ar í bæjarstjórninni,“ segir Jóhann. „Bæjarráð lagði svo til að umsókn- arfresturinn væri framlengdur í ljósi Ekki var búið að taka loka- ákvörðun um ráðningu Mosfellsbær Bæjarstjóri um stefnu og kröfu umsækjanda um starf skólastjóra FARIÐ getur svo að landsmót Ungmenna- félags Íslands verði haldið í Kópavogi árið 2004 en bæjaryfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau bjóði mótið velkom- ið. Stjórn UMFÍ mun taka ákvörðun um hvar mótið verður haldið 22. mars næstkomandi. Til stóð að halda mótið á Ísafirði en eftir að bæj- arstjórn þar ákvað í byrjun febrúar að falla frá því gaf stjórn UMFÍ sambandsaðilum sínum frest til 15. mars til að sækja um að halda mót- ið. Fari mótið í Kópavog- inn verður það í umsjá Ungmennasambands Kópavogs. Segir í bókun bæjar- ráðs um málið að öll að- staða sé fyrir hendi í Kópavogi til að halda landsmót UMFÍ með þeim glæsibrag sem slíku móti sæmi. Þá telur Bæjarráð Kópavogs að slíkt mótshald sé verð- ugt og hvetjandi verk- efni fyrir hin öflugu íþrótta- og ungmenna- félög á svæðinu og einn- ig fyrir fjölmörg önnur æskulýðs- og menning- arsamtök í bænum. Fimm aðildarfélög hafa sótt um að halda mótið en ákvörðun um hvert þeirra verður fyrir valinu verður tekin á stjórnarfundi UMFÍ næstkomandi föstudag. Sótt um að halda lands- mót UMFÍ Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.