Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 19

Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 19 Á AÐALFUNDI Bílgreinasam- bandsins um helgina var samþykkt að hvetja til þess að þegar verði lagt fram frumvarp um olíugjald með lagasetningu í haust sem taki gildi í upphafi árs 2003. „Skattar á bifreiðaeign eru tvenns konar, bifreiðagjöld og þungaskattur. Bifreiðagjöld leggj- ast nær undantekningarlaust á allar bifreiðar. Þungaskattur leggst aftur á móti eingöngu á dísilknúin öku- tæki og er, líkt og sérstakt vöru- gjald á bensín, markaður tekjustofn sem rennur til Vegagerðarinnar. Áætlað er að tekjur af bifreiðagjaldi á næsta ári verði 2,7 milljarðar sem er örlítil lækkun frá tekjuáætlun fyrir árið 2001. Áætlaðar tekjur af þungaskatti á næsta ári eru 4,9 milljarðar sem skiptist nokkuð jafnt milli tekna af föstu árgjaldi og mælagjaldi. Tekjur af þungaskatti hafa farið vaxandi á undanförnum árum enda hefur dísilbifreiðum fjölgað hlutfallslega. Þrátt fyrir þessa fjölgun dísilbíla er hlutfall þeirra af heildarbílaflotanum tiltölu- lega lágt hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Ástæðan er fyrst og fremst sú að núverandi þunga- skattskerfi dregur úr hagkvæmni þess að velja dísilbíla fyrir fjöl- skyldufólk fremur en bensínbíla. Þetta er að mörgu leyti óhagkvæmt þar sem á undanförunum árum hafa orðið miklar tækniframfarir sem dregið hafa úr eldsneytisnotkun og mengun frá dísilvélum. Vinsældir dísilbíla hafa því aukist og hlutfall þeirra í fólksbílaflotanum því aukist víða í Evrópu. Nú er svo komið að í Mið- og Suður-Evrópu er annar hver nýr fólksbíll með dísilvél. Með- al annars af þessum sökum hefur verið til skoðunar að breyta fyr- irkomulagi þungaskatts til þess að jafna samkeppnisstöðu dísil- og bensínbíla,“ segir í ályktun aðal- fundar Bílgreinasambandsins. Á aðalfundinum voru Bjarki Harðarson, Geir Gunnarsson, Gísli Ólafsson, Ívar Ásgeirsson, Karl Óli Lárusson, Helgi Ingvarsson, Sverr- ir Sigfússon og Úlfar Hinriksson kjörnir í stjórn félagsins en formað- ur fyrir næsta starfsár er Erna Gísladóttir. Ályktun aðalfundar Bílgreinasambandsins Samkeppnisstaða dísil- og bensínbíla jöfnuð Morgunblaðið/Kristinn Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, og Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fluttu báðar erindi á aðalfundi Bíl- greinasambandsins. LANDSBANKI Íslands hefur nú selt Guðbjörgu Matthíasdóttur og tengdum aðilum hlutabréf sín í Tryggingamiðstöðinni sem keypt voru 1. mars sl. Guðbjörg og tengdir aðilar, þ.e. Ísfélag Vestmannaeyja og nokkur eignarhaldsfélög fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarsson- ar, útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um, eiga nú 43,29% hlut í TM eða um 100,9 milljónir að nafnverði. Landsbankinn keypti 1. mars sl. 10,77% hlut í TM af Fjárfestingar- félaginu Straumi á genginu 67 og átti bankinn þá um 14% í TM. Nokkrum dögum síðar seldi bankinn Ísfélagi Vestmannaeyja 4,5% eða 10,5 millj- ónir að nafnverði og sl. föstudag seldi Landsbankinn Ísfélaginu 5,45% eða 12,7 milljónir að nafnverði til viðbótar. Önnur félög tengd fjöl- skyldunni í Vestmannaeyjum keyptu því 4,1% sl. föstudag eða um 9,7 milljónir að nafnverði. Landsbank- inn heldur eftir 0,02% hlutafjár í TM. Viðskiptin fóru fram á genginu 65,42, að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Verðbréfaþings Íslands og voru alls 22.438.785 kr. að nafnvirði eða um 1.468 milljónir að söluverð- mæti. Aðalfundur Tryggingamiðstöðv- arinnar verður haldinn í dag. Fjölskyldan í Eyjum með 43,29% hlut í TM Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn í félagsheimilinu Þingborg, föstudaginn 5. apríl 2002 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins 2. Önnur mál, löglega upp borin Tillögur frá félagsaðilum sem, bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 15. mars 2002. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. flugfelag.is flugfelag.is AKUREYRI 4.600kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! HÖFN eða EGILSSTAÐIR 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÍSAFJÖRÐUR 4.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEY 6.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! 7.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÞÓRSHÖFN eða VOPNAFJÖRÐUR Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á 13. apríl til 2. maí *Flugvallarskattur og tryggingargjald, samtals 415.- kr. ekki innifalið. * * * * * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - FL U 17 19 3 03 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.