Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 27

Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 27
TÓNLIST Listasafn Íslands Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur söng íslensk og erlend lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson, Huga Guðmundsson, Jórunni Viðar, Béla Bartók, Zoltán Kodály og Gil Aldema. Píanóleikari úr röðum kórfélaga var Árni Heimir Ingólfsson. KÓRTÓNLEIKAR TÓNLEIKAR Hamrahlíðarkórs- ins í Listasafni Íslands á fimmtu- dagskvöld voru gríðar vel sóttir, hvert sæti skipað; sýningabekkir einnig þétt setnir og þurftu nokkrir þeir sem síðast komu að standa upp á endann. Þetta segir meira en mörg orð um virðingu og vinsældir þessa ágæta kórs. Efnisskráin var líka sér- staklega spennandi íslensk og erlend lög, flest sprottin af þjóðlegum menningararfi Íslendinga, Júgó- slava, Ungverja og gyðinga. Í upp- hafi tónleika var flutt nýlegt verk eftir Atla Heimi Sveinsson við sér- lega indælt ljóð Sigurðar Hansens, Vængjatök, þar sem altrödd kórsins var í aðalhlutverki. Þetta var fallegt lag, með einni af þessum vel heppn- uðu og vel smíðuðu laglínum sem Atli á svo létt með að semja og má búast við því að það eigi eftir að njóta mikilla vinsælda íslenskra kóra. Tobbavísur eftir Snorra Sigfús Birgisson við kvæði Æra-Tobba voru frumfluttar við góðar undir- tektir. Verk Snorra er rytmískt; pólýrytmískt að segja má, þar sem teflt er saman ójöfnum hrynmynstr- um á skemmtilegan máta. Gera má ráð fyrir að það hafi verið erfitt að æfa verkið, en kórinn söng það létt og lipurlega og rytmíkin naut sín vel. Enn var frumflutt nýtt verk, Hugsa jeg um það hvern einn dag eftir Huga Guðmundsson við kvæði úr Hymnódíu, handriti sr. Guðmundar Högnasonar sem uppi var í Vest- mannaeyjum á 18. öld. Verk Huga reyndist vel heppnað og var fallega sungið, og þar kom í ljós hve góðum bassaröddum kórinn hefur á að skipa um þessar mund- ir. Í þessum fyrstu lög- um á tónleikunum var sópranröddin dauf. Hún var veikburða og hljóm- lítil. Þar er ekki bara við kórinn að sakast heldur einnig sal Listasafnsins, því seint verður um hann sagt að hann sé hliðhollur söngröddinni, sérstaklega ekki þegar hann er jafn þétt skip- aður fólki og þetta kvöld. Þá berast dýpri raddirnar betur á kostn- að þeirra hærri. Í Mansöng fyrir Ólafsrímu Græn- lendings, bálki Jórunnar Viðar við ljóð Einars Ben. sótti sópraninn hins vegar í sig veðrið, eins og kórinn reyndar allur, og ljóst var að þetta verk stóð honum nærri hjarta. Þessi þjóðlega drápa Jórunnar er skemmtileg og kröftug tónsmíð og gerði kórinn henni afar góð skil. Melismur og söngflúr í þjóðlegum stíl var sérstaklega vel gert hjá kórnum, en slíkar krúsídúllur eru hreint ekki auðveldar í stílfærðum kórsöng. Píanóleikur Árna Heimis Ingólfssonar í krefjandi meðleik var skínandi góður. Fjórar slóvakískar þjóðvísur Béla Bartóks voru að sama skapi vel fluttar og kórinn í miklu stuði. Fjörugir dansarnir í seinni hluta verksins voru hnitmiðaðir og rytmískir; þar mæddi mjög á sópr- aninum sem stóð sig með afbrigðum vel og hljómaði mun betur en á fyrri hluta tónleikanna. Árni Heimir studdi líka vel við kórinn í glimrandi góðum píanóleik. Myndir úr Matra- fjöllum eftir Kodály er yndisleg tón- smíð, – sitthvað þar sem minnir á ís- lenska stílinn eina og melismur og söngskraut. Ungverski rytminn, átt- undipartur og punkteraður fjórðip- artur; – stutt nóta á áhersluatkvæði á undan langri einkennir þetta þjóð- lega verk, og kórinn söng þetta rytmískt á viðeigandi hátt. Tveimur fyrstu erindum úr vísunum um Skuggavalda lýkur með diminuendo, þar sem kórinn dró úr styrk nið- ur í veikasta veikt á mjög fallegan hátt. Síð- ustu vísurnar; – kjúk- lingavísurnar voru frá- bærlega vel sungnar, með vaxandi hraða til enda og skínandi fjöri. Guðmundur Arnlaugs- son og Hrafnhildur Ólafsdóttir voru fín í litlum einsönshlutverk- um sínum. Í lokaverki tónleikanna, Þremur gyðingasöngum var kórinn hvað bestur og ágætur ein- söngvari, Karl Sigurðsson fór á kost- um í vísunni Bréfkorni til rabbínans í Lýader. Tilþrif hans sem hins mædda skrifara voru stórkostleg og í söngnum náði hann býsna vel stíl- brigðum í söng gyðinga. Lokalagið Ai di di di dai, var hreint stórkost- legt, bráðfjörugt og rytmískt. Karla- raddirnar í kórnum voru sérstaklega flottar og dýnamík í styrk var vel út færð. Það var mikil lukka og gleði í saln- um í tónleikalok og svo virtist sem kórinn ætti mikið eftir af krafti sín- um, því tónleikagestir voru kvaddir með söng alveg fram í anddyri Lista- safnsins. Þorgerður Ingólfsdóttir má vera stolt af sínu fólki, og það ekki síður af henni, sem enn einu sinni hefur boðið hlustendum upp á mikla og skemmtilega söngveislu sem tókst afar vel. Þó væri óskandi að kórinn ætti í betri hús að venda en sal Lista- safnsins, þar sem hljómburður er alls ekki nógu góður fyrir jafn góðan og vandaðan söng. Bergþóra Jónsdóttir Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber í leikritinu Rósa frænka. STOPPLEIKHÓPURINN verður með barna- og unglingaleiksýn- ingar á Norðurlandi vestra og eystra frá og með deginum í dag og fram á föstudag. Sýnt er í leik- og grunnskólum á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Varmahlíð, Blönduósi og Skagaströnd. Leik- ritin eru tvö og leika Eggert Kaab- er og Katrín Þorkelsdóttir í þeim báðum. Um er að ræða Kynfræðslu- leikritið Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð og barnaleikritið Æv- intýri Kuggs og Málfríðar. Rósa frænka er ætlað efstu bekkjum grunnskólans. Sýningin er sam- starfsverkefni Landlæknisembætt- isins og Stoppleikhópsins. Sýningar eru orðnar 150, en leikritið var frumsýnt í september 1999, og eru þetta síðustu sýningar. Ævintýri Kuggs og Málfríðar er byggt á bókum eftir Sigrúnu Eld- járn og er ætlað 2 til 10 ára. Stoppleikhópurinn á Norðurlandi LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 27 Vorskipin eru komin MEÐ GÆÐIN Í STAFNI Laugavegur 1 • Sími 561 7760 Í tilefni 6 ára afmælis okkar bjóðum við 15 % afslátt af öllum vörum til páska. Velkomin um borð ÞAÐ er auðvelt að gleyma því þegar horft er á hverja glæsisýn- inguna af annarri í framhaldsskól- unum að hin tæknilega fullkomnun á sviði umgjarðar, tónlistar og dans er ekki sjálfsögð, heldur ber vitni metnaði og þrotlausri vinnu að- standenda sýninganna. En svo út- breiddur er þessi hái standard orð- inn að þetta vill gleymast. Það skal játað að þessi kvöldstund í Garðabænum voru fyrstu kynni undirritaðs af hinum fræga hippa- söngleik Hárinu, og ekki get ég sagt að verkið hafi hrifið mig mjög við fyrstu sýn. Það er eins og höfund- arnir hafi haldið að til að lýsa tíð- aranda á leiksviði sé best að gera tíðarandann að helstu, og nánast einu persónu verksins. Atburðarás er nánast engin, persónurnar grunn- ar, átök varla fyrir hendi, samtölin flatneskjan ein. Enda varð leikhópn- um ekki mikill matur úr hinum stuttu og ómarkvissu leikatriðum milli söngnúmera. Það gerði hins vegar lítið til, því tónlistaratriðin eru uppistaða verksins og þau lifðu svo sannarlega. Kom þar bæði til að söngur var undantekningalaust frá- bær (að vísu skildist óþarflega lítill texti) og hreyfingar óaðfinnanlegar. Sum tónlistaratriðin náðu reyndar að verða litlar stílfærðar leiksýning- ar, sem mér finnst alltaf mest gam- an þegar tekst í söngleikjum. Selma kann líka þá list að nota kyrrstöð- una, eins og sást í áhrifamiklu loka- númerinu. Leikmyndin er einföld eins og óhjákvæmilegt við þessar til- teknu aðstæður (hátíðarsalur skól- ans), búningar réttir, ljós og hljóð pottþétt. Af leikhópnum mæðir mest á hip- paklíkunni og sveitalubbanum sem dregst inn í hana eftir því sem líður á verkið. Það er ástæðulaust að gera upp á milli þeirra Ölmu Guðmunds- dóttur, Margrétar Hildar Guð- mundsdóttur, Thelmu Hrannar Sig- urdórsdóttur, Ingólfs Þórs Péturssonar, Birgis Más Björnsson- ar, Davíðs Smára Harðarsonar og Guðmundar Orra Sævarssonar. Öll með kraftmikla sviðsnærveru og höfðu hlutverkin sín valdi sínu, þó lítið yrði úr dramatískri spennu eins og áður sagði. Og sungu náttúrulega hvert öðru betur. Af öðrum leikur- um situr trúlega lengst í minni Sara Blandon sem gerði mannshvarfs- söngnum um Frank Mills firnafalleg skil. Sýning Fjölbrautaskólans í Garðabæ á Hárinu stenst hvað varð- ar tónlist, dans og umgjörð saman- burð við hvaða sýningu sem vera skal á íslenskum fjölum um þessar mundir. Fyrir það verðskulda þau svo sannarlega að áhorfendur rísi úr sætum sínum eins og þeir gerðu á sýningunni á laugardagskvöldið. Það þarf að klípa sig í handlegginn til að muna að þetta var „bara“ framhaldsskólasýning. LEIKLIST Leikhópur nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Garðabæ Höfundar: Gerome Ragni og James Rado. Tónlist: Galt MacDermot. Þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikgerð Baltasars Kor- máks byggð á verkinu og kvikmynda- handriti Michael Weller. Leikstjóri: Ari Matthíasson. Danshöfundur: Selma Björnsdóttir. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 16. mars 2002. HÁRIÐ Tíðarandi í aðalhlutverki Þorgeir Tryggvason FÉLAG íslenskra leikara (FÍL), Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavík- ur og Leikfélag Akureyrar standa fyrir árlegu áheyrnarprófi atvinnu- leikara og söngvara mánudaginn 25. mars og fer prófið fram á Litla sviði Borgarleikhússins frá kl. 16 til 18. „Þátttakendur fá til umráða um sjö mínútur fyrir einleik, tvíleik, söng eða það sem þeir telja að sýni best hvað í þeim býr. Þeir verða að vera vel undirbúnir og hafa með sér nótur fyrir undirleikara, ef þeir ætla að syngja,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir sem þreyta prófið þurfa að koma upplýsingum um menntun, reynslu o.þ.h. á skrifstofu FÍL á tölvutæku formi. Skráning fer fram á skrifstofu FÍL eða á slóðinni office@actors- union.is og er síðasti skráningardag- ur fimmtudagurinn 21. mars. Áheyrnarpróf í leik og söng Úr brjóstum þjóðanna Þorgerður Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.