Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 56

Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4. íslenskt tal. Vit 325 m.a. fyrir besta mynd, besta aðalhlut- verk, besta aukahlut- verk, besta leikstjórn, og besta handrit. Hlaut að auki 4 Golden Globe verðlaun og 2 Bafta verðlaun. kvikmyndir.is SG DV kvikmyndir.com 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki. Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki. Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum. Stórbrotin kvikmynd um stórbrotinn mann Sýnd kl. 3.45. E. tal. Vit 294 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 338 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Vit 349.  HJ Mbl ÓHT Rás 2 Ó.H.T Rás2 HK DV Sýnd kl. 5.35, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit nr. 341. Ekkert er hættulegra en einhver sem hefur engu að tapa! Ekkert er h ttulegra en einhver se hefur engu að tapa! Frá leikstjóra The Fugitive Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 348. B.i. 16. Tilnefningar til Óskarsverðlauna4 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr335. B.i.12. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára Vit nr. 353 8 Tilnefningar til Óskarsverðlauna m.a. fyrir bestu mynd, besta aðalhlutverk, 8 16. 03. 2002 10 9 7 9 6 5 8 6 6 6 4 16 22 23 35 28 13. 03. 2002 3 37 42 43 45 46 8 38 1. vinningur fór til Noregs og Finnlands. Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Tilnefningar til Óskarsverðlauna m.a. fyrir besta mynd, besta aðalhlutverk, besta aukahlutverk, bestu leikstjórn, og besta handrit. Hlaut að auki 4 Golden Globe verðlaun og 2 Bafta verðlaun. 8 Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 12. ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2 kvikmyndir.is SG DV ½kvikmyndir.com  HJ Mbl ÓHT Rás 2 Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Sýnd kl. 7. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir. Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki. Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki. Sýnd kl. 5.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl.5.30, 8. og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 6 og 9. B.i.12 ára. Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum. Stórbrotin kvikmynd um stórbrotinn mann  HL Mbl SG DV Sýnd kl. 9.15. B.i. 14. 4 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5. Íslenskt tal. DV 1/2 Kvikmyndir.is ÞÁ er hin lofi hlaðna Monsoon Wedding loksins komin á leigurnar. Myndin var opnunarmynd liðinnar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og að henni lokinni var myndin sýnd áfram um sinn. Rík ástæða er þó til að vekja athygli á þessari stórgóðu mynd sem hefur sópað að sér við- urkenningum og verðlaunum síðan henni var fyrst varpað á tjald. Monsoon Wedding er eftir ind- verska leikstjórann Miru Nair. Í henni eru sagðar fimm mismunandi sögur sem samtvinnast þó en sögu- sviðið er Nýja-Delhí þar sem brúð- kaup eitt mikið er í bígerð. Hinir ýmsu meðlimir Vermandi fjölskyld- unnar koma því úr hinum og þessum heimshornum til að vera viðstaddir. Þó að á yfirborðinu sé mikið grín, mikið gaman, er boðskapurinn í raun réttu grafalvarlegur. Nair þykir nefnilega stilla andstæðum Indlands, þ.e. hinum heilögu hefð- um og hinum alltumlykjandi fram- farakröfum nútímalífs listavel upp í þessari mynd. Monsoon Wedding prýðir svo rjómi indverska leikara samtímans og undir myndrásinni glymur hin sérstæða Bollywood-tónlist. Nair fæddist á Indlandi en nam í Indlandi og síðar Bandaríkjunum, í hinum virta skóla Harvard, þar sem hún lauk prófi í félagsfræði. Síðar sneri hún sér til kvikmyndagyðjunnar og sinnti í fyrstu heimildamyndagerð. Lærði hún m.a. hjá sjálfum D.A. Pennebaker sem þekktur er fyrir „Fluga á vegg“ heimildamynd sína um meistara Dylan, Dont Look Back (’67). Fyrsta leikna mynd hennar, Sala- am Bombay! (’88) vakti síðan tölu- verða athygli og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlaunanna eftirsóttu. Myndir Nair þykja oft slá raunsæja tóna og það að hún sé menntaður fé- lagsfræðingur dylst ekki. Enda hef- ur hún lýst því yfir að hún hafi upp- runalega farið í heimildamyndagerð til að sameina áhuga sinn á listum og fræðunum. Næsta mynd Nair mun kallast Hysterical Blindness, og eru það Uma Thurman, Juliette Lewis og Gena Rowlands sem leika aðal- hlutverkin þar. Athyglisvert myndband: Monsoon Wedding Þegar miss- eravindur- inn gnauðar Monsoon Wedding gerist mestmegnis í Nýju Delhi, þar sem ráðgert er að halda brúðkaupið mikla.                                                             !  !"!#$    !     %&' "(  !"!#$  !"!#$ %&' "(  !"!#$  !  !"!#$  ! )*(&+ #&  !"!#$  !"!#$ ,  % !  % !  % !  - - % !  - % !  - - % !  % !  - - - - % !  % !  % !  % !                        ! " #  $ #    %&  ' #   " (  )    # *   #  #   - *   . /  # 0 "     arnart@mbl.is Apaspil/Monkeybone ½ Alls ekki eins vond og gefið hefur verið í skyn, bæði af erlendri pressu og viðtökum vestanhafs. Svolítið tvístígandi í því til hverra skal höfða en hugmyndaauðgin er botnlaus. Fjölskylduleyndarmál/ Familjehemligheter ½ Áhugaverð innsýn í skugga- hliðar sænsku velferðarútópíu átt- unda áratugarins. Kaldranaleg kímni og notaleg nostalgía. Cecil B. Demented ½ Smekkleysusérfræðingurinn John Waters stríðir Hollywood og fer létt með. Hnitmiðuðustu skotin eru þó á þá sem snobba niður á við í bíóheiminum. Þjóðvegur 666/Route 666  Kærkomið eðaldrasl. Hrein og klár „splatter“-mynd með grát- broslegu plotti og ennþá hlægilegri leikframmistöðu. Fleiri svona. Ég, þú, þau/Eu, Tu, Eles  Ástarsaga úr heimi fátækt- ar í dreifbýli Brasilíu. Hvalreki fyr- ir áhugamenn um alþjóðlega kvik- myndagerð. Lest lífsins/Train de vie ½ Áhugaverð evrópsk kvik- mynd sem lýsir draumi um frelsi og flótta meðal gyðinga í hernumdu Frakklandi heimsstyrjaldarinnar síðari. Títus/Titus ½ Sterk og metnaðarfull að- lögun á samnefndu leikriti eftir Shakespeare, þar sem ýmsum brögðum er beitt til að leggja út af efni – sum takast og önnur ekki. Undir sama þaki/ Two Family House Ljúf saga um fjölmenning- arlega árekstra og persónulega drauma í fátækari hverfum New York borgar. Í tómu rugli/Fucked Up ½ Um margt athyglisverð til- vísun í Dog Day Afternoon. Höf- undurinn Ash lofar góður en verður fyrst að læra að hemja sig. Dánarorsök/ Determination of Death ½ Þétt sakamálamynd sem uppfyllir helstu kröfur sem til slíkra kvikmynda eru gerðar. Samsæri/Conspiracy  Stórmagnað sjónvarps- leikrit um frægan fund hæst- ráðenda í nasistastjórn Hitlers, í Wansee í Þýskalandi, þar sem ákvörðunin var tekin um „loka- lausnina“ svokölluðu í gyð- ingaofsóknum. Er gesti ber að garði/ When Strangers Appear  Lætur lítið yfir sér en býr yfir lúmskum krafti þessi ástralski óbyggðakrimmi. Stóra tækifærið/Prime Gig  Vel leikinn svikahrappa- mynd um símasölumenn dauðans. Vince Vaughn og Ed Harris traust- ir. Kvennaskálinn/ Pavilion of Women  Kvikmynd byggð á sam- nefndri skáldsögu frá 1946, er lýsir ástum einstaklinga í skugga kín- versks ættarveldis. Vel gerð kvik- mynd með léttu melódramatísku yfirbragði. Opnaðu augun/ Abre los ojos ½ Sú áleitna og snjalla saga sem sögð er í þessari kvikmynd spænska leikstjórans Alejandro Amenábar hefur líklega ratað til fleiri kvikmyndahúsagesta í formi bandarísku endurgerðarinnar Van- illa Sky. Upprunalegi gripurinn er síst verri. Salsa ½ Hin ómótstæðilega sveifla kúbverskrar salsatónlistar er drif- krafturinn í þessari frönsku róm- antísku gamanmynd. Í myndinni er góður húmor og leiðir sagan ým- islegt óvænt í ljós. Næturklúbbar/Club Land ½ Ágæt kvikmynd þar sem dregin er upp mynd af skemmt- analífinu í New York á sjötta ára- tugnum og saga feðga sögð á nær- færinn hátt. Pílagrímur/Pilgrim ½ Ágæt spennumynd, sem hef- ur líklega ekki þótt nógu stjörnum prýdd til að rata í bíó, en er vel gerð og uppfyllir allar lágmarks- kröfur um góða afþreyingu. Hinn ágæti leikari Ray Liotta á þar stór- an hlut að máli. Örvingluð/ Lost and Delirous  Nærgætin og vönduð mynd sem lýsir tilfinningaflækjum ung- linga á raunsannan hátt. Fínt mót- vægi við annars fínar Böku-myndir. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Hildur Loftsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdi- marsson/  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Heiða Jóhannsdótt ir Hildur Loftsdótt ir Skarphéðinn Guðmundsson Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.