Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 2

Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÆÐIR UM NORÐURLJÓS Landsbankinn hefur skrifað Norðurljósum bréf þar sem segir að verði tillögur bankans um fjárhags- lega endurskipulagningu fram- kvæmdar geti Norðurljós staðið við skuldbindingar sínar. Norðurljós segja skilyrði bankans stefna fyrir- tækinu í þrot. Vara Íraka við Bandaríkjamenn vöruðu Íraka í gær við því að hunsa ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit. Írakar báru hins vegar brigður á umboð vopnaeftirlits- manna. Ker selur hlut í VÍS Sala Kers hf. á 25% hlut í Vá- tryggingafélagi Íslands í gær mark- ar þáttaskil í átökum innan svokall- aðs S-hóps og ber enn vitni sviptingum í íslensku viðskiptalífi. Enn ósáttur vegna prófkjörs Vilhjálmur Egilsson er ósáttur við niðurstöðu kjörnefndar og kjör- dæmisráðs vegna prófkjörsins í Norðvesturkjördæmi og segir að hinir brotlegu njóti en fórnarlömbin gjaldi brota á reglum. Kosið aftur í Borgarbyggð Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð félagsmálaráðuneytis um að ógilda úrskurð sveitarstjórnarkosn- inga í Borgarbyggð og sneri þar með við úrskurði héraðsdóms. Í skuld við Skagamenn Spænska knattspyrnuliðið Real Betis hefur ekki staðið í skilum við ÍA vegna kaupanna á Jóhannesi Karli Guðjónssyni frá hollensku liði í fyrra. Skagamenn hefðu átt að fá um 15 milljónir í sinn hlut. Slétt og fellt Baráttan við hrukkurnar er í al- gleymingi hér á landi og stöðugt bætast við nýjungar. Restylane nefnist nýjasta efnið og segir Ottó Guðjónsson, lýta- og fegrunarlækn- ir, að líta beri á fegrunaraðgerðir sem eðlilegt viðhald. B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ARNO Pijpers, landsliðsþjálfari Eistlands, hef- ur valið átján manna landsliðshóp fyrir við- ureignina við Íslendinga í Tallinn á miðviku- daginn kemur. Eins og áður er kjarni liðsins frá meistaraliðinu FC Flora Tallinn, eða ellefu leik- menn. Pijpers er einnig þjálfari Flora. Sex leik- menn hópsins leika með liðum utan Eistlands og eru þeir allir fyrrverandi leikmenn Flora, þannig að sautján leikmenn landsliðsins leika eða hafa leikið með Flora. Einn þeirra er Andr- eas Oper, sem skoraði þrennu fyrir Álaborg í dönsku meistarakeppninni um sl. helgi og von- ast hann til að vera áfram á skotskónum gegn Íslendingum. Eini leikmaður hópsins, sem hef- ur ekki leikið með meistaraliðinu, er Sergei Hohlov-Simson, fyrirliði FC Lavadia Maardu. Sautján Flora- menn gegn Íslendingum ROY Keane, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester United, gæti verið á leið í enn frek- ari vandræði. Skýrt var frá því í enskum blöð- um í morgun að á myndbandi sem Keane gefur út síðar í þessum mánuði segist hann sjá eftir því að hafa ekki barið Alan Shearer almenni- lega þegar þeim lenti saman í leik á síðasta keppnistímabili. Keane fékk rauða spjaldið í umræddum leik gegn Newcastle. Shearer reyndi þá að tefja leikinn undir lok hans og það fór í taugarnar á Keane sem hljóp til og hrinti honum. „Ég var rekinn af velli fyrir að ýta við honum en ég hefði átt að berja hann almennilega. Refsingin hefði verið sú sama. Ef maður er hengdur, er eins gott að hafa unnið fyrir því.“ Keane hefur þegar verið dæmdur í bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli í bók sinni. Þar kom fram að hann hefði slasað Alf Inge Haaland, leikmann Manchester City, af ásettu ráði. Nú er beðið viðbragða frá samband- inu við þessum ummælum Írans skapheita. Reuters Alan Shearer, fyrirliði Newcastle. „Hefði átt að berja Shearer“ MUAMMAR al Gaddafi, leiðtogi Líbýu, og fyr- irtæki í eigu hans hefur áhuga á að eignast hlut í Liverpool, en fyrir á fjárfestingarfyrirtæki hans og fjölskyldunnar 7,5% hlut í Juventus á Ítalíu. Sonur Gaddafis, El-Saadi, var á Anfield á dög- unum þegar Liverpool mætti Valencia í Meist- aradeild Evrópu, en El-Saadi er mikill aðdáandi Michaels Owens og Liverpool-liðsins. Við- urkenndi El-Saadi í samtali við Sunday Times að ríkur áhugi væri á því að kaupa hluti í félaginu eða þá í velli félagsins. „Sumar þjóðir fjárfesta í vopnum en við viljum leggja peninga okkar í aðra hluti. Með því viljum við sýna umheiminum aðra mynd af Líbýu en þá sem blasað hefur við undanfarin ár,“ sagði El-Saadi sem rennt hefur einnig hýru auga til félaga í Grikklandi og á Ítalíu, þar á meðal Lazio sem á í verulegum fjár- hagsþrengingum um þessar mundir. Gaddafi vill kaupa hluti í Liverpool Nýjar reglur Alþjóða knattspyrnusam-bandsins, FIFA, um svokallaðar „samstöðubætur“ til uppeldisfélaga tóku gildi þann 1. september 2001. Samkvæmt þeim renna 5 prósent af söluverði leik- manns sem seldur er á milli landa til þeirra félaga sem hann lék með frá 12 ára til 23 ára aldurs. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að sölu- verð Jóhannesar Karls hefði aldrei fengist að fullu staðfest en það væri talið vera á bilinu 6-7 milljónir evra. Það eru rúmar 500 milljónir króna. Geir sagði að Skaga- menn ættu að fá um 3 prósent af þeirri upphæð í sinn hlut, sem gæti þá verið í kringum 15 milljónir króna. „Við höfum ítrekað óskað liðsinnis frá FIFA í þessu máli en þar á bæ hafa menn dregið lappirnar vegna þess að ýmsar reglugerðir í sambandi við samstöðubæt- urnar og svokallaðar uppeldisbætur hafa ekki verið nægilega skýrar. Nú hafa reglurnar um uppeldisbætur verið lagðar til hliðar til ársins 2004 en þá stendur eftir að samstöðubæturnar, sem ÍA á allan rétt á, eru ótvíræðar. Við mun- um því sækja þetta af fullum krafti,“ sagði Geir Þorsteinsson. Norska 3. deildarliðið Stryn fékk fyrir skömmu 27,4 milljónir króna í samstöðu- bætur vegna sölunnar á Tore Andre Flo frá Glasgow Rangers til Sunderland. Ljóst er að ef Eiður Smári Guðjohnsen verður seldur frá Chelsea til liðs utan Englands eiga ÍR, Valur og KR von á umtalsverðri búbót. Betis enn í skuld við Skagamenn SPÆNSKA knattspyrnufélagið Real Betis hefur enn ekki greitt Skagamönnum til- skildar bætur þrátt fyrir að það hafi keypt Jóhannes Karl Guðjónsson af RKC Waal- wijk í Hollandi í september á síðasta ári. Skagamenn og KSÍ eru þessa dagana að búa sig undir að sækja málið á hendur Spánverjunum af fullri hörku. Morgunblaðið/Golli Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður með Real Betis á Spáni, er hér fyrir aftan varnarvegg í leik gegn Litháen – Brynjar Björn Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Heiðar Helguson, Gylfi Einarsson og Haukur Ingi Guðnason. ■ Flo færir Stryn / C3 ■ ÍR og Valur / C3 2002  FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER BLAÐ C F Ö S T U D A G U R 1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  VIÐHALD ÆSKUBLÓMANS/2  TÍMI FYRIR TRIMM/4  ANDLEG NÆRING Á MJÓLKURFERNUM/6  DRAUMURINN/7  AUÐLESIÐ/8  ÞEGAR nytjahlutir byrja að birtast íóreglulegum formum eða diskur er hærriöðrum megin, má staldra við. Bognar lín-ur, skakkir hlutir og ósamhverfa vekja athygli þegar gjafavara þessum eiginleikum gædd stendur til sýnis í verslunum. Bogarnir og skekkjan eiga líklega rætur sínar að rekja til náttúrulegra, lífrænna forma en und- anfarinn áratug hefur svokallaður lífrænn form- stíll verið vinsæll. Á sjötta áratugnum var einnig töluvert um ósamhverf form en mikið hefur ein- mitt verið leitað til þess tímabils í húsbún- aðarhönnun undanfarin ár. Kemur auganu á óvart Augun leita að samhverfu þegar við horfum í kringum okkur og regluleg form eru vissulega ríkjandi þegar náttúrunni sleppir og borg- arumhverfi og vinnan tekur við. Það væri und- arlegt ef takkarnir á lyklaborðinu væru ekki reglulegir ferhyrningar heldur hrúga af óreglu- legum formum. Útlit hlutanna á myndunum koma auganu á óvart, það er eitthvað óvenjulegt við þá, annað en við eigum að venjast. Ekki sömu beinu línurnar og reglulegu formin, heldur bogar, beyglur og ósam- hverfa. Það er eitthvað skemmtilegt við þessi skökku glös. Skekkjan hefur stundum tilgang Finnski hönnuðurinn Alvar Aalto hannaði vas- ana sína frægu árið 1936. Þeir eru ekki skakkir en í þeim koma saman bognar línur, ósamhverfa og fáguð hönnun. Vasinn er eitt af táknum hönn- unar síðustu aldar og hefur verið nútímalegur allt frá upphafi. Ekki skal fullyrt hvort vasi Aaltos marki upphafið að hönnun ósamhverfra hluta en hann er a.m.k. elsti hluturinn sem sést á þessum myndum. Skekkjan hefur stundum yfirlýstan tilgang. Ítalski hönnuðurinn Enzo Mari hannaði skakka ruslafötu árið 1971 þar sem hann vann með þá hegðun fólks að miða og henda í ruslafötuna og taldi meiri líkur á að viðkomandi hitti ef fatan hallaði í átt til hans. Útilampar frá Habitat. Lífræn form í garðinn. Fuglakannan sækir bogið form sitt í dýrarík- ið. Finnsk hönnun Kati Tuominen í Art Form. Diskarnir eru hærri öðrum megin, bogadregin hnífapör, glös á bogafæti og skakkir vasar frá Í húsinu. Ósamhverfir kertaplattar frá Habitat minna á hönnun 6. áratugarins. Vasar úr smiðju Alvars Aalto sem fást í Art Form. Ósamhverfan í sinni fáguðustu mynd. Morgunblaðið/Golli Er kokteilglasið í Í húsinu að bráðna? Skemmtileg skekkja Yf ir l i t HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá ákvörðun félagsmálaráðuneytisins frá í sumar að ógilda úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í Borgarbyggð. Sneri rétturinn þannig við úrskurði Héraðsdóms Vesturlands frá 24. september sem felldi úr gildi úr- skurð ráðuneytisins frá 30. júlí sl. Tveir dómarar af fimm skiluðu sér- áliti í málinu. Deilt var um gildi sveitarstjórnar- kosninganna í Borgarbyggð 25. maí sl. Í kjölfar kæru Framsóknarfélags Mýrasýslu komst félagsmálaráðu- neytið að þeirri niðurstöðu að ógilda bæri kosningarnar. Með vísan til þess að ráðuneytið hefði farið út fyr- ir valdmörk sín með því að ógilda kosningarnar þótt slík krafa hefði ekki verið höfð uppi felldi héraðs- dómur úrskurðinn úr gildi. Meirihluti Hæstaréttar komst að annarri niðurstöðu. Segir hann að við meðferð félagsmálaráðuneytisins á kæru framsóknarfélagsins hefði blasað við að utankjörfundaratkvæði með sams konar ágalla hefðu ekki fengið sömu meðferð við talningu at- kvæða í Borgarbyggð og hefði það legið ljóst fyrir frá upphafi án þess að til nokkurra viðbragða kæmi af hendi þeirra sem um framkvæmd kosninganna fjölluðu í héraði. Hefði ráðuneytinu því bæði verið rétt og skylt að láta það til sín taka og stóð kröfugerð framsóknarfélagsins því ekki í vegi. Fyrir hafi legið að niðurstaða taln- ingar hafði orðið sú að jafnmörg at- kvæði voru að baki fjórða manni á B-lista og öðrum manni á L-lista. Utankjörfundaratkvæði sem meta hefði átt ógilt en var ranglega sett í kjörkassa gat beinlínis haft áhrif á úrslit kosninganna og hlaut sá ágalli að leiða til ógildingar þeirra sam- kvæmt skýru ákvæði í 94. gr. laga nr. 5/1998. Hæstiréttur segir að niður- stöðu félagsmálaráðuneytisins um ógildingu sveitarstjórnarkosning- anna hafi því ekki verið haggað. Meirihlutann skipuðu Guðrún Er- lendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein en Garðar Gísla- son og Hrafn Bragason skiluðu sér- atkvæði. Málskostnaður fyrir Hæstarétti og í héraði var felldur niður. Gjaf- sóknarkostnaður upphaflegs stefn- anda málsins var dæmdur á ríkis- sjóð, þar með talin samtals 700.000 króna málflutningsþóknun lög- manns hans fyrir báðum dómstigum. Ógilding kosninga í Borgarbyggð staðfest í Hæstarétti Úrskurði héraðs- dóms snúið við HELGA Hall- dórsdóttir, for- seti bæjar- stjórnar Borgar- byggðar, segist ekki líta svo á að fjárhagslegar skuldbindingar Borgarbyggðar og ákvarðanir sem bæjaryfirvöld hafi tekið fram að þessu séu ógildar í ljósi dóms Hæstaréttar frá í gær. „Það fyrsta sem við munum gera er að hafa samband við félagsmála- ráðuneytið og fá leiðbeiningar frá því um framhaldið. Ég lít nú svo á að eftir niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands séu allar okkar ákvarðanir í gildi og hafi verið hingað til,“ segir Helga. Hún segir það samdóma álit allra í bæjarráði að reyna að efna til kosninga eins fljótt og auðið er og helst fyrir áramót. Kosið fyrir áramót? arstjórinn ekki síður. Aðspurð sagðist Ásdís Halla einu sinni hafa reynt fyrir sér sem tísku- sýningardama sem unglingur en fljótlega séð að það hafi ekki átt við hana. „Þetta gekk samt ágætlega enda voru Garðbæingar mjög skemmtilegir og hvetjandi.“ MEÐAL þeirra glæsilegu kvenna sem tóku þátt í tískusýningu á Garðatorgi í gærkvöldi var bæj- arstjórinn, Ásdís Halla Bragadóttir. Sýningin var liður í menningarkvöldi Garðabæjar og vildi bæjarstjórinn ekki láta sitt eftir liggja. Virtust bæjarbúar hinir ánægðustu með tiltækið og bæj- Sýningin var liður í menningarkvöldi og telur Ásdís að aldrei hafi annar eins fjöldi verið á Garðatorgi og mikil stemming. María Lovísa fatahönnuður átti heiðurinn af flíkunum en starfsmenn hárgreiðslustofunnar Cleo sáu um hárgreiðsluna og Gréta Boða um snyrtingu. Morgunblaðið/Þorkell Reffilegur bæjarstjóri STURLA Böðvarsson, sam- gönguráðherra, segir óhjá- kvæmilegt að bregðast við ítrekuðum stóryrðum Vil- hjálms Egilssonar í fjölmiðlum. „Viðbrögð Vilhjálms Egils- sonar við úrslitum prófkjörsins valda mér miklum vonbrigðum. Nú síðast ruglar hann saman annars vegar sérstökum trún- aðarmönnum flokksins við framkvæmd prófkjörsins og hins vegar stuðningsmönnum einstakra frambjóðenda. Slíkt er afar ómálefnalegt og ósann- gjarnt. Ásakanir hans í garð stuðningsmanna minna eiga ekki við nein rök að styðjast. Vegna ítrekaðra stóryrða í fjöl- miðlum í minn garð og stuðn- ingsmanna minna, er óhjá- kvæmilegt að bregðast við. Það mun ég gera með hagsmuni sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi að leiðarljósi,“ seg- ir Sturla. Hann vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið eða skýra frá því hver viðbrögðin yrðu þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gærkvöldi. Boðað til fundar í Skaga- firði og Húnavatnssýslum Boðað hefur verið til fundar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Skagafirði og Húna- vatnssýslum á sunnudag til að ræða stöðu mála í kjölfar hins umdeilda prófkjörs. Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Vilhjálmur Egilsson að sjálfstæðismenn fyrir norð- an séu farnir að nefna hug- myndir um sérframboð. Þetta sé þó ekki gert að hans frum- kvæði og sjálfur vill hann ekk- ert um það segja fyrr en að loknum fundi fulltrúaráðsins sem haldinn verður á Blöndu- ósi. Sturla Böðvarsson Ásakanir eiga ekki við rök að styðjast  Snýst um/14 Í dag Sigmund 8 Minningar 44/50 Viðskipti 14/18 Hestar 51 Erlent 19/23 Myndasögur 56 Höfuðborgin 24 Bréf 56/57 Akureyri 25 Dagbók 58/59 Suðurnes 26 Brids 59 Landið 27 Leikhús 60 Listir 28/33 Fólk 60/65 Forystugreinar 34 Bíó 62/65 Viðhorf 38 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 38/43 Veður 67 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Jólaundirbúningur í Húsasmiðjunni. Blaðinu er dreift um allt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.