Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 27 „ÞAÐ þarf kjark til þess að setja markmið stjórnmálaflokka inn í slík- an hugbúnað þar sem allir geta séð hver markmið bæjarmeirihlutans eru og hvernig til hefur tekist að ná þeim á kjörtímabilinu. Akranes er líkast til frumkvöðull á þessu sviði en ekki er vitað til þess að nokkurt sveitarfélag hafi sett markmið fram með þessum hætti,“ sagði Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, þegar tekinn var form- lega í notkun nýr hugbúnaður sem nefnist „skorkort“ og er framleiddur af íslenska fyrirtækinu IM (Inform- ation Managament). Hugbúnaðurinn er ætlaður stjórnendum og forstöðumönnum sem geta þar með fylgst með árangri í markmiðasetningu og á að auð- velda miðlun upplýsinga um stjórn- un og árangur í einstökum verkefn- um. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, sagði að auðvelda ætti bæjarbúum að fylgjast með gangi mála á öllum þeim sviðum sem starf- semi bæjarins nær yfir. „Sem dæmi má nefna að bæjarbú- ar eiga að geta farið inn á heimasíðu Akranesbæjar og fylgst með því hverju var lofað í ýmsum málaflokk- um og hvernig staðan er á hverjum tíma. Þetta er einnig liður í því að gera boðskiptin einfaldari á milli stjórnmálamanna, starfsmanna Akraneskaupstaðar og að sjálfsögðu bæjarbúa,“ sagði Gísli. Guðmundur Páll Jónsson, formað- ur bæjarráðs, bætti því við að mikil vinna hefði verið lögð í að koma meirihlutasamkomulagi Framsókn- arflokks og Samfylkingar í það horf að hægt væri að mæla markmiðin í skorkortinu. „Að mínu mati getur hugbúnaðurinn hjálpað til á mörgum sviðum og ekki síst þeim sem starfa hjá bæjarfélaginu. Í skorkortinu er nákvæm lýsing á hver markmiðin eru og slíkt tæki ætti að gefa vissa línu sem menn geta þá fikrað sig eft- ir til þess að ná þessum markmiðum. Samt sem áður er þetta lifandi vinna og þótt eitthvað sé sett inn í slíkt umhverfi er ekki þar með sagt að hlutirnir séu dauðir. Margir hlut- ir verða í stöðugri þróun á hverju kjörtímabili fyrir sig. Að auki er þetta gott tæki fyrir minnihlutann hverju sinni sem getur þá veitt meirihlutanum öflugt aðhald, sem er nauðsynlegt,“ sagði Guðmundur. Menn voru sammála um að upp- gjör hvers kjörtímabils yrði einfald- ara með notkun skorkortsins og sagði Sveinn að nú gætu stjórnmála- menn ekki þrefað rétt fyrir kosn- ingar um hvað hefði farið úrskeiðis og hvað hefði áunnist á kjörtíma- bilinu. „Markmiðin eru skýr og nú þarf aðeins að prenta þau út í lok kjörtímabilsins þar sem allir sjá það svart á hvítu hvernig tekist hefur til,“ sagði Sveinn. Hugbúnaðurinn er metinn á um 750 þúsund kr. og sagði Gísli að gaman væri að ríða á vaðið í þessum efnum en nú þegar nota Samskip, Orkuveita Reykjavíkur, Mjólkur- samsalan og Reykjavíkurhöfn skor- kortið. Fylgst með kosningalof- orðum á Netinu Akranes Morgunblaðið/Sigurður Elvar Frosti Jónsson, Ragnar Bjartmarz, Gísli Gíslason, Sveinn Kristinsson og Karl Jóhann Jóhannsson kynna hið nýja „skorkort“ Skagamanna. EITT fyrsta alvörumerkið um hressilegan vetrarvind birtist þegar litið var út um gluggana nýlega. Fjórir uppljómaðir tog- arar lágu í vari við eyjuna og rugguðu til og frá á úfnum öld- unum. Grímsey sem er 105 metra há veitir ótrúlega gott skjól hér úti á hafinu meira en 40 sjómílur frá landi. Skipin þurfa ekki að sigla til heimahafnar heldur bíða þess að veður lægi. Á meðan lýsa ljósin frá þeim eins og þorpsljós í vetrarmyrkrinu. Þegar Kári blæs og hvín er gott að eiga skjól við Grímsey. Eyjan veitir gott skjól Grímsey „ÞETTA er sóðaskapur og er okkur ekki til sóma,“ segir Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, um forna ruslahauga við afleggjarann að Öndverðarnesi. Þar var meðfylgj- andi mynd tekin í sumar. „Þetta er dæmigert fyrir þann hugsunarhátt fyrr á tíð þegar fólk taldi að lengi tæki sjórinn við.“ Þrátt fyrir að ruslahaugunum hafi verið lokað fyrir mörgum árum hafa verið brögð að því að fólk losi sorp þar þrátt fyrir bann þar að lútandi. „Í sumar var grafinn skurður til að hindra umferð og settar upp keðjur og 2 m há girðing til að koma í veg fyrir að fólk sturtaði sorpi þarna fram af.“ Kristinn segir að innan sveitarfé- lagsins hafi ekki verið rætt um að hreinsa upp haugana, en hann veltir upp þeirri spurningu hvort rétt sé að varðveita þá til að minna á söguna og umhverfisvitund fólks áður fyrr. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson „Þetta er sóðaskapur“ Snæfellsnes MARNIX Koolhaas frá Hollandi kom í heimsókn til Grímseyjar eftir að hafa lesið bók um eyjuna eftir séra Róbert Jack, sem var síðasti prestur Grímseyinga sem hafði bú- setu í eyjunni. Hann flutti héðan ár- ið 1953. Það var þrennt sem Marnix fannst standa upp úr að lestri lokn- um. Sagan ótrúlega um samband Bandaríkjamannsins dr. Daníels Willard Fiske og Grímseyinga heill- aði Marnix. Skákáhugi Fiske og fólksins hér og síðast en ekki síst heimskautsbaugurinn. Marnix á sjálfur ættir að rekja til smáeyjar úti fyrir Hollandi þar sem móðir hans fæddist. Þar með vaknaði áhugi hans á eyjum almennt. Ekki fyrir löngu heimsótti hann eina afskekktustu eyju í heimi, Tristan de Cune. Þangað er siglt frá Cape Town tvisvar á ári og far- kosturinn HEKLA, gamla strand- ferðaskip okkar Íslendinga. Um borð sagði Marnix að allar leiðbein- ingar og skilti væru enn á íslensku. Heklan er fallegt og sérlega vel við haldið skip með fægðum kopar og stífpússuðum tréþiljum bætti hann við. Póstbáturinn sem færir íbúum Tristan póstinn mun vera síðasti póstbátur sem er á ferðinni í heim- inum og siglir frá Englandi. En enska er mál Tristanbúa sem eru rétt um 300 manns. Marnix fannst margt líkt með Grímsey og Tristan. Á báðum stöðum lifir fólkið ein- göngu af fiski sem það veiðir – hér er það aðallega þorskurinn sem gefur tekjurnar en á Tristan er það dýrmætur humar. Marnix dvaldi í Grímsey í fjóra daga og valdi nóvember sér- staklega til að geta kynnst íbúunum enn betur í gegnum hátíðisdaginn – Fiske-daginn, sem er alveg ein- stakur í sjálfu sér. Dr. Fiske sem tók Grímsey að hjarta sér fyrir meira en 100 árum og er minnst 11. nóvember ár hvert, velgjörð- armannsins sem á svo stórt pláss í hjarta allra Grímseyinga. Hollenskur fréttamað- ur heillast af Grímsey Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Hollendingurinn Marnix Koolhaas heimstótti Grímsey eftir að hafa lesið bók um eyjuna. Á HÖFÐABREKKU í Mýrdal er verið að stækka hótelið og ganga byggingarframkvæmdir mjög vel, grunnurinn er tilbúinn og platan steypt. Áður en platan var steypt var gengið frá hitalögnum í allt gólfið en hita á hótelið með heitu vatni sem flæðir upp úr holu sem var boruð á Höfðabrekku í fyrravetur og skilaði um 40 gráða heitu vatni. Lagnaþjón- ustan á Selfossi sá um að leggja hita- lagnirnar sem eru heilmikið röra- virki um allan grunninn. Ingvar Jóhannesson var að aðstoða starfs- menn Lagnaþjónustunnar við verk- ið. Um leið og Ingvar leit upp til að heilsa fréttaritara komu báðir heim- ilishundarnir hlaupandi og vildu fá athygli. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ingvar Jóhannesson ásamt Skottu og Lappa. Miklar lagnir í grunni Fagridalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.