Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í síðustu viku var haldin kennslustund í sérhags- munapoti og atkvæða- veiðum á Alþingi. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem pot og veiðar fara fram í sölum Alþingis og hægt er að fullyrða að þetta hafi ekki heldur verið síðasta potið eða síðasta veiðiferðin. Það sem um ræðir er tillaga til þingsályktunar um virð- isaukaskatts af barnafötum sem ungur varaþingmaður lagði fram. Tillagan hljómar óskaplega vel, enda má spyrja hver geti verið á móti því að fella niður skatt af barnafötum? Fyrir því hljóta að vera annarleg sjónarmið að vilja skattleggja barnaföt. Eða hvað? Nei, það eru reyndar fullkomlega eðlileg sjón- armið á bak við skatt- lagningu barnafatnaðar, svona að því gefnu að menn vilji yfirleitt að hér sé lagður á skattur og að rík- ið fái einhverjar tekjur. Rökin fyrir því að undanskilja ekki barnaföt skattheimtu eru meðal annars þau að með því væri verið að flækja skattkerfið og hygla einum á kostnað annarra. Barna- fólk hefði tímabundna hagsmuni af því að barnaföt lækkuðu, en að því gefnu að ríkið þurfi þær tekjur sem það aflar sér þýðir af- sláttur til barnafólks aðeins að aðrir verða að greiða hærri skatta. Það verður ekki bæði haldið og sleppt, ef skattur á eina vöru er lækkaður þarf hann að hækka á næstu vöru. Hingað til hefur virð- isaukaskattur á Íslandi þótt með allra mesta móti, en tillaga um að undanskilja ákveðnar vörur felur í sér að hann hækki enn. Tillögur á borð við þær að afnema virð- isaukaskatt af tilteknum vörum sem ákveðnir þrýstihópar í þjóð- félaginu hafa áhuga á, ættu í raun að heita tillögur um hækkun skatta á aðrar vörur. Þannig hefði þingsályktunartillaga unga varaþingmannsins með réttu átt að heita tillaga til þingsályktunar um hækkun virðisaukaskatts af öllu nema barnafötum. Með þessu orðalagi er að vísu hætt við að varaþingmaðurinn hefði fengið minna hrós og líklega hefði engin stórverslun keypt undir hann auglýsingu til að kynna þessa snjöllu hugmynd um hækkun virðisaukaskatts af flestu því sem verslunin selur. Fleiri röksemdir má nefna gegn þessu „góða máli“. Spyrja má, hvað eru barnaföt? Nýverið var stigið það ógæfuspor að gera sextán og sautján ára ein- staklinga að börnum í lagalegum skilningi. Á þetta fólk að fá föt án virðisaukaskatts? Ef svo er, hvernig á þá að koma í veg fyrir að fullvaxinn sautján ára maður kaupi föt fyrir tvítugan frænda sinn? Eða fertugan föður sinn? Verður þetta kerfi þar sem að- eins þeir heiðarlegu greiða skatta en hinir sleppa? Já, reyndar er það svo að með því að fjölga göt- um í skattkerfinu er verið að veita þeim sem vilja nýta sér göt- in aukið svigrúm. Tillaga um skattalega sérmeðferð á ákveðnum vörum felur sem sagt einnig í sér tillögu um aukin und- anskot frá skatti. En ef til vill á ekki að leyfa sautján ára „börnum“ að kaupa föt án virðisaukaskatts. Hugs- anlega á að draga mörkin við ein- hvern annan aldur, til dæmis sex ár. Allir sem eru yngri en sex ára fái föt án virðisaukaskatts. En hvað með þá sem eru sjö ára, hvers eiga þeir að gjalda? Og hvað með smávaxna átta ára, eiga þeir að ganga í ódýrari fötum en stærri jafnaldrar þeirra? Það væri svo sem ekki endilega mjög alvarlegt vandamál, en hvað með sex ára krakka sem eru stórir og digrir eftir aldri? Eiga þeir að líða fyrir að hafa vaxið og dafnað af meiri krafti en aðrir? Hver er sanngirnin í því? Þetta má svo sem leysa með því að ekki sé far- ið eftir því fyrir hvaða aldur fötin eru saumuð, heldur fái foreldrar barna á vissum aldri end- urgreiddan virðisaukaskatt af fatnaði á börnin. Í kringum þetta mætti smíða mikið kerfi og ráða marga starfsmenn til skattsins til að sinna þessu. Með því væri þó aldrei hægt að koma í veg fyrir að þeir gengju í skattlausum föt- um sem ætlast væri til að greiddu fullan skatt, því auðvelt væri að svindla á kerfinu. Eins og sagði hér að framan er tillagan um barnafötin og skatt- kerfið ekki sú fyrsta sem ætluð er til atkvæðaveiða með sérhags- munapoti og ýmsar hafa því mið- ur komist af hugmyndastiginu og til framkvæmda. Þar má nefna sjómannaafsláttinn svo kallaða. Sá afsláttur, sem ætti að heita tekjuskattsauki fyrir aðra en sjó- menn, kostar ríkið um tvo millj- arða króna á ári og veldur því að skatthlutfallið er hærra en það þyrfti að vera ef enginn nyti þessara forréttinda. En það er eins með sjómennina og börnin, með því að vera á móti forrétt- indum þeim til handa þykja menn vera á móti þeim sjálfum og þess vegna hætta þingmenn ekki á að leggja til að þessu verði breytt. Með því að afnema und- anþágur frá virðisaukaskatts- kerfinu í stað þess að fjölga þeim, mætti lækka skattinn um mörg prósentustig án þess að ríkið missti af nokkrum tekjum. Lækkun hlutfallsins og afnám undanþágna yrði líka til þess að skatturinn myndi skila sér betur og þess vegna væri hægt að lækka skattinn enn meira en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið hefur af undanþágunum. Tillögur um jafnari og lægri skatta, sem eru í eðli sínu sann- gjarnir og hygla ekki einum á kostnað annarra, eru þær sem ungir varaþingmenn og aðrir ættu að leggja fram á Alþingi. Þær þykja hins vegar – svo furðulegt sem það nú er – ekki til dægurvinsælda fallnar. Þess vegna kjósa þeir stjórn- málamenn, sem vilja viðra sig í fjölmiðlum, láta hampa sér þar og veiða þannig nokkur atkvæði, yf- irleitt þá leið að leggja til aukna mismunun og hærri skatta. Barnaleg tillaga Tillögur um jafnari og lægri skatta, sem eru í eðli sínu sanngjarnir og hygla ekki einum á kostnað annarra, eru þær sem ungir varaþingmenn og aðrir ættu að leggja fram á Alþingi. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is 15. NÓVEMBER 2002 fagna Spoex, samtök psoriasis og exem- sjúklinga, 30 ára afmæli sínu. Af því tilefni var Elisabeth Fjelde, hjúkrunarforstjóra norrænnar meðferðarstöðvar fyrir psoriasis- sjúklinga á Kanaríeyjum, boðið að halda erindi á veglegri afmælishá- tíð er samtökin héldu 28. septem- ber sl. Norski Ríkisspítalinn rekur fyrr- nefnda meðferðarstöð á Valle Mar- ina á Kanaríeyjum frá september til júní ár hvert. Þar koma hópar af norskum, sænskum, finnskum og íslenskum psoriasis-sjúklingum og dvelja í 3–4 vikur. Ef sjúklingur óskar eftir að kom- ast í loftslagsmeðferð þarf hann að fara til húðlæknis sem fyllir út um- sókn til Tryggingastofnunar ríkis- ins. Umsóknir um loftslagsmeðferð fara fyrir siglinganefnd með sama hætti og annarra sjúklinga sem þurfa erlendis til lækninga. Sjúk- lingar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að komast í þessa með- ferð. Siglinganefnd fjallar um um- sóknina, samþykkir eða hafnar og sendir sjúklingi svar. Margir halda að loftslagsmeðferð sé eins og dæmigerð sólarlanda- ferð, sem fólk sækir í sínu fríi, en svo er ekki. Í loftslagsmeðferð er hópur psoriasis-sjúklinga saman kominn, langt að heiman án fjöl- skyldu sinnar, í þeim eina tilgangi að fá bata við sínum sjúkdómi. En ekki spillir fyrir að þessi meðferð er ein sú náttúrulegasta sem völ er á. Á meðferðarstöðinni Valle Mar- ina er um innskrift að ræða eins og á sjúkrahús. Fylgja þarf ákveðnu meðferðarprógrammi, undir eftir- liti lækna og hjúkrunarfræðinga sem starfa við stöðina, sem og reglum sem á henni gilda. Dagur í meðferð Meðferðin er fólgin í því að liggja eða vera í sólinni. Hver dagur er öðrum líkur og fátt til tilbreyting- ar. Undirrituð fór í loftslagsmeð- ferð á síðastliðnu hausti og dæmi- gerðum degi er hægt að lýsa á eftirfarandi hátt: Ég vakna kl. 7:30 og fer að skokka niðrá strönd í morgunsval- anum. Er mætt aftur á stöðina rétt fyrir kl. 8:15, en þá er mæting í nafnakall og morgunleikfimi. Svo morgunmatur og þá að hafa sig til í sólina. Ekki gleyma neinu; hand- klæði, nesti, vatnsbrúsi, sólarvörn, rakakrem, sólgleraugu, bók… Svo er lallað niður á strönd, handklæðið breitt út og lagst og legið og legið, eins og það sé manns æðsta ósk og sterkasta hlið að liggja í sólbaði uppá hvern dag í 3–4 vikur. En hvað leggur maður ekki á sig til að fá blettina burt? Fyrst leggst ég á bakið svo að skíni á blettina framan á leggjunum, hnjánum, lærunum, maganum, brjóstunum og andlitinu. Svo sný ég mér á hlið til að skíni á hliðarnar (æi já, blettirnir á lærunum og ökklunum eru svo þykkir og þrálát- ir), ég teygi handleggina upp svo skíni nú örugglega á olnbogana. Sú staða er allt að því óbærileg en ég verð að láta mig hafa það. Svo kem- ur að því að leggjast á magann. Þvílíkur léttir og nú skín á alla bletti að aftanverðu. En ansi er sandurinn óþægilega harður, ég sem var að vonast til að geta blund- að stundarkorn. Æi, gleymdi að snúa handarbakinu upp, þar er svo stór blettur. Svo leggst ég á hina hliðina og sama sagan endurtekur sig. Korter eftir korter, hálftíma eftir hálftíma, klukkutíma eftir klukkutíma og ég lifi enn. Ekki má gleyma sjónum svo af og til stend ég upp og dýfi mér á kaf í sjóinn og fæ mér hressandi sundsprett. Nudda síðan sjónum vel á blettina sérstaklega í hárs- verðinum. Svo leggst ég á vind- sængina og læt mig fljóta á henni um stund. Þar sem aldan vaggar mér blítt hugsa ég um hve gott ég hef það þrátt fyrir allt. En hugs- unin um hvað börnin mín litlu skyldu vera að gera heima núna læðist í kollinn og þá er kominn tími til að drífa sig í land og skvetta svolitlum sjó á félagana sem liggja eins og skötur á sínum mottum. Ég er aldeilis ekki ein á ströndinni. Og þar sem við „þjáningarsystkinin“ liggjum þarna og byltum okkur, dæsum og stynjum, lumar einhver á skemmtisögu og við hlæjum hvert að annars fyndni. „Maður er manns gaman“ og við viljum trúa því að hláturinn lengi lífið, stytti sólarleg- una og bægi blettunum burt. En algengustu setningarnar á ströndinni eru: „Hvað er klukkan, er ekki að koma hádegismatur?“ „Hvað er klukkan, erum við hálfn- uð í dag?“ „Nú, er hún ekki meira?“ Leiðin heim á stöð síðdegis er löng og ströng. Þrútin af hita og þakin svita og saltperlum er gott að slappa af stundarkorn, fara í góða sturtu og smyrja síðan rakakremi vel á kroppinn. „Enginn er einn þótt hann virðist stakur“ Fyrir marga sem eru að fara í loftlagsmeðferð í fyrsta sinn er það upplifun að sjá aðra psoriasis-sjúk- linga og bera ástand sitt saman við þá bara með því að horfa. Fólki gefst tækifæri til að klæðast erma- og skálmalausum fötum (jafnvel í fyrsta sinn í mjög langan tíma) án þess að hafa á tilfinningunni að blettina þurfi að hylja því að allir hinir eru líka með bletti. Það er allt í lagi að klóra sér innan um annað fólk því hinir klóra sér líka og margir miklu meira en maður sjálf- ur. Fólki gefst kostur á að tala við aðra með sömu reynslu og læra af hvort öðru. Alltaf er hægt að leita til félaga í hópnum sem skilur, huggar og samgleðst. Loftslagsmeðferð fyr- ir psoriasis-sjúklinga Eftir Signýju Þórðardóttur „Meðferðin er fólgin í því að liggja eða vera í sólinni.“ Höfundur er psoriasis-sjúklingur. FRÉTTABLAÐIÐ slær upp á forsíðu 31. október 2002 að menn séu: „Uggandi vegna 34 milljarða ábyrgðar“ og síðar að skipað hafi verið í starfshóp til að meta arð- semi Kárahnjúkavirkjunar. Í hópn- um er fulltrúi iðnaðarráðuneytis- ins, Friðrik Már Baldursson, Sigurður Snævarr fyrir Reykjavík- urborg og Arnar Árnason fyrir Ak- ureyrarbæ. Var arðsemi Kárahnjúkavirkjun- ar ekki til staðar og var henni ekki leynt á Alþingi eins og Ögmundur Jónasson, alþingismaður og for- maður þingflokks Vinstri grænna, upplýsti 26. febrúar 2002? Fulltrú- ar eigenda Landsvirkjunar virðast telja að svo hafi ekki verið. Þá hefði arðsemisleyndinni fyrst verið létt af gögnunum. Þessi frétt segir meira en marg- ar skýrslur um opinbera stjórn- arhætti Íslendinga. Höfum í huga að búið er að eyða fjórum millj- örðum í rannsóknir og undirbúning að mögulegri stórvirkjun á Austur- landi. Meginforsenda eyðslunnar var að virkjunin yrði arðsöm. Hvað um lögmæti Kárahnjúkavirkjunar? Kárahnjúkavirkjun er barn nú- verandi ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar, sem opinbert fyrirtæki, Landsvirkjun, á að koma í rekstur. Fyrsta skylda opinberra starfs- manna er að fara að lögum. Lögfræðiálit vegna alþjóðlegra samninga, stjórnarskrárákvæða, fjölmargra lagaákvæða og annarra reglna, svo og réttinda einkaaðila og opinberra aðila, sem tengjast mögulegri Virkjun, voru áhuga- verð. Bregðast embættismenn í „lögspekinni“, sem forsætisráð- herra vísar stundum til? Iðnaðarráðuneytið, fagráðuneyti orkumála með víðtæka skjala- vörsluskyldu, fjallar um lögmætið í tveimur bréfum. Í fyrra bréfinu frá 19. ágúst 2002 segir: „Þá tekur ráðuneytið fram að það hefur ekki í fórum sínum lögfræðiálit vegna Kárahnjúkavirkjunar.“ Í seinna bréfi ráðuneytisins, frá 22. október 2002, sem kom til vegna óska um skýringar á staðhæfingunni í fyrra bréfinu, segir: „Engin lögfræðilegu (sic.) álitaefni hafa risið sem kalla á lögfræðiálit vegna virkjunarinn- ar.“ Flóðið í Lagarfljóti 13. október 2002 Þá reis vatnshæð rúmum hálfum metra hærra en áður hafði mælst í formlegum mælingum og hluti varaflugvallar millilandaflugs á Egilsstöðum fór að nokkru undir vatn. Gömlu saga, sennilega um vorflóð, gekk þá að árið 1903, (fyr- ir daga Lagarfljótsvirkjunar), hefði vatnshæð verið tveimur fet- um hærri við Egilsstaði en 13. október 2002. Þetta er rakið hér sérstaklega vegna sagna, sem for- svarsmenn Landsvirkjunar, en þó sérstaklega stjórnmálamenn, hafa haldið á lofti, að engin framkvæmd Íslendinga hafi verið rannsökuð jafnítarlega og verið eins vel und- irbúin og ráðgerð Kárahnjúka- virkjun. Áhættur vegna Kárahnjúka- virkjunar geta verið margar en Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti hafa ekki sinnt óskum um að leggja fram álit sérfróðra og sjálf- stæðra kunnáttumanna um þær áhættur. Lifa Íslendingar það að eiga al- þingismann, sem þorir að leggja til að fram fari opinber rannsókn á starfsháttum Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar áð- ur en spilaborgir hrynja? Hrynja spilaborgir? Eftir Tómas Gunnarsson „Bregðast embætt- ismenn í „lögspek- inni“, sem forsætisráðherra vísar stundum til?“ Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.