Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 48

Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gestur Jónssonfæddist í Reykja- vík 25. ágúst 1943. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Inga Sig- ríður Gestsdóttir, f. 14. ágúst 1918, og Jón G. S. Jónsson múrari, f. 30. ágúst 1909, d. 7. júlí 1992. Systur hans eru Gerða Sigurrós, f. 10. september 1938, maki hennar er Ólaf- ur Gíslason, f. 16. nóvember 1936, Sigríður, f. 25. september 1952, og Guðbjörg, f. 3. maí 1963, maki hennar er Karl Eldar Evang, f. 30. apríl 1962. Gestur kvæntist 26. október 1968 Þóru Þorgrímsdóttur deild- arstjóra hjá Lífeyrissjóði verzlun- armanna, f. 16. maí 1938. Foreldr- ar hennar voru Þorgrímur Ármannsson, bóndi á Presthólum í Núpasveit, f. 13. apríl 1898, d. 30. janúar 1978, og kona hans Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 16. febrúar 1905, d. 24. desember 1989. Dóttir Gests og Þóru er Heiða Sigurrós, f. 18. október 1976. Maki hennar er Stef- án Þór Magnússon, f. 29. ágúst 1977. Synir þeirra eru Svanur Þór, f. 25. október 1999, og Gestur Magnús, f. 14. des- ember 2000. Gestur lauk loft- skeytaprófi 1963, símritaraprófi 1967 og yfirsímritaraprófi 1970. Hann starfaði sem loftskeytamað- ur á Raufarhafnarradíói og á tog- urum til ársins 1964. Frá þeim tíma starfaði hann óslitið á fjar- skiptastöðinni í Gufunesi síðustu árin sem yfirvarðstjóri og vakt- stjóri. Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Hjartfólginn bróðir okkar er genginn á braut. Andlát hans bar brátt að, þó að við höfum vitað um nokkurra mánaða skeið að hann væri með krabbamein er erfitt að vera undirbúin þegar kallið kemur. Við systur eigum því láni að fagna að hafa átt góðan og tryggan bróður, sem var umhugað um okkur og áhugasamur um líf okkar og gerðir. Hann var næstelstur í systkinahópn- um og var því bæði litli og stóri bróð- ir okkar. Sem stóri bróðir var hann umhyggjusamur og ábyrgur. Hann gat líka verið ákveðinn og strangur eins og þegar hann sat með litlu syst- ur í fanginu og sá til þess að órólegur barnskroppurinn sæti kyrr svo hægt væri að einbeita sér að stafrófinu og læra að lesa. Á sunnudögum var oft farið með litlu systur í þrjú-bíó. Gestur bróðir var mjög örlátur mað- ur og ósjaldan laumaði hann aurum að okkur yngri systrum sínum sem kom sér vel á stúdentsárunum. Minningar um hjartkæran bróður koma upp í hugann. Við vorum alin upp á Valsheimili og ófáar voru ferð- irnar með pabba út á Melavöll þegar Valur var að spila. Búandi vestast í vesturbænum, á Kvisthaga, gerðist hið óumflýjanlega að við lentum öll í KR! Gestur spilaði handbolta í yngri flokkunum og síðan var hann knatt- spyrnu- og handknattleiksdómari í mörg ár. Á unglingsárunum tefldi hann mikið en seinna varð bridge að- aláhugamálið og var hann keppnis- maður í bridge í mörg ár. Framan af notaði hann okkur systur sem makk- era í æfingaspilum þegar ekkert betra gafst. Gestur og Þóra áttu yndislegt heimili og voru höfðingjar heim að sækja. Það var mikil gleðistund í lífi þeirra þegar þau eignuðust sólar- geislann og pabbastelpuna, hana Heiðu. Það er erfitt til þess að hugsa að við eigum ekki eftir að njóta fleiri fjölskyldustunda með Gesti. Gestur var mjög stoltur af barna- börnum sínum, sonum Heiðu og Stefáns, þeim Svani Þór og Gesti Magnúsi. Hann var mikill afi og naut hverrar stundar með þeim. Það er mikill missir fyrir ungar barnasálir að afi skuli vera farinn. Síðustu ár átti Gestur við van- heilsu að stríða. Þóra stóð alla tíð trygg við hlið hans og studdi hann dyggilega. Hún var Gesti mjög kær. Honum tókst með hjálp hennar að komast í betri farveg um tíma og njóta meiri lífsgæða. Því miður varð sú gæfa skammvinn því ekki leið á löngu þar til eldingunni sló niður. Fjölskylda okkar er afar þakklát Þóru sem á óeigingjarnan og ósér- hlífinn hátt hlúði að Gesti okkar, með einstakri natni og umhyggju til hinstu stundar. Bróðir okkar var stór maður í allri merkingu þess orðs. Fyrir okkur var stórleiki hans mikilvægastur og mestur hvað snertir hlýju og hjarta- rúm. Við systur munum lengi búa að þeirri hjartahlýju. Við munum ávallt sakna milda og þýða brossins og stóra og hlýja faðmlagsins. Við mun- um ávallt minnast þægilegu og góðu samverustundanna með honum. Stórt skarð er höggvið í systkina- hópinn sem aldrei verður hægt að bæta. Við sem eftir sitjum munum ylja okkur við góðar og dýrmætar minningar um yndislegan bróður. Guð gefi Þóru, Heiðu, Stefáni, barnabörnum og móður okkar, Ingu, styrk í sorg þeirra. Guð blessi minningu um mætan mann. Gerða, Sigríður og Guðbjörg. Góður drengur er fallinn í valinn. Gestur var einn af þessum heiðar- legu og traustu mönnum sem mátti ekki vamm sitt vita. Var gaman að ræða við Gest um alla skapaða hluti, hvort sem það voru nýir eða gamlir sigrar og töp KR eða önnur alvar- legri málefni. Gesti var margt til lista lagt og var hann t.d. orðinn einn af okkar bestu bridgespilurum, þegar ég kynntist Gerðu, systur hans, og var tekinn inn í fjölskylduna. Voru þá oft tekin fram spilin og hafði hann yndi af að taka nokkrar rúbertur við okkur áhuga- fólkið, þótt okkur yrði ýmislegt á við spilaborðið. Margar ánægjustundir voru við byggingu sumarbústaðarins í Þrast- arskógi, endu nutum við Gestur þar góðrar leiðsagnar og samveru við föður hans, Jón G. S. Jónsson, þann kunna sómamann. Oft var glatt á hjalla, þegar þau systkinin hittust, enda óvenju náinn og samstilltur hópur. Gestur naut þess að hafa systurnar þrjár í kring- um sig og var þá stutt í brosið. Heimili þeirra Þóru var rausnar- legt og allir velkomnir. Brátt skap- aðist sú hefð að þau héldu fjölskyld- unni mikla veislu á jóladag og hlökkuðum við alltaf jafn mikið til, enda var norðlenska sauðahangi- kjötið sem Þóra framreiddi engu líkt. Já, Gestur lést langt um aldur fram, en eftir lifa ljúfar og skemmti- legar endurminningar sem væntan- lega eiga eftir að gera líf nánustu að- standenda hans bærilegra eftir þetta ótímabæra fráfall. Ólafur Gíslason. Elsku Gestur minn, nú þegar þú hefur lokið veru þinni hér á þessari jörð, þá kveð ég þig með trega í hjarta og þökk fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman. Hafðu það sem best á nýjum stað. Ég sakna þín. Ólafur Logi. Okkar elsku besti afi. Ánægðir vorum við með afa okkar, við vorum gimsteinarnir hans. Alltaf var hann glaður er við komum og rétti út höndina og heilsaði okkur með handabandi. Núna er guð að passa afa okkar og honum líður vel, en hann er alltaf hjá okkur og fylgist með okkur vaxa og stækka. Elsku afi, við söknum þín ofsalega mikið og elskum þig. Sofðu rótt, elsku afi. Þínir afastrákar Svanur Þór og Gestur Magnús. Fallinn er frá í blóma lífs síns góð- ur og traustur vinur Gestur Jónsson. Gestur var stórbrotinn persónu- leiki sem bjó yfir einstakri hjarta- hlýju sem hann átti gott með að miðla. Hann var skarpgreindur, heiðarlegur og hreinskiptinn í sam- skiptum, en hann var einnig ákveð- inn og mjög fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var traustur vinur jafnt á gleði- sem sorgarstundu. Þessum eiginleikum sínum hélt hann þar til yfir lauk. Hugurinn leitar aftur til ársins 1972, þegar unglingsstúlka utan af landi kom í höfuðborgina til að mennta sig. Gestur og Þóra frænka opnuðu faðminn sinn hlýja og heimili sitt fyrir stúlkunni, veittu henni öruggt skjól og einstaka vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Það sama á við þegar stúlkan kynnti unnusta sinn fyrir þeim hjón- um, honum var tekið opnum örmum og bundin traust vináttubönd sem styrktust enn frekar eftir því sem ár- in liðu. Áleitnar verða myndir samveru- stunda liðinna ára, þegar kær vinur er kvaddur hinsta sinni. Myndir, þar sem við í glaðværð freistuðum þess að finna lausn á lífs- gátunni, stundum langt fram á rauða morgun. Myndir, þar sem hluttekning og hlýja veitti okkur styrk á erfiðum stundum. Myndir, þar sem alvaran réð ríkj- um, málin rædd og fundin lausn. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með jafn heilsteyptri per- sónu. Samleið í trausti og vináttu í yfir 30 ár. Vin okkar Gest Jónson kveðjum við með söknuði, megi minning um vandaðan mann veita ljósi í líf þeirra sem til hans þekktu. Mér hefur fyrir sjónum syrt, sól er hætt að skína, nú hefur þú bæði byrgt brjóst og arma þína. Þegar þú svo færist fjær og fetin heyrast eigi, finnst mér eins og fagur-skær fugla rómur þegi. (Páll Ólafsson) Eiginkonu, dóttur, barnabörnum, móður og öðrum aðstandendum vottum við djúpa samúð. Guðrún og Viðar. Í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga, Gest Jónsson. Við Gestur kynntumst í fríklúbbnum fyrir rúm- um 30 árum og þessi kynni okkar urðu að ævarandi vináttu. Við bridge-borðið vorum við makkerar í mörg ár, svo áttum við ásamt dætr- um okkar í 25 sumur ógleymanlegar helgar með þeim hjónum Gesti og Þóru, á þeim tíma bættist við ljós- geislinn í þeirra lífi, Heiða Sigurrós. Þar var spilað, grillað og hlegið í 48 tíma að ógleymdu „meðlætinu“. Undir það síðasta fylgdu barnabörn- in með. Við viljum þakka Gesti vini okkar og traustum félaga sem var hans að- alsmerki alla tíð fyrir samveruna. Einnig vottum við elsku Þóru okkar, Heiðu Sigurrósu og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúð. Sverrir, Sigríður og fjölskylda. Það eru liðin nokkuð mörg ár síð- an fjórir vaktarfélagar af „Árna- vakt“ á flugradíóinu í Gufunesi stofn- uðu sjóð sem hafði þann tilgang að fjármagna knattspyrnuferðir til Englands fyrir meðlimina. Að sjálf- sögðu var Gesti Jónssyni falin sú ábyrgð að sjá um sjóðinn og ávaxta hann. Á þessum árum voru knatt- spyrnuferðir til útlanda ekki eins al- gengar og þær eru í dag. Því þótti okkur við vera að taka þátt í nokkuð miklu ævintýri. Þrátt fyrir að nokk- ur aldursmunur væri á okkur, bund- umst við félagarnir traustum vin- áttuböndum og ekki spillti fyrir sameiginlegur áhugi okkar á knatt- spyrnunni. Með árunum fækkaði þessum skemmtilegu ferðum, aðstæður breyttust og einn dag voru við allir orðnir vaktstjórar og gátum því ekki farið frá allir í einu. Haldnir voru þó „sjóðsfundir“ af og til og var þá glatt á hjalla og margt rifjað upp. Í sumar fórum við vaktstjórarnir á þriggja daga námskeið á Leirubakka í Landsveit og kom Gestur með þó að veikindi væru farin að segja til sín. Þessi ferð var einkar ánægjuleg fyr- ir alla þátttakendur og ekki síst Gest. Nú sjáum við á eftir góðum félaga sem fallinn er frá allt of snemma. Minningin um hann mun þó lifa áfram meðal okkar í gegnum árin. Við sendum Þóru og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minningin um góðan félaga. Sveinn Bjarklind, Steingrímur Hálfdanarson, Kári Jónsson. Gestur Jónsson starfaði við Flug- þjónustuna í Gufunesi í nær fjörutíu ár, þar af yfirvarðstjóri síðasta ára- tuginn. Hann reyndist afar vandaður starfsmaður, aðgætinn, glöggur og nákvæmur en um leið kappsfullur um að leysa verk sín vel af hendi. Hann var maður með skýra og sterka hugsun, engan veginn fljót- huga, en eftir að hafa lagst yfir málin og velt vöngum um hríð, þá mátti ganga að því vísu að niðurstaðan væri klár. Og þegar stefnan var einu sinni tekin, þá varð honum ekki auð- veldlega þokað af leið. Leiðir af sjálfu sér að slíkum manni voru falin hver þau ábyrgðarstörf sem hann gaf kost á sér til. Gestur átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og á hann voru lagðar þungar byrðar í orðsins fyllstu merkingu. Ég held að þær byrðar hafi verið honum öllu spauglausari en hann lét jafnaðarlega uppi. Hann var hláturmildur, gamansamur og góður félagi og sannarlega traustur vinur vina sinna. Kynni mín af honum skilja eftir minningar um góðan og hlýhuga mann. Ég sá um daginn fallega ljós- mynd af Gesti, skellihlæjandi með afastrákana sína í fanginu. Þessi mynd var tekin síðastliðið sumar og mér þykir hún ákaflega lýsandi fyrir Gest og þá hæglátu ljúfmennsku og góðfýsi og sátt við umhverfið sem frá honum stafaði. Fyrir hönd starfsmanna Fjar- skiptastöðvarinnar í Gufunesi sendi ég Þóru, Heiðu, Stefáni, litlu strák- unum og öðrum aðstandendum Gests innilegar samúðarkveðjur og þakka um leið fyrir það að hafa feng- ið að kynnast þessum prýðilega manni. Hvíl þú í friði. Reynir Eggertsson. GESTUR JÓNSSON Kærleikurinn hreyk- ir sér ekki og leitar ekki síns eigin. Þessi orð hefðu getað verið einkunnarorð Óskars Guðmundssonar og þau lýsa vel sambandi hans við Cortó, sonarson minn. Cortó á ættir sínar að rekja til fjögurra landa, en hann mun þó alltaf líta á sig sem Ís- lending fyrst og fremst og það er ekki síst Óskari að þakka. Ég mun ævinlega hugsa til þessa góða og göf- uga manns með þakklæti fyrir að hafa tekið að sér hlutverk sem ég vanrækti: að gera drenginn að Ís- lendingi í hjarta sínu. Aldrei tjáði ég Óskari þakkir mínar á meðan hann var í tölu lifenda og gat því miður ekki verið viðstödd útförina. Ég verð því að láta þessi fátæklegu orð nægja. Því erfiða verkefni, að gera Cortó, sem varla kunni orð í íslensku þegar hann kom fyrst frá París, þar sem hann er fæddur og að mestu leyti uppalinn, að þáttakanda í íslensku þjóðlífi, sinnti Óskar af eðlislægri al- úð, léttleika og hógværð. Hann kom fram við drenginn rétt eins og hann væri afi hans, innvígði hann í leynd- ardóma knattspyrnuheimsins, fór með hann á knattspyrnuleiki og lét hann leika badminton og aðrar íþróttir. Þeir urðu strax mestu mát- ar og ekki varð þess vart að tungu- málaörðugleikar háðu þeim á nokk- ÓSKAR GUÐMUNDSSON ✝ Óskar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. janúar 1932. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 3. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Neskirkju 12. nóvember. urn hátt. Hlutur Erlu, konu Óskars, var ekki minni. Cortó leit brátt á hana sem ömmu sína og Guðný Arndís, yngri dóttir Óskars og Erlu, tók Cortó af móður- legri hlýju, þótt ung væri, þegar hún giftist Fahd, syni mínum og föður Cortós. Þórunn, eldri dóttirin, varð þá eðlilega frænka og Styr, fóstursonur hennar, varð frændi Cortós. Cortó eignaðist þannig fjölskyldu á Nesveginum á meðan margir af nán- ustu ættingjum hans bjuggu erlend- is og hann mun ætíð líta á þau öll sem ættingja sína, hvernig sem allt velt- ist í lífi hans. Viðmót þessa samlynda og lífsglaða fólks í garð drengsins einkenndist af góðvild og hlýju sem verða honum vegarnesti alla ævi. Á þessum árum lék allt í lyndi og ekkert útlit var fyrir en annað en að sú hamingja myndi standa áfram án stórvægilegra hremminga. En svo dundi ógæfan yfir í formi þjáning- arfulls sjúkdóms. Óskar tók veikind- um sínum af æðruleysi eins og öllu öðru og aldrei kvartaði hann né tal- aði um sjúkdóminn þótt augljóst væri að hann var sárþjáður. Fjöl- skylda hans, samheldin í stríðu jafnt sem í blíðu, stóð að sjálfsögðu við hlið hans og styrkti hann og studdi í lang- vinnri sjúkdómsbaráttunni. Nú er þjáningum Óskars lokið og hann horfinn sjónum okkar í bili, en eftir stendur minning um mann sem rækti, af meiri kostgæfni en flestir aðrir menn, æðstu skyldu okkar í heimi hér: að umgangast meðbræður okkar af virðingu og skilningi. Á þá minningu ber engan skugga. Guðrún Finnbogadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.