Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 28

Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Sérðu hvernig mér líður? Aðal styrktaraðilar ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS R EG 1 91 90 1 1/ 20 02 UPPFÆRSLA Konunglegu óper- unnar í London á Meistarasöngvur- unum frá Nürnberg eftir Wagner fær misjafna dóma í ensku dagblöð- unum. Kristinn Sig- mundsson syngur í uppfærslunni, en frumsýning í Covent Garden var á þriðju- dagskvöld. Fær hann þá dóma í Financial Times að hann hafi verið mikilfenglegur og stórbrotinn í hlut- verki Pogners. Graham Vick er höf- undur uppfærslunnar, en hún fór fyrst á svið Covent Garden árið 1993, skömmu áður en leikhúsinu var lokað vegna viðgerða. Sýn- ingin nú er endurnýjun á gömlu uppfærslunni, með nýjum söngvurum í aðalhlut- verkum. Flestir gagnrýnendur segja uppfærslu Vicks standast tímans tönn, en um annað eru þeir ósam- mála. Tim Ashley hjá Guardian er fremur óánægður með söng nýju söngvaranna í aðalhlutverkunum, þeirra Jan-Hendriks Rooterings og Eike Wilm-Schultes, í hlutverkum Hans Sachs og Beckmessers og seg- ir þá engan veginn standast saman- burð við þá sem sungu í fyrri upp- færslunni, þá John Tomlinson og Thomas Allen. Hann hrósar hins vegar hljómsveitarstjóranum, Mark Wigglesworth, sem debúterar í Cov- ent Garden með þessari sýningu og segir hljómsveitina hafa leikið frá- bærlega vel undir hans stjórn. Robert Thicknesse, gagnrýnandi á Times, segir Wigglesworth hins vegar hafa verið slappan og látið Wagner hljóma eins og amatörtón- skáld. Rupert Christiansen hjá Daily Telegraph segir sýn- inguna ágæta kvöld- skemmtun, en að leik- stjórinn, Graham Vick, nái ekki að fanga kjarn- ann í verki Wagners: hvað listin hafi að segja fyrir samfélagið. Hann segir það hafa verið áfall að sjá sýninguna án Tomlinsons og All- ens, en að nýju söngv- ararnir hafi þó verið ágætir. Hann er hins vegar óánægður með söng Amöndu Roocroft í aðalkvenhlutverkinu, og kennir því um að hún sé nýkomin úr barns- burðarleyfi. David Murray hjá Financial Tim- es var hins vegar afar ánægður með Amöndu Roocroft og segir hana hafa sungið með kraftmeiri neista en flestar aðrar söngkonur í þessu hlut- verki, – sérstaklega í senu þar sem hún syngur með föður sínum, Pogn- er, sem sunginn er af Kristni Sig- mundssyni, sem gagnrýnandinn seg- ir hafa verið mikilfenglegan og stórbrotinn í föðurhlutverkinu. Robert Thicknesse hjá Times seg- ir að ekkert hafi skort á lit, líf, drama og karakter hjá meistarasöngvurun- um tólf, og nefnir þrjá söngvara sem hann telur hafa staðið sig öðrum bet- ur, James Rutherford, Graeme Broadbent og Kristin Sigmundsson, sem hann segir hafa sungið hlutverk sitt flauelsmjúkri bassarödd. Gagnrýnendur ósammála um Meistarasöngvarana í Covent Garden Kristinn mikil- fenglegur í föð- urhlutverkinu Kristinn Sigmundsson SAMLESTUR á Rakstri eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er nú hafinn í Þjóðleikhúsinu en verkið verður frumsýnt á Litla sviðinu um miðj- an janúar. Rakstur er fyrsta leikrit Ólafs Jóhanns sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu. Leikritið er nýtt og gerist árið 1969 á lítilli rakarastofu í miðbæ Reykjavíkur. Fyrstu mennirnir eru að lenda á tungl- inu, hárið að síkka og pilsin að styttast. Veröldin breytist á ógn- arhraða og breytingarnar bjóða sumum ný tækifæri en ógna öðr- um. Leikendur eru Gunnar Eyjólfs- son, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Friðrik Friðriksson og Linda Ásgeirsdóttir. Lýsingu gerir Ásmundur Karlsson, leik- mynd og búningar eru í höndum Snorra Freys Hilmarssonar en Haukur J. Gunnarsson er leik- stjóri. Á myndinni eru höfundur, leik- arar og listrænir stjórnendur á fyrsta samlestri. Rakstur samlesinn í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.