Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 51 ÞÆR ERU orðnar nokkuðmargar tilraunirnar til aðfækka þingum LH en núloksins er málið í höfn. Verður því framvegis talað um lands- þing í stað ársþinga og væntanlega er aðalávinningurinn einhver sparnaður bæði hjá samtökunum og hugsanlega félögunum sem annast þinghaldið. Nú verða haldnir formannafundir þinglausu árin og þá vaknar sú spurn- ing hvort þeir verði haldnir á höfuð- borgarsvæðinu eða þeim verður dreift um landið eins og gert er með þingin. Keppnisreglur eða tillögur tengdar keppni og mótahaldi tóku að venju mestan tíma þingsins. Reynt var að taka á talnalestursflóðinu sem gekk fram af mótsgestum á landsmótinu í sumar í úrslitum gæðingakeppninn- ar. Kom fram tillaga þess efnis frá stjórn LH og var hún samþykkt. Verður nú aðeins lesin röðun kepp- enda í lok keppninnar en dómarar munu eigi að síður gefa einkunnir fyr- ir öll atriðin. Umræða um þessa til- lögu var mikil bæði í nefnd og eins á þinginu og var hún vægast sagt afar ruglingsleg enda málið flókið. Sýnir þetta mál vel í hvert óefni er komið og ekki einfalt að spóla til baka. Þessar ógöngur eru skilgetið afkvæmi þeirr- ar fullkomnunaráráttu hestamanna sem ráðið hefur ferðinni á þingum LH síðustu 25 árin. Þess má geta að upphaflega var aðeins raðað í sæti eftir að farið var að bjóða upp á úr- slitakeppni gæðinga. Nú voru menn aðeins tilbúnir að ganga hálfa leiðina til baka þannig að áfram gefa dóm- arar einkunnir á sama hátt og gert hefur verið en ritarar þeirra munu reikna summuna út og dómarar síðan rétta upp röð hvers keppanda fyrir sig en ekki einkunnir. Ætla má að mikill handagangur verði í öskjunni hjá riturum og gerir þetta fyrirkomu- lag vafalítið auknar kröfur til þeirra um vinnuhraða og öryggi. Hinir smáu svínbeygðir Þá varð einnig mikil umræða um tillögu frá Þyti í Vestur-Húnavatns- sýslu þar sem lagt var til að leyft verði að nota tvo dómara á minni gæðingamótum. Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt nokkuð víða og ekki annað að heyra en mikil ánægja sé með það. Tillagan var hinsvegar felld í nefnd og nokkuð deilt um hana á þinginu. Virtist sem svo að fylkinga- skiptingin hafi verið annarsvegar þeir sem höfðu upplifað eða reynt þetta fyrirkomulag og svo hinir sem þekktu þetta bara af afspurn og var síðarnefndi hópurinn á móti en hinir með. Helstu rökin á móti voru þau að faglegheitunum yrði stefnt í voða. Mótrök voru að almenn ánægja hefði verið með þetta þar sem þetta hefði verið reynt, ekki hefði komið fram nein óánægja með einkunnagjöf dóm- ara á þessum mótum, það sparaði bæði tíma og peninga og gerði móts- gesti að virkari þátttakendum í keppninni. Það vekur undrun margra að þingið hafi ekki verið tilbúið að reyna þetta í ljósi þess að brýn þörf sé á að einfalda og laga keppnisfyrir- komulagið að mótsgestum og sjón- varpi. Höfðu menn á orði að þarna hefðu flest stóru félögin svínbeygt litlu félögin. Voru menn nokkuð svekktir með þessa afgreiðslu og mátti heyra á sumum þeirra að þetta yrði notað áfram enda reynslan afar góð. Fjármál LH virðast í góðu lagi um þessar mundir, síðasta ár var sam- bandið rekið með ríflega þriggja milljóna króna hagnaði borið saman við rúmlega tveggja milljóna króna tap árið áður. Þar ræður nokkru að á síðasta ári var haldið heimsmeistara- mót en þátttaka í þeim mótum hefur skilað hagnaði en síðan hefur verið tap á þátttöku í Norðurlandamótum. Vel lítur út með núlíðandi ár sem er einmitt Norðurlandamótsár en nú bar svo við að útkoman af því móti er í járnum. Þá flutti Sveinbjörn Sveinbjörns- son formaður stjórnar Landsmóts ehf. þau góðu tíðindi að útlit væri fyr- ir góðan hagnað á rekstri landsmóts- ins í Skagafirði. Samkvæmt bráða- birgðatölum væri hann 9 milljónir króna en heildartekjur mótsins voru 67 milljónir króna. Íslandsmótin í heila höfn Vel greiddist úr ákvörðunum um staði fyrir Íslandsmót næstu ára en frekar illa hefur gengið að finna þeim staði síðustu árin. Þá var samþykkt heimild til að sameina Íslandsmót eldri og yngri flokka ef í nauðir ræki en valdir hafa verið mótsstaðir næstu þriggja ára og virðist því á þessari stundu að ekki þurfi til þess að koma þennan tíma. Á næsta ári verður yngriflokkamótið haldið á Varmár- bökkum hjá Herði en fullorðinsmótið hjá Sleipni á Selfossi. Árið 2004 verða yngri flokkarnir hjá Sörla í Hafnar- firði en eldri flokkarnir hjá Mána á Mánagrund við Keflavík. Árið 2005 verður Máni með yngri flokkana en Andvari heldur fullorðinsmót en þá verður félagið 25 ára en Máni heldur upp á fertugsafmælið. Í liðnum önnur mál kvaddi Rafn Jónsson sér hljóðs og gerði að um- talsefni Landsmót 2000 ehf. Var hann ómyrkur í máli yfir hvernig staðið væri að málum þar. Aldrei væri staðið við tímasetningar aðalfunda og ekki væri hægt að skipta um menn í stjórn því þegar loksins væri haldinn aðal- fundur væri hann löngu á eftir þeim tíma sem verið væri að fjalla um og ekki væri hægt að kjósa menn aftur í tímann. Sagði Rafn að á síðasta fundi, sem haldinn var á Selfossi, hefði for- maður stjórnar, Haraldur Haralds- son, lofað eftir að stíft var gengið á hann að halda stjórnarfund eigi síðar en í apríl síðastliðnum en ekkert hefði þar gerst. Taldi Rafn að með fram- göngu sinni hefði stjórn félagsins margbrotið lög um hlutafélög. Þing- forseti, Stefán Pálsson, spurði þing- fulltrúa hvort einhver væri til and- svara gegn málflutningi Rafns en enginn gaf sig fram. Þess má geta að Haraldur Haraldsson var þingfulltrúi fyrir Þjálfa í Þingeyjarsýslu. Gengur á karlaveldið Þrír heiðursmenn, Sigurður Þór- hallsson, Fáki, Birgir Rafn Gunnars- son, Fáki, og Jón Bergsson, Frey- faxa, voru heiðraðir og afhenti Jón Albert Sigurbjörnsson þeim gull- merki LH en hann var ásamt varafor- manni, Haraldi Þórarinssyni, Sleipni, Sigurði Emil Ævarssyni, Sörla, og Sigfúsi Helgasyni, Létti, endurkjör- inn í stjórn en ný komu inn Guðný Ív- arsdóttir, Herði, Sigurður Steinþórs- son, Smára, Sigurður Sveinbjörns- son, Blæ. Í varastjórn voru kosin Helga Fjóla Guðnadóttir, Geysi, Ein- ar Ragnarsson, Herði, Halldór Hall- dórsson, Andvara, Vilhjálmur Skúla- son, Fáki, og Hjörtur Einarsson, Neista. Heldur vænkast hagur kvenna í þessu mikla karlaveldi því nú kom ein kona inn í aðalstjórn. 53. ársþing Landssambands hestamannafélaga Langreynd tillaga um fækkun þinga náði loks fram að ganga Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Jón Albert Sigurbjörnsson sæmdi þá Birgi R. Gunnarsson, Jón Bergsson og Sigurð Þórhallsson gullmerki LH fyrir vel unnin störf. Morgunblaðið/Vakri Æskulýðsbikarinn hlaut að þessu sinni Smári í Hreppum og veitti æsku- lýðsjöfurinn Rosemarie Þorleifsdóttir honum viðtöku með fulltingi for- manns félagsins Guðbjargar Jóhannsdóttur og Lúðvíks Kaaber. Morgunblaðið/Vakri Knapi ársins, Eyjólfur Ísólfsson, með hinn eftirsótta farandgrip Alsvinn ásamt Jóni Alberti, formanni LH. Morgunblaðið/Vakri Félagsheimili Fáks rúmaði vel þing LH og er það í fyrsta skipti sem þing er haldið í eigin húsnæði hestamannafélags. Morgunblaðið/Vakri Miðasala í hinu glæsilega happdrætti landsliðsnefndar hófst á þinginu og hér afhendir Marteinn Magnússon Skagfirðingunum Magnúsi B. Magn- ússyni og aldursforseta þingsins Sveini Guðmundssyni vænan bunka til að taka með sér norður og miðla til manna þar og Sigurður Jökulsson bíður eftir skammti þeirra Dalamanna. Langþráðum áfanga var náð í sögu Lands- sambands hestamanna- félaga þegar samþykkt var að þing samtakanna yrðu framvegis haldin annað hvert ár í stað ár- lega. Valdimar Krist- insson brá sér á þingið og fylgdist með af- greiðslu nokkurra mála. Eyjólfur Ísólfsson knapi ársins EYJÓLFUR Ísólfsson var útnefnd- ur knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem nú var slegið sam- an við 80 ára afmælishátíð Fáks á laugardagskvöldið. Aðrir sem hlutu verðlaun voru Logi Laxdal sem gæðinga- og kappreiðaknapi árs- ins, Sigurður V. Matthíasson sem íþróttaknapi ársins, Daníel Ingi Smárason sem bjartasta vonin og Þórður Þorgeirsson sem kynbóta- knapi ársins. Sá síðastnefndi kaus hinsvegar að afþakka verðlaunin þar sem hann telur gróflega hjá sér gengið í vali á knapa ársins. Í yf- irlýsingu frá Þórði lýsir hann van- trausti á þá nefnd sem velur í of- antalin verðlaunasæti og leiðir líkum að því að í gangi sé einhvers- konar samsæri gagnvart sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.