Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 23

Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 23 Eftir þessu var tekið í Brussel en þó sérstaklega í Washington. Um Rúmena hefur verið sagt að þeir lifi í tveimur heimum. Tunga þeirra er latnesk og menningin einnig en umhverfið er slavneskt enda á landið landamæri að Júgó- slavíu og Búlgaríu. Ráðamenn leggja nú ríka áherslu á að Rúmen- ar séu evrópsk þjóð. „Við erum norðan Dónár,“ segir Traian Bas- escu, borgarstjóri í höfuðborginni, Búkarest. „Og við erum öldungis evrópsk þjóð.“ Ógnarstjórn og stöðnun Alþýðulýðveldið Rúmenía varð til árið 1947 eftir að Jósef Stalín hafði brotið Austur-Evrópu undir vald sitt í nafni heimskommúnismans. Nicolae Ceausescu, sem varð ein- ráður í landinu 1965, fylgdi lengst- um nokkuð sjálfstæðri stefnu gagn- vart Sovétríkjunum. Þannig gagnrýndi hann innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968 og var lofsunginn á Vestur- löndum fyrir bragðið. Árið 1971 hélt hann í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu og heillaðist af stjórnarháttum Kims il-Sung. Ceausescu innleiddi víðtækari kúg- un en þekktist annars staðar í ríkj- um kommúnista í Mið- og Austur- Evrópu. Hann var eini kommún- istaleiðtoginn sem tekinn var af lífi í byltingunni í álfunni austanverðri 1989. Auðvelt reyndist að losna við Ceausescu en afleiðingar stjórnar- hátta hans og kommúnismans hafa þjakað þjóðina allt fram á þennan dag. Fyrrum kommúnistar á borð við Iliescu hafa verið ráðandi í stjórnmálalífinu þótt vissulega hafi þeir ekki verið einráðir. Teikn eru þó á lofti um að vænta megi breytinga. Flestir eru sam- mála um að efnahagurinn sé á upp- leið. Upplýsingatækni hefur náð að skjóta rótum og fjölmiðlar blómstra. Í tíð Ceausescus var sjón- varpað tvær klukkustundir á degi hverjum og var helmingi þess tíma jafnan varið til að gera grein fyrir skoðunum og gjörðum leiðtogans. Nú eru 68 sjónvarpsstöðvar starf- andi í Rúmeníu og fjölmiðlar fá að starfa óáreittir. Yfirþyrmandi spilling Spillingin er hins vegar yfirþyrm- andi og það gildir um flest svið samfélagsins. Fulltrúi Microsoft- fyrirtækisins hefur andmælt því op- inberlega að rúmenska stjórnin noti stolinn hugbúnað í stjórnsýslunni. Talið er að um 75% hugbúnaðarins í landinu sé fenginn með ólögmæt- um hætti. Ráðamenn eru einnig bendlaðir við spillingu. Nastase for- sætisráðherra þykir hafa ótrúlega rúm fjárráð miðað við tekjur hans. „Ég veit ekki hvaðan hann fær alla þessa peninga,“ segir bandarískur embættismaður í Rúmeníu. Rúmenskir ráðamenn telja að spillingin hverfi líkt og önnur mein samfélagsins um leið og þjóðin gengur til samstarfs við lýðræð- isríkin í vestri. Mircea Geoana ut- anríkisráðherra vísar til þess að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hafi lýst yfir því að aðild Rúmena komi til greina árið 2007. „Grundvallarbreyting á sér stað í þessu landi,“ segir hann. Aðrir hafa efasemdir. „Margir telja að NATO neyði rúmensku þjóðina til að breyta hegðun sinni,“ segir einn rúmenskur viðmælandi. „En slíkt er ekki óhjákvæmilegt. Hættan liggur í því að við ráðum hvorki við að breyta okkur í lýð- ræðissinna né kapítalista.“ ’ Við erum á nýein af þjóðum hinnar evrópsku fjölskyldu. ‘ SENNILEGT er að tékknesk stjórn- völd neiti að gefa út vegabréfsáritun til handa Alexander Ljúkasjenkó, for- seta Hvíta-Rússlands, og að þar með geti hann ekki sótt leiðtogafund Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sem haldinn verður í Prag í næstu viku. Endanleg ákvörðun hefur ekki enn verið tekin í málinu en Cyril Svoboda, utanríkisráðherra Tékklands, viður- kenndi í gær að flest stefndi í að Ljúk- asjenkó yrði gert ókleift að sækja fundinn. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa tekið fregnum þess efnis, að Ljúkasj- enkó yrði neitað um vegabréfsáritun til Tékklands, afar illa. Áður höfðu talsmenn NATO hins vegar gert lýð- um ljóst að hvorki Ljúkasjenkó né Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, væru velkomnir til fundarins. „Það væri afar ánægjulegt ef þeir tækju þá ákvörðun að þeir hefðu öðrum hnöpp- um að hneppa,“ sagði ónafngreindur embættismaður í Brussel. Ætlar að hætta allri landamæravörslu Bandaríkjamenn hafa sakað Ljúk- asjenkó um mannréttindabrot og kalla hann síðasta einræðisherrann í Evrópu. Kútsjma kom sér hins vegar í ónáð vestra þegar grunur vaknaði um að stjórn Úkraínu hefði heimilað sölu ratsjárkerfis til Íraks og þannig hunsað bann Sameinuðu þjóðanna við viðskiptum við Írak. Bæði Úkraína og Hvíta-Rússland hafa á undanförnum árum sent full- trúa á samráðsfundi með NATO. Ljúkasjenkó brást á miðvikudag reiður við fregnum þess efnis að hon- um yrði meinaður aðgangur að fund- inum í Prag. Varaði hann við því að staða Tékka, sem búsettir eru í Hvíta- Rússlandi, gæti versnað til muna og hótaði því að hann myndi hætta allri vörslu á landamærum landsins. Þann- ig myndi hann tryggja að eiturlyf og ólöglegir innflytjendur flæddu taum- laust inn í Vestur-Evrópu. Ljúkasjenkó hefur í hótunum við Tékka Prag, Brussel. AFP. AP Hvítrússneskir hermenn í þjálfun. Slagorðið merkir: „Lýðveldið Hvíta-Rússland er land hernaðarlegrar dýrðar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.