Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 30

Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 14.00 Elín Ósk Óskarsdóttir sópran ásamt Douglas Brotchie sem leikur undir. 14.30 Einar Jóhannesson klarinettleikari. 15.00 Símon Ívarsson gítarleikari. 15.30 Felix Bergsson og fleiri lesa kvæði eftir Halldór Laxness. 16.00 Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón. 16.30 Steindór Andersen kvæðamaður og Monika Abendroth hörpuleikari. 17.00 Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari. 17.30 Douglas Brotchie organisti Háteigskirkju. E KKI grunaði menntaskólanemann í Tónabíói 1967 eða svo að The Good, the Bad and the Ugly (eftir Sergio Leone) yrðu endurvaktir á ítölsku á næsta árþúsundi með átján mínútna viðbót sem Il buono, il brutto, il cattivo – í París. Núna loksins eins og leikstjórinn ætlaði að hafa myndina, eftir að sérfræðingar MGM/United Artists og franskir starfsbræður lögðust á eitt. Það er gam- algróið menningarbíó, Grand Action, sem stendur fyrir þessu þriggja tíma ævintýri með töffurum og grínköllum, Gunnari á Hlíðarenda villta vestursins, Skarphéðni kannski, (óvíst um þann þriðja), endur- holdguðum í Clint Eastwood þeim góða, Lee van Cleef þeim vonda og ljóta manni Eli Wallach. Sá síð- astnefndi þeirra skrautlegastur, óbilandi háskakjaft- ur og loddari. Það er ekki út í hött að hugsa sér hetjurnar sem riðu um héruð í svipuðu ljósi og þá þremenninga, harðsoðna, villta, gagnorða, á linnulausum þvælingi um myndrænar og fjandsamlegar óbyggðir. Hljómar það ekki eins og eitthvað kunnuglegt úr gamalli ís- lenskri bók sem sá góði segir við þann ljóta, þegar byssueinvígi allra tíma er lokið í kirkjugarðinum í Sad Hill (þar skjótast þremenningarnir á, eftir tilþrifa- miklar nærmyndir af nefi og augum.) „Það eru til tvær tegundir af fólki. Önnur hefur byssurnar sínar hlaðnar – og hin hefur þær ekki hlaðnar.“ Hafandi sjálfur tæmt byssu kumpánans, auðvitað. Þetta var bíómynd í nýju ljósi á nýju máli, meira andrými með viðbótinni, og harðsoðin tónlist Ennios Morricone enn magnaðri í bland við ítölsku. Með óp- eruívafi, hápunkti og kór, tutti together. Og enn læð- ist hugsunin að; menning verður ekki menning fyrr en það er búið að þýða hana. Loksins þegar búið er að búa til vestra með ítölskum stæl og búið að þýða hann yfir á það tungumál, þá kemur kjarninn í ljós. (Er hann svo kannski íslenskur?) Gaman var núna að nálgast ýmislegt sem fór fram hjá í Tónabíói einu sinni – til dæmis, í blálokin þegar góði maðurinn var búinn að skjóta þann ljóta úr snörunni rétt einu sinni og láta honum eftir helminginn af fjársjóðnum (hann hefði getað látið það ógert, eins og menn segja svo fal- lega á íslensku) og sá ljóti launar honum með lang- drægum bölbænum: mamma þín var megahóra, þá kemur í ljós að eitt aðalstefið í tónlistinni sprettur úr götustráksgasprinu. Púsluspilið orðið heilt, í hljóðinu líka. Meðan ég beið eftir endurvöktum þre-menningum í bíóinu las ég það í LeMonde að Richard Harris var allur.Hann er og verður þó fyrir mér end- urvakinn – eftir að ég gekk fram á hann á páskadags- morgun 1970 niðrí í bæ í mannauðri Dublin, greini- lega nýupprisinn eftir langa nótt. Þar fyrir utan hafði hann upprisu á takteinum í starfi eins og hvert annað töfrabragð. Þegar hann hafði leikið af sér í ömurleg- um myndum og búið var að afskrifa hann fyrir óreglu sakir, þá var hans tími aftur kominn, og núna síðast í Harry Potter, enn heimsfrægur á ný. Og hvern hefði órað fyrir því að Clint Eastwood svo töff og heiðríkur í framan sem góði maðurinn og þó ekki góður mundi þegar fram liðu stundir taka á sig líki alvöruleikstjóra sem hefur smíðað frábærar myndir eins og Unforgiven. Einmitt um þessar mundir eru að byrja sýningar í París á nýjustu mynd- inni hans, Blood Work. Þar má kannski líka tala um eins konar endurvakningu, því nú er löggan búin að fá nýtt hjarta. Það var auðvitað kominn tími til að minnihlutahópur hjartaþega fengi að njóta sann- mælis í baráttunni við ótugtir heimsins. Þar mun aldrei veita af nýjum hjörtum. Klukkan hálftólf var myndin búin, hafðihaldið manni föngnum, skipti ekki máliþótt ýmislegt færi fyrir ofan garð á ítölsk-unni, með frönskum texta. Það er líka lyk- ilatriði að undirstaðan sé vel valin – að þessu sinni úr smáveitingahúsinu La Petite Légume (Grænmet- isbitinn) á 36 rue des Boulangers (Bakarabrekku?) Við römbuðum reyndar á það eftir þónokkurn göngu- túr úr bílnum sem við lögðum í rue Bouffon bak við Jardin des Plantes (Grasagarðinn). Og þetta varð ítalskt þemakvöld að því leyti að við gægðumst á glugga á ítalskri eldhúsinnréttingabúð sem var óvænt við þessa búðarlausu götu og sáum fagurbláa eldhúsbekki og kringlótta vaska. Áhuginn á eldhús- innréttingum ekki síðri en áhugaleysið á því að dýfa hendi í kalt vatn í eldhúsi. Fyrir fólk með þá innstill- ingu er Grænmetisbitinn hvalreki. Hann hefur verið á sínum stað í fjórtán ár, nokkur skref upp brekkuna frá Cardinal Lemoine-stöðinni. (Ef maður skyldi ætla í Grand Action-bíóið þaðan, er það niður brekkuna framhjá Cardinal Lemoine, til hægri, númer fimm á rue des Écoles, nokkurra nínútna gangur.) Um leið og stigið er inn fyrir þröskuldinn á Græn- metisbitanum er ljóst að maður er í öruggum hönd- um. Notalegheit og atvinnumennska svífa yfir vötn- um, áhersla á lífrænt ræktað hráefni, enda stendur á vísitkortinu: Því ekker jafnast á við náttúruna – og þarna er hægt að kaupa alls konar góðmeti og eitur- efnalaust; olíur, kornmeti og vín og bókmenntir um þau efni. Þessi litli staður hefur sem sagt mikið innihald. Við settumst meira að segja undir tilvitnun á veggnum um það að kornmeti bætti dómgreind og væri yf- irleitt allra meina bót. Á matseðlinum var meðal ann- ars innbakaður lax (en ég vil einmitt að fiskur sé flokkaður sem grænmeti) og ofursalöt, en við féllum fyrir rétti dagsins sem var ratatouille (eggaldin, kúr- bítur, laukur, tómatar og fleira í kássu) með linsu- baunum og indælis grjónum sem ég veit ekki hvað heita á íslensku. Þetta var í stuttu máli lostæti, vel úti látið og hafði verið nostrað við smáatriði. Þar að auki voru á borðinu ómissandi viðbætur eins og gommasio (úr sesamfræjum og salti). Við drukkum glas af Bordeaux með þessu, kallað lífrænt ræktað en er að- allega vín án aukaefna sem manni verður ekki gott af og heita súlfíð á útlensku. Fyrir þetta borguðu tveir 25 evrur (svona 2.000 krónur) en sá tollur var á reikn- ingnum að við þurftum að horfa á konurnar á næsta borði drekka gulrótarsafa (mér er sama þótt hann sé pressaður á staðnum). Á Grænmetisbitanum hefði mátt fá sér vönduð pæ og tertur á eftir en fyrir það var ekki pláss að sinni. Þessum stað mæli ég með fyrir alla sem þykir góður matur góður á góðu verði og vilja nýta orkuna til hins ýtrasta á stuttu eða löngu ferðalagi. Tekur fjórtán í sæti niðri og fleiri uppi. Of lítið fyrir karlakór? Mátu- legt fyrir saumaklúbb? Það er auðvitað ofrausn – en fyrir utan allar aðrar dá- semdir þá er París bíóborg heimsins. Þar eru 380 kvik- myndahús – litlar og notalegar menningarstofur í Lat- ínuhverfinu, fyrir síendurteknar sígildar myndir, glæsileg stórbíó á Champs Elysées fyrir nútímastór- myndir, og allt þar á milli. Hugmyndin er að miðla ykkur broti af ánægjunni sem ég hef notið á bíókvöldum í París – með litlum málsverði á undan eða eftir, ein- hvers staðar í bíógrenndinni – og ánægj- an er miðuð við minnstu fyrirhöfn og lítil fjárútlát. En bíókvöld í París er nokkuð markvisst ról. Það er ekki farið á hvaða mynd sem er, ekki á hvaða veitingahús sem er. Hér á að hámarka gæðin á and- legri og líkamlegri næringu, fara á vel valda bíómynd og borða upptendrandi mat sem gefur orku og kemur manni í gott skap. Á alveg fullkomnu bíókvöldi er líka gengið um hverfið, jafnvel snuðrað inni í húsasundum og nefið klesst á búðarglugga. Bannað að flýta sér. Framboðið á bíómyndum í París er svo mikið að það eru talsverðar líkur á því að þeir sem þetta lesa geti sjálfir endurtekið leikinn ef þeir eiga leið í bæinn og séð myndina sem ég tala um. Hér eru endursýnd út í eitt helstu meistaraverk og minni meistaraverk, ný og göm- ul, hér er meiri Bunuel en á Spáni, meiri Bergmann en í Svíþjóð, meiri Kurosawa en í Japan … Eftir Steinunni Sigurðardóttur Bíókvöld í París EFNT verður til tónleika í Háteigs- kirkju á morgun. Tilefnið er fjársöfn- un fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Koma þar fram margir þjóðkunnir lista- menn sem allir gefa vinnu sína. Að öðrum ólöstuðum er óhætt að álykta að það nýstárlegasta á tónleik- unum verði flutningur Steindórs And- ersen kvæðamanns á mansögvum úr Jómsvíkingarímum og Númarímum Sigurðar Breiðfjörð við undirleik Moniku Abendroth hörpuleikara. Hún mun að þessu sinni leika á írska hörpu sem er töluvert minni en kons- ertharpan sem hún leikur á að öllu jöfnu. „Upphafið að samvinnu okkar má rekja til þess að á síðastliðnu ári hafði forsvarsmaður bandarísku hljóm- plötuútgáfunnar Naxos samband við Árnastofnun. Þeir voru að leita að ein- hverjum sem kynni skil á rímnahefð- inni því þeir höfðu hug á að gefa út geisladisk með íslenskum rímnalög- um. Voru þeir að leita að manni sem hefði verið að blanda rímunum saman við aðra tónlist. Árnastofnun benti þeim á mig,“ segir Steindór. En eins og kunnugt er hefur hann verið að flytja rímnalög ásamt hljóm- sveitinni Sigur Rós víða um lönd. Steindór flytur að mestu leyti rímnatónlistina einn á geisladiskin- um, sem kemur út hjá Naxos alveg á næstunni, en þar verður að finna 18 rímnalög. Í tveim þeirra annast Mon- ika undirleik og í einu laganna leikur Bretinn Buzby Birchall á didgeridoo sem er hljóðfæri frumbyggja Ástralíu en heitir á máli þeirra yidaki. Leikið af fingrum fram Efnið á diskinum er eins og áður segir úr rímum og kvæðaflokkum og er eftir ýmsa höfunda. Til dæmis úr rímum Atla Ótryggssonar og rímum eftir Bólu-Hjálmar og Sigurð Breið- fjörð en upptökum á þeim stjórnaði Hilmar Örn Hilmarsson. Í öðru laginu sem Monika leikur á diskinum var gerð sú krafa til hennar að hún flytti það af fingum fram. „Ég er vön að fá nótur í hendurnar áður en ég fer í upptöku en þegar ég kom í stúdíóið sagði Hilmar að ég þyrfti að improvísera. „Þetta er ekkert mál,“ sagði hann…og spilaðu nú.“ Þetta gerðist kannski ekki alveg svona. Ég fékk fyrst að heyra flutning Steindórs á söngvunum og síðan byrj- uðu upptökurnar. Þegar ég var komin inn í efnið fannst mér ofsalega gaman. Skemmtilegast var að hlusta á upp- tökurnar á eftir sem komu vel út.“ Kveikjan að því að Steindór fékk Moniku til samstarfs við sig var sú, að árið 1998 hlustaði hann á þátt í Rík- isútvarpinu í tilefni 200 ára afmælis Sigurðar Breiðfjörð. Heyrði hann Moniku leika þar kvæðalag á írsku hörpuna. „Ég hreifst svo af flutningn- um að ég varð mér úti um upptöku af þættinum. Ég get varla hugsað mér skemmtilegra hljóðfæri en hörpuna til að hafa með rímnaflutningi.“ „Ég lék fyrst opinberlega á írsku hörpuna í þessum útvarpsþætti,“ rifj- ar Monika upp. „Hreinn Valdimars- son, stjórnandi þáttarins, sem er áhugamaður um rímnalög sagði við mig eftir upptökuna á þættinum að ég ætti ekki að láta hér við sitja heldur gera meira af því að flytja þessi lög. Ég gerði þó ekkert meira með það. Þegar Steindór hringdi í mig og spurði hvort ég vildi annast undirleik fyrir hann þá kom ég ekki alveg af fjöllum. Mér finnst líka gaman að breyta út af vananum og sló til.“ Diskurinn gefinn út í 80 löndum Steindór segir að það sé ný deild innan Naxos sem gefi út en henni sé ætlað að gefa út heimstónlist. „Það er gríðarlegur áhugi á rímna- tónlistinni nú um stundir. Ætlunin er að selja diskinn í 80 löndum. Menn eru að átta sig á því núna og þá ekki síst útlendingar að við eigum tónlist- ararf í rímnakveðskapnum sem er al- veg sérstakur. Hann er ekki aðeins sérstakur fyrir Íslendinga heldur fyr- ir heiminn líka vegna þess að hann er hvergi annars staðar til.“ Þau Steindór og Monika hafa aðeins einu sinni flutt rímnalögin eftir að upp- tökum lauk. „Við fluttum þetta efni í einni minnstu kirkju landsins að Úlf- ljótsvatni,“ segir Steindór. „Ég var að gifta Iðunni dóttur mína. Það heitir nefnilega allt Iðunn hjá mér, dóttirin, báturinn og kvæðamannafélagið! Monika segist vera vön að leika í brúðkaupum ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni. „Við erum með á okkar tónleikaskrá mörg falleg lög sem þyk- ir við hæfi að flytja í brúðkaupum. Á tónleikunum í Háteigskirkju á laug- ardaginn þá kem ég fram með framhjáhöldunum mínum þeim Stein- dóri og Páli Óskari en mitt aðalstarf er hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands.“ „Það hefur komið til tals hjá okkur Moniku að vinna meira saman og gefa út disk, ætli hann yrði þá ekki að heita hörpudiskur,“ segir Steindór og kím- ir. Morgunblaðið/Jim Smart Monika Abendroth hörpuleikari og Steindór Andersen kvæðamaður. Rímur við hörpuslátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.