Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir dirfsku og hugrekki og óttast ekki áskoranir. Þú ígrundar aðgerðir þín rækilega og gerir ekkert fyrr en tíminn er réttur. Þú stendur frammi fyrir spennandi val- möguleikum á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð óvæntar fregnir er varða tekjur maka þíns. Þú munt þurfa að taka ákvörðun í skyndi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að verða furðu lost- inn yfir fregnum einhvers nákomins. Þér er illa við óvæntar uppákomur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það verða miklar breytingar, kannski tæknilegar, á vinnu- tilhögun í dag. Þetta er frá- bært tækifæri fyrir þig til að læra eitthvað nýtt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leggðu sérstaka alúð við börn í dag. Reyndu að af- stýra öllum hættum í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú mátt búast við óvæntum breytingum á daglegri venju þinni. Fjölskylduviðburðir krefjast þess að þú breytir út af venjunni. Sýndu sveigjan- leika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugur þinn er mjög vakandi í dag. Þú heillast af nýjung- um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú færð tækifæri til að afla tekna á nýjan og djarfan hátt. Ekki ýta þessu tæki- færi of fljótt til hliðar, því einhver þáttur í þessu mun nýtast þér vel í framtíðinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér kann að reynast erfitt að hemja hugann í dag eða jafn- vel að hafa við framvindu lífsins. Gættu þín að ákveða ekki neitt í skyndi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú kannt að halda að það sé jákvætt að hrífast af tiltek- inni hugmynd í dag. Skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér og ræddu við einhvern, svo get- urðu dregið þær fram í dags- ljósið seinna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það skiptir engu hversu vel þú telur þig þekkja einhvern, viðkomandi getur samt kom- ið þér á óvart. Samtal við vin mun einmitt sýna fram á þetta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvæntar fregnir frá starf- mannahaldi koma þér úr jafnvægi. Ekki taka ákvörð- un fyrr en að vandlega at- huguðu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð óvænt tækifæri til ferðalaga eða endurmennt- unar fyrir vinnuna. Sýndu því traust sem gæti aukið frama þinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT JÓNAS HALLGRÍMSSON Þú sem áður foldar fljóð fögrum ljóðum gladdir, og til hreysti hraustum óð hugi drengja kvaddir, hefur nú fljóða og hölda sál hryggt úr öllum máta; þeir sem íslenzkt mæla mál, munu þig allir gráta. Úr fjörugu máli fegri sprett fékk ei neinn af sveinum; hjá þér bæði lipurt og létt lá það á kostum hreinum. – – – Grímur Thomsen 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 c6 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Dc2 O-O 8. O-O b6 9. b3 Ba6 10. Hd1 Rbd7 11. Bf4 Hc8 12. Rc3 b5 13. c5 b4 14. Rb1 Bb5 15. a4 bxa3 16. Rxa3 a6 17. Rxb5 axb5 18. Ha7 Re8 19. b4 h6 20. h4 g5 21. hxg5 hxg5 22. Be5 Ha8 23. Hda1 Hxa7 24. Hxa7 Bf6 25. Bxf6 Rexf6 26. Rxg5 Kg7 27. Bh3 Db8 28. Hxd7 Rxd7 29. Dh7+ Kf6 Staðan kom upp í Áskorendaflokki Mjólkurskákmótsins sem fram fór á Hótel Selfossi. Steffen Pedersen (2443) hafði hvítt gegn Ágústi Sindra Karls- syni (2347). 30. Bxe6! fxe6 Svartur yrði mát eftir 30...Kxg5 31. Dg7+ Kh5 32. Bg4# 31. Dh6+ Kf5 Staða svarts væri einnig töpuð eftir 31... Ke7 32. Dxe6+ Kd8 33. Dxc6. Í framhaldinu lendir svarti kóngurinn í mátneti. 32. Rf3 Dd8 33. g4+ Kxg4 34. Dg6+ Kf4 35. Kg2 Hf5 36. Dg3+ Ke4 37. Rd2+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 37... Kxd4 38. De3#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. AUSTUR vekur á Stand- ard-laufi, en síðan taka NS við og rjúka upp í fjóra spaða. Lesandanum er boðið að taka sæti suðurs: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD3 ♥ DG643 ♦ ÁD ♣1075 Suður ♠ KG9862 ♥ K7 ♦ G95 ♣32 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 1 spaði Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Makker býst við þokka- legri innákomu á hættunni og stekkur því beint í geim. Þú ert í lægri kant- inum fyrir ströglinu, en spilin vinna vel saman og vörnin á alla vega ekki nema þrjá slagi beint. Hvernig á að spila þetta? Útspilið er laufátta. Fljótt á litið virðist tíg- ulkóngurinn þurfa að liggja fyrir svíningu, en við nánari skoðun sést að svo þarf ekki að vera: Kannski kemst vestur ekki inn til að spila tígli og þá verður sennilega hægt að nýta hjartað. Norður ♠ ÁD3 ♥ DG643 ♦ ÁD ♣1075 Vestur Austur ♠ 104 ♠ 75 ♥ 1098 ♥ Á52 ♦ 1087632 ♦ K4 ♣84 ♣ÁKDG96 Suður ♠ KG9862 ♥ K7 ♦ G95 ♣32 Spilið kom upp hjá Bridsfélagi Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið og flest- ir sagnhafar fundu þann lykilleik að leggja lauf- tíuna á áttuna. Þeir sem létu hugsunarlaust lítið lauf úr blindum fengu ástæðu til að iðrast – vest- ur fékk að halda slagnum og gat spilað tígli í gegnum ÁD. Þetta er óvenjulegt dæmi um það sem ensku- mælandi menn nefna „avoidance play“. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur, Anna Sólveig Snorradóttir og Jana Hrönn Guðmundsdóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 1.447 kr. Vinur þeirra Ágúst Elí aðstoðaði þær. Morgunblaðið/Golli DEMANTSBRÚÐKAUP. Í gær, fimmtudaginn 14. nóvem- ber, áttu 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Kristrún Jónsdóttir og Valdimar Lárusson, leikari, Hamraborg 26, Kópavogi. Laugardaginn 16. nóvember verða þau með opið hús kl. 16-20 að Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi (sal Allsherjar Samfrímúr- arareglunnar á Íslandi). Vonast þau til að sjá sem flesta af vinum og vandamönnum á þessum tímamótum. Þeir sem vilja gleðja þau með gjöfum og blómum, vinsamlegast láti andvirði þess renna í sjóð sem stofnaður hefur verið til styrktar alþjóðlegri barnahjálp í Vestur-Afríku, númer reikningsins er: 1151-26-002200 hjá Spron á Seltjarnarnesi. Þess láðist að geta í Morgunblaðinu í gær að þau taka á móti gestum laugardaginn 16. nóvember. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 15. nóv- ember, er sextug Kristín Thorstensen, Efstahrauni 9, Grindavík. Hún og eigin- maður hennar, Jón Ragn- arsson, bjóða vini og vanda- menn velkomna á afmæl- isdaginn kl. 20 í hús Slysa- varnadeildarinnar Þor- björns, Seljabót 10, Grinda- vík (niður við höfn). HINN árlegi basar Kirkju- nefndar kvenna Dómkirkjunnar verður laugardaginn 16. nóv- ember. Frá kl. 14 verður á boðstólum vöfflukaffi og jólavarningur. Kirkjunefndarkonur hafa haft þennan basar um árabil til styrktar starfi síns að því að fegra og prýða Dómkirkjuna og styðja bágstödd börn. Því eru vinir þessarar góðu kirkju hvattir til þess að koma og leggja þeim lið og eiga nota- lega stund í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Basar Kirkjunefnd- ar Dómkirkjunnar Morgunblaðið/Jim Smart Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Kefas. Starf fyrir 11–13 ára kl. 19.30–21.30. Fræðsla, spjall og leikur fyrir 11–13 ára. Allir á þessum aldri eru hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hópur. Kl. 17 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglingasam- koma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Ungt fólk úr söfnuðin- um. Biblíurannsókn og bænastund á föstudög- um kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar V. Arason. Biblíurann- sókn og bænastund á Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudögum kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyj- um: Biblíufræðsla kl. 10. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Samkvæmiskjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930 Feðratímar Áttu von á barni eða ert nýorðinn faðir? Karlakvöld - námskeið þar sem fjallað er um föðurhlutverkið, breytingar í samböndum og nýjan lífsstíl. Námskeið hefjast 20. nóv. og 11. des. nk. Leiðbeinandi er Kári Eyþórsson ráðgjafi. Heima/vatnsfæðingar Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir fjallar um gagnsemi vatns sem verkjameðferð í fæðingu og undirbúning sem þarf fyrir heimafæðingar. Námskeið hefst 27. nóv. nk. Skráning fer fram í síma 533 5355 Lára Margrét áfram í 5. sæti Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298 Næsta námskeið verður haldið sunnudaginn 17. nóvember Aðventukransar, hurðaskeytingar og jólaskreytingar. Skráning í síma 555 3932 • Upplýsingar í síma 897 1876 VR-styrkurSölusýning á staðnum Uffe Balslev blómaskreytir Jólaskreytingar í Hvassahrauni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.