Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn ÁgústJóhannsson fæddist á Ósi í Kálfs- hamarsvík 13. júní 1922. Hann lést á heimili sínu á Skaga- strönd hinn 9. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Jóhann Jósefs- son, bóndi á Ósi í Kálfshamarsvík, f. í A-Hún. 21. janúar 1892, d. 29. apríl 1980, og Rebekka Guðmundsdóttir, f. í Víkum á Skaga í A- Hún. 21. ágúst 1895, d. 29. sept- ember 1929. Kristinn Ágúst var næstelstur af sjö systkinum. Systk- ini hans voru Friðgeir, Sigurjón, Jósef, Valdimar, Ragnheiður og Hólmfríður Jóhannsbörn. Eftirlif- andi eru þau Friðgeir og Ragn- heiður. Kristinn giftist Guðnýju Sigríði Finnsdóttur f. 3. apríl 1922, 14. júlí 1948. Foreldrar Guðnýjar voru þau Finnur Guðmundsson, bóndi Skrapatungu, f. 9. mars 1891, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8. júlí 1889. Börn Kristins og Guðnýj- þrjú börn, Heiðrúnu, gifta Guðjóni Pálssyni, þau eiga þrjú börn og Kristínu, í sambúð með Sverri Björnssyni og eiga þau eitt barn. Kristinn starfaði sem sjómaður á Skagaströnd til ársins 1959, var á bátum hjá Útgerðarfélagi Höfða- hrepps og lengst sem skipstjóri á Ásbjörgu HU og var síðast skip- stjóri á Skallarifi HU sem hann og nokkrir félagar höfðu keypt. Hann gekk í stýrimannaskólann vetur- inn 1957–1958 og lauk skipstjórn- arprófi þaðan, áður hafði hann tekið svokallað mótorvélstjórapróf í Reykjavík Árið 1959 fór hann að vinna í landi og vann sem hafnar- vörður um árabil. Hann hóf störf hjá Rarik 1965 og vann þar til sjö- tugs. Kristinn var einn af 10 stofn- endum Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd. Hann starfaði mikið að félagsmálum á Skagaströnd alla tíð. Hann var formaður Verkalýðs- félags Skagastrandar frá 1964- 1979. Hann var snemma kjörinn í stjórn Skagstrendings hf. Hann var formaður Slysavarnafélags Skagastrandar í nokkur ár og sat í hreppsnefnd í 12 ár 1966–1978. Hann hafði mikinn áhuga á bridge og var mikill keppnismaður. Hann var gerður að heiðursfélaga í Bridgeklúbbi Skagastrandar. Útför Kristins gerður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ar eru í aldursröð 1) Ingibjörg Elfa, f. 28. september, sambýlis- maður Jón B. Gunn- arsson, f. 25. júlí 1945. 2) Óskar Þór, f. 29. maí 1951. 3) Finnur Sigvaldi, f. 24. apríl 1953, giftur Guð- björgu Ólafsdóttur, f. 6. október 1956, þau eiga þrjár dætur, Guð- nýju Kristínu, sam- býlismaður Magne Kvam, Rakel Petreu, sambýlismaður Brynj- ar Sverrisson og Arn- rúnu Báru. 4) Guðbjörg Vera, f. 12. desember 1954, gift Þórarni Grét- arssyni, f. 7. júlí 1951, þau eiga tvö börn, Hákon Unnar og Rebekku Maren. Kristinn átti áður tvær dætur, þær eru: a) Guðrún Hrönn, f. 27. janúar 1945, gift Magna Sig- urhanssyni f. 16. október 1943, Börn þeirra eru Ellert og á hann þrjú börn og Unnur, gift Einari Valgeirssyni, þau eiga þrjú börn. b) Guðrún Rebekka, f. 16. október 1944, hún á þrjú börn: Brimrúnu gifta Ragnari Arnarsyni, þau eiga Pabbi er horfinn á vit forfeðranna. Kallið kom og gekk fljótt yfir. Svona vildi pabbi fara. Gekk alltaf hreint til verks. Margs er að minnast á langri ævi. Undir hrjúfu yfirbragði leyndist ljúfur maður. Mér er enn minnisstætt þegar við Óskar bróðir ungir að árum sátum hvor sínum megin við hann og hann las fyrir okkur Grettissögu. Honum líkaði best við Gretti af öllum köppum Íslendingasagnanna. Hve hann hló dátt þegar Grettir hljóp á eftir Gísla farmanni. Sögu Róbinson Krúsó las hann fyrir okkur og man ég enn hve góður upplesari hann var. Kiddi Jó eins og allir kölluðu hann var ekki allra en vinur vina sinna. Hann hafði afar ákveðnar skoðanir og við systkinin vorum oft spurð að því hvort pabbi væri kommi. Við vorum ekki orðin há í loftinu þegar við töld- um okkur vita hvað íhaldið var. Hann var gallharður kommi allt fram í and- látið og sumir sögðu hann til vinstri við vinstri. Ég fékk oft að fara með honum á sjóinn og enn man ég siglinguna á Skallarifinu til Reykjavíkur þar sem það þurfti í slipp, þá var ég 5 ára. Þar fékk ég að fara með honum í Tívolíið gamla sem var við Tjörnina og að sjálfsögðu fórum við í kappróður við aðra á hjólabátunum sem voru þar. Einhverju sinni sagði pabbi sposkur á svipinn að hann hafði aldrei orðið eins hræddur um líf mitt og þegar ég hafði gert það prakkarastrik að henda ýsu- spyrðunum hans Bergs sterka í sjó- inn eftir einn af túrunum sem ég fékk að fara með honum. Varð hann að ganga á milli og skaut mér inn í stýr- ishús til að Bergur næði ekki í mig. Á unglingsárunum var ég oft bald- inn en aldrei sagði hann styggðaryrði við mig þegar ég var búinn að gera eitthvað af mér og var þó oft tilefni til. Þetta voru erfið ár og lífsbaráttan hörð á stóru heimili og hefur mamma oft ekki verið of sæl með kjörin. Pabbi var aflasæll skipstjóri og sótti fast sjóinn. Margar sögur eru til af sjó- mennsku Kidda Jó. Ein er sú að ein- hverju sinni hafði pabbi aflað vel og vildi halda veiðistaðnum fyrir sig. Var þá ræst fyrr en vani var í næsta túr og farið með bjóðin um borð í myrkri og siglt út úr höfninni ljóslaust. Þegar menn á öðrum bátum komu niður á bryggju og ætluðu að sjá hvert hann færi var hann á bak og burt. Önnur saga var þannig að hann hafði aflað óvenju vel og hinir bátarnir ætluðu ekki að falla á sama bragði og fyrr. Þeir fylgdust því vel með ferðum hans þegar pabbi siglir rakleiðis á þekkt mið og slær þar af, kveikir öll ljós og lætur baujuna fara. Hinir gera slíkt hið sama og leggja sína línu. Siglir þá pabbi að baujunni sinni, sem aldrei hafði verið nein lína neðan í, tekur hana um borð og siglir í burtu á þau mið sem hann hafði fiskað vel daginn áður og leggur sína línu. Baráttan var hörð í þá daga. Allir vissu hvaða orð- bragð Kiddi Jó notaði í talstöðinni og ekki var verið að skafa af hlutunum, síður en svo. Til stóð að taka af honum talstöðvarleyfið á tímabili. Eftir að pabbi fór í land gerðist hann hafnarvörður um árabil. Fór síðan að vinna hjá Rarik og vann þar til hann hætti störfum árið 1992. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmál- um og vildi stuðla að bættum kjörum hins vinnandi manns. Var hann for- maður Verkalýðsfélags Skagastrand- ar í mörg ár og vann þar mikil og góð störf. Pabbi sat einnig í hreppsnefnd í 12 ár. Var formaður Slysavarnafélags Skagastrandar í nokkur ár og var í stjórn Skagstrendings hf. Var einn af 10 stofnendum Rækjuvinnslunnar og fleira mætti telja. Eitt af því góða við pabba var að hann reyndi aldrei að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem ég var búinn að taka og var honum það þó í lófa lagið. Reyndar sagði hann við mig: „Ertu vitlaus strákur“ þegar ég kom til hans, þá 21 árs gamall, og sagði við hann að við Guðbjörg mín ætluðum að fara að byggja okkur hús og hann vissi að við áttum ekki mikið sparifé. Enn minna sagði hann þegar ég seinna kom til hans mitt í bygging- unni og sagði að ég ætlaði í Vélskól- ann. Pabbi studdi mig vel á þessum erfiðu árum. Alltaf mun ég virða við pabba hve hann tók Guðbjörgu minni vel. Þar mátti segja að þar hafi mæst stálin stinn þar sem skoðanirnar voru oftar en ekki ekki þær sömu. Áttu þau margar orðasennur um ýmis málefni sem pabbi hafði alltaf ákveðnar skoð- anir á. Var ekki til sá hlutur sem hann vildi ekki gera fyrir hana. Pabbi var einstaklega góður afi og þótti afar vænt um dætur okkar Guðbjargar. Pabbi hafði alltaf mikinn áhuga á öllum íþróttum og þá sérstaklega fót- bolta. ÍA var hans lið hér á landi og Manchester United það erlenda. Höfðu þeir Jón Ingi, Lárus, Dolli og fleiri mikið gaman af túrunum sem þeir fóru með pabba suður á Akranes til að fara á leiki með ÍA. Ekki er ég frá því að hann hafi grunað mig um stríðni þegar ég vissi að Liverpool hafði unnið United og hringdi stund- um í hann og spurði hvernig leikurinn hafði farið. Kom þá oft dræmt svar. Studdi hann Gýju dóttur mína vel þegar hún var að keppa í hlaupum. Pabbi var mikill keppnismaður og hafði mikið gaman af alls konar spil- um og ekki var verra að hann sigraði. Spilaði hann bridge fram í andlátið og var gerður að heiðursfélaga bridge- klúbbsins á Skagaströnd fyrir nokkr- um árum. Eitt af fyrstu húsgögnum okkar Guðbjargar var forláta radíó- fónn sem pabbi hafði unnið í þriggja keppna félagsvist og hafði gefið okk- ur. Gamlárskvöldin í fjölskyldu Kidda Jó voru alltaf sérstök, þá voru alltaf leikir og létt gaman. Fyrirgefðu pabbi minn að ég skyldi setja sprengjuna í vindilinn þinn forðum. Fyrir 5 árum fóru fjölskyldan mín og pabbi og mamma í ferðalag til Norðurlanda. Var pabbi þar hrókur alls fagnaðar. Titlaði sig „navigator“ og dró upp forláta skipstjórahúfu sem hann hafði á höfði sér allt ferðalagið. Eitt sinn eftir langa keyrslu þurftum við að gista á náttstað þar sem ekki voru uppbúin rúm og pabbi var ekki sáttur við það. Þegar við vorum að koma okkur fyrir heyrðist í þeim gamla tauta fyrir utan: „Það fór þá aldrei svo að ég gerðist ekki hippi.“ Eftir hverja ferju eða vegatoll borg- aði pabbi í beinhörðum peningum sinn skerf og varð engu tauti við hann komið. Hann skyldi ekki vera ómagi á neinum. Í einum af túrunum hans til Blönduóss í fyrra, þar sem hann var að spila bridge við spilafélaga, fann hann til einhvers meins. Nær hann að komast inn á sjúkrahúsið, sem var hinum megin við götuna, og hnígur þar niður. Sagði læknirinn að hann hefði aldrei séð eins veikan mann koma þar inn af sjálfsdáðum og var þá ekki til einn stafur um hann í sjúkra- skýrslum, svo heilsugóður hafði hann verið gegnum árin. Pabbi hafði fengið hjartaáfall og var tvísýnt um líf hans á tímabili. Þegar pabbi kemst til með- vitundar eftir þetta voru hans fyrstu orð: „Unnu ÍA“? Seinna sagði pabbi um þennan flensuskít eins og hann kallaði þetta: „Ég fékk að kíkja yfir.“ Svona var pabbi. Takk fyrir allt pabbi minn. Finnur Kr. Kristinn Jóhannsson frá Skaga- strönd var ekki bara afi heldur besti afi sem nokkurt barnabarn gæti hugsað sér að eignast. Kiddi afi var engum líkur. Hann hafði miklar og sterkar skoðanir á öllu og lét þær óspart í ljós. Alltaf var hann elsku afi eins ljúfur og góður við mig eins og hugsast gat. Hann vann lengi fyrir rafveiturnar og þá fór ég með honum á bæina í kring til að lesa af mælunum og söng fyrir hann á leiðinni. Ef við keyrðum fram hjá sjoppum þá spurði afi hvort við ættum ekki að fá okkur í gogginn. Mér leið alltaf vel hjá afa og ömmu og þegar ég fór heim hlakkaði ég til að koma aftur og stundum fékk ég að gista á milli þeirra. Þegar ég byrjaði í skóla gerðu þau heimalær- dóminn skemmtilegan. Við Kiddi afi reiknuðum saman sem varð mér hvatning til að læra náttúrufræði í Menntaskólanum á Akureyri. Afi keyrði mig á hverju hausti í Mennta- skólann og þegar hann kom að heim- sækja mig fórum við alltaf á Bautann og fengum okkur hressingu. Á vorin þegar skólinn var búinn var afi mætt- ur til að ná í mig. Kiddi afi hafði mikinn áhuga á íþróttum og kom alltaf til að horfa á mig þegar ég var að keppa í hlaup- unum og vílaði ekki fyrir sér að keyra hvert á land sem var til að hvetja mig áfram og taka á móti mér í markinu. Þegar ég var að æfa mig heima á Skagaströnd keyrði afi á eftir mér til að mæla hvað ég væri búin að hlaupa langt og á hvaða hraða. Svona var Kiddi Jó. góður afi. Elsku besti afi minn, takk fyrir allt og hvíl þú í friði. Amma biður Guð að taka þig til sín og ég skal passa uppá ömmu fyrir þig. Ég elska þig afi minn. Guðný Kristín Finnsdóttir. Ég trúi því varla að Kiddi afi sé far- inn og það á afmælisdaginn minn. Ég fékk ekki einu sinni að kveðja þig og segja þér hvað ég var heppin að eiga afa eins og þig og ferðalögin okk- ar, sögurnar og brandarana sem þá voru sagðir ótal sinnum. Við fórum í allskyns túra eins og við kölluðum þá og í lok túranna sögðum við alltaf ,,Þetta var góður túr“. Stundum tal- aðir þú afamál sem bara við systurnar skildum. Setningar eins og ,,Kanntu ad segja på“ og ,,La fransí allebaddarí bisquí“. Þú gast alltaf komið manni til að hlæja, ef ekki með sögum eða bröndurum þá með tali um pólitík, það var eitthvað sem að ég hafði ekki hugmynd um hvað snerist. Ég vissi ekki fyrr en að ég var búin að lofa þér að kjósa aldrei íhaldið. Ég sem vissi ekki einu sinni hvað íhaldið var. Þú vildir allt fyrir mig gera og mér finnst núna þegar þú ert farinn að ég hafi aldrei þakkað þér nóg. Ég hitti ykkur ömmu nánast á hverjum degi, amma kenndi mér að baka lummur og allra handanna gúmmelaði og aðal- sportið var að fara með baksturinn til afa og athuga hvernig smakkaðist. Ég kom alltaf í tíukaffið til ykkar og þá varstu búinn að kaupa mjólk í kakóið og ost á ostabrauðið. Ég sá þig síðast um Verslunarmannahelgina. Það var svo erfitt að kveðja þig, ég kúrði mig í fangið þitt og sagðist ekki vilja fara. Ég var svo ánægð hvað þú tókst hon- um Brynjari mínum vel. Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi fengið að kynnast þér, heimsins besta afa. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér og sakna. Ég elska þig, elsku besti afi minn. Takk fyrir allt og takk fyrir að hafa verið afi minn. Þín Rakel Petrea Finnsdóttir. Gamall félagi og samstarfsmaður Kristinn Jóhannsson er fallinn frá. Ég kynntist honum eftir að ég varð oddviti Höfðahrepps 1966 og enn bet- ur eftir stofnun Skagstrendings hf. 1968. Kristinn var um árabil formaður verkalýðsfélagsins á staðnum og hélt af krafti fram hagsmunum fé- lagsmanna sinna gagnvart sveitarfé- laginu og útgerðinni. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum ef honum þótti gengið á rétt síns fólks en hon- um var líka umhugað um að sínir menn misnotuðu ekki réttindi sín. Mér er það minnistætt þegar hann kom til að reka erindi umbjóðenda sinna hversu vel hann fylgdi þeirra málum eftir og hélt fram rétti þeirra af festu og sanngirni. Ég komst líka fljótlega að því að misnotkun réttinda sem verkalýðshreyfingin hafði barist fyrir og náð fram var honum ekki að skapi. Kristinn var verkalýðssinni og vinstri maður, hann hafði alla tíð til að bera ríka réttlætiskennd sem varð til þess að hann þótti vel til forystu fall- inn. Hann starfaði með mér í hrepps- nefnd Höfðahrepps í 4 ár og ég á mjög ánægjulegar minningar um þann tíma þó hann hafi verið þar í harðri stjórnarandstöðu. Það var mikið happ að hann valdist snemma í stjórn Skagstrendings hf. sem var að verða undirstaða atvinnu- lífsins á Skagaströnd og þó við værum stundum ósammála um stefnu félags- ins verð ég Kristni ævinlega þakklát- ur fyrir hve oft hann fékk okkur til þess að vanda betur til verka og íhuga betur undirbúning áður en ráðist var í framkvæmdir. Þar skipti miklu að hann hafði lifað tímana tvenna og hafði meiri lífsreynslu en við sem vor- um af næstu kynslóð og þóttumst allt vita. Ég minnist samstarfsins við Krist- in Jóhannsson með mikilli ánægju og það er mér gleðiefni að hann skyldi halda reisn sinni til síðasta dags. Ég bið þann sem öllu ræður að blessa minningu góðs drengs og ég votta Guðnýju eftirlifandi konu hans, börnum, tengdabörnum og barna- börnum samúð mína. Sveinn S. Ingólfsson. Hann Kiddi afi minn var æðislega góður og var mjög skemmtileg per- sóna. Hann fór alltaf með okkur barnabörnin á dalinn, og þar var borðað nesti sem var aðallega slikkerí og við skemmtum okkur konunglega. Alltaf þegar hann kom úr búðinni var hann með ís handa okkur Rebekku og við fengum viðurnefnin Ísrún og Ís- borg. Við fórum alltaf í frímínútum til ömmu og afa í kaffi og stundum hafði hann keypt snúða og hann sagðist hafa bakað þá handa okkur. En svona var hann afi, hann vildi alltaf allt fyrir okkur gera. Hvíl þú í friði og ég á eftir að sakna þín alveg ótrúlega mikið, elsku afi minn, þú lifir í hjarta mínu. Þín afastelpa Arnrún Bára Finnsdóttir. Örfá kveðjuorð frá vina- og sam- starfsfólki Kristins Jóhannssonar hjá RARIK á Norðurlandi vestra. Hann tók ungur tryggð við sósíalismann og málstað þeirra sem höllum fæti standa í lífinu og hvikaði aldrei frá því lífsviðhorfi, enda mótaður af skörpum andstæðum í sínum uppvexti. Hjá RARIK vann hann fjölbreytt hluta- starf í rúm 27 ár, var vinsæll og vel metinn af störfum sínum og átti trún- að vinnufélaga og vinnuveitenda. Eft- ir að hann lauk störfum vegna aldurs, kom hann oft við hjá okkur fyrrver- andi vinnufélögum. Þær heimsóknir voru vel þegnar, því að hann var bæði fróður og gagnorður og lá ekki á tali sínu um margvísleg málefni. Hann skilur eftir sig góðar minningar, og viljum við votta eftirlifandi eiginkonu hans og börnum hluttekningu okkar við fráfall hans. Starfsfólk RARIK. Atvikin högðuðu því þannig að sem barn dvaldi Kristinn nokkur ár á heimili Páls Kolka læknis og frú Guð- bjargar á Blönduósi. Þaðan fermdist hann. Bundust hann og Kolka-fjöl- skyldan gagnkvæmum vinaböndum sem héldust þó vegalengdir skildu að. Þessa nutum við hjónin á þeim góðu stundum sem við áttum með þeim Kristni og Guðnýju. Kristinn var alla tíð róttækur í skoðunum og einlægur baráttumaður fyrir bættum kjörum alþýðufólks. Sýn hans var skýr og hann lét skoð- anir sínar í ljós tæpitungulaust. Kristinn var einn af stofnendum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og náin kynni okkar og vin- skapur hófust fyrir alvöru í tengslum við það starf. Við minnumst einlægrar gleði hans og geislandi baráttuvilja á fyrsta landsfundi flokksins á Akur- eyri haustið 1999. Kristinn unni byggðarlaginu sínu. Eftirminnilegur er viðtalsþáttur sem tekinn var við hann í útvarpi fyrir nokkrum árum, þar sem hann greindi frá hinni gömlu verstöð og byggð í Kálfshamarsvík en þar voru æsku- slóðir hans. Beitti hann sér fyrir því merkja þar búsetuminjar og örnefni sem hefur ómetanlegt gildi fyrir sögu okkar og menningu. Það var notalegt að heimsækja þau hjónin á Skaga- strönd. Yfir kaffisopa og kökuborði var farið yfir málin. Mannlíf og at- vinnuástand á Skagaströnd, stríðið í Afganistan, kjör aldraðra eða vernd- un Þjórsárvera og hafði hann á þeim einarðar skoðanir. Kristinn var mikil fjölskyldumaður og þau hjón voru glöð og stolt yfir börnum og barna- börnum sem mörg hver eru búsett á Skagaströnd. Við hjónin litum í heim- sókn fyrir um þrem vikum. Þá var Kiddi nýbúinn að gera upp baðher- bergið og sýndi okkur stoltur hvað hann hafði verið fást við síðustu dag- ana. Dugnaði hans og kappi var ávallt viðbrugðið. Við hjónin þökkum hlýjar minningar um góðan vin sem miðlaði okkur sem öðrum ríkulega af hug- sjónum sínum og baráttuþreki. Blessuð sé minning Kristins Jó- hannsonar. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. KRISTINN JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.