Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEMENDUR 4. bekkjar á Aust- urlandi náðu bestum árangri í samræmdum könnunarprófum í ís- lensku og stærðfræði. Nemendur 7. bekkjar í skólum í nágrenni Reykjavíkur náðu hins vegar best- um árangri í þessum greinum. Meðaleinkunn í stærðfræði í fjórða bekk var 7,1 yfir allt landið. Meðaleinkunn í íslensku var hins vegar 6,6. Nemendur í 7. bekk fengu 7,6 í meðaleinkunn í stærð- fræði, en 7,0 í íslensku. Árangurinn var áberandi verst- ur á Suðurnesjum. Þar eru ein- kunnir undir landsmeðaltali í öll- um greinum nema einkunnir fjórða bekkjar í stærðfræði. Góður árangur í 4. bekk skilar sér ekki í 7. bekk Einkunnir nemenda í skólum í Reykjavík og í nágrenni Reykja- víkur eru jafnar og yfir landsmeð- altali. Einkunnir í skólum utan þessa svæðis eru hins vegar al- mennt undir meðallagi. Undan- tekning þar á eru skólar á Norður- landi eystra og Austurlandi, en skólar á Austurlandi eru með hæstu meðaleinkunnina ef horft er á allt landið. Nemendur sjöunda bekkjar á Vestfjörðum eru einnig yfir lands- meðaltali. Sigurgrímur Skúlason hjá Námsmatsstofnun segir að þegar grunnskólanemendur sem nú eru í sjöunda bekk voru prófaðir fyrir fjórum árum hefði ekki komið fram marktækur munur á nem- endum í skólum á landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæð- inu hins vegar. Núna væri hins vegar kominn fram marktækur munur á einkunnum milli þessara landshluta. Af einhverjum orsök- um virtust nemendur á lands- byggðinni ekki ná jafngóðum ár- angri í sjöunda bekk og í fjórða bekk. Átak í stærðfræði á Suðurnesjum Sigurgrímur sagði að árangur nemenda á Suðurnesjum hefði ver- ið nokkuð misjafn í gegnum árin. Hann hefði ýmist verið lélegur eða allgóður. Grunnskólar á svæðinu hefðu gert sérstakt átak í stærð- fræðikennslu og það hefði skilað árangri. Árangur nemenda fjórða bekkjar væri góður í stærðfræði, en þeir sem voru í sjöunda bekk hefðu hins vegar ekki náð sama árangri.                              !     "   "         #     $% $% $% $% &%' &% $% $% &%(          $% $% &%& &%) &%' $% $% $%( &%          $% $% &%$ &%' $% &% $% $% &%)          $% $% &%* &%$ $% &% $% $% &%)                   Skólar á Aust- urlandi með góða útkomu „KJÖRNEFNDIN ákveður að gera nánast ekki neitt annað en að við- urkenna að ágallar hafi verið á próf- kjörinu. Þá vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvað ágallar á prófkjöri þurfi yfirleitt að vera miklir til þess að það sé gert ógilt og hvaða skila- boð það eru til manna sem brjóta reglurnar jafnfreklega og af jafn- miklum ásetningi og þarna var um að ræða,“ segir Vilhjálmur Egilsson alþingismaður um niðurstöður funda kjörnefndar prófkjörsins í Norðvest- urkjördæmi og stjórnar kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Hrúta- firði sl. miðvikudag. Vilhjálmur er mjög ósáttur við niðurstöðuna. „Hún er bara sú að þeir sem brjóta reglurnar njóta þess en þeir sem brotið er á eru látnir gjalda fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir þó eðlilegt að endurtalning at- kvæða fari fram í ljósi þess hvað mjótt var á munum í kosningunni. Farið að ræða hugmyndir um sérframboð fyrir norðan Vilhjálmur var spurður hvort sér- framboð í kjördæminu komi til álita og staðfestir hann að sjálfstæðis- menn fyrir norðan séu farnir að nefna hugmyndir um sérframboð. Það sé þó ekki gert að hans frum- kvæði og sjálfur vill hann ekkert um það segja fyrr en að afloknum fundi sem haldinn verður á Blönduósi á sunnudag. Þar hefur verið boðað til fundar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Skagafirði og Húnavatns- sýslum til að fara yfir stöðu málsins. „Eftir því sem málið verður um- fangsmeira finnst mér það líka vera farið að snúast um pólitíska ábyrgð þeirra sem telja sig vera sigurvegara í prófkjörinu. Það er spurning hvort þeir sem brutu reglurnar taki á sig þessa pólitísku ábyrgð og viðurkenni að þeir hafi haft rangt við og við- urkenni einfaldlega að sigurinn var okkar í þessu prófkjöri,“ segir Vil- hjálmur. Vísar yfirlýsingu á bug Vilhjálmur vísar með öllu á bug yf- irlýsingu undirkjörstjórnar á Akra- nesi vegna prófkjörsins sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar er Vil- hjálmur sakaður um að hafa farið með ósannindi um framkvæmd hinn- ar umdeildu utankjörfundarat- kvæðagreiðslu á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir m.a. að það séu hrein ósannindi í Vilhjálmi að at- kvæðaseðlar hafi verið rifnir upp þegar utankjörfundarkosningu var lokið á Akranesi og sturtað í pott. Vilhjálmur bendir hins vegar á að hann hafi haft undir höndum fax með leiðbeiningum um meðferð atkvæða- seðlanna sem starfsmaður próf- kjörsins sendi kjörnefndarmönnum þar sem fram komi að utankjörfund- aratkvæðum eigi að skila í umslög- um í Borgarnes, þar sem talning fór fram, ásamt blaði yfir þá sem kjósa. „Áður en talning hefst í Borgarnesi, daginn eftir prófkjör, munu öll at- kvæðin verða sett í einn pott þannig að ekki á að vera hægt að greina hvernig atkvæði liggja í kjördæm- inu,“ segir í leiðbeiningunum. Fengu vitneskju um kosningu í ýmsum fyrirtækjum Vilhjálmur segir að þegar ákveðið var á fundi sl. fimmtudagskvöld að ógilda atkvæðaseðla vegna utankjör- fundaratkvæðagreiðslu sem fram hafði farið í slippnum á Akranesi, þ.e. í Skaganum hf. og Þorgeiri & Ellert, sem hann gerði alvarlegar at- hugasemdir við, hafi honum verið talin trú um að tilvikin væru ekki fleiri. Síðar hafi hins vegar komið á daginn að umfang þessa máls væri miklu meira. „Þeir lögðu ekki spilin á borðið um þessa umfangsmiklu að- gerð,“ segir hann. Að sögn Vilhjálms óx málið stig af stigi er nær dró kosningum. Hann segir að um miðja síðustu viku hafi hann einnig vitað um eitt tilvik þar sem Hörður Pálsson hafi farið í heimahús og boðið fólki að kjósa. „Ég spurði þá að því hvort væri verið að fara í heimahús en mér var sagt að svo væri ekki. Þar sem ákveðið var í samráði við formann kjördæm- isráðsins að þessi atkvæði yrðu gerð ógild ætlaði ég bara að láta þetta kyrrt liggja, enda var ég látinn halda að þetta væri einstakt mál og hefði orðið til fyrir misskilning. Síðdegis á miðvikudeginum fæ ég fregnir um að Sigurjón Skúlason og Ólöf Agn- arsdóttir hafi gengið í hús með skipulögðum hætti, bankað upp á hjá fólki og fengið það til að kjósa. Þegar ég kem með þessar upplýsingar til þeirra á Akranesi vilja þeir að málið verði tekið fyrir í heild á fimmtu- dagskvöldinu. Þegar fulltrúi minn er svo á leiðinni uppeftir berst okkur til eyrna að líka hafi verið kosið í HB [Haraldi Böðvarssyni] og á raf- magnsverkstæði HB. Á fimmtudags- kvöldinu vissum við sem sagt um Hörð Pálsson, Sigurjón Skúlason og Ólöfu Agnarsdóttur og að þeir sem önnuðust kosningu í Slippnum hafi verið Valdimar Axelsson og Þórður Þórðarson. Það hefur hins vegar aldrei verið útskýrt hvernig kjör- gögn komust í hendur alls þessa fólks, sem átti ekki að koma nálægt utankjörstaðaatkvæðagreiðslunni. Þeir sem önnuðust utankjörstaðaat- kvæðagreiðsluna voru Benedikt Jónmundsson og Sigurður Sigurðs- son. Þetta voru þær upplýsingar sem við höfðum í höndunum á fimmtu- dagskvöldið og á þessum tímapunkti var ákveðið að samþykkja að þeir fengju möguleika á að leiðrétta þessa hluti. Samkomulagið þetta kvöld var gert á grundvelli þessarar vitneskju og ekki annarrar, enda lögðu þeir aldrei spilin á borðið sjálf- ir. Þeim var treyst til þess að ógilda þessi atkvæði. Þau 80 atkvæði sem þeir komu síðan með, og telja sjálfir að hafi verið illa fengin, passa við þetta umfang. Það kemur síðan í ljós að aðrir hafi verið að fara með kjörgögn út um allt. Þeir sem við vitum um eru Sig- urður Sigurðsson, annar þeirra sem sáu um utankjörstaðaatkvæða- greiðsluna, Helgi Ibsen, Björn Tryggvason, Gylfi Þórðarson, Hauk- ur Þórisson og Pétur Ottesen. Þau fyrirtæki sem við vitum að kosið hafi verið í eru Skóflan, Vignir G. Jóns- son og Bátasmiðja Guðgeirs. Síðar kom svo fram í útvarpinu að þetta hefði líka verið gert í Sementsverk- smiðjunni. Allt þetta mál var því miklu umfangsmeira en við höfðum vitneskju um á fimmtudeginum og okkur var aldrei gerð grein fyrir því. Við vitum líka að þessi aðgerð var í gangi allt frá 25. október. Það þarf enginn að segja mér að með öllu þessu fólki sem þarna á í hlut og á öllum þessum tíma hafi bara verið skrapað saman einhverjum 80 at- kvæðum. Umfangið bendir til þess að þetta séu a.m.k. 300 atkvæði og væntanlega fleiri. Þessir menn eru ýmist yfirlýstir stuðningsmenn Guð- jóns [Guðmundssonar] eða Sturlu [Böðvarssonar],“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að hann og stuðn- ingsmenn hans hafi haft ofantaldar upplýsingar undir höndum á sunnu- dag þegar hefja átti talningu í próf- kjörinu í Borgarnesi. Þeir hafi óskað eftir því að lögð yrði fram skilagrein með utankjörfundaratkvæðunum sem komið var með frá Akranesi, svo unnt yrði að sannreyna upplýsing- arnar, en því hafi verið hafnað. Með ólíkindum Hann bendir einnig á að í fram- haldi af þessu hafi borist fréttir af at- kvæðagreiðslu í bát á Grundarfirði og af einu tilviki þar sem gengið hafi verið í heimahús í Stykkishólmi. „Þegar á allt er litið lítur út fyrir að á Vesturlandi hafi verið staðið að þessari kosningu með miklum ólík- indum. Þess vegna veltir maður nú fyrir sér pólitískri ábyrgð frambjóð- endanna. Hver er hin pólitíska ábyrgð þeirra?“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Egilsson er ósáttur við niðurstöðu kjörnefndar og stjórnar kjördæmisráðs Snýst um pólitíska ábyrgð þeirra sem telja sig sigurvegara Í KOSNINGALÖGUM er ekkert sem kemur í veg fyrir að stjórn- málaflokkur bjóði fram tvo eða fleiri framboðslista í sama kjör- dæminu. Vilhjálmur Egilsson og stuðningsmenn hans geta því boðið fram lista í nafni Sjálf- stæðiflokksins í Norðvest- urkjördæmi, sem yrði nefndur DD-listi, svo lengi sem til þess bærar stofnanir Sjálfstæði- flokksins veiti samþykki sitt fyr- ir listanum. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei samþykkt slíkt framboð. Öll atkvæði sem DD-listi myndi fá myndu nýtast Sjálf- stæðisflokknum á landsvísu. Skipting atkvæða á tvo lista myndi ekki skerða heildartölu þingsæta flokksins. Frá Norð- vesturkjördæmi koma 10 þing- menn, 9 eru kjördæmakjörnir en auk þess er 1 jöfnunarþingsæti. Færi Vilhjálmur fram með sér- framboð væri hann öruggur um þingsæti fengi hann 10% at- kvæða en gæti hugsanlega náð kosningu með 8% atkvæða. Byði hann sig fram á DD-lista kynnu færri atkvæði að nægja honum til að komast inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sérframboð ætti á hinn bóginn nánast enga möguleika á jöfnunarþingsæti en til þess yrði listinn að fá a.m.k. 5% á landsvísu, eða um 40–50% fylgi í Norðvestur- kjördæmi. Kunnáttumaður í kosn- ingalögum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þótt öll atkvæði greidd DD-lista myndu nýtast Sjálfstæðisflokknum á landsvísu gæti DD-listi haft áhrif á hvernig jöfnunarþingsætin myndu raðast, þ.e. hverjir yrðu jöfnunarþingmenn. Þetta gæti jafnvel haft áhrif á röðun jöfn- unarþingsæta hjá öðrum flokk- um en Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn yrði að samþykkja DD-lista TUTTUGU og sex aðildarfélög úr Norðvesturkjördæmi eiga fulltrúa á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins sem fram fer á Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu næstkom- andi laugardag. Þar verður kosið um sex efstu sætin á lista fram- sóknarmanna í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor en at- kvæðisrétt eiga 481 fulltrúi úr framsóknarfélögunum. Af þeim eru 436 félagskjörnir en sjálfkjörnir eru 45, sem koma úr miðstjórn flokksins og stjórn kjör- dæmissambandsins í kjördæminu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, skrifstofustjóra flokksskrifstofu Framsóknarflokksins, hafa á bilinu 450 til 500 nýir félagar bæst við, flestir á undanförnum vikum, en skránni var lokað sl. mánudag. Þar af hafa í kringum 200 félagsmenn bæst við á Vestfjörðum, 150 á Vesturlandi og 100 á Norðurlandi. Félögin fá fulltrúa út á nýja fé- lagsmenn, eða einn fulltrúa fyrir hverja fimm félagsmenn. Í aðild- arfélögunum eru samtals 2.094 fé- lagar. Af félagskjörnum fulltrúum sem hafa atkvæðisrétt á þinginu eru 29 í Framsóknarfélagi Akraness, 12 í Félagi ungra framsóknarmanna á Akranesi, 12 í Framsóknarfélagi Borgarfjarðar, 29 í Framsóknar- félagi Mýrasýslu, 24 í Framsókn- arfélagi Snæfellsbæjar, 13 í Fram- sóknarfélagi Dalamanna. Í Fram- sóknarfélagi Ísafjarðarbæjar eru 50 félagskjörnir, 18 í Framsókn- arfélagi Bolungarvíkur, 22 í Barða- strandarsýslu, 12 í Framsóknar- félagi Hólmavíkur, 17 í Fram- sóknarfélagi V-Húnavatnssýslu, 29 í A-Húnavatnssýslu, 62 í Fram- sóknarfélagi Skagafjarðar og 31 í Félagi ungra framsóknarmanna í Skagafirði. Í öðrum framsóknar- félögum eru tíu eða færri fé- lagskjörnir fulltrúar. Framsóknarflokkurinn í NV-kjördæmi Á bilinu 450 til 500 nýir félagar hafa bæst við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.