Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ undirritaðar, f.h. 17 starfs- manna á Dvalarheimilinu Höfða, finnum okkur knúnar til að skrifa þér opið bréf vegna okkar mála í þeirri veiku von að það kunni að hreyfa við réttlætiskennd þinni og annarra sem sæti eiga í bæjar- stjórn Akraness. Á undanförnum árum hefur farið fram endurmat á störfum starfs- manna Akranesbæjar samkvæmt samningi þar um til að ákvarða kaup og kjör þeirra en niðurstöðu síðan vísað til starfskjaranefndar til endanlegrar afgreiðslu. Á sl. ári var röðin komin að þeim starfsmönnum Höfða, sem eru félagsmenn í Starfsmannafélagi Akraness (St.Ak.). Með því skyldi lokið end- urmati á störfum starfsmanna bæj- arins. Því miður vildi svo óheppi- lega til, að trúnaðarmönnum láðist að koma á framfæri starfslýsingum og öðrum plöggum frá 17 starfs- mönnum.. Við töldum sjálfgefið að starfsmatið myndi ná til allra starfsmanna heimilisins og vorum grunlaus um gang mála þar til í febrúar á þessu ári. Þá barst okkur til eyrna að starfsmatsnefndin hefði lagt til verulega hækkun á launum St.Ak.-félaga á heimilinu annarra en okkar, t.d. 9 launaflokka hækkun hjá ófaglærðu starfsfólki á tveimur deildum. Nefndin var um þessar mundir að ljúka störfum. Við brugðumst því skjótt við og komum tilskildum upplýsingum á framfæri. Hinn 15. maí sl. endurmat starfs- matsnefnd störf okkar og úrskurð- aði hliðstæða launahækkun okkur til handa og hún hafði metið öðrum. Þremur mánuðum síðar (16. ágúst) komst hins vegar starfskjaranefnd að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að endurmatið gæti náð til okkar. Það hefði skyndilega komið á daginn, að verulegir ágallar hefðu „komið upp við vinnu við núverandi starfsmatskerfi (og) því (væri) ekki unnt að notast við kerfið og nið- urstöðu úr því við endurmat starfa“. Þessi hrikalega brotalöm á matskerfinu kæmi m.ö.o. í veg fyrir að unnt væri að lagfæra kjör þeirra starfsmanna bæjarins sem hvað lökust kjörin hefðu og síðastir komu til endurmats! Við 17-menn- ingarnir yrðum að bíða þess að fá leiðréttingu okkar kjara þar til nýtt matskerfi yrði tilbúið undir árslok! Sem raunabót þótti við hæfi að bjóða nokkrum okkar tveggja til fjögurra launaflokka hækkun, en öðrum ekkert. Okkur brá í brún við þessi tíðindi og þótti ómaklega að okkur vegið. Við áttum ekki von á því að störf okkar yrðu svo léttvæg fundin í samanburði við störf starfsfélaga okkar. M.a. af þessum ástæðum sættum við okkur hvorki við þessa meðhöndlun né ölmusu starfskjara- nefndar. Með þessu bréfi óskum við svara frá þér sem forseta bæjar- stjórnar Akraness um eftirtalin at- riði: Telur þú þessa málsmeðferð gagnvart fáeinum starfsmönnum Höfða réttláta í ljósi þess að starfs- félagar þeirra og aðrir starfsmenn bæjarins hafa nú um margra mán- aða skeið fengið laun sín greidd á grundvelli nýs starfsmats? Hvaða rök eru fyrir því að ekki er hægt að nota núverandi starfsmatskerfi við endurmat á okkar störfum, þótt það hafi nýst við mat á störfum allra annarra? Eru ekki enn í gildi þau ákvæði kjarasamnings St.Ak.og Akranesbæjar að nota skuli núver- andi endurmatskerfi á meðan nýtt matskerfi hefur ekki verið sam- þykkt af málsaðilum? Hversu hárri upphæð nemur á ársgrundvelli sú launahækkun sem starfsmatsnefnd taldi okkur verðskulda eftir end- urmat á störfum okkar? Má vænta þess að þú og aðrir bæjarfulltrúar breytið afstöðu ykkar til afgreiðslu málsins? Með von um skjót og skýr svör. Fyrir hönd samstarfsfólks á Höfða, ARINBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, EMILÍA ÁRNADÓTTIR. Opið bréf til forseta bæjarstjórnar Akraness Frá Arinbjörgu Kristinsdóttur og Emilíu Árnadóttur: VEGNA umræðna um hvort Ísland skuli ganga í Evrópusambandið eða ekki vildi ég gjarnan benda á ávinn- ing þess að ganga í Evrópusamband- ið, það er víðfeðmt og hefur gjald- miðil sem stendur á föstum grunni en það er nokkuð sem við Íslending- ar höfum mikla þörf fyrir að tileinka okkur, við erum á brauðfótum hvað efnahagsgrundvöll varðar. Við höfum verið að ganga til góðs í efnahagsmálum undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins undanfarin missiri, en við búum á stórri jörð sem sveifl- ast í markaðslegum skilningi og við þurfum sterka stjórn og sterka for- ystu sem Sjálfstæðisflokkurinn er einn fær um að veita. Þess vegna vildi ég beina áskor- unn minni til forustu Sjálfstæðis- flokksins um að hann taki nú foryst- una í samningum við Evrópu- sambandið, því það verður aldrei lag á þeim hlutum nema Sjálfstæðis- flokkurinn sjái málin í rettu ljósi og taki af skarið. Lengi lifi lýðveldið. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, Asparfelli 12. Aðild að ESB Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.