Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn VilbergJóhannesson fæddist á Kálfs- hamri í Skagahreppi 24. júlí 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson bóndi og Dagný Guðmunds- dóttir húsfreyja. Jó- hannes lést árið 1977, en Dagný dvel- ur nú í hárri elli á héraðshælinu á Blönduósi. Fjöl- skyldan bjó á ýmsum stöðum í Skagahreppi, fyrst í Örlygsstaðar- seli, en lengst af á Kaldrana og Kálfshamri, þar sem Vilberg var fæddur, síðar á Fjalli, Keldulandi og að Spákonufelli. Þegar Spá- konufell var lagt í eyði árið 1955 flutti fjölskyldan á Skagaströnd. Ævar Örn, Birkir Rafn og Elvar Þór. 2) Jóhannes Guðmundur, f. 1969, búsettur í Grindavík, kvænt- ur Margréti Kristjánsdóttur, börn þeirra eru: Páll Valdimar, Her- borg Agnes og Kristinn Vilberg. 3) Guðrún María, f. 1976, búsett í Keflavík, sambýlismaður hennar er Kristinn Sörenssen, barn þeirra er Vilberg Atli. Auk þess á Vilberg son, Halldór Rúnar, f. 1963, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Jór- unni Sigurðardóttur, börn þeirra eru Hjalti, Guðmundur og Hilmar Þór. Vilberg stundaði ýmis störf við fiskvinnslu og sjómennsku. Hann kom á vertíð suður til Grindavíkur árið 1963 og kynntist þar Agnesi konu sinni. Vilberg vann ýmis störf, meðal annars á bílaverk- stæði og vann svo síðastliðin 30 ár hjá Fiskimjöli & lýsi sem síðar varð Samherji hf. Áhugamál Vilbergs beindust fyrst og fremst að náttúru lands- ins og veiðimennsku henni tengdri, hann var mikill veiðimað- ur og kunni vel að lesa í náttúruna. Útför Vilbergs verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bræður Vilbergs eru: Páll Valdimar, búsett- ur á Skagaströnd, Sigmar sem lést árið 2000, kona hans var Sigurbjörg Angantýs- dóttir, hún lést árið 1997, þau voru búsett á Skagaströnd, og Óskar Jens, sem bú- settur er í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Pétursdóttur. Eiginkona Vilbergs er Agnes Sæmunds- dóttir, fædd árið 1938, hún er dóttir Sæ- mundar Kristjánssonar og Bjarn- laugar Jónsdóttur sem bjuggu á Melstað í Grindavík. Bjarnlaug lést árið 1972 og Sæmundur er nú vistmaður á Hrafnistu í Hafnar- firði. Börn Vilbergs eru: 1) Bjarn- laug Dagný, f. 1965, búsett í Njarðvík, gift Ómari Björnssyni, börn þeirra eru: Halldór Vilberg, Það hefur greinilega verið vöntun á þúsundþjalasmiðum hjá Guði, var eina ástæðan sem mér datt í hug þegar þú kvaddir, elsku tengda- pabbi. Þú varst þúsundþjalasmiður með sönnu og einn fróðasti maður sem ég hef kynnst, varst inni í öll- um málum, sama hvar gripið var niður. Þú sagðir líka svo skemmti- lega frá hlutunum. Ég sá fyrir mér torfbæinn sem þú áttir heima í fyrstu árin, fann til í rassinum með þér, þegar þú sagðir mér frá hest- inum, og varð myrkfælin með þér, því ekki voru ljósastaurar í sveit- inni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast þér þegar við Jói byrjuðum saman fyrir átta árum. Þú varst mjög rólegur og fámáll við fyrstu kynni, en það breyttist nú fljótt þegar á leið og mörg voru kvöldin sem setið var í eldhús- króknum hjá ykkur Öggu og rætt um alla heima og geima fram eftir nóttu. Að ég tali nú ekki um göngu- túrana um garðinn ykkar, sem þú varst svo stoltur af, þó að þú fuss- aðir nú stundum yfir öllu þessu til- standi. Einhvern veginn í huga mínum gerði ég bara ráð fyrir að þú yrðir alltaf með okkur. En þessi sjúk- dómur, krabbamein, fer víst ekki í manngreinarálit. Að þú skyldir geta verið með okkur á brúðkaupsdag- inn og við skírn nafna þíns í ágúst, er okkur ómetanlegt og dagur sem ég gleymi aldrei, og seint get ég þakkað þér fyrir að spilað var á flygilinn. Hún Hebba spurði mig um dag- inn hvort þú værir núna engill að passa okkur. „Já,“ sagði ég og bætti hún við: „Þá situr hann afi hjá mér núna, en ég sé hann bara ekki,“ og þetta ræddu hún og Palli, fram og til baka. Öll söknum við þín mikið, en þó sérstaklega hann Jói minn, því ekki aðeins missti hann pabba sinn, heldur einnig besta vin sinn og veiðifélaga. En sárast finnst mér að Palli, Hebba og Villi skuli ekki fá að kynnast afa sínum nema í gegnum minningar okkar sem eftir erum. Elsku Villi, ég sakna þín mikið, en hugga mig við fullvissuna um að við hittumst aftur og eigum þá eftir að skrafa meira saman. Ég sit hér nú og lít um farinn veg ævin stutt en samt svo kostuleg. VILBERG JÓHANNESSON ✝ Sigurður Dag-nýsson fæddist á Seyðisfirði 25. júlí 1925. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 2. nóvember síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Dag- nýs Kristins Bjarn- leifssonar skósmiðs, f. á Ísafirði 15.6. 1901, og Steinunnar Gróu Sigurðardótt- ur, f. á Seyðisfirði 26.12. 1903, foreldr- ar hennar voru Sig- urður Eiríksson, út- vegsbóndi í Berlín á Seyðisfirði, f. um 1852, og Lilja Finnbogadóttir, f. um 1880. Föðurforeldrar Sig- urðar voru Bjarnleifur Árni Jóns- son, skósmiður á Sauðárkróki, f. 1.1. 1874, og Ólafía Kristín Magn- úsdóttir, f. 25.8. 1878. Systkini Sigurðar eru: a) Ólafía tækni- teiknari, f. 16.7. 1926, maki (skil- in) Sigurjón Þorbergsson, f. á Vopnafirði 20.3. 1925, b) Guðrún Lilja, f. 6.2. 1928, maki Sveinn Ragnar Ásmundsson, f. á Seyðis- firði 28.9. 1916, c) Björk, f. 8.7. 1930, maki Bolli Sigurhansson rafvirkjameistari, f. í Reykjavík 21.12. 1928, d) Hlynur, f. 16.8. 1931, maki Magnea Ingibjörg Sig- urhansdóttir, systir Bolla, f. í Reykjavík 24.9. 1932, og e) Vigfús skósmiður í Reykjavík, f. 16.1. 1933, maki Fjóla Hafsteinsdóttir (miðils), f. á Heiði í Gönguskörð- um í Skagafirði 27.7. 1933. Auk þeirra voru tvö systkini andvana fædd. Sigurður kvæntist 14.2. 1948 Katrínu Sigurðardóttur, f. á Norð- firði 24.7. 1926, d. í Hafnarfirði 5.3. 1962. Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson, f. í Vallarnesi á Héraði 22.12. 1905, og Sigríður Eirikka Markúsdóttir, f. á Eyri við Reyðarfjörð 11.12. 1903, en þau bjuggu á Seyðisfirði. Börn Sigurðar og Katrín- ar eru: Leifur Krist- inn garðyrkjumað- ur, f. á Seyðisfirði 27.6. 1946, d. í Reykjavík 3.1. 1977, tvíburar andvana fæddir 31.8. 1948, Steinar Eiríkur sjó- maður, f. á Seyðis- firði 26.11. 1949, d. í Reykjavík 20.7. 1996, maki Sigríður Gunnarsdóttir f. á Þingeyri 24.8. 1948, Guðný, f. á Seyðisfirði 24.3. 1953 starfsmaður hjá Tollstjóraembættinu, maki Árni Hreiðar Þorsteinsson bíl- stjóri, f. í Reykjavík 29.12. 1950, Steinunn Lilja, húsmóðir í Hafn- arfirði, f. í Hafnarfirði 24.9. 1958, maki Kristinn Kristinsson vél- fræðingur, f. í Hafnarfirði 20.4. 1958, og Björgvin, f. 20.9. 1960, d. 22.9. 1960. Dóttir Katrínar með Birni Guðmundssyni, f. 29.9. 1921, er Anna Sigríður Björnsdóttir, f. í Reykjavík 31.1. 1945, maki Enok Bjarni Guðmundsson stýrimaður, f. í Bolungarvík 23.10. 1943. Sigurður kvæntist 30.12. 1969 Helgu Sveinsdóttur, f. á Sperðli í Landeyjum 18.11. 1920. Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson, f. í Efri-Fljótum 23.4. 1884, og Helga Jónsdóttir, f. á Velli í Hvolhreppi 3.10. 1879, en þau voru bændur á Kotvelli í Hvolhreppi. Dóttir Helgu með Árna Björnssyni, f. 1918, er Sigrún Helga Árnadóttir, kennari við Menntaskólann á Eg- ilsstöðum, f. 12.2. 1949. Barna- börn og barnabarnabörn Sigurðar telja nú 34. Útför Sigurðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurður, eða Siggi Dagga eins og hann var kallaður, ólst upp á Seyð- irfirði. Sigurður afi hans og Lilja amma hans bjuggu í Berlín, húsi sem stendur austarlega í bænum. For- eldrar Sigga, Dagnýr og Steinunn, byggðu síðan húsið Dagsbrún, sem stendur við hliðina á Berlín. Sem strákur var Siggi þrjú sumur í sveit á Eyjólfsstöðum á Völlum, hjá Krist- jáni Sæmundssyni, sem þá var orð- inn aldraður maður og dætrum hans Steinunni og Sigurveigu. Hugsaði Siggi ávallt með gleði til þessara sumra og talaði jafnan með mikilli hlýju um „gamla manninn og syst- urnar“. Hann sagði að það hefði ver- ið fyrsta verk systranna þegar hann kom í sveitina á vorin, að fara í gegn- um vasa hans og föggur og hirða af honum alla önglana, sem hann hafði falið hér og þar og ætlað að nota til að krækja í feita bleikju í hyl í Grímsánni fyrir neðan bæinn. Hafa systurnar eflaust talið að strákpatt- inn myndi fara sér að voða ef hann færi að renna færi í Grímsána. Siggi fór ungur til sjós. Var hann m.a. um árabil á hinum norska Gaapaa. Þar eignaðist hann marga góða vini sem hann hélt sambandi við til æviloka. Siggi hafði gott tón- eyra og hjálpaði það eflaust til að hann náði mjög góðum tökum á norsku. Sagðist hann hafa lært málið með því að herma eftir körlunum um borð. Siggi var einnig um tíma á Ís- ólfi hjá þeim Þórði Sigurðssyni og Gísla Auðunssyni. Síðar var hann í mörg ár á Ársæli Sigurðssyni með Sæmundi Sigurðssyni. Hafði Siggi ætíð miklar mætur á Sæmundi og sagði karlinn hafa verið ráðagóðan og fiskinn með eindæmum. Þá var Siggi einnig um tíma á Guðrúnu GK, sem veiddi Keiko og Hvassafellinu. Mátti iðulega heyra á Sigga að sjór- inn átti hug hans allan, talaði þá um skipsfélaga sína, bátana sem hann var á og eftirminnilegar veiðiferðir. Árið 1975 fór Siggi í land og vann eftir það við uppskipun í Hafnarfirði. Ástæðan fyrir því að hann hætti á sjónum var sú, að Helga kona hans hafði tekið bílpróf, þá fimmtug að aldri og hugðust hjónin nú ferðast um Ísland. Sú varð og raunin og hafa þau farið ófáar ferðirnar á „Skód- anum“, á síðari árum gjarnan í fylgd með Sigrúnu, dóttur Helgu. Voru síðustu ferðirnar farnar sumar 2001, en þær tóku hjónin tvisvar sinnum umhverfis landið. Eftir veruna á Gaapaa var Siggi ætíð mjög hrifinn af Noregi og öllu sem norskt var. Lærði hann heilu ljóðabækurnar ut- anað og þegar hann var kominn á efri ár, þuldi hann stundum norsk ættjarðarljóð yfir vandamönnum og vinum og kærði sig kollóttan um dræmar undirtektir. Þeim Sigurði og Helgu auðnaðist að fara í tvær lengri ferðir um Noreg. Í hinni fyrri fóru þau alla leið til Nordkap, í hinni síðari heimsóttu þau vini í Alta. Siggi var ljúfur persónuleiki, þótt hann gæti staðið fast á sínu, hjálp- samur og örlátur. Á síðustu árum fór að bera á heilabilun hjá honum og fylgdu miklar raunir í kjölfar þeirra veikinda. Var Helga kona Sigga, stoð hans og stytta í þessum raunum. Má segja að það hafi verið mikil gæfa fyrir Sigga að kynnast þessari konu eftir lát fyrri konu sinnar, Katrínar og missi þriggja barna. Þau Siggi og Helga voru mjög samhent og sam- rýmd hjón sem eyddu frítíma sínum ávallt saman. Við minnumst Sigga þar sem hann er að spila norsk sjómannalög á nikkuna, situr við útvarpið og er að „hlusta á Normanninn“, þar sem hann hoppar um gólfið með barna- börnin og síðar barnabarnabörnin í fjölskylduveislum, minnumst góðra stunda yfir kaffibolla við eldhúsborð- ið á Miðvanginum, höfðinglegra fjöl- skylduboða á jóladag og sameigin- legra ferðalaga og veiðiferða. Við systurnar óskum Sigga, föður okkar alls velfarnaðar á þeirri ferð, sem hann hefur nú tekist á hendur á ókunnar slóðir. Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Anna Björnsdóttir og Sigrún Árnadóttir. Mínar fyrstu minningar um hann afa minn eru þær þegar hann fór að kenna mér að hjóla á velamosinu mínu upp og niður Reykjavíkurveg- inn í Hafnarfirði. Þá var afi þolin- móður, ég alltaf á hausnum og hann að rífa mig á fætur hvað eftir annað og sagði: „Þú getur þetta Siggi minn, halda áfram að hjóla.“ Nokkrar skrámur hér og þar en ég lærði að hjóla og var ánægður með það. Þeg- ar ég var u.þ.b árs gamall var afi á sjó út á landi og hafði póstsent pen- inga til hennar mömmu til að kaupa göngugrind handa mér en afi hafði stílað peninga á Sigga litla og þegar mamma ætlaði að ná í peningana niður á pósthús sagði afgreiðslu- stúlkan að hún gæti ekki látið mömmu hafa peningana því að þeir væru stílaðir á mig þá sagði mamma „allt í lagi ég skal ná í hann út í vagn!“ Stúlkan lét hana hafa pen- ingana strax. Afi hugsaði mjög mikið um sjóinn, það var hans líf og yndi og ekki gleyma Noregi ef maður vildi eitt- hvað vita um Noreg þá vissi hann það. Þegar ég kynntist konunni minni og kynnti fyrir afa og ömmu var hann mjög ánægður því hún hafði ættir að rekja til Noregs. Alltaf þegar maður kom upp í Norðurbæ til ömmu og afa var mikið rætt um Nor- eg hjá afa. Við munum öll sakna þín afi minn en nú er afi uppi hjá engl- unum eins og krakkarnir segja. Þú verður alltaf í huga okkar og ert allt- af hjá okkur. Helga amma, við vottum þér dýpstu samúð okkar og ætlum að hjálpa þér að batna í þínum veik- indum og ég veit að Guð geymir hann afa vel. Enok, Hrafnhildur og rauðhærði víkingurinn, en það kall- aðir þú hann Steinþór og Ásgerður geyma minninguna um þig afi minn. Hvíl þú í friði. Í Davíðssálmum segir Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Takk fyrir mig afi minn. Sigurður Enoksson. Okkur langar að kveðja hann afa, sem okkur þykir svo vænt um með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar við systurnar vorum litlar og fórum í heimsókn til afa og ömmu, þá fór afi alltaf með okkur inn í stofu og spilaði fyrir okkur á harmonikkuna og við sungum með og voru það mjög skemmtilegar stundir, einnig spilaði afi fyrir okkur í jólaboðunum sem voru alltaf á jóladag hjá afa og ömmu. Við getum endalaust rifjað upp góðar minningar sem við áttum með þér elsku afi og munu þær lifa með okkur og okkar börnum. En nú ert þú laus við veikindi sem þú fékkst og nú líður þér vel og getur hlaupið um allt og farið allra þinna ferða frjáls. Við kveðjum þig elsku afi með þessum sálmi: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra minn Guð, til þín, hærra til þín. (M.Joch.) Elsku amma, mamma, Lilja, Anna Sigga, Sissa, Sigga og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur Katrín, Helga Sæunn, Steinunn og fjölskyldur. Elsku afi. Það er sárt að hugsa til þess að nú sért þú ekki lengur hjá okkur. Þú sem komst okkur alltaf til að brosa og líða vel, sagðir okkur sögur frá liðnum tímum, talaðir við okkur á norsku og spilaðir svo fal- lega á harmónikuna þína. Þegar við vorum yngri og vorum að gera fim- leikaæfingar í stofunni hjá ykkur ömmu skarst þú ósjaldan í leikinn og sýndir okkur þínar æfingar og spurðir hvort við gætum gert slíkt hið sama. Alltaf vildir þú að við fylgdumst með því sem var að gerast hvort sem það var í gegnum kíkinn útum stofu- gluggann að sjá bátana leggja úr höfn eða koma að landi, fróðleik í bókum eða fréttir í sjónvarpinu. Þú vannst allan þinn starfsferil útivið, bæði á sjó og í landi, og hafðir mikla unun af útiverunni. Langir göngutúrar niður á bryggju voru tíð- ir hjá þér meðan heilsan leyfði. Tónlist skipaði stóran sess í lífi þínu og ef þú varst ekki spilandi á harmónikuna varst þú syngjandi eða flautandi gömul lög og stundum fylgdu nokkur dansspor með. Okkur systrum fannst jólahátíðin aldrei vera fullkomnuð nema eftir heim- sókn á Miðvanginn. Á Gamlárskvöld beiðst þú alltaf spenntur eftir því að við kæmum svo að þú gætir farið að skjóta upp flugeldunum sem þið amma höfðuð keypt handa „okkur“. Við viljum minnast afa með kvæði sem hann kenndi elstu systurinni mjög ungri en þegar hún hafði náð góðu valdi á því söng hún afa sinn í svefn. Nú blika við sólarlag sædjúpin köld. Ó, svona ætti að vera hvert einasta kvöld með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ og himininn bláan og speglandi sæ. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku afi. Þú munt ávallt eiga vissan stað í hjarta okkar og við vit- um að við munum finna fyrir þér í návist ömmu því þið voruð svo náin. Við kveðjum þig með þessum orð- um: Bless, bless, takk fyrir okkur og góða nótt. Katrín Helga, Guðrún Harpa og Tinna Björk. Elsku langafi. Takk fyrir allar róló ferðirnar bæði í garðinum ykkar og í garðinum hjá ömmu og afa. Og öll skemmtilegu lögin sem þú spilaðir fyrir okkur. Kannski getum við með tímanum lært að spila eins og þú á harmonikku. Verst er að litlu stelpurnar, Kam- illa og Guðný Kristín áttu svo lítinn tíma með þér. Við eigum eftir að sakna þín og takk fyrir að hafa átt þig elsku langafi. Guð geymi þig. Kveðjur, Stefán, Guðný og Margrét, Árný Sara og Guðmundur, Kamilla og Guðný Kristín. SIGURÐUR DAGNÝSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.