Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 41

Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 41 FÍKNIEFNAHEIMURINN er dimmur dalur og alltof fáir gera sér grein fyrir hversu illur. Þar finnst mér ekki hafa verið lagðar réttar áherslur. Það er alltaf verið að eltast við þá sem eru neðst í þrepinu og þeir meðhöndlaðir sem glæpamenn, þegar þeir eru í raun fórnarlömb. Oft hjálparvana og sjúkir. Það er aug- ljóst að það eru þeir sem brjótast inn og stela lyfjum og eignum annarra til að fjármagna neyslu. Á meðan menn hugsa þessi mál ekki í samhengi munum við aldrei getað náð tökum á vandanum. Það þarf að einhenda sér að því að ná þeim sem stjórna þessu spili. Ná til þeirra sem eru efst í skal- anum. A.m.k. ef menn vilja ná ár- angri. Í mörgum löndum eru lög- reglumenn hættir að elta ólar við smákóð sem eru með 0, eitthvað grömm í vasanum, rétta yfir þeim og stinga þeim inn og yfirfylla fangels- in. Það veldur bara meiri kvöl og fleiri innbrotum. Þessir menn þurfa hjálp og meðferð en ekki fangelsi. Sem betur fer er skilningur að aukast á þessu og yfirvöld aðeins far- in að hugsa málin upp á nýtt. Orka lögreglunnar á að fara í að finna þá sem fjármagna og stjórna innflutningi á eitrinu. Eftir því sem tíminn líður verður erfiðara að eiga við vandamálin. En þarf það að vera svo? Þurfum við að búa við þetta í svona miklum mæli í okkar litla landi. Ég hef sagt það áður og segi það enn, neytendur götunnar eiga ekkert erindi í fangelsi, þeir eiga að dæmast inn á stofnanir sem aðstoða þá við að komast út úr vítahringnum. Þar þyrftu að vera geðlæknar, fé- lagsfræðingar og hjúkrunarfólk sem þekkir til vandans. Auk þess þarf að hlú að þeim meðferðarheimilum sem þegar eru starfandi. Hvers vegna er svo lítið hugað að þessu? Kring um hvern fíkniefnaneytanda er stór hóp- ur fólks; foreldrar, systkini, afar, ömmur og aðrir nákomnir, sem þjást og geta voða lítið gert. Það er líka erfitt að fá nein svör um hvað hægt sé að gera og hvert á að leita. Það er enginn opinber aðili sem maður get- ur snúið sér til. Hver vísar á annan. Þetta hef ég sjálf upplifað. Maður hrópar út í tómið og fær loðin eða engin svör. Á endanum verður mað- ur svo brotinn og þreklaus að það má líkja við druknandi mann. Hafa menn gert sér grein fyrir hve dýrt þetta er, allir peningarnir sem fara í lögreglurannsóknir, eignatjón, jafn- vel limlestingar og dráp. Ekki mun þetta batna ef ekkert er að gert. Það er líka hræðilega dýrt þegar menn sjá enga leið út úr ógöngunum aðra en að taka sitt eigið líf. Við verðum að skilgreina hvað eru glæpamenn og hvað eru fórnarlömb og vinna okkur út úr vandanum samkvæmt því. Hluti af vandamálinu er að for- eldrar veigra sér við að segja til barnsins síns, vegna þess að þau vita að það varðar fangelsi og þungum sektum. Ef þetta ber á góma á heim- ilinu kemur unglingurinn oft inn sektarkennd hjá foreldrinu. Ef þú segir til mín lendi ég í þessu og þessu. Svo einfaldasta leiðin er að þegja og borga. Ef menn hættu að eltast við þetta neðsta þrep stigans, sem gerir ekkert, nema auka eftir- spurnina og auka markaðinn fyrir salana, þá væri þessu kaleikur tek- inn frá fólki og orka löggjafans færi í að eltast við hina raunverulegu glæpamenn. Ég er reyndar komin á þá skoðun, að það sé rétt að leyfa notkun á vægari efnum eins og hassi og kókaíni. Þá myndi hrynja ansi mikið utan af glæpamönnunum. Það er eins með fíkniefni og vín og sígar- ettur, það er ákveðinn hópur sem ánetjast og aðrir ekki. Það geta hvort sem er allir nálgast efnin, en með því að banna þau er skapaður kjörinn gróðavegur fyrir óprúttna aðila að nota sér neyð annarra. Svo er önnur vá sem er líka til staðar, en það er svokallað læknadóp, sem í sí- auknum mæli er í umferð, og fólk er farið að nota meira vegna þess að það er ekki á bannlista lögreglunnar, en er ávísað af læknum og öðrum sem hafa aðstöðu til að komast yfir þau og selja öðrum. Mér lýst vel á að fólk sé að stofna samtök gegn handrukkurum, en það er bara hluti af vandamálinu og við þurfum að taka á málinu í heild og stofna þrýstihóp sem getur unnið að því að veita yfirvöldum aðhald og hvetja til að þessi mál séu tekinn föstum tökum. Göngum til góðs – fyrir alla Eftir Ásthildi Cesil Þórðardóttur „Hluti af vanda- málinu er að foreldrar veigra sér við að segja til barnsins síns.“ Höfundur er garðyrkjustjóri á Ísafirði. Ný lyfting. Nýtt líf. Á einni nóttu Nýtt: Resilience Lift Overnight Krem fyrir andlit og háls Á miðjum aldri þarf húðin að fara að kljást við rakatap um nætur og sveiflur í hormónastarfseminni sem draga úr framleiðslu á kollageni. Hið einstaka OverNight Revival Complex hjálpar til við enduruppbyggingu þessa mikilvæga bindiprótíns um leið og það flytur húðfrumunum rakann sem þær vantar. Í speglinum að morgni sérðu að húðin er orðin styrkari, stinnari, er að endurheimta æskuljómann. Nú geturðu sofið áhyggjulaus. www.esteelauder.com Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.